Sunday, March 1, 2009
Egyptalandsáætlun á linknum sínum. Kíkið á hana
Blessaðan daginn
Egyptalandsáætlun hefur verið sett inn á línkinn sinn og skyldu áhugasamir rannsaka hana. Verð hefur verið sett inn líka, það er með fyrirvara eins og jafnan verður að gera.
Þetta er tólf daga ferð, trúlega í byrjun nóvember en fáist ekki þátttaka í Líbíu mun ég færa hana fram í októberbyrjun og skýrist þetta sjálfsagt, einkum og sér í lagi ef menn láta mig vita hið fyrsta.
Bætti inn í hana fjórum hádegisverðum, vegabréfsáritun og ýmsu smálegu.
Sendi í gær mynd til fyrsta Íranhópsins. Sá hana á síðu Pezhmans og bað hann endilega að koma henni til mín og veit ekki betur en allir eigi að hafa fengið hana. Söguleg mynd vitanlega.
Íranshópur er að ljúka greiðslu nú um mánaðamótin og þakka þeim sem þegar hafa lokið að gera upp. Efast ekki um að hitt muni skila sér á morgun.
Vil enn hvetja ykkur til Jemen/Jórdaníufarar í maí. Nokkrir hafa bæst við en trúi ekki öðru en við náum skikkanlegum hópi þar og mætti einnig vekja athygli stuðningsmanna krakkanna okkar á henni.
Hef sagt það áður og bendi enn á: Eftir 2009 fer ég ekki með hópa í ferðalög.
Marokkó er á góðu róli og það er hið jákvæðasta mál.
Svör berast við getraun. Allt því í sólskinslagi. Nema mig vantar fleiri í Jemen/Jórdaníu svo verð haldist. Allir kallarnir mínir hafa gefið flott verð svo við getum ekki verið þekkt fyrir að aflýsa henni. Enda veit ég að það muni ekki koma til þess.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þessi litla fjölskylda óskar múdírunni til hamingju með heiðursverðlaunin Fbl. og finnst hún sérdeilis vel að þeim komin, eiginlega er þetta barasta hin sjálfsagðasta heiðursveiting. Hamingjuóskir í bak og fyrir, kv.
Aggí, Moster og Gunna.
Tl hamingju Jóhannna mín flott hjá þér.
Kveðja Hrönn.
Hjartans hamingjuóskir með verðlaunin Jóhanna, þú ert svo sannarlega vel að þeim komin!
Gangi allt rosalega vel á árinu á ferðum þínum um Miðausturlönd og í mannúðarmálum um alla framtíð!
Kær kveðja,
Eva Benjamínsdóttir
Post a Comment