Saturday, March 14, 2009
Þá er að snúa sér að Marokkó
Frá tryllta torginu í Marakesj
Rétt væri nú að þeir sem hafa hug á Marokkó og öðrum haustferðum láti vita. Hef fengið verð á eins manns herbergi í Marokkóferð og það er $300 dollarar og það er gott verð og tókst að prútta því hressilega niður svo ég er hin kátasta yfir því. Þeir sem hafa tilkynnt þáttöku í Marokkó þurfa ekki að láta mig vita aftur, þeir eru skilmerkilega geymdir á mínum lista. Nýir og áhugasamir verða hins vegar að gefa sig fram því ég ætla að loka og þá meina ég loka þeirri ferð ekki síðar en um næstu mánaðamót.
Ég vil ekki lenda aftur í þessu dæmalausa veseni eins og varð með Jemen, að sex manns bætist við á síðustu metrunum, enda hef ég ekki fengið staðfesta þá miða en vona að þeir hjá Royal Jordanian svari mér eftir helgina og þá læt ég fólkið vita og bið um að greitt verði skjótt inn á reikninginn því nú þarf að senda megnið að greiðslum út strax eftir helgina.
Vissulega er fagnaðarefni að við gætum orðið 24 í Jemenferðinni ef tekst að fá miðana í stað þess að vera 10 fyrir um tíu dögum. En vafstursmál geta líka orðið ansi snúin þegar menn tilkynna sig seint. En við sjáum til hvort þetta gengur upp.
Mun láta Jemen/Jórdaníufara vita líklega á mánudag eða þriðjudag hvenær við höfum smáfund með þátttakendum. Fer dálítið eftir hvenær ég get fengið húsnæði hjá vinum mínum í Mími símenntun.
Minni aftur á námskeið um menningu og sögu 24.mars hjá Mími. Skrá sig þar vinsamlegast, ekki hjá mér. Ég hef ekkert með skráningar að gera.
Fer nú senn að linna þessum prófkjörslátum. Mér hefur fundist fullmikið af því góða hvað frambjóðendum þykir ósköp mikið vænt um mann en láta mann svo sigla sinn sjó um leið og kosningum er lokið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Royal Jordanian flugfélagið hefur staðfest miða fyrir þá sex sem hafa bæst við í Jemen/Jórdaníuferðina. Hið gleðilegasta.
Bið viðkomandi að borga fyrri greiðslu strax eftir helgina.
Þar með verðum við 24, það er glæsilegt.
Kv JK
Post a Comment