Friday, March 6, 2009

Íranshópur hittist á sunnudaginn- heiðursverðlaun Fréttablaðs og fleira dúllerí


"Dætur" Evu og Axels í Sanaa

Það er meiri fegurðin í veðrinu í dag og samt virðast allir vera á Facebook.

En sem sagt: sendi fyrr í vikunni bréf á alla Íransfara til að minna á fundinn á sunnudag kl. 14. Ekki gleyma 2 passamyndum og vegabréfi því ég þarf að senda öll plögg út á mánudaginn.

Það hefur smávegis bæst í Jemen/Jórdaníuhópinn og ég hef ákveðið að sú ferð skuli farin en mundi fagna því óspart og innilega ef tveir eða þrír bættust við. Þið sjáið ekki eftir því. Vildi gjarnan heyra í Möggu Pálu ef hún er innan seilingar.

Nú nú Ég vænti þess að það hafi ekki farið framhjá neinum að mér voru veitt heiðursverðlaun samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í gær. Bara gaman að því og ágætis sammenkomst. Þar sem enginn fann þörf hjá sér til að segja takk dreif ég í að segja nokkur vel valin orð og gætti þess að ávarpa forseta okkar ekki sérstaklega heldur bara samkomuna í heild. Kannski er ég komin á nýtt mótþróaskeið.

Marokkófarar fá greiðsluáætlun sína í kringum 20. mars og hefji greiðslur 1.apr

Munið svo getraunina. Það er augljóst að menn hafa verið duglegir að gúgla því flestir sem hafa sent rétt svör. Þá verður æsispennandi að draga út þann heppna 19.mars.

Svo væri ráð að fara út og hitta sólina. Sæl að sinni

4 comments:

Anonymous said...

Eg les blöðin illa þessa dagana
Innilegar hamingjuóskir
Kær kveðja
María

Anonymous said...

Þetta var nú svona hálf í gríni. Auðvitað var gaman að fá þessa viðurkenningu og allt það. En ég tek það bara hæfilega hátíðlega og set ekki endilega upp kórónuna í tilefni af þessu
Kveðja
JK

Anonymous said...

Ég les Fréttablaðið svo sjalda að þetta fór fram hjá mér líka. Innilega til hamingju með þetta, þú áttir þetta svo sannarlega skilið.
Kveðja,
Axel Axelsson.

Anonymous said...

Til hamingju með vegsemd en því miður hef ég ekki blaðið en spyrst samt, lukka og læti kv. JHH og Jóna.