Tuesday, June 16, 2009

Marokkófundur 2.júlí



Sæl veriði

Bendi ÖLLUM Marokkóferðalöngum á að ég ætla að efna til smáfundar fimmtudaginn 2.júlí kl. 17,30 í gamla Stýrimannaskólanum VIÐ ÖLDUGÖTU. Þar útdeili ég fullburða ferðaáætlunum og hollráðum og leiðbeiningum. Við gæðum okkur á smásætindum og fáum okkur te og kaffi og eigum notalega stund.
Bið fólk að vera svo elskulegt að tilkynna sig og ennfremur þá sem hafa ekki sent mér upplýsingar um vegabréfsnúmer, útgáfudag og gildistíma að láta mig fá það í síðasta lagi á fundinum. Einnig hef ég þá á reiðum höndum lista yfir þær greiðslur sem hafa verið inntar af hendi.

Varðandi Íran. Ég var að tala við Shahpar Roosta forstýru ferðaskrifstofunnar í Teheran. Hún sagði að þar færu mótmæli fram síðdegis en að öðru leyti væri rólegt og engin ástæða til að hafa áhyggjur af neinu. Ég hafði líka samband við Pezhman gæd og fáeina aðra Írani og þeir telja ekki ástæðu til að hafa áhyggjur.
Ef það breytist læt ég vita um það

1 comment:

Unknown said...

Gott að vita um Íran, mikið búin að hugsa þangað undanfarna daga.Kannski maður hafi náð í skottið á þessu skrýtna stjórnarfari þeirra. Maður fylgist spenntur með öllum fréttum .