Góðan daginn í snjónum
Íranhópurinn er fullskipaður og ef einhverjir vilja bætast við verða þeir að greiða 20 þús. kr. aukalega. Það er ekki alveg að ástæðulausu sem ég bið um að menn tilkynni sig með góðum fyrirvara. Þetta er fínn hópur sýnist mér og verður vonandi allt í lukku og kæti.
Tveir síðustu þátttakendur komu til mín í gær með tilskilin plögg og myndir og ég hef sent út til ferðaskrifstofunnar ljósrit og alls konar dótarí sem er nauðsynlegt.
Sendiráðsstarfskonan okkar góða, Estrid í Osló mun verða okkur innan handar vegna vegabréfanna þegar þau fara út.
Svo held ég til Lýbíu á sunnudagsmorgun og hlakka til að skoða mig þar um og fyrir tilstilli ferðaskrifstofunnar sem ég hef verið í sambandi við þar á bæ vonast ég til að geta notað tímann vel og séð sem allra mest. Kem heim 22.jan. og býst við að geta farið á netið öðru hverju og sent pistla.
Hikið því ekki við að hafa samband.
Einnig eru þær stjórnarkonur innan seilingar, Guðlaug Pétursdóttir, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Herdís Kristjánsdóttir og Edda Ragnarsdóttir.
Sæl að sinni. Læt vonandi heyra frá mér á mánudag eða þriðjudag. Úr ríki Gaddadis. Insjallah
Friday, January 12, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Góða ferð Jóhanna mín!
Gakktu/fljúgðu á guðs vegum og allra annarra góðra vætta.
Komdu heil heim – bið að heilsa Gaddafí ; )
Ég er soldið spennt að lesa pistlana þína um þetta land og þess
sem bíður þín þar – og kannski mín þegar þar að kemur.
Kær kveðja
Helga Kr
Góða ferð til Gaddafis!!!!
Guðrún S
Guð hvað Íran freistaði... munaði litlu. En góða ferð til Lýbíu, þetta er líka spennandi.
gleðilegt ár og góða ferð
Bestu kveðjur, Herta
Hi.
Bið að heilsa Gaddafi.
Gott væri að þú finndir út góðan bisness í hans " nýj-opnaða landi" Þá kem ég með þér á fullri ferð.
Seldu honum og / eða öðrum fullt af fisk frá UK ég pakka og skaffa hann.
Skiptum comm. í 50 / 50 %
Ég er mjög áhugasamur fyrir þessu landi.
Annars erum við búin að bóka Indland í 9 daga þann 25/02 svo við verðum víst í loftinu á svipuðum tíma. Þið til Irans og við aðeins lengra í austur átt.
Góða ferð.
Baldvin.
Góða ferð kæra vinkona, ég hlakka til að heyra í þér við heimkomu. Lýbía
er mér algjörlega hulin, held ég þekki svei mér þá engan þaðan. Vinkona
mín (þýska frá Dubai College) bjó þar sem krakki og man eftir að sjá
Ghaddaffi á hersýningu ganga á meðal fólksins og snerta það eins og um
söfnuð væri að ræða. Sumir hafi fallið í yfirlið í algjörri geðshræringu.
Sjáumst hressar
Guðrún Margrét
Post a Comment