Sæl öll
Var að fá í hendur lista frá Nouriu Nagi yfir 22 stúlkur á fullorðinsfræðslu og saumanámskeiðinu nýja sem er að hefjast. Af átján stúlkum sem við studdum síðast halda SJÖ áfram og það er ekki bara góður árangur, hann er stórmerkilegur
Því þarf ég að fá að vita hið fyrsta hvort menn vilja taka nýja og bið ykkur að hafa samband hið allra allra fyrsta. Sama upphæð sem svarar 200 dollurum og leggja inn á Fatimueikninginn 1151 15 551212 kt. mín 1402403979
Ég veit altjent að Inga og Þorgils vilja það því þeirra stúlka er ekki á nýja snámskeiðinu en bið þau samt að staðfesta það
Tel fyrst upp þær sem halda áfram
1.Khan Bo Bellah er 23 ára, fráskilin með 3 börn. Hún er ólæs. 7 ára sonur hennar er studdur af okkur. Stuðningsmaður Ragnhildur Guðmundsdóttir+
2.Najeeba Safe er 27 ára og á 6 börn. Eiginmaðurinn vinnur þegar vinnu er að fá. Hún sækir bæði lestrar og saumatíma. Stuðningsmaður Bjarnheiður Guðmundsdóttir/Sigfinnur Þorleifsson
3. Raefa Omar er fertug og kann að lesa og skrifa. Tvær dætur hennar sem eru fatlaðar njóta stuðnings okkar. Stuðningmaður hennar er Guðrún Sverrisdóttir
4. Seena Hussein Sayeed er 31 ár, á sex börn og von á því sjöunda. Hún var í skóla til tólf ára aldurs. Fimm synir hennar njóga stuðnings YERO. Stuðningsmaður hennar var Litla fjölskyldan á Hörpugötu.
5. Sayeda Mohammad er 39 ára. Hún er móðir fjögurra stúlkna sem við styrkjum. Hana langar að læra svo hún geti hjálpað börnum sínum. Hún vinnur fulla vinnu en sækir tíma af kappi. Stuðningsmaður Elísabet Jökulsdóttir
6. Fairouz al Hamamyari sækir einnig tíma í skóla. Hún er23 ára og hætti í skóla þegar hún giftist 15 ára. Hún á 3 börn og er fráskilin. Hana langar að afla sér menntunar svo hún geti tekið börnin til sín. Sl. ár lauk hún grunnskóla og hefur nú þegar hafið nám í menntaskóla og er einn af efnilegri nemendum. Hún vill einnig stunda saumanám til að geta séð fyrir börnunum þegar þar að kemur. Stuðningsmaður hennar á saumanámskeiðinu er Magnea Jóhannsdóttir
7. Sarkas Ali Aldawee er 27 ára, sæmilega læs og skrifandi býr við sára fátækt. Stuðningsmaður er Guðrún S. Guðjónsdóttir
Þetta er ótrúlega góður og uppörvandi árangur og nú spyr ég sem sagt þessar sex hvort þær vilji/geti haldið áfram með stuðning við þessar konur.
en fleiri eru byrjaðar og þær eru hér. Nýjar allar og vantar styrktarmann
8 Haifa Calev Al Habob er tvítug og á 10 systkini. Hún hefur lokið grunnskóla en vill hjálpa sinni stóru fjölskyldu við framfærslu og telur ekki raunhæft að stefna að mennaskólanámi í bili.
9.Eshraaq Ahmed er 27 ára og á 4 börn sem öll njóta styrks frá YERO. Eiginmaðurinn vinnur en fjölskylduaðstæður bágar
10.alwa Yusef Mohammed er 18 ára og kann að lesa og skrifa. Hún á sex stytkini. Faðirinn vinnur þegar vinnu er að fá. Hún sækir saumanámskeiðið
11 Mohmsena Farea er 29 ára og á 2 börn. Maður hennar er sjúkur. Hún er duglegur nemandi.
12. Ablah Abdo Ahmed, 34 ára, gift og á 7 börn. Tvo barnanna njóta hjálpar YERO. Eiginmaðurinn er atvinnulaus.
13. Shafeka Naji er 45 ára, gift en á engin börn. Maður hennar á fimm börn og hún vinnur í búð til að aðstoða við að framfleyta þeim.
14. Mona Mohammed Mahmod er 33 ára og á 3 börn og á von á því þriðja. Maðurinn hennar vinnur þegar vinnu er að fá. Tvö barnanna eru styrkt af YERO.
15.Hulda Farooq er 45 ára og á sjö börn. Maðurinn avinnulaus. Fjögur barna hennar njóta stuðnings YERO.
16. Monera Abd Algani er 26 ára og á 2 börn. Maðurinn vinnur þegar vinnu er að fá.
17. Fatima Ali Hamamam er 24 ára og á 2 börn, annað er styrkt af YERO. Maðurinn vinnur annað veifið
18. Maysa Abdulla er 27 ára og á eitt barn, maðurinn er horfinn og farinn. Hún býr hjá foreldri sínu. Er skarpur nemandi.
19. Nadira Taleb er 25 ára og á 3 börn. Maðurinn vinnur sem götusópari um nætur.
20. Zakya Ali Saad er 47 ára og á 9 börn. Maðurinn er látinn. Hún vinnur sem hreinsgerningarkona. Fjögur barnanna eru styrkt af YERO
21 Amina Ahhamed er 19 ára og systir nr. 12. Hún hefur lokið menntaskóla. Hún er ein 13 barna í fjölskyldu og Nouria hvetur hana óspart í háskólanám en Amina segir að fjölskyldan taki það ekki mál. Nouria segir að hugsanlegt sé að telja fjölskylduna á það en fari stúlka í háskóla er það mun dýrara. Ef einhver vill hjálpa Aminu get ég spurt Nouriu nánar um kostnaðarhliðina og hvaða líkindi eru til að þetta takist.
22. Bushra Ali er 13 ára og hætti í skóla sl. ár á einn bróður. Faðir látinn. Nouria er að reyna að fá hana til að koma aftur en hún segir að móðir sín leyfi það ekki nema hún fái einhvern stuðning.
Nouria segir ennfremur að nú séu þær stúlkur sem eru í saumanámi nær einvörðungu farnar að sauma sérstakar svuntur og borðdúka og YERO sér um að selja þær vörur og allt rennur til stúlknanna svo þær fái eilitlar tekjur.
Tvær stúlkur munu fá saumavélar fyrir einstakan dugnað. Peningar fyrir þeim eru til vegna rausnar Ólafs S. Guðmundssonar sem gaf allan ágóða Jemendisksins í það og fleira sem að þessu snýr.
Vonast eftir góðum undirtektum. Og bið þá glöðu styrktarmenn sem sjá ekki nöfn sinna stúlkna á þessum nýja lista að þegar maður þekkir til í Jemen eru aðstæður þær að ég tel nálgast stórkostlegan árangur að 7 af 18 halda áfram. Takið líka eftir hvað margar stúlknanna á sauma og lestrarnámskeiði eiga börn sem njóta stuðnings og hefur greinilega orðið þeim hvatning.
Ætla svo að minna ykkur á febrúargreiðslur. Jemenfarar eiga ýmist eftir að borga eina eða tvær greiðslur, getið sent mér imeil ef þið eruð ekki viss.
Bið Íranfara að ljúka greiðslu og sömuleiðis greiða fyrir eins manns herbergi sem er sem svarar 400 dollurum. Þrír eiga eftir að borga líka 90 dollara fyrir vegabréfsáritun. Bið ykkur gera það hið allra fyrsta því ég hef þegar greitt það.
Vegabréf hafa verið send til stimplunar í Osló og á von á að heyra frá því fljótlega. Miðar verða tilbúnir senn en bíð með að afhenda þá þar til vegabréf eru komin til baka.
Það er aðkallandi að allir sinni sínum greiðslum 1. og 2.febr. Vona þið skiljið það.
ELsku látið nú í ykkur heyra og hættum endilega að velta fyrir okkur máli eins og slæðum eða ekki slæðum.
VIÐBÓT:
Guðrún Sverrisdóttir heldur áfram að styðja Röefu Omer.
Elísabet Jökulsdóttir styður áfram Sayedu Hahammad
Guðrún S. Guðjónsdóttir styður áfram Sharkas Ali Aldawee
Aðrir stuðningsmenn sem þegar hafa gefið sig fram og staðfest stuðning
Eymar Jónsson,
Dögg Jónsdóttir
Inga Jónsdóttir/Þorgils Baldursson
Herdís Kristjánsdóttir
Margrét Kolka Haraldsdóttir
Elisabet Ronaldsdóttir og Sindri Snorrason munu styrkja Zakya Ali Saad
Guðrún Halla Guðmundsdóttir mun styrkja Hudu Farooq
Bið styrktarmenn frá í fyrra að láta vita hvort þeir geta verið með í þessu áfram
Sunday, January 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Ég og Sindri höfum ákveðið að styrkja Zakya sem nemur meðlaginu sem ég fæ með Sindra.
Við komum til með að leggja það inná reikninginn þinn mánaðarlega.
Luv, ER
TAKK ástsamlega. Ekki lengi verið að bregða við
JK
Ég vil halda áfram að styðja Raefa Omar, og legg inn peninga á næstu dögum.
Guðrún Sverrisdóttir
Kærlega takk, Guðrún.
Elísabet Jökulsd. heldur einnig áfram með sína stúlku. Eymar og Dögg taka að sér nýja. Þetta gengur vel og vonandi bætist við á morgun og næstu daga því ég vil helst senda greiðslu til YERO sem fyrst.
Kv/JK
Komdu margblessuð og velkomin frá Lýbíu.
Ég var að senda 15 þús. inn á Fatímureikninginn.
Vil gjarnan styrkja konu nr.15 Huldu Farooq
45 ára sjö barna móður.
Kveðja - Halla
Sæl Jóhanna
og velkomin heim frá Líbýu.
Jú við Þorgils viljum halda áfram að styðja stúlku/konu til að afla sér menntunar sem vonandi gerir hana líklegri til sjálfsbjargar. Erum búin að leggja inn á Fatímusjóð - en við biðjum N.Nagi að forgangsraða og þar með velja hver nýtur styrksins frá okkur.
Bestu kveðjur,
Inga og Þorgils
Þakka frábærar undrtektir í dag.
Nouria velur þær stúlkur/konur sem hvað erfiðast eiga og ég veit hún hefur valið þær þar sem hún hefur kynnt sér aðstæður. Hún gerir það af mikilli alúð og áhuga.
Læt ykkur vita fljótlega.
Mkið er ég kát yfir undirtektum barasta í dag. Svo ég skil ekki annað en við náum þessu á næstu dögum.
Kærlegast og vonast til að heyra frá þeim sem hafa verið styrktarmenn þeirra sem halda áfram á morgun eða hinn daginn.
Bendi á að Jemen/Jórdaníufarar í mars munu væntanlega geta hitt sínar stúlkur. Hef óskað eftir því við Nouriu
Kv/JK
Ég sé að "mín" ætlar að halda áfram. Svo ég borga bara undireins!!!
Guðrún Sesselja
Post a Comment