Hæ aftur
Ég gluggaði áðan í grein sem birtist í Mbl. eftir Steinunni Jóhannesdóttur og þar var margt sem ég felldi mig ekki við.
Þessi slæðumál eru slíkt hysteríismál að engu tali tekur. Slæðan er hvorki trúar- né kúgunartákn. Slæðan byggir á hefð sem á sér ævagamla sögu og í 99,99% tilvika á hún ekkert skylt við kvennakúgun. Þetta finnst mér að manneskja sem gefur sig út fyrir að vita eitthvað um heim múslima ætti að vita.
Það eina sem ég gat sætt mig við í þessari undarlegu grein var að Sádar eru þeir einu sem skylda konur í Arabaheiminum til að nota andlitsblæjur. Það er rétt. Konur í því landi hafa heldur ekki réttindi sem við teljum sjálfsögð. En þær hafa rétt til menntunar og að vinna utan heimilis og þær telja þann rétt meira virði en það hvort þær nota andlitsblæju eða ekki.
Það er mikið gert úr því að konur í Sádi Arabíu fái ekki að keyra bíl! Það er náttúrlega stórsvakalegt en hinu skyldu menn ekki gleyma að konur fá sömu laun fyrir sömu vinnu þar sem annars staðar í heimi Araba. Mér finnst greinarhöfundurinn mætti huga að því. Meira en við getum státað okkur af hér í góða landinu okkar.
Konungsfjölskyldan í Sádi Arabíu og stjórn hennar er ekki til fyrirmyndar en einmitt með því að senda konur þangað í heimsókn sýnum við ákveðna afstöðu sem er lofsverð.
Það er EKKI auðmýkt að fara að siðum þess lands sem maður heimsækir, hvort sem er um að tefla Arabaland eða annað. Það var kallað kurteisi lengst af. Og einhver undarlegur misskilningur er að tala um islamista. Rétt orð er múslimar.
Öll greinin ber vott um undarlega vanþekkingu og dómhörku sem er fyrir neðan virðingu fólks sem telur sig vita alla hluti best - og án þess að kynna sér um hvað málin snúast og hvað býr að baki hefðum viðkomandi landa.
Þetta vita þeir sem eru innan vébanda VIMA. Sem betur fer.
Og hananú.
Tuesday, January 23, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
11 comments:
Ég las nú ekki umrædda grein. Mér þótti hins vegar leitt að sjá Sollu og Kollu (og kó) með slæður (nema í skrýtlunni - sem mér fanns ágæt). Mér skilst af umfjöllun um málið að þess hafi ekki verið krafist af hálfu Sádanna. Hefði ég átt þess kost að fara í opinbera heimsókn til Sádi Arabíu án þess að þess væri krafist að ég bæri slæðu, þá hefði ég farið berhöfðuð. Mér finnst út í hött að bera slæðu fyrir kurteisis sakir, sama um hvaða land ræðir. Ég bar slæðu í Íran einfaldlega vegna þess að annað var bannað.
Rúrí
Sæl og blessuð og gleiðlegt ár.
Mig langar til að þakka þér fyrir pistill um grein Steinunnar
Jóhannesdóttur sem mér fannst eins og sú blessuð kona segir um heim
múslima alveg fáránlegt. Ég var einu sinni með henni á námskeiði hjá
Magnúsi Bernharðssyni og þá hóf hún upp raust sína um klæðaburð kvenna og
kúgun en ég benti henni á að við femínistar gagnrýndum þær kröfur sem
gerðar væru til kvenna á Vesturlöndum um að vera nánast naktar á
almannafæri og þá þagnaði hún.
Kveðja,
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir
Ég veit ekki hvort þær voru skyldaðar til að bera slæðu úti en um það efni leituðu þær, held ég, upplýsinga fyrir förina.
Kv/JK
Oooooooooooohhhhhhhhhhhhhhhh
Blessuð og velkomin heim
ekki dregur þetta úr þeim ásetningi okkar Hermanns að fara með þér á þessar slóðir.
Bestu kveðjur
SG
Heil og sæl !
Innilega sammála þér um fáviskuna sem umrædd grein Steinunnar Jó í Mogganum endurvarpar, sem greinilega er með slæður múslímskra kvenna á heilanum - og því alls óvitandi um það að slæðunotkun þeirra byggir á alda- ef ekki þúsaldalangri hefð til hlífðar gegn sól og sandfoki í eyðimörkum sem öðrum uppblástrarsvæðum.
Og klútar karla líkt og uppvafðir slíkir í Arabalöndum og víðar svo sem í S og SA Asíu hafa löngum þjónað sama tilgangi - og gera enn á dreifbýlum svæðum eins og ég varð vitni að þegar ég tók þátt í fornleifarannsóknum í sveitinni í Jórdandalnum forðum - enda útvegaði maður sér snarlega (palestínskan) klút til að hlífa augum og vitum fyrir sandfoki sem gerði sjaldnast boð á undan sér.
Ég efa að umræddur greinarhöfundur hafi yfirleitt lagt það á sig að kynnast sjónarmiðum venjulegs fólks í "rannsóknaferðum" sínum
Margrét Hermanns Auðardóttir
Sæl Jóhanna
Ég var svo rosalega ánægð með ferðina með þér til Sýrlands og Jórdaníu, að ég get eiginlega ekki beðið eftir að fara aðra ferð. Fararstjórnin frábær, og ferðafélagarnir skemmtilegir, og alveg ótrúlega gaman að koma á svona nýjar og framandi slóðir. Ég veit að Andrea er alveg jafn spennt og ég að fara í aðra ferð. Gallinn við okkur er bara sá að við erum báðar að kenna, og kennarar eru svo niðurnegldir í sambandi við frí, það er svo erfitt að komast frá á skólatíma. Páskarnir hinsvegar eru kjörtími fyrir okkur. Svo ef þú ert með páskaferð í huga, hafðu okkur þá í huga!
Kær kveðja, Margrét Kolka Haraldsdóttir
--------------------------------------------------------------------------------
Sæl og blessuð Jóhanna og velkomin heim frá Lybiu. Vona að sálin hafi skilað sér.
Ég er hjartanlega sammála þér varðandi grein Steinunnar sem ég las; bítandi á jaxlinn og bölvandi í hljóði.
Hennar undarlegu blaðaskrif hafa reyndar oftar kallað á heiftarleg vibrögð hjá mér, s.s. skrif hennar (og Einar Karls reyndar líka) um málefni samkynhneigðra o.fl.
Það myndi áreiðanlega gleðja marga að sjá upplýsandi grein frá þér um þetta málefni í Fréttablaðinu.
Með kærri kveðju
Maja
Ég er alveg sammála þér v/ greinar Steinunnar Jó. þarsem hún er að blaðra um eitthvað sem hún þekkir ekki og setja í blöðin
Kveðja og sjáumst
Sara Sigurðard
Stundum er manni svo ofboðið að það er ekki hægt að segja neitt. Besservisserar sem taka engum rökum er þröngsýnt og fávíst fólk og gersamlega út í hött að eyða púðri á svona skrif eins og ég las núna í Mbl áðan.
Aumingja konan, hugsaði ég nú bara. Aumingja blessuð manneskjan.
Það er ekki gott að rogast með svona grjót innan í sér.
Jóhanna K
Rétt hjá þér, Jóhanna, það gerði mig fyrst sára að lesa að hún leyfði sér að skrifa þetta í nafni feministanna, en nú kemur hún í réttu ljósi og þessi fáfræði ber heiti hatur á eigin fosendum. Í sumum löndum flokkast þetta sem lögbrot og kynþáttahatursáróður sem skylt er að kæra... En mikið á hún bágt já. Verst að fjölmiðlar sjá um að dreifa þessu til landans, án fyrirvara eða athugasemda. Við verðum að halda áfram jákvæðan áróður um skilning milli manna, eina svarið...
Dominique
Sæl Jóhanna,
Greinin í Mogga í dag er heldur hatursfyllri en sú fyrri. Ég rifja upp þegar ég kom svefndrukinn í Hallgrímskirkju árla sunnudagsmorguns að hlusta á góðan fyrirlestur þinn um slæðunotkun. Þar fyrir sátu Steinunn og Einar Karl, Karl biskup og Björn, þá kirkjumálaráðherra. Ég hugsaði til tengdamömmu í Marokkó. Skyldi hún vita að allt þetta fólk rífur sig upp á rassinum til að ræða slæðunotkun hennar? Sú sterka kona setur ekki upp slæðu til þess að þóknast kúgara. Hún myndi aldrei fara út fyrir hússins dyr án hennar og þá ekki dætur hennar heldur. En tengdadæturnar þrjár ganga um slæðulausar, tvær í Marokkó og ein á Íslandi.
Rauðsokkur brenndu brjóstahaldarana sína en samt erum við konur með lægri laun en karlar. Konur í arabaheiminum hafa sömu laun og karlar og eru samt með slæður. Það skiptir meira hvað er inni í hausnum en ofan á honum. Mikið er ég orðin þreytt á þessari slæðuþráhyggju Steinunnar. Mér er skapi næst að gera slæðu að fastri hefð í mínum klæðnaði af því ég hugsa enn með innvolsinu.
kv. Nanný
Það er þó öllu verra að greinar hennar vekja upp fordóma sem hún er iðin við ala á.
Post a Comment