Sælt veri fólkið.
Í morgun fórum við í sól og blíðu í Fjolulau moskuna og síðan í trúarskólann. Þar hittum við guðsmann sem er skólastjóri þar á bæ, með svartan túrban sem sýnir hann getur rakið ættir til Muhammeds spámanns. Hann hafði engar vöflur á og bauð okkur inní húsakynni sín og þar var rætt um trúmál og hvers kyns alþjóðamál og buðsmaðurinn bað kærlega til Íslands.
Eftir að hafa hlýtt á fögur guðsorð varð að sinna mammon og því lá leið á markaðinn og þar tókst mönnum að týnast út og suður en allt fór vel og við löbbuðum í hádegismat í baðhúsi Vakils og snæddum þar hinn prýðilegasta mat eins og venjulega á þeim stað.
Nú eru menn aðeins að hvíla sig hér á Pars hóteli - þar sem allir fengu by the way svítur- og seinna í dag að grafhýsi Mafez skálds og á nokkra staði í viðbót. Á morgun er eftirmiðdagurinn frjáls en um morguninn í garðana fögru og að gröf Saadis.
Gærdagurinn í Teheran var ansi hreint surrealiskur. Við óðum krpa í teppasöfnin og nýlistasafnið, átum á Ferdowski hóteli og þar fékk Edda afmælisbarn tertu og húrrahróp og síðan tók við þjóðminjasafnið og intelligensiukaffistofan.
Eina tvo tíma tók svo að komast út á völl í létt brjálaðri umferð. Töf á flugi og það fannst mér góðs viti enda hef ég aldrei vitað til að innanlandsflug væri á réttum tíma. Voru bornar í okkur - sem höfðum þá ekki fengið vott né þurrt í eina tvo tíma - samlokur og safi til að seðja sárasta hungrið. Flugferð gekk svo prýðilega og matur beið okkar náttúrulega hérna á Parshoteli og síðan gengið til svítna.
Allir eru mjög jákvæðir og glaðir, þakka fyrir kveðjur og þykir vænt um að þið hafið auga með okkur. Hvarvetna mætum við sem fyrr hlýju og vinsemd og gleði heimamanna að sjá okkur. Hafi verið fáa túrista að sjá í fyrri ferðum eru þeir varla nokkrir nú.
Sambandid herna i tolvunni doltid klikkad og laet thetta duga ad sinni.
Wednesday, February 28, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Sæl. Útaf klikkinu í tölvunni þinni leyfði ég mér að laga hann úr tölvunni minni sem enn er ókey ;).
Bið kærlega að heilsa ykkur öllum og takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast svona vel með ferðinni.
Ofsa gaman að geta fylgs svona vel með ykkur og það fyrsta sem maður gerir er að oppna tölvuna og gá hvort búið er að skrifa það sem hefur skeð hjá ykkur, góða skemmtun og gangi ykkur allt vel,kveðjur til hans Mána okkar
Falsterbobúar
Ofsa gaman að geta fylgst svona vel með ykkur og bara það fyrsta sem maður gerir er að oppna tölvuna og sjá hvað búið er að skrifa, góða skemtun og gangi ykkur allt vel,góðar kveðjur til hans Mána okkar
Falsterbobúar
Sæl og blessuð Jóhanna
Vegabréfin skiluðu sér á mánudag og vel gengur að koma þeim út.
Bestu kveðjur til Þóru og Gullu
Kv Edda
Bestu kveðjur til Þóru systur frá öllum í Safamýrinni sem eru á leið í sælureitinn í sveitinni í dag. Einnig bestu kveðjur til Birnu K.
Allt gott að frétta, fáum vonandi öll meira fyrir minna frá og með þessum degi!! Njótið ferðarinnar.
Ína
Mikið er gaman að geta lesið ferðasöguna hérna á þessu bloggi, þetta er greinilega algert ævintýri, við biðjum þig að senda kærar kveðjur til ömmu,, Guðrúnar Jónsdóttur,
kv Snjólaug María og tvíbbarnir
Post a Comment