Tuesday, February 13, 2007

Kátt í koti

Einn hefur bæst við í Kákasus svo ekki þarf að hækka ferð. Gott mál og farsælt.
Við verum komin með nóg inn á Fatisjóð til að borga einum kennara. Var á fundi h´já þingeyskum Valkyrjum í kvöld sem vill taka að sér eina stúlku. Saumaklúbbur einn hefur gefið sig fram, og tveir VIMA félagar þeyttu 30 þús. inn á sjóðinn í kvöld. Mikið gleðiefni.
Svo á ég afmæli í dag og ef einhver vill gefa mér afmælisgjöf gjörsovel og leggja duggusmott inn á Fatimureikning 1151 15 551212 kt. 1402403979. Sem svarar góðri rós eða svo. Írangögn tilbúin og bíða afhendingar uns ég fæ svar frá Mími um húsnæði.

Ein lítil pollyönnuharmsaga: Við eyðimerkurljónið lentum á áreksti á ljósum Grensásvegar og Miklubrautar á sunnudag. Blessuðs stúlkan á eftir mér var með vininn sinn í bílnum og hefur ekki haft fulla aðgæslu. EN allt fór vel og bíllinn minn komin í viðferð.
Bara þetta núna Góða nótt

22 comments:

Anonymous said...

Elsku mamma

Til hamingju með að vera flottust!
Bráðgott viðtal í Fréttablaðinu.

Sjáumst seinnipart -- en þarf ekki afmælisbarnið að reykja í ammælinu sínu.
Má það á Listasafninu?

Tóta mætir að flestöllum líkindum, Ingibjörg er bundin einhversstaðar en
hafði huxað sér að vappa við á Drafnarstíg ásamt ungfrúnni.

Njóttu dagsins og stundarinnar.

Hrafn

Anonymous said...

Sömuleiðis, Jóhanna, til hamingju með afmælið.
Sendi uppl um fjármálin síðar í dag eða á morgun.
Kveðjur,
Estrid

Anonymous said...

Sömuleiðis, Jóhanna, til hamingju með afmælið.
Sendi uppl um fjármálin síðar í dag eða á morgun.
Kveðjur,
Estrid

Anonymous said...

Til hamingju með daginn, þetta eru merk tímamót komin í heldrimanna elítuna.
Kveðja
Gulla

Anonymous said...

Til hamingju með daginn og árin.
Við sjáumst á mánudaginn ekki satt?
Bestu kveðjur, Þóra

Anonymous said...

Ógnarlega blossandi afmæliskveðjur, velkomin yfir strikið. HB

Anonymous said...

innilega til lukku með daginn. Hvað ertu þá orðin, 60? 61?

Héðan er allt ljómandi gott að frétta. Það er búið að vera vitlaust að gera
í skólanum en ég reyni að standa þetta af mér. Mamma er hérna, við, ég hún
og Kristín liggjum hérna og höfum það gott. Við erum að horfa á fullt af
könum gera sig að algerum fíflum í American Idol. En hafðu það sem allra
best, ég sendi þér aðra línu seinna.

Afmæliskveðjur frá Kristínu og Jökli!

Anonymous said...

Sæl Jóhanna og til hamingju með þennan merka áfanga að vera orðin 67.

Ertu með einhverja lausa konu til að styrkja? eða er það orðið of seint?

kær kveðja,
erla
Erla V. Adolfsdóttir

Anonymous said...

Til lukku með daginn væna mín og njóttu vel. :) :)

Kveðja
Þóra Jónasdóttir, gjaldkeri

Anonymous said...

Til hamingju með ammælið kæra Jóhanna.

Heyrði í útvarpinu áðan að Hariri vinur þinn sálugi heldur áfram að þvælast fyrir ´- og þeir hafa nú lýst þennan dag sérstakan sorgrdag í Líbanon.

Besta kveðja, Linda

Anonymous said...

Bestu óskir í tilefni dagsins. Lifðu vel og lengi!
Catherine E.

Anonymous said...

Hjartanlega tillykke með daginn Jóhanna, njóttu vel !

Anonymous said...

Eksku Jóhanna! Takk fyrir síðast.Til hasmingju með afmælið.Reyndi Að hringja í morgun, en er núna á tölvunámskeiði og gengur misjafnlega.Sjáumst.Dagbjört.

Anonymous said...

Sæl og blessuð Jóhanna
Takk fyrir síðast . Hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn þinn sem var nú dálítið óvenjulegri á síðasta ári á leiðinni heim frá Óman
En ég legg ríflega inn á Fatímureikninginn næst þegar ég greiði + smáafmælisgjöf . Gangi þér allt í haginn og góða ferð til Íran

Með kveðju,
Sara Sigurðardóttir

Anonymous said...

Innilegustu hamingjuóskir með daginn. Set í afnælisjóðinn í kvöld þegar tími gefst til.
Þórdís

Anonymous said...

Sæl Jóhanna
Við Þorgils óskum þér til hamingju með daginn - fín mynd af þér í Fréttablaðinu!
Sem betur fer ert þú enn í fullu fjöri og við hlökkum til að eiga með þér samverustundir á framandi og forvitnilegum slóðum.
Það var ljúft að uppgötva að þú sért fædd á degi elskunnar - Valentínusardeginum - það skýrir hlýjuna í návist þinni.
Bestu kveðjur,
Inga

Anonymous said...

Til hamingju með afmælið Valentine!

Kær kv. Inga

Anonymous said...

Innilegar afmælisóskir. Lagði inn duggusmátt.
Guðm. P.

Anonymous said...

gleðilegt ár og til hamingju með afmælið, kæra.
Herta

Anonymous said...

Heil og sæl,

Innilega til hamingju með afmælisdaginn !!!

Um að gera að höfða góðlátlega til ófárra milljónamæringa hér - að ógleymdum milljarðamæringum - að láta gott af sér leiða samkvæmt afmælisviðtalinu við þig í Fréttablaðinu í dag.
Og þá ekki síður að blása á ríkjandi æskudýrkun þegar konur eiga í hlut - enda ku yfirlýsing þekkts kollega þíns westra í sömu veru á eftir þessum línum fara sem eldur í sinu um netið þessa stundina.
Ætla mætti að hann hafi sloppið við miðaldursfiðringinn með öllu (?)

Með kærri kveðju og óskum,
Margrét

Anonymous said...

Síðbúnar afmæliskveðjur kæra Jóhanna, gott að vita hvað þú ert umvafin fjölskyldu og huggulegheit, bestu kveðjur frá Jórdaníu, Gurrý

Anonymous said...

Til hamingju með gærdaginn. Megi þú halda áfram að gera gott svo lengi sem þú lifir og helst lengur.