Thursday, February 22, 2007

Á leið til Úranlands- meina Íran. Vinir og ættingjafjöld fái netfang og fylgist með

Sæl hér

Nú hef ég sent Jemen/Jórdaníuförum svo og Kákasusfólki bréf um að vera svo vinsamlegt að borga á réttum tíma. Full greiðsla af öllu tagi hefur verið send út vegna fyrrnefndu ferðarinnar og nauðsynlegt að menn klári að borga á réttum tíma.
Sama máli gegnir náttúrlega um Kákasusfólk. Vil taka fram að vegabréfin okkar koma heim trúlega í næstu viku og Edda Ragnarsdóttir varaform. VIMA hefur tekið að sér að hafa samband við alla Kákasusfara og láta þá vita og þá þætti mér vænt um að menn gætu sótt bréfin til hennar. Ef ekki láta vita hvaða hátt þeir vilja hafa á þvísa máli.

Íranfarar skella senn ofan í töskur og við fljúgum um Amsterdam að þessu sinni og er vonandi skárra en London eins og málum er háttað núna. Allir skulu vera mættir út á Keflavík ekki síðar en kl. 6 á sunnudagsmorguninn.

Ég hvet líka Íranfara til að skilja eftir netfang síðunnar og etv senda kveðjur til okkar. Þær mælast vel fyrir. Býst við að skrifa inn á síðuna alltaf öðru hverju en hef ekki tök á því að tilkynna það hverju sinni. Bið ykkur endilega að vera ötul við að kíkja á frásagnir.
Ræðismaðurinn okkar í Teheran er ekki í bænum, skilst mér, og förum því á mis við hans athyglisverðu nærveru og myndarlega boð. En við höfum það væntanlega af.
Ekki meira að sinni.

6 comments:

Anonymous said...

Blessuð, ég vil biðja þig að strá friðarfræum um allt í Íran svo sprengjur Buss fari til baka eins og bumerang. Góða ferð og ástarkveðja mín til Isfahan torgsins sem og allra staða sem ég átti góða ferð með Vimaferðahópi þínum í fyrra. Kv. Jóna.

Anonymous said...

Góða ferð til Íran, ég veit þið auðgið mannlífið þar (innfæddir sjá um úranið, skilst mér!!) Ég vildi svo gjarna vera að fara með!!!
Guðrún

Anonymous said...

Takk fyrir kveðjur. Sölvi Sveinsson, skólameistari sendi hópnum líka ferðakveðjur í gær og spurði hvort ég gæti ekki kippt með eins og einum úranmola. Dæmigert fyrir okkur: bara léttúð og kátína.
Kv.JK

Anonymous said...

Sæl og blessuð og góða ferð til Írans. Kveðja Ester

Anonymous said...

Blessuð Jóhanna og góða ferð til Írans, ég lofa því að verða með næst - kveðja til Þóru líka. Dominique.

Anonymous said...

góða ferð...
Bestu kveðjur, Herta