Elskuleg öll
Hver var að kvarta undan veðrinu? Að minnsta kosti fínt gluggaveður sem ég sit hér og hinkra eftir að Kákasussálin skili sér.
Hef skannað blöðin, mikið gott að sjá hvað allir hafa unnið góða sigra í kosningum ef ekki sigra þá varnarsigra. Tek ekki frekar afstöðu til þess máls að sálinni ókominni.
Ég hef ákveðið eitt þó: Ferðin síðla ágústmánaðar verður síðasta ferðin með VIMAfélaga til Sýrlands amk. í bili. Þess vegna bið ég menn lengstra orða að láta frá sér heyra. Þar vantar alla vega tíu manns svo ferð sú verði að raunveruleika.
Ferðir okkar þangað hafa verið sérdeilis og ljómandi enda flestar þangað af öllum. Því mun ég gera hlé á eftir þessa.
Bið Helgu Bragadóttur að svara hið snarasta og kem ekki auga á staðfestingargreiðslu frá Steinunni Marteinsdóttur. Ásdís Kvaran væri vís með að hringja til hennar. Númer sem fyrr 1151 15 550908 kt. 140240 3979
Bið Gísla Galdur og Kristínu að láta vita.
Bið Lindu V að vera svo elskulega að tala við Ásdísi Ben á Vesturvallagötu um þetta mál.
Eins og fram hefur komið bíða myndakvöld Íransfara og Jemen/Jórdaníufara og mun vinda mér í það sem fyrst og láta svo vita. Kákasusmyndakvöld varla fyrr en um miðjan júní.
Sömuleiðis ætla ég að hafa fund með væntanlegu Ómanfólki í lok maí eða byrjun júní.
Sendi þeim imeil einhvern allra næstu daga.
Það er smávesen með heimferð og gæti verið að við þyrftum að gista í London á heimleið og þá hækkar verð smávegis. Það er alltaf erfitt að fá rétta tengingu á þessari leið og heilastarfssemin gæti verið sprækari en lagast vonandi innan tíðar.
Bið Aggí lengstra orða að hafa samband við Sigurð Haukdal og minna á staðfestingargjald. Sendi þeim svo áætlun fullmótaða fljótlega. Einnig að hún hringi í okkar góða Einar Þorsteinsson snimmhendis sama erindis.
Það ættu allir nú að vita að ég verð að hafa mjög góðan fyrirvara á ferðum til að við getum fengið skikkanlegasta verð. Því bið ég menn sem hafa hug á Íranferð um næstu páska og ferð til Jemen í maí að staðfesta það án þess að greiðsla þurfi að koma til fyrr en nokkru síðar.
Jafnskjótt og ég hef haft þrek til að fá mér nýjan prentara mun ég senda Kákasusfólkinu mínu áætlunina eins og hún var en nokkrar breytingar þurfti að gera eins og raunin varð og öllu því var tekið vel og af fullkominni stillingu.
Þá verða gjafakortin v/ferða og afmæla eða annarra tilefna í boði hið fyrsta. Gjorsovel og láta frá sér heyra og nánar um það innan tíðar. Ásdís Hafrún Kákasusfélagi hefur boðið fram krafta sína við síðuna og mun örugglega notfæra mér það.
Nokkrir hafa bæst við v/Jemens. Takk fyrir það. Við VIMA stjórnarkonur hittumst fljótlega og þá verður ákveðið hvort við drífum í að auglýsa málið nánar til að sjá hvort ekki verður mögulegt að styðja Nouriu í kaupum á húsi fyrir starfssemina sem hefur þanist út og má ekki síst þakka það okkar fólki. Það verður fróðlegt að vita hvernig undirtekir það fær en er bjartsýn sem fyrr og full ástæða til.
Tuesday, May 22, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Kæra Jóhanna. takk fyrir síðast og fyrir frábæra ferð sem tókst
frábærlega í alla staði eg held að eg sé ekki ein um að finnast hún alveg
stórkostleg. Eg heyrði ekki annað á ferðafélugum en allir væru ánægðir sælir
og glaðir.
Herdís Kr
SælJóhanna.
Ég var ein af þeim sem hljóp út í okkar yndislega éljagang í Keflavík án þess að kveðja. Geri það hér með.
Kær kveðja til þín og allra ferðafélaganna með þökkum fyrir frábæra ferð.
Vonandi fara svo sálirnar að skila sér yfir hafið eins og farfuglarnir.
Ásdís Hafrún
Post a Comment