Saelt veri folkid
Vid rulludum inn i Tbilisi i gaer siddegis eftir undursamlegan dag i Gurjani. Tha byrjudum vid daginn med tvi ad saekja heim Alaverdi domkirkjuna sem er skammt fra Telavi. Vedur var fagurt og Kakasusfjallgardurinn blasti vid aegifagur og med snohottum efst.
Eftir thad var svo keyrt til Gurjani i hadegisverd i heimahusi og thar var nu ogn meira i bodi en matur tvi ferdaskrifstofan hafdi undurbuid thetta listilega og vid fengum heila tonleika hja Simon Ruadze og fjolskyldu hans. Fyrst horfdum vid a ommuna a heimilinu baka braud og i gridarmiklum potti og hun skoradi a einhvern ur hopon hopnum ad leika thetta eftir og Asdis tok askoruninni og heppnadist vel og okkur fannst glaefralegt ad sja thegar hun teygdi sig ofan i sjodheitan pottinn og kom braudinu fyrir. Afinn a heimilinu var ad smida tjodarhljodfaerid panaduri og haenur voppudu um og heimilishundurinn atti godan dag. Vid satum uti i gardinum og svo voru bornir i okkur tvilikir rettir ad engu tali tekur og sidan kom Simon heimilisfadir, tengdasonur hans og sonur og hofu upp song. Their voru klaeddir i daemigerda buninga heradsins og sungu their nu fyrir okkur og spiludu og donsudu eina tvo tima. Allir nutu thessa i hvivetna.
Daginn adur hofdum vid komid yfir landamaerin fra Azerbajdan og kvoddum tha gaedinn thar, hina talglodu Narmin og hittum Soffiu georgisku sem verdur med okkur her. Hana hitti eg her i fyrra og hun er gedug og hopurinn kann vel vid hana. Vid keyrdum til Gremi mikilshattar menntaseturs og paufudumst thar upp og var einstaklega fallegt thar og sagan rifjud upp og i kirkjunni stod yfir messa og vid tokum natturlega thatt i henni og amk Sveinn Haraldsson og Jon Helgi gengu til altarins thar i leidinni.
Eftir thad la leidin til Telavi sem er gaedalegur baer i midju vinheradinu og thar skiptum vid lidi a fjogur heimahus en bordudum kvoldverdinn saman og var mikil kaeti i hopnum og almennt er ohaett ad segja ad hopurinn nai vel saman.
Her i Tbilisi erum vid a hotel Varazi en forum i borgarskodun med Soffiu a eftir. Tbilisi er ad minum domi einkar sjarmerandi borg med opin og breid straeti og fallegar byggingar og allir hlakka til.
I dag er einn felaginn, Thuridur fimmtug og vid gefum henni afmaelisgjof en thad er allt leyndo i bili og i kvold mun ferdaskrifstofan faera henni tertu og smagladning.
Eg las kvedjurnar i gaerkvoldi og menn takka fyrir, bidja ad heilsa og eg efa ekki ad fleiri kynnu vel ad meta ad fa kvedjur.
Bless ad sinni
Sunday, May 6, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
15 comments:
Við erum hissa á ad Adalbjorg skildi ekki skella sér í braudbaksturinn með ommunni í Gurjani thar sem vid vitum af einstokum haefileikum hennar í að baka thad sem hun sjalf kallar "rudda" en eru dýrindis braud.
Morgunstund lyfjadeild TR hofst með upplestri ferðapistils ykkar og vid erum alveg heilladar - oskum ykkur afram godrar og anaegjulegrar ferdar
Bið að heilsa þeim sem fær fæstar kveðjurnar
Kveðja til Sveins og Guðmundar Pé!
´Það er greinilega gaman hjá ykkur og gott að vita að ykkur líður vel. Hér er status quo og litlar sem engar fréttir af spítalanum.
Hafið þeð sem best.
Systa
Magnaður lestur. Mér sýnist ég hafa verið þarna í fyrra lífi, nema þetta sé svona svipað og á Ströndum, og svo bið ég auðvitað að heilsa Jóni og Jónu, mér sýnist ég þekkja alla, svo ég bið að heilsa öllum, en Kákasus minnir í fljótu bragði á Trékyllisvík og Dranga. Enda eitthvað svipað orðanna hljóðan í Ká-ka-sus og Trék-yll-isvík. Hér er sólarkuldi og mér sýnist þetta líka vera efni í bók mamma mín. Hér eru samt tveggja kílóa hunangsflugur í frostinu að hakka í sig blóm og reyna að ráðast á mann. Elísabet
Hæ amma, gaman að lesa ferðasögur um ókunnug lönd! Bið að heilsa þér, sendi þér meil, og bið að sjálfsögðu að heilsa höfðingjanum Sveini ferðafélaga! :) kveðjur,
Garpur
Kveðja til Höllu
Sjáum að það er gaman hjá ykkur og góðar móttökur sem þið fáið. Fermingin í Dölunum gekk vel og margir báðu fyrir kveðju til þín. Við vorum öll saman í Múla og fórum þaðan í Dalina. Sverrir og Daníel Árni verða svo áfram í Múla fram til miðvikudags.
Tígri og Karólína biðja líka að heilsa. Kveðja Mosarnir
Bestu kveðjur til þín Jóhanna mín og Gullu Pé. og svo til allra sem ég þekki.
Sólarkveðja.
Þóra J.
Hæ mamma (Aðalbjörg)
Allt gott að frétta af Álftanesinu. Ég er búinn með skólann, Sölvi er að hætta á bleyju og Hekla herðir tökin á heimilshaldinu.
Biðjum vel að heilsa öllum sem þú hittir :)
Kveðja
Ingó, Hildur, Sölvi og Hekla
Fylgjumst með ferðalaginu úr Skólastræti - þarf greinilega að komast til Georgíu!
Illugi
Elsku mamma!
Óla að batna af kvefinu, Páll farinn í Þórsmörk með skólanum, eftir síðasta samræmda prófið, allt við það sama hjá Jónu og Sóley að guða á glugga! Óli ekkert farið til pabba. Við vonum að þú njótir ferðarinnar elsku mamma!
Það er ekki ofsögum sagt mamma, við notum ekki bílinn okkar mikið. Hafði skilið hann eftir í vinnunni á föstudaginn síðasta og sótti hann fyrst í dag! (Fór í vorferð með vinnustaðnum og svo í frí)
Sæl öll og hafið það gaman í ferðinni. Okkur langaði til þess að senda kveðju til Valborgu (mömmu) og Lissý frænku.
Siggi og Maria
til Söru og Valborgar:
Kæra mamma og Valborg. Gott að lesa að allt gangi vel í ferðinni. Héðan er allt gott að frétta og allir í góðu formi. Danssýningin hjá þeim Söru Snædísi og Berglindi var mjög vel heppnuð og svo var farið á Pizza Hut á eftir. Vona að þið hafið það sem best, allir biðja voða vel að heilsa.
Kær kveðja,
Hildur
Hæ amma!
Önnur kveðja úr Skólastrætinu! Ég er í próflestri og atvinnuleit, þ.e.a.s. hangi aðallega og slæpist allan daginn. Væri frekar til í að vera í Georgíu.
Kveðjur til Sveins einnig,
Vera
Elsku Sara og Valborg,
Allt gott að frétta frá mér og "strákagenginu". Daníel Andri í góðu formi og úti að hjóla allan daginn. Litla krúttið hann Kristján Dagurer alltaf jafn mikill gleðigjafi og stuðbolti og talar út í eitt. Hann er nú þegar orðinn kínverskumælandi, japönskumælandi, frönskumælandi, dönskumælandi og smá íslenskumælandi :)
Bestu kveðjur,
Andrea
Post a Comment