Godan daginn
Sidustu tvaer naetur hofum vid verid i haerri Kakasusfjollum og gist a theim stad sem heitir Gudauri. Leidin upp i fjollin er mjog tignarleg, grodri klaedd framan af en vegna mikillar urkomu i april eru miklar fannir thegar ofar dregur. Menn gerdu ospart grin ad tvi thegar upp i snjoinn kom ad eg hefdi sagt i ferdalysingu ad thar gaetu menn tint fogur blom, en raunin vard su ad menn tindu frostrosir og foru i snjokast i stadinn.
Vid gistum a afar vidkunnarlegu hoteli sem heitir Cross Pass- eins og skardid thegar enn kemur ofar. Thar nutu menn gods vidurgernings i hvivetna foru i gonguferdir og um kvoldid var sauna i bodi.
Seinni daginn var svo farid yfir skardid og tha dugdi rutan ekki lengur vegna faerdarinnar svo vid fengum 3 rugbraud. Thetta er allt svo fallegt og tilkomumikid ad ord verda naesta fataekleg.
Tharna vorum vid i 2400 mn haed og heldum afram til Kazbeki nidri i dalbotninum. Kazbeki er trist stadur thar sem folk hefur enga atvinnu og litid vid ad vera annad en staupa sig og rafa um gotur. Tho tokum vid Gulla tali tvaer eldri konur bognar af arum og maedu og thaer sogdust elska okkur og konnudust vid ad Reykjavik vaeri a Islandi. Kall a testofu vissi um jolasveininn islenska, Bjorku, geysi og Reykjavik - i thessari rod.
Helmingur hopsins kleif upp 400 m snarbratta hlidina til kirkju og klausturs heilagrar Ninu en ekki var haegt ad selflytja okkur upp vegna faerdarinnar. Thau tiu sem klifu upp voru himinlifandi yfir ferdinni og Soffia gaed sem menn kunna mjog vel vid, skokkadi a undan their eins og alger forystufjallageit.
Daginn naesta a undan vorum vid i Tbilisi og allir eru hrifnir af borginni eins og sja ma a visu Gudm pe sem hann laumadi ad mer
I Tbilisi er talsvert af hollum
og torgum med styttum af kollum
og fegurstu fljod
er finnast hja tjod
en Soffia saetust af ollum.
Kvoldid adur en vid forum fra Tbilisi atti Thuridur 50 ara afmaeli. Vid faerdum hennar myndarlega bok um Georgiu og ferdaskrifstofan gaf henni gladning og loks fekk hun tertu auk otal hurrahropa.
I morghun komum vid hingad til Gori, t.e Stalinsbaer og hofum skodad safnid um hann og malverkin thar og myndirnar og gjafirnar sem hann fekk og p[ipurnar sem hann reykti etc.
Nu eru menn i smahlei medan eg er ad skrifa thetta og svo holdum vid afram til hellabaejar her skammt fra og afangastadur dagsins er Bakuriani en thar i nedri Kakasus gistum vid naestu tvaer natur. Thar er blomskrud nog svo vonandi geta menn tint blom eins og tha lystir.
Thad eru allir hressir, mettadir mjog tvi borinn er stodugt i okkur finn matur og landid og folkid er hvort odru og hvort a sinn hatt heillandi. Svo eg held enginn hafi yfir neinu ad kvarta og allir bidja fyrir kaerar kvedjur heim,
Thursday, May 10, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
14 comments:
Hæ mamma! (Aðalbjörg)
Allt gott að frétta, íbúðin er í rúst, þ.e.a.s. mín íbúð, ekki þín ;). Blómunum þínum líður vel. Ætli ég verði ekki flutt inn á þig með alla búslóðina og tvo hrædda ketti áður en þú kemur. Það verður fjör! Ég skal reyna að haga mér vel og kettirnir fela sig á bak við þvottavélina.
Knús og kossar, Ester
Kossar og knús elsku mamma á afmælisdaginn þ. 11 frá okkur Þorgils. Afmælisdagar eru vinsælir sem stendur sé ég og sendi því öðrum í ferðinni líka afmæliskveðjur. Var að koma heim úr 50 ára afmæli Halldóru vinkonu -mjög skemmtilegt stelpupartí. Áður nutum við Þorgils myndlistar og tónlistar við opnun Listahátíðar og hittum þar líka skemmtilega VIMA félaga sem sogast að fjölbreyttri menningu hvar sem er. Kærar kveðjur til allra,
Inga
Hæ,
Við fylgjumst spennt með ferðasögunni. Hljómar mjög ævintýralega. Arnaldur er búinn að klára samræmd próf svo nú er bara að bíða eftir niðurstöðum. Hrönn passar blómin og biður kærlega að heilsa. Knús og kossar til Guðrúnar og Rannveigar frá öllum á Ásvallagötu.
Halla
Það er greinilega hægt að dansa uppá þessum fjöllum eða hvað - fyrir fjalladansara. En sú held ég yrði nú lofthrædd!!!! Sendi þér meil. Fekkstu það ekki??? Var í íbúð hjá Garpi og Ingunni og allt gott að frétta. :)
Elísabet fjalladansari.
ps. ég var lægst í bekknum, fyrir leikritið mitt. Ha ha ha. Einsog segir í Laxdælu.
Bestu kveðjur frá Hlíðagenginu til Rannveigar og Guðrúnar. Gaman að fylgjast með ævintýri ykkar - greinilega mikil upplifun. Allt gott að frétta af okkur.
Bið að heilsa Josef frænda!
Pálmi og fjölskylda
p.s. ekki búinn að klessa bílinn og Hjördís fór ein á tónleikana!
Það er einhver hávaði niðri í bæ. Flóki á geimboy. MIg hlakkar til að sjá þig aftur amma mín – kveðja frá Kára (5 ára)
Til hamingju með afmælið amma Jóna ;)
Kæru VIMAfélagar.
Vona að þið áttið ykkur á að þið eruð í vondum málum. Vesturblokk Evrópu er brjáluð út í Austurblokkina útaf Evróvisjón. Nú vilja VesturEvrópar bæta lög um keppnina svo þessi freka Austurblokk geti ekki ráðið því að Eiríkur Hauks dettur út og Georgía heldur áfram. En ef við getum ekki sameinast um þetta, um hvað getum við þá sameinast? Hvenær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti... ég læt þetta duga í bili en sendi ykkur bestu kveðjur, - nú hafa öfund og afbrýði dofnað mjög, ég samgleðst ykkur bara.
Aggí.
Til Söru og Valborgar.
Þetta hljómar sem heillandi ævintýri hjá ykkur. Allir hér eru hressir og kátir. Komið vor/næstum sumar og krakkarnir leika sér úti fram á kvöld. Kær kveðja úr Skerjafirðinum, Hjördís og fjölskylda.
Gaman að lesa um ævintýrin ykkar í Kákasus. Bestu afmæliskveðjur til (lang-)ömmu Jónu.
Helgi, Linda, Guðbjörg Inga og Kristófer Aron
Kærar kveðjur til Höllu frá litlu fjölskyldunni á Víðimelnum. Daníel Árni er hinn hressasti. Hann var mjög áhugasamur um sauðfjárrækt í heimsókninni í Dalina. Fanný er í miðjum prófum og gengur nokkuð vel. Það er greinilega mikið gaman og glens í ferðinni.
Kærar kveðjur Melirnir
Til Valborgar og Söru!
Vonum að þið hafið mjög góðan tíma í Kákasus!
Allt er í fínu lagi hjá okkur. Veðrið er gott, við höfum helgi og húsið okkar stendur enn þá.
Besta kveðja úr Reykjavíkur til ykkar og meðfarþega.
Gangi ykkur vel!
Siggi og Maria
Elsku Aðalbjörg og félagar,
Helstu tíðindi frá landinu kalda eru þau að ríkisstjórnin er líkast til fallin í núverandi mynd. Nema ónefndur örflokkur sé opinn í báða enda að fornum sið framsóknarmanna. Skyldum við fá framhaldsskammt af sótsvörtu íhaldi í bland við annað - eða mun byltingin lifa? Vandi er um slíkt að spá.
En nóg af pólitíkinni. Evróvisjón, sem hugsanlega felldi ríkisstjórnina, fór fram í kvöld í Helsingjaborg. Austurblokkin kann greinilega ekki gott að meta og felldi Eirík rauða í undankeppninni. Við hefndum okkar grimmilega með því að kjósa tvö lökustu lögin (frá frændþjóðum vorum) í efstu sætin. Engin mafía hér á ferð, aaaaaalls ekki!!! Sigurvegari keppninnar var austantjaldnesk kona í "plain" fötum (innskot frá dagný: ég myndi reyndar lýsa henni sem trökkdræver að norðan) sem myndi örugglega hljóta ráðningu hjá Húsasmiðjunni. En hún söng eins og engill og var vel að sigrinum komin. Áfram Serbía, áfram Steingrímur Joð, áfram Ingibjörg, áfram Ísland.
Almennt séð þá mun okkar tími koma!
Hafið þið ferðalangar það sem allra best.
Knús,
Maja og Dagný og fylgifé
Meira Eurovision:
Eiríkur Hauks fékk öll sín stig frá Skandinavíu og Eystrasaltslöndunum (helvítis Norður-Evrópumafían?!), nema eitt stig frá Georgíu! er það ykkur að þakka?
Vera Illugad.
Post a Comment