Sunday, December 30, 2007

Allt í hávaða og gríni



Þann 29.des. hefði Vilhjálmur frá Skáholti, skáld og lífskúnstner, blómasali og drykkjumaður orðið hundrað ára. Hann er fæddur í húsinu sem ég bý í og kenndi sig við það alla tíð. Ég kynntist Vilhjálmi lítillega þegar ég var yngri og man eftir honum sem krakki þegar hann hljóp um götur, hávaðasamur nokkuð þegar hann var undir áhrifum víns. Sem var æði oft. Þess á milli seldi hann fínum frúm blóm og hann vakti aðdáun þótt brokkgengur væri því hann var glæsimenni.
Ég er afar stolt af því að búa í þessu gamla húsi, sem var reist 1882 og mörg ljóð Vilhjálms lifa þótt fólki sé ekki alltaf kunnugt um að hann er höfundur þeirra. Hann orti til dæmis Borg mín borg sem Haukur Morthens syngur af stakri innlifun. Og ljóðið um Jesúm Krist. Það þekkja margir.

En annars var þetta útúrdúr en til fróðleiks samt.

Á næstunni hef ég samband við Íranfara um hvenær við þurfum að hittast til að fara yfir klæðaburðareglur og fylla út vegabréfsumsóknir. Sömuleiðis verður myndakvöld Ómanfara á næstunni.

Til stendur einnig að fara á Ísafjörð með góðri aðstoð Matthildar Helgadóttur og sömuleiðis eru nokkrir fyrirlestrar í Ferðamálaskólanum og Símennt í Keflavík hefur einnig beðið um fyrirlestur. Það verður vonandi hið besta mál. Þá fer ritnefndin senn að drífa í fréttabréfinu sem kemur út fyrir janúarfundinn okkar, sem verður væntanlega í lok mánaðarins. Meira um það fljótlega.

Ferðir ársins 2008 líta svona út
Egyptaland í febr. UPPSELD
Íran í mars UPPSELD
Jemen I í lok apríl UPPSELD
Jemen II í lok maí. Laus sæti
Sýrland/Jórdanía í sept. Hef verið beðin af stórum vinahópi að skipuleggja og vera fararstjóri í þessari ferð. Hugsanlegt er að bæta við 3-5 þar. Skýrist ínnan tíðar.
Libya - október. Ein eða tvær ferðir. Uppselt í amk. fyrri ferð. Sjáum til hvernig staðfestingargjöld skila sér í febr.

Munið svo elskurnar mínar að borga rétt inn á ferðirnar. Sendi Egyptalandsförum kvittun þegar allir hafa gert upp. Íran og Jemen/Jórdaníufarar - ekki gleyma og þakka raunar þeim sem hafa þegar borgað.

Þá skal þess getið að kvennahópurinn sem mun sinna Jemenmálunum okkar hyggst hittast 8.jan. Ég hlakka til þess. Þetta eru hörkukonur sem ég veit að hafa góðar hugmyndir og úrræði svo við getum látið hugmyndir verða að virkileika.

Þakka svo öllum fyrir árið sem er á enda á miðnætti og hlakka til nýs árs.
Líði ykkur sem best og látið frá ykkur heyra. Þið ættuð bara að vita hvað það kætir og hressir.

Farsælt og fagurt nýtt ár.

Thursday, December 27, 2007

Ákvörðun um annað hótel í Jemen -



Aftur ég, gúddag.
Eins og fram kom í pistli sem ég sendi frá Sanaa á dögunum hafði ég verulegar efasemdir um að hóparnir næsta vor ættu að vera á því hóteli sem við höfum notað þar. Þegar ég var í Sanaa fór ég á þetta margumrædda Hill Town hótel sem gestir okkar hafa verið á og þar hafði nákvæmlega ekkert breyst til batnaðar.

Því hef ég ákveðið að hóparnir verði á Sheraton í Sanaa. Það er einn galli á gjöf Njarðar- það er töluvert langt í miðbæinn. Á hinn bóginn tjáði mér Lúdmíla gestastjóri að hótelstrætó færi reglulega niður í miðbæ og eins er þar til máls að taka að leigubílar eru hræbillegir í borginni.
Eftir að hafa skoðað þetta hótel, þ.e. Sheraton varð niðurstaðan sumsé þessi. Ég held að allir ættu að vera dúsir við það. Ég veit ekki enn hvort þetta hækkar verðið, vona að það verði þá eitthvað óverulegt og við fáum langtum betra hótel í staðinn.
Ferðirnar í apríllok og í maí verða ekki alveg eins. Þar kemur til að flug Royal Jordanian setur nokkurt strik í reikninginn. En allir fá gott og margt fyrir snúð sinn vona ég.
Fyrri ferðin er 28.apríl til 13.maí.
Seinni ferðin er 29.maí til 13.júní.
Í seinni ferðina eru enn laus pláss og því fleiri sem við erum þeim mun trúlegra er að mér takist að halda verði óbreyttu. Hvet fólk til að íhuga það og skrá sig því nú er mér ekki til setunnar boðið, ég verð að ganga frá málinu hið skjótasta.

Tuesday, December 25, 2007

Kveðja frá Kákasus



Góða kvöldið og gleðilega hátíð öll

Ester Magnúsdóttir, Kákasuslandafari sl. maí sendi mér þessa mynd og imeil sem gædinn okkar, Sophie sendi til hennar. Þar er beðið fyrir kveðjur til allra sem í ferðinni voru. Og ég sé ekki betur en andlit Valgerðar, systur minnar, sé þarna í kúlunni ásamt Sophie.

My dear Ester,
�I'm so happy that I've met such a friendly people as you are

today is a Christmas in your country, that's my favorite Holiday!!� today I'll decorate my new years tree and will keep it till the 14TH of January :)
the real Christmas in Georgia, according to orthodox church traditions is on the 7TH of January, and we are lightening the candles in the windows of our homes to notify the saint Mary, that we are expecting her to take a place in our house and born the child there �that's very cute tradition, I like it very much indeed :) !!
hope some day,you'll decide to come and share a new year traditions of Georgia with me :)
at least I'll be expecting you with all heart!!

wish you a happy new year!!! all the best!!�to you and �your families
kiss you a lot!!
kind regards
Sofie

Ég vona að félagar eigi góða hátíðisdaga, hafi hugsað fallegar hugsanir og fengið fylli sína af andlegu og veraldlegu fóðri.

Mánaðamót nálgast og ég minni eindregið Egyptalandsfara á að þá er síðasta greiðsla, plús greiðsla 400 dollarar fyrir eins manns herbergi og 5 þúsund fyrir skoðunarferð og mat í Amsterdam. Þeir sem vilja borga tips til egypsku gæda og bílstjóra geta gert það þá líka.
Tek fram að þrír hafa greitt Egyptalandsferð að fullu, svo og Amsterdam og einn þátttakenda einnig tipsið.

Ég hvet Íranfara einnig til að borga á réttum tíma og minni á að fundur með þeim verður í kringum 10.jan eins og áður hefur komið fram. Muna að hafa tvær nýjar passamyndir með á þann fund og konur beri slæður á myndum þeim, vegabréfin náttúrlega því ég sendi þau út. Ef einhver kemst ekki á fundinn - og þá á ég nú einkum við þá í hópnum sem búa úti á landi-er bráðnauðsynlegt að vita um forföll því það eru ýmsar aðrar upplýsingar sem fólk fær á þessum fundi.
Þá skal tekið fram það sem hefur verið sagt nokkrum sinnum áður að menn hafi vinsamlegast með sér greiðslu fyrir áritun til Írans.

Auðvitað muna Jemen/Jórdaníufarar eftir sínum greiðslum líka. Mér finnst eiginlega ómögulegt að vera stöðugt að minna á greiðslur, greiðslu var send öllum og í aðra röndina þykir mér eðlilegt að menn sjái um þetta svona nokkurn veginn átómatískt. En hef samt þá reynslu að það sé betra að minna á.

Bendi áhugasömum Líbíuförum á að óskað verður eftir að þeir greiði staðfestingu í febr. Dagsetningar verða ekki ákveðnar fyrr en ég veit hvort þátttaka er í tvær ferðir.
Nánar um það seinna.
Vona svo að allt sé í ró og mag hjá ykkur

Friday, December 21, 2007

Íranfarar lesi þetta - fyrir utan öll hin jólabörnin



Það er mjög áríðandi að Íranfarar athugi að við munum hittast SNEMMA í janúar til að fylla út umsóknir og skulu allir hafa með sér tvær nýjar passamyndir. Konur athugi að þær eiga að bera slæðu um hár á myndunum. Koma með vegabréf því ég sendi þau út skömmu síðar og býst við þau verði í burtu um hálfan mánuð. Þeir sem búa úti á landi, láti vita hvort ég á að senda þeim eyðublöðin. Menn greiða sérstaklega fyrir áritun og kostnað eins og alkunna er. Það eru 70 dollarar á mann.Tilkynna þátttöku vinsamlegast. Muna janúargreiðslu.
Þeir Egyptalandsfarar sem hafa ekki sent mér kennitölu og vegabréfsnúmer geri það hið allra fyrsta og bið ykkur að láta það ekki dragast. Muna að borga með síðustu greiðslu 1.jan. eins manns herbergi 400 dollara og 5 þús v/Amsterdam
Láta þetta ekki klikka því ég hef greitt ferðina að fullu og má engu muna.

Ómanfólk mun hittast á myndakvöldi, löngu tímabæru, í kringum 10.jan. Dagsetning ekki ákveðin. Láta vita.

Það voru færri en ég hélt sem höfðu greitt, einhver misskilningur í gangi þar og nenni ekki að leiðrétta það fyrr en eftir jól.

Nú nú- sálin stóð í hliðinu þegar ég kom heim. Elísabet hafði séð um það. Löngum vitað að hún er göldrótt. Svo ég þurfti ekkert nema svefn og hvíld í sólarhring og þá var ég nokkuð góð.

Í dag á Vera Illugadóttir að útskrifast úr MH. Hún er einu og hálfu ári á undan áætlun stúlkan sú, nýlega 18 ára. Það verður gaman að taka þátt í því.

Læt jólastress lönd og leið- reyni það. Jólagjafir verða eitthvað smáar í ár, en það er nú hugarfarið sem gildir. Muna það. Ekki veitir af í ærustunni.

Bið þá sem ég hef skrifað sérstaklega v/Nouriu að hafa samband, það eru Villa og Vikar, Steinunn Jónsdóttir, Gulla pe. Edda Ragnarsd, Þóra Jónasdóttir og Margrét Pála.

Tuesday, December 18, 2007

Það er lygilegt en satt samt

að farangurinn minn fannst í reiðileysi og yfirgefnum einmanaleik í London og Aziz frá Latakía á Sýrlandi tókst með miklum hamförum að koma honum í íslensku vélina.

Nú er ég sum sé mætt á svæðið, tilbúin að hefjast handa við að setja upp jólatréð og vippa seríum út í glugga - þe þegar ég hef sofið því mér reiknast til ég hafi nú vakað af stakri konst í 48 tíma og ætla þess vegna aðeins að leggja mig.

Það bíða nokkrar fyrirspurnir um ferðir og greiðslur, ætti að komast á hreint þegar ég rís úr dvalanum seinnipartinn. MUNA ENDILEGA AF PLÁSS ERU LAUS Í SEINNI JEMENFERÐ í maí hér um bil loknum.

Ég gleymdi að taka fram að ég greiddi Nouriu ársgreiðslu fyrir 100 börn og ein árslun
kennara og bæti svo við einum innan tíðar. Hún
var yfir sig lukkuleg með það.
Ég held að okkur sé öllum ljóst mikilvægi þess að styðja hana til að fá góða kennara í miðstöðina.
Frjáls framlög, gjafa og minngingarkort duga þar ótrúlega vel.

Ætla að fá Veru aðstoðartæknistjóra Illugadóttur sem er að kláta stúdentspróf þessa
daga
eða EOR aðaltæknistjóra að setja inn myndir sem ég tók af krökkunum og minnist er á í pistlinum hér fyrir neðan
Það verður mjög fljótlega.

Vil taka fram að Nouria sendi auk kveðju til allra í VIMA, þeim sérlegar þakkir sem sýndu henni og Maryam gestrisni og hjálpfýsi sl. haust. Hún nefndi einnig til leiks Mörð Árnason sem hún sagðist hefðu viljað ræða við lengur og var glöð yfir því að hann bar jemenskt fánamerki í barmi á fundinum okkar góða.
Hún vildi líka þakka Aggí fyrir að þýða á fundinum -augljóslega af mikilli hæfni- og öllum sem gáfu sig á tal við hana og spurðust fyrir um starfssemina.

Ég sagði henni frá því að Margrét Pála ætlaði að láta afmælisgjafasjóð sinn renna í Fatimusjóð og lýsi ekki viðbrögðum hennar í smáatriðum: Sumt fólk er svo einstakt að ég á engin orð, sagði hún og skældi duggulítið. (Og er þó steingeit!!!!!)

Þegar við höfum hugfast að Jemen er með allra neðstu heimsins löndum í læsi og stöðu kvenna - sem og karla - þá skulum við kætast yfir því sem við leggjum fram og skiptir meira máli en fólk almennt áttar sig á.

Niðurstaðan: Ferðin var gagnleg, góð og nauðsynleg fyrir utan að vera skemmtileg og
vel heppnuð. Þessa sá stað og margir
krakkar hjá YERO urðu kátir, þeir eru ekki gleymdir, við hugsum um þau og við hugsum til þeirra. Og við hjálpum þeim. Það er nú málið.
Nú fer ég að sofa. Sæl öll í bili.

Monday, December 17, 2007

Krakkarnir okkar i Jemen- fengu hatidaflikurnar vid mikinn fognud

Godan daginn
Er a flugvellinum i Amman i Jordaniu og kem heim seint i kvold um London. Hvort farangurinn verdur med er aesispennandi radgata. Nu hef eg sidustu 3 timana verid ad bida eftir ad fa thad a hreint hvort hann kom med mer og velinni fra Sanaa. Vid sjaum til.

Altjent> thad hefur verid heilmikid um ad vera sidustu daga i Jemen. I gard gengur nu Eid al Adha adalhatid muslima og tha verda born i muslimarikjum ad fa ny klaedi eins og jolabornin heima.

Krakkar i Jemen geta ekki oldungis gengid ut fra tvi sem gefnu en YERO bornin hja Nouriu eru heppnari morgum tvi innifalid i styrknum til theirra eru ny fot a thessari hatid. Eg var i midstodinni thegar krakkarnir 250 sem styrkt eru- thar af styrkjum vid 111- komu ad saekja nyju fotin sin.

Thad var mikill handagangur i oskjunni ad allir fengju nu thau fot sem hofdu verid keypt og krakkarnir byrjudu ad safnast saman klukkan sjo um morguninn og eftirvaenting skein ur hverju andliti.

Stelpurnar fengju fina kjola eda toff klaednad dalitid eftir aldri og strakarnir buxur, vesti ob brok eins og thar stendur.
Eg get ekki neitad tvi ad mer fannst strakarnir ivid kurteisari, ef stelpunum likadi ekki liturinn a kjolnum for allt i far og fylu. En skal vissulega tekid fram ad thaer voru tho hinum faerri.

Tharna hitti eg audvitad ymsa af krokkunum okkar eins og gefur ad skilja tho eg thekki ekki nema faein i sjon. Abir(Olof Arngrimsdottir) kom og bad fyrir kvedju enda hittust thaer i Jemenferd sl. vor. Tharna var lika Jemal(Helga Kristj'ansdottir) og Rabee(Hogni Eyjolfsson), Abdulkareem Almatri(Birna Sveinsdottir) og Fuad Nagi(Loftur Sigurjonsson, thaer
Matari systur, einkstaklega prudar og med fallega framkomu en Takeyah var ekki. Thessar 3 stydja Jon Helgi og Jona, Inga Hersteinsdottir og Litla fjolskyldan.
Eg tok myndir af sumum, m.a af systrunum litlu Soha og Sameha sem Eva Petursdottir og Axel Axelsson stydja, Hebu (Frida Bjornsdottir) og af Shada Galeb sem Margret Gudmundsdottir og Brynjolfur Kjartansson adstoda. Ahlam AlDobibi(Ingveldur Johannesdottir) og litla sponsid Sara Moh. Al Remei(Sigridur G. Einarsdottir) ljomadi eins og sol i heidi. Ekki ma gleyma Sumayu sem Valgerdur Kristjonsdottir ser um og skondust var tho Arzag Hussan Al Hymee med gula prjonahufu a hofdi og svo hun Nassim sem eg styrki. Og fleiri og fleiri.
Allt finir krakkar og myndarlegir og astaeda til ad vera stolt af theim.

Nouria og kennararnir afhentu fotin og ad streymdu einnig fataekar konur sem eru ekki med born hja YERO en foludust eftir flikum fyrir sin born og mer syndist flestir fa urlausn.

Eg sat einnig sidasta timann a sauma og fullorinsfraedslunamskeidinu og thaer fengu vidurkenningu sem best stodu sig thar.
Khan Bo Bellah(Ragnhildur Gudmundsottir) sagdist aetla ad halda afram og thad sagdi einnig Mohsen Farea(Josefina Fridriksdottir og Shafeka Nagi(Inga Jonsdottir og Thorgils Baldursson.) Fram ur skaradi tho Amal Alshami(Axel S. Gudnason)

Thaer virtust flestar ahugasamar en misjafnlega lagnar vid maskinur og snid og vel ad merkja Fatimusjodur hefur greitt fyrir flestar saumavelanna.

Thetta voru mjog eftirminnilegar stundir og vid Nouria satum thar fyrir utan lengi ad skrafi flesta thessa fjora daga sem eg var i Sanaa. Hana langar ad senda ollum miklar og hlyjar kvedjur, tha sem hun hitti a Islandi sl haust og var samvistum vid og taladi um af mikilli hrifningu og kvedjur til allra sem hjalpa bornum og vilja stydja thetta verkefni ekki sist var hun glod yfir ad eg sagdi henni vid mundum borga amk tvenn eda threnn kennaralaun tvi hun hefur rikan metnad til ad fa dugmikla kennara til ad adstoda krakkana.

Svo var audvitad ymislegt annad a dagskranni, langir og strangir(innan gaesalappa) fundir med ferdaskrifstofukollunum minum og haekkadi enginn rominn a theim fundum, en nokkud var threfad i godu. Greinilega i godu tvi bilstjorinn sem keyrdi mig ut a voll i nott kom med dyrindis gjof fram theim og vaena kvedju.

Mun skrifa adeins meira um thetta seinna. Nu aetla eg ad fa mer kaffi og athuga hvort senn fer ad lida ad fluginu minu til London thar sem eg verd ad bida kvoldvelar.
Margblessud og endilega komid thessu afram

Friday, December 14, 2007

I piparkokuborg

Goda kvoldid oll

Kom snemma i morgun til Sanaa i Jemen og hef verid a roltinu nuna seinni partinn en svaf eins og rotud fram eftir degi. Thad er theirra sunnudagur i dag en allt idar af lifi herna i midbaenum.
Thad var ansi myndraent ad sja a flugvellinum i morgun, kvenpilagrima sem lagu a baen ut um alla flugstod og voru fullir gledi yfir tvi ad eiga i vaendum ad komast til Mekka.

I fyrramalid vaenti eg ad vid hittumst, ferdaskrifstofumennirnir minir og eg. Thad er um margt ad raeda ef tekst ad halda tvi til streitu ad hafa tvaer ferdir naesta vor. Ad thessu sinni er eg ekki a Hill Town vegna thess eg er ad spa i ad breyta til. Thad verdur ad segjast eins og er ad thetta hotel er morgum threpum fyrir ofan Hill Town. En stadsetning Hill Towns er betri. Annars var thetta bara hressandi gongutur fra hotelinu og inn i bae. Aetla ad profa matinn thar i kvold af tvi their sogdust vera med creme caramel i eftirrett. Thad stodst eg natturlega ekki. Hugsadi lika til Gudm. Pe og sendi honum bestu kvedjur.

Nouria hringir i kvold, hun vissi um seinkum a flugvel og kvadst aetla ad leyfa mer ad slappa af enda var thad agaett.
Eg fekk aframsent bref fra einum felaga sem stydur dreng i verkefninu okkar. Thakka fyrir ad senda thad til min og eg tala um thessa fjolskyldu vid Nouriu og hun kannar malid. Vid hofum tho nokkra sem eiginlega bida eftir ad fa born en best ad allt gangi thetta i gegnum YERO.

Thad er oldungis aevintyri ad vera her. Thessir stadir eru allir spes en Sanaa er odruvisi spes.

Wednesday, December 12, 2007

I augnablikinu er eg sem sagt i Damaskus

og hvort sem thid truid tvi eda ekki, tokst ekki ad hitta Maher! Hann var buinn ad lofa konunni sinni ad fara med henni i budir.

En thad er gott ad vera komin hingad tho eg fari aftur til Beirut a eftir. Er buin ad fara a markadinn, eiga tvo fundi med forstjorunum minum, borda hadegismat, reykja vatnspipu og labba um i saeluvimu.
Vedur sol og blida og Damaskus er natturlega bara engu lik.

Um thad leyti sem eg lagdi af stad fra Beirut i morgun sprakk sprengja i austurhlutanum og naestradandi i hernum Francois Haz hershofdingi let lifid og nokkrir til vidbotar.
Omurlegra en tarum taki og lika omurlegt ad stjornendur skuli samstundis og adur en nokkur rannsokn hefur farid fram skella tvi a Syrlendinga. Thad gerist ekki sa illi atburdur i Libanon ad Syrlendingum se ekki um ad kenna.

Sidustu dagana hef eg spjallad vid alls konar folk i Beirut og vidar og talid leidist snarlega ad politikinni. Thad virdist engum detta i hug ad Syrlendingar beri abyrgd a tvi sem thar hefur gerst, thad vaeri einfaldlega ekki i theirra thagu ne hagsmuna.
Thad hefur komid mer a ovart ad svo virdist sem sjitar og kristnir i Libanon vilji ad Michel Ayun verdi naesti forseti Libanons en hann kom heim ur atta ara utlegd fyrir nokkrum arum og hefur vaxid mjog i aliti hja Libonum. Thar sem hann nytur ekki velvildar Bandarikjanna er naesta vist ad ekki verdi ur tvi.
En allt er thetta flokid og margthaett og eg haetti nuna tvi annars missi eg af bilnum minum til Beirut. A morgun feer eg svo flugleidis til Sanaa.
Kaerar kvedjur fra Damaskus og Abdelkarim, forstjori bidur ad heilsa ollum fyrri og vaentanlegum Syrlandsforum.

Tuesday, December 11, 2007

Dayndisdagar i Libanon

Goda kvoldid oll

Er her i godu yfirlaeti i Beirut og allt gengur ad oskum. Vedur upp og nidur en ekki kalt, rigndi nokkud sl nott enda Libanon svo lukkulega sett ad thar skortir ekki vatnid.

I morgun i skodunarferd nordur i landid asamt Soheil forstjora og Lucy sem er gladlegur leidsogumadur i vatnsberamerki. Thennan hluta hef eg ekki sed adur. Upp i cedarskoginn og vegurinn vindur sig upp Libanonfjall og vid blasir storkostlegt algroid gridarstort skard Kadisja. Thegar haest var komid ar snor a veginum svo thetta var bara heimilislegt fyrir utan ad vera storkostlegt utsyni. Litil fjallathorp med raudmaludum thokum kurdu inni i grodrinum
Forum i thorpid thar sem Gibran Kalil- hofundur Spmannsins- faeddist 1883. Thar hefur verid gert undursamlegt safn um hann i eins konar hellum sem adur hystu klaustur. Thar voru til synis baekur hans og einkum tho og ser i lagi malverk hans

Leid la svo til Tripoli sem er naest staerst borga i Libanon, einkar vidkunnarleg borg og thar er mikid athafnalif vid ad gera upp hus, mala og pussa. Markadurinn thar hlykkjast um litlar gotur og gerdi thar smaevaegileg innkaup.
Tripoli og Sidon i sudri eru badar mjog thekktar fyrir saetindi og kokur og Soheil forstjori hafdi fengid fyrirmaeli fra allri fjolskyldunni um kokuinnkaup svo vid fylltum bilinn af saelgaeti, drukkum te medan budarfolk pakkadi thessu ollu.

Skodudum hotel sem vaeri einstaklega heppilegt fyrir islenska gesti, thad er vid sjoinn sudur af Tripoli og heitir Florida Beach, afskaplega skemmtilegt hotel.

Um fimm leytid stefndum vid svo aftur til Beirut og umferd var lettbrjalud- en thad er lika gott tvi tha er allt i lagi i Libanon thegar hver bill tredst um annan tveran

Her i Beirut er eg a Hotel Lancaster, langskemmtilegasta hotel sem eg hef verid a her og einstaklega falleg herbergi og vidmot folks hid besta.
I gaer kom Tina, kvikmyndakona (medframleidandi Hrafnhildar Gunnarsdottur i myndunum Tvottur a snuru, Lif i limbo og Obeislud fegurd) ad saekja sendingu sem eg var med til hennar. Satum lengi ad spjalli og hafdi baedi gagn og gaman ad tvi.

I fyrramalid skrepp eg yfir til Damaskus og hitti kallana mina thar til samninga og skrafs. Thad verdur notalegt ad koma thangad.

Thetta hefur sem sagt allt verid med prydi. Ad visu var tof a velinni fra Frankfurt til Amman svo velin til Beirut var farin thegar lent var i Amman. Var sett i snatri a flugvallarhotel og stjanad vid mig. Hr. Soheil sotti mig svo a vollinn her i gaermorgun og vid hofum raett moguleikana a tvi ad taka Libanon aftur inn i ferdirnar.
Ekki meira i bili. Skrifa kannski fra Damaskus seinni partinn a morgun. Forstjorinn okkar thar aetlar ad reyna ad na i Maher i mat med okkur i hadeginu. Vid sjaum til og tha fae eg kannski frettir af tvi hvort hann er lukkulega giftur og get skilad til hans otal islenskum kvedjum.

Saturday, December 8, 2007

Kátar og karlmannslausar Egyptalandskonur á fundi


Myndin er frá Beirut

Góðan daginn
Egyptalandsfarar hittust á fundi núna áðan, við úðuðum í okkur döðlum og smákökum og spjölluðum um væntanlega ferð sem leggst vel í alla.
Ég lét fólk fá lista með væntanlegum ferðafélögum, tösku- og barmmerkin vænu, áætlun og dagskrá í Amsterdam og svo náttúrlega í Egyptalandsför.
Það ríkti létt og kát stemning á fundinum- þó svo við værum að vísu vitakarlmannslausar- þar sem karlferðafélagar okkar voru allir forfallaðir,erlendis eða í vinnu.
Svo var drukkið sterkt kaffi sem Þóra mallaði ellegar te og rabbað um það helsta sem fólki kæmi vel að vita.

Fer svo til Líbanon á morgun og þar tekur forstjóri ferðaskrifstofunnar sem við skiptum við á móti mér. Það verður fróðlegt að sjá hvernig ástand mála er en mér skilst á þeim sem ég hef talað við að allt sé í rólegheitum. Gaman væri ef við gætum stefnt á að kippa Líbanon aftur inn.
Ég skýst kannski dagpart yfir til Damaskus ef ég hef tíma til og tök á því.
Mun skrifa eitthvað á síðuna þessa daga en þá sendi ég ekki tilkynningu um það og verður fróðlegt að sjá hvort margir hafa áhuga á að fylgjast með.

Gleðilegt til þess að vita að 60. þúsundasti gesturinn hefur komið í heimsókn og alls hafa um 105 þúsund skoðað síðuna. Það finnst mér ljómandi.
Sæl að sinni.

Thursday, December 6, 2007

Fyrirspurn um börn og jól


Þessi þrjú eru í hópi Jemenkrakkanna okkar og studd af Margréti Pálu Ólafsdóttur.

Góðan daginn. Ekki nokkur friður hér.
Síðan ég sagðist vera á leiðinni út hef sé sem sé fengið margar hringingar frá forsjármönnum Jemenbarnanna okkar um hvort ég telji rétt að senda þeim eitthvað í tilefni jóla þó þar séu auðvitað ekki haldin jól. Þeirra helsta hátíð var í byrjun október.

Ég hef hvatt fólk sem vill senda eitthvað til krakkanna að leggja fremur nokkrar krónur inn á FATIMUSJÓÐINN 1151 15 551212 og síðan bý ég til dollara úr því og tek með mér á sunnudaginn.
Það er mjög erfitt að fara með smágjöf handa sumum krakkanna og aðrir fái ekkert. Því mun ég biðja Nouriu að sjá um þá hlið. Núna eru komnar inn í þessu skyni um 50 þúsund krónur og kærar þakkir fyrir það.
Auk þess læt ég hana hafa árslaun fyrir einn kennara vegna framlags frá utanríkisráðuneyti.
Loks má nefna að þar sem jólakortin eru öll seld greiði ég henni
andvirði þeirra sem eru um 1200 dollarar.

Hvarflar ekki annað að mér en setja ykkur inn í þessi peningamál hvort sem þið viljið eða ekki. Þið leggið þá fram og mér finnst það eðlilegt og rétt.

Wednesday, December 5, 2007

Smá nöldur og tuð.

Þá er þar til máls að taka að kortin eru uppseld! Ekki eitt einasta eftir. Gott mál og geri upp við Nouriu þegar ég kem út en öll þessi kort voru gerð af YERO krökkunum okkar og hin fegurstu.

Ég hef verið svo kát og jákvæð upp á síðkastið að það verður eiginlega að taka fyrir eilífðarmálið:

Nú eru liðnir þó nokkrir dagar af desember og EKKI hafa allir greitt desembermánuð. Nuð og tuð í fullorðnu fólki sem ákveður ferðir með VIMAfélögum er svo lýjandi: einfaldlega standa í skilum á réttum tíma. Þannig er það nú. Í rauninni ætti ég ekki að þurfa að reka á eftir þar sem greiðsluplön- oftast rétt- sem breytast lítið eða helst ekkert eru send þegar fólk ákveður ferð. Athugunarleysi ugglaust. En ef þannig stendur á kæmi sér betur að vita það. Þetta er allt sagt í blíðu. Ekki misskilja eitt einasta orð. En ítreka kæti mína yfir því hversu margir standa alltaf í skilum orðalaust.

Aðeins örfáir Egyptalands og Íranfarar eiga ógreiddan desember, þakka kærlega fyrir það hvað þorri þeirra bregður alltaf skjótt við.
Jemenfólki finnst kannski ferðir svo langt undan - en samt- látið þá heyra frá ykkur.

Ef Bergþór og Margrét Egyptalandsfarar sjá þetta bið ég þau að hafa samband vegna fundarins á laugardag. Hef reynt að ná í þau en enginn svarar. Kannski í brottu?

Kláraðist í gærkvöldi arabískukennslan í bili og voru skemmtilegir og mjög áhugasamir nemendur. Þessi námskeið mættu vera nokkrum tímum lengri; þeim lýkur um það leyti sem nemendur fara að átta sig.

Sunday, December 2, 2007

Tiltekt og smákökubaksturinn- Fullburða Jemen/Jórdaníuáætlanir koma fljótlega


Sæla aðventu allir félagar

Vegna þess að flugfélagið okkar væna Royal Jordanian sem við notum til Jemen og Jórdaníu hefur gert breytingar á vor og sumaráætlun sinni færast aðeins til dagar í ferðunum okkar líka.
Fyrri ferð: Brottför 28.apr.
Seinni fer: Brottför 29.maí

Hárréttar áætlanir verða settar inn áður en langt um líður, en ef til vill ekki fyrr en eftir ég kem heim að kvöldi 18.des. Bið Jemen/Jórdaníufara að fylgjast með því.
Augljóst er að seinni ferðin ætti að henta kennurum og í þá ferð má bæta þó nokkrum. Hvet menn til að láta ekki dragast að hafa samband um það.

Vona svo að innborganir streymi inn á ferðareikninginn í dag. Ekki draga það. Og þakkir til þeirra sem þegar hafa reitt fram des.greiðslu.

Að öðru leyti: hef þvegið gardínur og snyrt eldhússkápa. Smákökur verða óbakaðar en innkeyptar. Þar með er þetta allt að verða til hins mesta sóma.

Leyfi mér svo að vekja athygli aftur á bókum Hrafns- Þar sem vegurinn endar - og Elísabetar - Heilræði lásasmiðsins.

Held að jólakortin séu að ganga til þurrðar svo það er eins gott að bregðast við snöfurlega til að fá þessi fáu sem eru eftir.

En hvað með gjafakortin. Nú þarf að plana jólagjafir. Þar koma gjafakortin í góðar þarfir. Muna það.