Sunday, August 31, 2008
Perluævintýrið og aðsóknin í dag
Þessar tvær myndir eru frá Perlusúknum í gær og dag. Ljósmyndir: Ragnheiður Arngrímsdóttir
Ævintýrið hélt áfram í Perlunni í dag, sunnudag, og mikill mannfjöldi allan daginn og mikil sala. Verðlækkun um helming strax frá byrjun og það kunnu menn vel að meta.
Þegar leið á síðdegið tilkynnti Ásdís Halla enn frekari kostakjör og menn gætu fyllt plastpoka af varningi og greitt fyrir 400 kr og þá varð hún aldeilis handagangur í öskjunni og mokaðist af borðum og slám og ofan í pokana.
Við tókum svo til, Edda Ragnarsd beitti sér fyrir því að koma restinni af fötunum til Rauða krossins, fataslár fara til síns heima á morgun, skilti og myndir voru tekin niður og kl. rúmlega hálf sex vorum við að mestu búin að öllu. Þetta var hreint og beint geggjað.
Ég er ekki með lokatölu um söluna í dag, hún hefur að öllum líkindum verið um 2,5 milljónir. Við það gæti bæst eitthvað, því ýmsir vildu leggja inn og fengu reikningsnúmer. Sömuleiðis ákváðu sérfræðingarnir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Matthildur Ólafsdóttir og Herdís Kristjánsdóttir í skargripadeildinni að gera það ekki endasleppt heldur fara með nokkra MJÖG verðmæta gullmuni og athuga hvort einhver vænn gullsmiður væri til í að taka að sér að selja það fyrir okkur. Sjáum til með það.
Mér sýnist því salan á markaðnum núna vera í kringum 22 milljónir króna
Þessi tala kynni að breytast eitthvað smávegis en hún lækkar örugglega ekki. Fæ fregnir um það frá Ragnýju Guðjohnsen í kvöld eða fyrramálið en hún hefur verið bjargvættur í öllum þeim fjölþættu skriffinnskumálum sem þurfti að hafa á hreinu svo og sér hún um talninguna endanlegu.
Ég bakaði slatta af Fatimukökum í gærkvöldi en þær fóru eins og skot. Þar sem nokkrir komu að máli við mig og höfðu bragðað kökuna í famelíuboðum í gær og uppskriftablöðin til þurrðar gengin var ég beðin að setja uppskriftina hér og geri það með mestu ánægju.
Fatimukaka
Efni
1/3 bolli brætt smjör
3 egg
½ bolli sykur
Vanilludropar
½ bolli hveiti
½ teskeið lyftiduft
Sett ofan á
½ bolli smjör
½ bolli sykur
1/3 bolli hunang
½ tesk. Kanill
Smyrjið kökuform. Hitið ofninn í 200 gr.
Hrærið egg, sykur og vanilludropa vel og vandlega. Bætið í bræddu smjöri og hrærið
Bætið hveiti og lyftiduft saman við og hrærið gætilega. Sett í bökunarform og bakið í 10-12 mínútur.
Á meðan má bræða smjörið við lágan hita og bætið við hunangi, kanel og sykri. Hrærið vel og þegar það er í þann veginn að sjóða takið þá af pönnunni og hellið yfir kökuna. Setjið hana aftur í ofninn um 15-20 mínútur
Lánsgripir
Ég er með tvær ferðatöskur af lánsvarningi, kjólum og fleiru. Hef einnig allmarga tónlistardiska sem okkur voru léðir. Hef ekki fengið fötin v/hnífadansins ennþá. Athuga það á morgun.
Nú verð ég að viðurkenna að ég er ekki klár á því í öllum tilvikum hver á hvað svo ég bið ykkur að láta frá ykkur heyra.
Einnig bið ég Guðrúnu Ögmundsdóttur sem annaðist undirbúning hnífadansins ásamt Hafdísi í Kramhúsi að koma til mín pilsum og dressum og jambium- hið allra fyrsta.
Og svo er það Jórdanía og Sýrland
n.k. sunnudag. Nú getur maður farið að hlakka til þeirrar ferðar.
Bið Líbíufara að klára sínar greiðslur á morgun og þriðjudag.
Þegar ég kem heim úr Sýrlandi/Jórdaníu er svo nauðsynlegt að menn fari að gefa sig fram í ferðirnar 2009. Má ekki seinna vera. Eins og málin standa í augnablikinu er Kákasusferðina í bið. Vonandi skýrist það.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
24 comments:
Sæl Jóhanna
Innilega til hamingju með þennan frábæra markað og árangur um helgina.
Ferðin hjá okkur á Siglufjörð var mjög góð þó svo að úrslit fótboltaleikjanna hefðu mátt vera okkur meira í hag. Veðrið yndislegt og félagsskapurinn skemmtilegur.
Bestu kveðjur
Eva
Hi Jóhanna.
Innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur hjá þér / og ykkur öllum, með þennan glæsilega árangur í dag. Erfitt verður að toppa slíkt. Frábært.
Við sem gamlir íbúar þessa fallega lands, Yemen hefðum haft ákaflega gaman ap vera með ykkur á slíkri samkomu.
En slíkt verður bara að bíða betri tíma.
Bestu kveðjur til allra sem við þekkjum í hópnum þínum.
Helan og Baldvin,
Hull,
UK.
Þú ert perla mamma mín, til hamingju og allt þitt fólk.
Elísabet
... innilegar hamingjuóskir. Fleirum en þér verður orða vant að loknum afrakstri helgarinnar.
Þú og þínir hjálparkokkar hafa líka lagt á sig ómælda vinnu við að koma þessu í höfn.
Skóli með öllu. Stórkostlegt !!!
Bestu kveðjur.
María Vilhjálmsd.
Hugur minn er hjá öllum þessum sjálfboðakonum (og -körlum) sem stóðu á haus í þessu öllu. Þau ættu a.m.k. að fá fótanudd. Þið hljótið að vera búin í skrokknum. Æi, þetta er bara allt svo æðislegt.
Jóhanna, einu sinni enn, þú ert snilli (frb. > Villi) !!!
Ég er svo montin að hafa verið í slagtogi við þig og þína. Heiður að þekkja "celebs"
Eygló Y
Þú ert kraftaverkakona og þess vegna gekk súkkið eins og raun ber vitni. Það er ekki öllum sem lukkast að deila út verkefnum og fá fjölda fólks til liðs við sig.
Því miður var ég erlendis og missti því af öllu súkkinu.
Til hamingju með þetta, frábært fyrir Jemen að eiga fólk eins og þig og alla hina sem að þessu komu að.
Með bestu kveðju - Danfríður
Ótrúlega frábært! HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA.
kveðja
Kolbrún V.
Góðan og blessaðann daginn Jóhanna mín!!
Kærar þakkir fyrir síðast og mig langar að fá að þakka þér fyrir að fá að taka þátt
í þessu stórkostlega æfintýri. til hamingju með hve vel tókst til,þetta var svo gaman
og ég kynntist svo mörgu ágætu fólki sem af sannri gleði tók þátt í öllu atinu.
Góða ferð með hópinn þinn og við sjáumst bráðum.
Kv Heba
Til hamingju með þetta allt saman!!!! Aldeilis frábært!!!
Kv,
Elín Ösp
Tnnilega til hamingju Jóhanna og allar hínar, fyrir þetta ævintýralega afrek! Hvílíkur hvalreki fyrir YERO skólabörnin og-konur!
Sendi tafarlaust mitt framlag fyrir Bushra Sharaf Alkadasee (G46)
Fékk tilbaka rétta jambiaslíðrið en ekki rétta hnífinn (hann passar ekki alveg inn). Ef einhver er í sömu sporum, getur hann/hún haft samband við mig í síma 552 69 49.
Bestu kveðjur til allra.
Catherine
Kæra Jóhanna
Til hamingju með happy end á ævintýrinu.
Þér tekst ævinlega að vinna ótrúlegustu kraftaverk.
Bestu kveðjur til þín og þinna
Þóra Kristín
PS get af einhverjum ástæðum ekki opnað síðuna þína í gegnum póstinn sem þú sendir
Bestu hamingjuóskir með ótrúlega velheppnað verkefni. Kom á laugardaginn og komst varla
inn fyrir mannfjölda. Glæsilega gert hjá þér og þínum.
Þórdís
Til hamingju með þetta stórkostlega afrek Jóhanna mín - þú ert alveg mögnuð.
Mikið held ég að hún Nouria okkar verði nú glöð.
Þú lætur bara vita hvenær og hvar ég get náð í dótið sem ég lánaði, kjól, belti og hníf.
Kærar kveðjur
Helga
Til hamingju, til hamingju, til hamingju, til hamingju með árangurinn!
Kær kveðja,
Inga
Inga Hersteinsdóttir
verkfræðingur
I gοt this wеbsite frоm my friend who informeԁ me conceгning thіs ωeb page and at the moment
this time I am bгowsing this website and reading vеry informative articles or
reviеws hегe.
My website: natorach.cba.pl
Ηеllo Dear, aгe you truly visіting thiѕ ωeb ѕite regularly, if so
then you will ωіthοut dοubt obtain gооd expеriеnсe.
Takе a loοk at my blog poѕt ... V2 Cigs Reviews
We're a group of volunteers and opening a new scheme in our community. Your website provided us with valuable info to work on. You have done a formidable job and our whole community will be thankful to you.
Stop by my homepage; http://www.sfgate.com/
To say that you could take out skin tags all on your during
pregnancy are cryotherapy and surgical operation.
Don't look for the skin tags component, you won't own to care around them of all time Advent back.
Piece they typically happen in areas of regular motion,
such the wart in piddle for 5 proceedings number
one. It tries to gain skin abnormalities are
very annoyance. Anche tenere presente che le talpe dysphoric more or less this.
Feel free to surf to my blog - hpv warts
Goοd infoгmation. Lucky mе Ι came across youг websіte bу chаnce (ѕtumbleuρon).
I hаve saved as а favorite foг latеr!
Feеl free to surf to my ωeb sitе :: V2 Cig Review
My page - v2 cigs
I think this is аmоng the such a lot signifіcаnt informаtіon for mе.
And i am glаd studуing your artiсle.
But ωannа commentary on few common thіngs, The
ωebsіte ѕtyle is ideal, thе aгticlеs іѕ
гeally great : D. Excellent tаѕk, сheers
Also vіsit my web page - www.sfgate.com
My website :: V2 Cigs Review
I was recommended this ωebѕite bу ωay of my cousin.
I аm now nοt cеrtain whether or not thіs
put uρ іs ωrіtten by way of hіm aѕ nobody elsе know such targeted approхіmаtely mу dіffiсultу.
Yοu're wonderful! Thanks!
Also visit my blog v2 Cigs Reviews
Thаnks very nicе blog!
Feel free to surf to my blοg: http://www.sfgate.com/Business/prweb/article/v2-cigs-review-authentic-smoking-Experience-or-4075176.php
E-cigarеttes ԁon't have tobacco, but rather have a sort of vaporized nicotine.
My blog post v2 cigs discounts
The belt cοuld be woгn whereѵeг so you
can get a wonԁerful work оut taking a cat nap or
washing home.
my web-site :: http://kampuskeyfi.com/blogs/8705/8905/purchasing-the-flex-belt
Post a Comment