Goda kvoldid
Vid erum komin a pafagauka og laekjarhotelid i Yazd og allt gengur eins og i sogu. Sidustu nott vorum vid i baenum Kashan, skodudum thar hefdarhus og var reyndar verid ad taka upp kvikmynd thar en engin fengum vid hlutverkin. Einnig skodudum vid undurfallegt og uppgert badhus, lobbudum um markadinn og nutum lifsins og var hvarvetna tekid af mestu vinsemd.
I morgun var lagt af stad til Yazd og komid vid i Nain thar sem vid hittum vefnadarmanninn gamla og hans godu fru, rannsokudum fostudagsmoskuna og snaeddum pikknikkhadegisverd undir berum himni rett vid moskuna. Bilstjorarnir Moihamed og Hadi utbjuggu hann og vid gerdum okkur gott af tvi ollu. Vid Pezhmann skiptum brodurlega med okkur verkum ad flytja nokkurn frodleik a keyrslunni, Pezhman taladi um hvernig stjornskipan er her i Iran, eg taladi um konur og theirra stodu og vek ad politikinni og Pezhman sagdi fra zoroastrianatru en her i Yazd er midstod thessa aevaforna atrunadar.
A morgun verdum vid um kyrrt her, sjaum hus eldsins, vatnssafnid, gongum um gomlu borgina og skodum foistudagsmoskuna oflofl. Trulegt vid bregdum okkur a sorkaniithrottaleik annad kvold.
Allt er i soma, hlyindi standa okkur ekki fyrir thrifum en vedrid er tho tiltolulega milt og blitt og spad um 15 stigum a morgun.
Allir i godu skapi og hopurinn sallafinn. Get ekki lokid thessu an thess ad geta thess ad Bergljot viridist leika ser ad tvi ad baeta i sarpinn persneskum orduym og fer lett med thad.
Vid bidjum kaerlega ad heilsa og skrifa naest fra Sjiraz eftir 2-3 daga tvi tolvan her a okkar undursamlega hoteli er ansi rolyndisleg.
Sael ad sinni
Wednesday, March 2, 2011
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
7 comments:
Dálítið þjakaður af öfund en óska hópnum til hamingju með ferðalagið og ævintýrin. Sérstök kveðja til Guðrúnar Gauks og Systu með föðurlegu stolti yfir framförum hennar í því göfuga máli farsi eða persnesku.
Guðm. P.
Ég er væmin í laginu og ósa af ást til ykkar allra....Góðar kveðjur, bráin...
Ég er nú græn af öfund, ekki bara dálítið eins og Guðmundur... alltaf gaman að "fylgja" hópunum þínum um kunnuglegar slóðir. Góða ferð áfram....
kveðja... GSess
Gaman að lesa fréttir af hópnum ;)
Hafið það öll sem best. Við sendum sérstaklega góðar kveðjur og þúsund kossa til ömmu Söru
xxx
Andrea og strákalingar
Vildum gjarnan vera laumufarþegar í töskunum ykkar :)
Knús og kossar til ömmu Dúfu (Guðrúnar) og Jónu frænku frá krökkunum á Bjargi.
Kærar kveðjur til Ömmu Sól frá okkur öllum. Gaman að fylgjast með ferðalaginu ykkar ,O) Hér er allt við það sama, eins og vera ber. Knús og kram og góða ferð.
Hjördís og fjölskylda ,O)
Ég er bæði gul og græn af öfund, en samgleðst ykkur innilega líka.
Kær kveðja til Söru frá stelpunum í Hjálparstarfinu og kær kveðja til þín og þeirra sem ég kann að þekkja í hópnum.
Sigga Ásgeirs
Post a Comment