Thursday, November 29, 2007

Hvar er Maher? Íranfarar ákveði herbergjamál


Stórkostlega Sio Seh Pole brúin í Isfahan

Sæl í svalanum
Fékk áðan fyrirspurn frá stýrunni okkar í Íran og hún þarf senn að fá fullskapaðan herbergjalista.
Þeir sem vilja eins manns herbergi og hafa ekki látið mig vita, ættu því að tjá mér vilja sinn fljótlegast. Greiðsla fyrir eins manns borgast með síðustu greiðslu.
Sé að Íranfarar eru snöggir að reiða fram desembergreiðslu og þakka fyrir.

Eins og fram hefur komið áður er ferðin fullskipuð og við munum nota Lufthansa til og frá Teheran. Sem er prýðilegt. Þeir þurfa nafnalista eftir rúma viku svo Íranförum er ekki til setunnar boðið. Þarf að biðja þá að senda mér kennitölur sínar hið fyrsta. Hef sumar en aðrar ekki.

Enn vantar svör frá nokkrum Egyptalandsförum hvort þeir mæta á fundinn 8.des.
Á mínútunni kl. 14. Hef hottað á fólk og vonast til að fá svör frá þeim síðustu ekki seinna en næsta mánudag.

Svo er ég með kveðjur í búntum: til þeirra Jórdaníufara sem hafa kynnst Sami, okkar indæla leiðsögumanni þar. Frá Pezhman í Íran en hann fáum við nú aftur sem betur fer. Og Mohamed í Jemen biður að heilsa. Býst við að hitta hann ´þegar ég skrepp til Jemen nú 9.des. Allir þessir náungar biðja að heilsa. Það er öllu dularfyllra með hinn nýgifta Maher okkar í Sýrlandi, hann virðist svo upptekinn af - ja, væntanlega hjónabandsmálum sínum- að frá honum hefur ekki heyrst í háa herrans tíð.

Nokkrar undirtektir við jólakortunum en ég á nóg enn. Hafið samband plís.

Nú ætla ég að skunda upp í Háskóla og tala um islam hjá MBA nemendum Ingjalds Hannibalssonar en þetta er þriðja árið í röð sem hann biður mig koma og þetta eru afar fróðleiksfúsir nemendur. Í kvöld svo næst síðasti arabískukennlutíminn að sinni.

2 comments:

Anonymous said...

gott hja ther ad hafa mynd, tha er thetta til....:)

Anonymous said...

Bíddu nú við: skil ekki alveg??
JK