Sælir séu smávinir
Þessa daga snýst allt um Jónas Hallgrímsson og til að vekja athygli á sér hefur Gaddafi tilkynnt að nú ætli hann að breyta vegabréfsmálum og vill að slík plögg verði ekki afgreidd nema upplýsingar séu á arabísku. Mikið fár út af þessu. En þetta verður svo sem ekkert vandamál. Við leysum það bara þegar þar að kemur. Og annað eins hefur komið fyrir að Gaddafi hafi skipt um skoðun áður en á þetta reynir.
Nokkur nöfn voru ekki rétt hjá mér á listunum. Fékk leiðréttingar og held að allt sé rétt núna.
Ég leyfi mér að benda á að slatti af kortum sem Nouria kom með liggur enn hér óseldur. Hvet fólk til að panta sér fáein stykki. Þau eru rauð og glöð og henta sem jólakort öldungis prýðis vel. Verið svo væn að panta og ég sendi þau um hæl.
Ekki gleyma heldur gjafa og minningarkortum.
Arabískukennslan hófst í gærkvöldi, þar var m.a. nemandi sem hafði búið í Aden á tímum Breta og hugljómuðust heilmörg arabísk orð þegar eftir þeim var kafað.
Í dag ætla ég svo að rota nemendur í Ferðamálaskóla með fjögra tíma fyrirlestri.
Björt framtíðarsýn.
Vantar örfá númer Egyptalandsfara og ekki síður þó gildistíma. Muna það.
Það er ennfremur athyglivert að styrkurinn sem utanríkisráðuneytið dúkkaði upp með til Jemenverkefnis hefur enn ekki komið fram í bankabókinni. Hlýtur að gerast fyrr en síðar. Þá eru ellefu börn sem hafa fengið stuðningsforeldra til viðbótar svo nú munum við styrkja yfir 110 börn. Foreldrarnir fá nöfn og upplýsingar um krakkana fljótlega en Nouria er enn í London og fór þar í augnskurð á dögunum og þarf stund til að jafna sig.
Fréttir úr skólanum eru góðar í hvívetna og mestu munar þar að hún fékk góða konu sem hefur lengi búið í Jemen fyrir sig og kennararnir hafa allir notið stuðnings til að ljúka sínu námi og standa sig með prýði.
Smámenningarleg viðbót:
Bækur eftir tvö afkvæma minna, Elísabetu og Hrafn eru komnar út. Hrafns bók heitir Þar sem vegurinn endar og Elísabetar bók er Heilræði lásasmiðsins.
Bók eftir Illuga Guð er ekki til er einnig að skutla sér á markað.
Kíkið á þessar bækur.
Friday, November 16, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Heil og sæl Jóhanna,
ég vil gjarnana fá 1 pakka af jólakortum frá Nouria, et þú vildir vera svo væn að senda mér hann, með upphæðina og reikningsnúmer sem peningarnir eiga að fara inn á.
Takk fyrirfram og bestu kveðjur,
Catherine Eyjólfsson
Grjótagötu 14
101 Rvík.
Skutla þeim til þín á morgun.
Fleiri fari að dæmi Catherine.
Kv.JK
Post a Comment