Sunday, December 30, 2007

Allt í hávaða og gríni



Þann 29.des. hefði Vilhjálmur frá Skáholti, skáld og lífskúnstner, blómasali og drykkjumaður orðið hundrað ára. Hann er fæddur í húsinu sem ég bý í og kenndi sig við það alla tíð. Ég kynntist Vilhjálmi lítillega þegar ég var yngri og man eftir honum sem krakki þegar hann hljóp um götur, hávaðasamur nokkuð þegar hann var undir áhrifum víns. Sem var æði oft. Þess á milli seldi hann fínum frúm blóm og hann vakti aðdáun þótt brokkgengur væri því hann var glæsimenni.
Ég er afar stolt af því að búa í þessu gamla húsi, sem var reist 1882 og mörg ljóð Vilhjálms lifa þótt fólki sé ekki alltaf kunnugt um að hann er höfundur þeirra. Hann orti til dæmis Borg mín borg sem Haukur Morthens syngur af stakri innlifun. Og ljóðið um Jesúm Krist. Það þekkja margir.

En annars var þetta útúrdúr en til fróðleiks samt.

Á næstunni hef ég samband við Íranfara um hvenær við þurfum að hittast til að fara yfir klæðaburðareglur og fylla út vegabréfsumsóknir. Sömuleiðis verður myndakvöld Ómanfara á næstunni.

Til stendur einnig að fara á Ísafjörð með góðri aðstoð Matthildar Helgadóttur og sömuleiðis eru nokkrir fyrirlestrar í Ferðamálaskólanum og Símennt í Keflavík hefur einnig beðið um fyrirlestur. Það verður vonandi hið besta mál. Þá fer ritnefndin senn að drífa í fréttabréfinu sem kemur út fyrir janúarfundinn okkar, sem verður væntanlega í lok mánaðarins. Meira um það fljótlega.

Ferðir ársins 2008 líta svona út
Egyptaland í febr. UPPSELD
Íran í mars UPPSELD
Jemen I í lok apríl UPPSELD
Jemen II í lok maí. Laus sæti
Sýrland/Jórdanía í sept. Hef verið beðin af stórum vinahópi að skipuleggja og vera fararstjóri í þessari ferð. Hugsanlegt er að bæta við 3-5 þar. Skýrist ínnan tíðar.
Libya - október. Ein eða tvær ferðir. Uppselt í amk. fyrri ferð. Sjáum til hvernig staðfestingargjöld skila sér í febr.

Munið svo elskurnar mínar að borga rétt inn á ferðirnar. Sendi Egyptalandsförum kvittun þegar allir hafa gert upp. Íran og Jemen/Jórdaníufarar - ekki gleyma og þakka raunar þeim sem hafa þegar borgað.

Þá skal þess getið að kvennahópurinn sem mun sinna Jemenmálunum okkar hyggst hittast 8.jan. Ég hlakka til þess. Þetta eru hörkukonur sem ég veit að hafa góðar hugmyndir og úrræði svo við getum látið hugmyndir verða að virkileika.

Þakka svo öllum fyrir árið sem er á enda á miðnætti og hlakka til nýs árs.
Líði ykkur sem best og látið frá ykkur heyra. Þið ættuð bara að vita hvað það kætir og hressir.

Farsælt og fagurt nýtt ár.

4 comments:

Anonymous said...

Elskulega Jóhanna mín!
Óska þér og öllum VIMA félögum gleði og mikillar kæti á nýju ári og fullt af ferðalögum!!!
Bestu kveðjur.
Þóra J.

Gurry Gudfinns said...

Gleðilegt nýtt ár kæra Jóhanna. Gaman að sjá hversu margar ferðir eru á döfinni.

Anonymous said...

Elsku Jóhanna,
Gleðilegt ár 2008, megi þú njóta fríðar og hamingju á ferðaríku ári, takk fyrir allt liðið og yndislegt. Hlakka mikið til Íransferðarinnar.

Anonymous said...

Can I put up your submit to my weblog? I will add a oneway link to your forum.
That’s one really sweet post.

Feel free to surf to my site: when trying to get pregnant