Tuesday, January 8, 2008

Börnin birtast nú hvert af öðru


Þrjár af fjórum Al Matari systrunum. Á myndina vantar Takeyju sem Dóminik styrkir. Hinar eru Hanak(fyrir miðju) styrkt af Litlu fjölskyldunni, Hayat(Inga Hersteinsdóttir) og Hanan (Jóna og Jón Helgi)
Mynd JK
Góðan daginn öll
Nú streyma út úr tölvunni myndir af nýju börnunum og bréf frá Nouriu og ég sendi þau jafnótt til ykkar.
Trúlega þó ekki í dag. Bíð eftir að fleiri komi.
Þar sem tólf börn til viðbótar hafa fengið styrktarmenn eru viðkomandi beðnir að borga nú fyrir þau þar sem ég fæ nöfnin innan tíðar. Reikningurinn er 1151 15 551212 og kt. 1402403979.

Linda og Kristján hafa borgað fyrir sín tvö, sömuleiðis hefur verið greitt fyrir Helenu og Bjarka(þau fengu það í brúðargjöf. Fleiri mættu taka sér það til fyrirmyndar)
Einnig er Axel Guðnason búinn að borga. Sendi öðrum upplýsingar sem gáfu sig fram í sérbréfi.
Þá sýnist mér við styrkja 112 börn og er það glæsilegt og kærustu þakkir.

Kvennahópurinn sem mun halda utan um byggingarmálin hittist í hádeginu og var það frábær fundur og góð stemning. Mér sýnist bjartsýni og raunsæi og einstakur velvilji ríkja í þeim hópi.
Tvær nýjar konur bættust við og verða augljóslega betri en engar. Nokkrar gátu ekki komið en sendi þeim upplýsingar um fundinn seinna í dag.

Svo þetta er allt á réttri og góðri leið.
Ef einhverjir vilja taka þátt í starfi aðgerðarhópsins gefi viðkomandi sig fram.

No comments: