Friday, January 11, 2008

Það verður ekki á VIMAfólk logið

Sæl veriði

Eftir síðasta pistil hafa margir lagt inn á Fatimusjóð 1151 15 551212 og kt. 1402403979 til stuðnings við saumanámskeiðsstúlkurnar. En meira þarf þó til og ég treysti á þá sem studdu verkefnið í fyrra að koma enn til liðs.

Þá er Nouria búin að senda mér nöfn ellefu telpna sem stuðningsmenn hér biðu eftir og flestir hafa staðfest að þeir taki að sér að hjálpa þeim og hef sett það inn á heildarlistann undir linknum Stelpurnar okkar í Jemen - þó við séum nú með slatta af strákum líka. Þegar þeir hafa staðfest erum við með 112 börn.

Þeir eru
Axel S. Guðnason
Linda og Kristján Guðmundsson (2 börn)
Þorgerður Þorvaldsd/Kristján Edvardsson (2 börn)
Anna Karen Júlíusen
Helena og Bjarki(fengu barnið sem sagt í búðargjöf og eru alsæl með þá gjöf)
Þórhildur Hrafnsdóttir/Ingibjörg Þórisdóttir
Helga Sverrisdóttir
Bíð svo eftir svari frá tveimur. Hef sent þeim upplýsingar um börnin.

Pósta plögg til væns slatta í dag og fæ svo meira frá Nouriu um helgina. Talaði við hana í gær. Hún stóð á haus í stússi en var hress og bað að heilsa öllum sínum góðvinum.

Hafði duggulitlar áhyggjur af því að menn væru ekki tilbúnir að styrkja saumanámskeiðskonurnar sem heild fremur en einstaklinga.
Ég sagðist telja þær áhyggjur óþarfar- vonandi.
En málið er bara að sumar þessara kvenna þurfa að hætta af ýmsum ástæðum, veikindum á heimilum, barneignum og alls kyns ástæðum. En þá kippir Nouria öðrum inn í staðinn sem bíða óþreyjufullar.

Það er einnig frá því að segja að önnur Egyptalandskonan hefur greitt og hin hlýtur að ljúka greiðslu snarlega.

Íranfarar á morgun. Hlakka til að sjá ykkur. Vinsamlegast stundvíslega kl 2 í gamla Stýró við Öldugötu(eða við enda Stýrimannastígs svona eftir því hvernig á það er litið). Muna vegabréf og myndir. Kaffi, te og Líbanonskökur.

Hef fengið töluvert af hringingum eftir skemmtilegan matreiðsluþátt frá Líbanon sem var í sjónvarpi á dögunum. Stefni eindregið að því að taka Líbanon inn (með Sýrlandi) aftur eftir ár. Það virðist áhugi á því og mættu fleiri láta í sér heyra varðandi það

Matthildur á Ísafirði er í óða önn að skipuleggja okkur Gullu með fund þar. Verður væntanlega helgina 26 og 27 jan og trúlega erindi í Menntaskólanum líka. Það er til sóma. Meira um það fljótlega.

Nú dríf ég mig með bréf í póstinn, ættu að koma á mánudag og svo meira næstu daga. Insjallah.

Sé að fleiri hafa lagt inn, m.a. þó nokkrir sem studdu konu á fullorðinsfræðslunámskeiði í fyrra. Einn merkti við greiðsluna, Lyfjaðstoð. Vegna veikinda einnar stúlkunnar okkar. Gott mál og kærar þakkir og vona þó að fleiri bætist við svo ég geti sent Nouriu heildargreiðslu fyrir fullorðins-og saumanámskeiðið í næstu viku.

1 comment:

Anonymous said...

Bætti inn á listann. Eftir eru tvær telpur. Er að bíða eftir svari um þær Takk fyrir
JK