Thursday, January 17, 2008
Rétt áætlun fyrri Jemen/Jórdaníuferðar er komin á linkinn
Frá piparkökuhúsunum í Sanaa. Mynd Einar Þorsteinsson
Bara til að láta ykkur vita að rétt áætlun fyrir Jemen/Jórdaníuferðina í apríl síðla er komin inn á linkinn. Lítið á hana.
Seinni ferðin verður svipuð en líklega 1-2 dögum lengri og hækkar úr 290 þús í 300 þús nema því aðeins að í hana bætist snarlega.
Í fyrri ferðina virðist ekki vera hægt að bæta við enda sú seinni ekkert síðri. Aðeins heitara en ekki svo. Ég á bágt með að trúa að við náum ekki nokkrum í viðbót. Allir vita - sem farið hafa í hana - að menn koma ekki samir heim. Vitanlega í jákvæðum skilningi.
Einn þátttakandi fyrri ferðar þarf að láta mig vita sem fyrst hvort hún verður með því miðar hafa verið pantaðir og ég þarf að greiða hótel einkum í Jórdaníu fljótlega og áður en ég fer til Egyptalands.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment