Thursday, January 24, 2008
KL FJÖGUR- athuga það - á Hótel Ísafirði- mikil viðbrögð við síðasta pistli
Góðan daginn og þakka kærlegast fyrir viðbrögð við síðasta pistli.
Gat ekki á mér setið að birta þessa mynd sem tæknistjórinn minn og snillingsklipparinn Elísabet Ronaldsdóttir benti mér á. Þetta er frá tískusýningu helsta frömuðar Japana á dögunum. Sagt að þetta hafi vakið mikinn fögnuð í tískuhúsum Frakklands og Ítalíu.
Ég sé ekki betur en hann sé að setja konur í búrka. Það er athyglisvert ef þessi klæðnaður sem svo margir fordæma fer nú að sigurför um tískuheiminn.
Met var slegið í heimsóknum inn á síðuna þann dag. Mér þótti vænt um það sem var skrifað inn í ábendingardálkinn og það styrkir mig í því að við erum á réttu róli.
Vil benda Egyptalandsförum á að ég hef samband við þá seinna í dag til að ákveða hvar og hvenær við hittumst til að afhenda miða. Þeim sem búa utan Reykjavíkur sendi ég miða.
Svo skal ítrekað að fundurinn á Ísafirði á sunnudag er kl. 16- kl. fjögur- og þar liggja einnig frammi áætlanir um ferðir sem menn geta tekið með sér. Það verður gaman að skreppa norður og einnig að hitta menntaskólanemendur þar á mánudag.
Það er ljúft að segja frá því að nú er fenginn stuðningur við átján af 25 konum á fullorðinsfræðslunámskeiðinu. Sendi upphæð fyrir tíu um daginn eins og ég sagði mönnum og mun senda fyrir næstu tíu fljótlega eftir helgina.
Það munar líka um framlag Lofts Sigurjónssonar sem gefur tíu þúsund á mánuði hina næstu átta mánuði. Auk þess komu aðrir til hjálpar. Þakka það allt saman.
Mun senda Majuhópnum áætlun í dag eða á morgun. Þar fylgir með greiðsluáætlun. Gjöra svo vel og lesa það allt vel og vandlega.
Svo líður að mánaðamótum, þó mér finnist að vísu janúar hafa fleiri daga en aðrir mánuðir. En þá skulu Íran og Jemenfarar vinsamlegast greiða skilvíslega. Tveir Íranfara hafa raunar lokið greiðslu og takk fyrir það.
Rúrí nefndi Kashmir í því sem hún skrifaði. Það væri sniðugt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment