Friday, January 25, 2008
Þegar maður vinnur í happdrætti---------
Það er skemmtilegt að geta sagt frá því að ein félagskona VIMA lét 15 þúsund kr. happdrættisvinning sem hún fékk renna rakleitt til að styrkja konurnar okkar á sauma- og fullorðinsfræðslunámskeiðinu. Þakkarvert í besta lagi.
Svo líður að því að við hittumst þrjár í "aðgerðanefndinni" kvennanna sem eru að útvega sér hugmyndir til að safna fyrir stærri miðstöð fyrir krakkana okkar í Sanaa. Mun hitta Margréti Pálu og Helgu Sverrisdóttur á þriðjudagsmorguninn og nánar um það seinna.
Egyptalandsmiðar - mínus einn - eru komnir í hús, hef póstað miðana norður, og í Borgarnes og Akranes. Hef látið vita af því. Annaðhvort sækir hitt fólkið þá til mín eða ég set þá í póst á mánudag.
Við Gulla hugsum gott til Ísafjarðarferðar um helgina og vonum að Ísfirðingar fjölmenni á fundinn á Hótel Ísafirði kl. 4 á sunnudag. Mikið væri það gaman.
Ég leyfi mér að minna á afmælis og minningarkortin okkar. Jafnskjótt og við höfum náð því að safna upphæðinni fyrir saumanámskeiðið - og þar vantar bara herslumun- tökum við til við ein kennaralaun og síðan tekur byggingarsjóðurinn við. Það þyrfti að mynda eins konar tengslanet um hann svo þetta gangi fljótar fyrir sig. Þannig hefur aðgerðarhópurinn hugsað það en allir geta lagt hönd á plóg og allar tillögur og hugmyndir eru vel þegnar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment