Við Gulla komumst ekki á Ísafjörð í dag vegna veðurs.
Það var afleitt en vonandi gefst tími til þess seinna í vetur.
Þar er verulegur áhugi á ferðum og Jemenstuðningi held ég og sendi Matthildi Helgadóttur á morgun alls konar plögg sem hún ætlar að úthluta til áhugasamra.
Nokkrir Eygptalandsfarar sóttu miða sína, flestir ekki og þá pósta ég í fyrramálið. Þætti vænt um að fá staðfestingu þegar þeir hafa borist til ykkar.
Íransmál eru í eðlilegum farvegi og hef haft samband við liðsmenn okkar í Osló. Vart er þó trúlegt að vegabréf skili sér áður en ég fer til Egyptó. Ef það tekst ekki mun Gulla pé taka málið í sínar hendur og láta ykkur vita. Hún fær öll imeil Íransfara ef þannig háttar málum.
Hef ekki sent Majuhóp áætlunina enn vegna þess að einhverjar breytingar þarf að gera á ferðinni. Þær koma þó ekki verði við. Geri það sem allra fyrst.
Minni svo enn og aftur á ALMENNAN fund og allir velkomnir í Kornhlöðuna kl. 14 sunnudaginn 3.febr. kl. 14, stundvíslega. Þar talar Þórir Guðmundsson um Kyrgistan og Uzbekistan.
Vegna fyrirspurna: Hef ekki samband við þá sem hafa skráð sig í Líbíu fyrr en eftir Egyptalandsferð. Þá höldum við fund um málið og ég mun óska eftir að menn staðfesti væntanlega þátttöku.
Sunday, January 27, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
8 comments:
Sæl Jóhanna. Mér finnst svo gaman að lesa pistlana þína að hafðu mig endilega áfram á listanum. Kveðja Hulda Vilhjálmsdóttir
Kæra Jóhanna.
Ég fékk þennan póst á rétta adressu og ég vil sem oftast fá póst frá þér svo endilega haltu mér á reglulegum póstlista.
Sveinn Haraldsson
Sæl Jóhanna.
´´Eg vil gjarnan fá póst frá þér og heyra nýjustu fréttir,gaman að fylgjast með þér hvar þú ert í heiminum.
Kveðja.
Stella Stefánsdóttir
Blessuð vinan mín.
Ég vil endilega vera áfram á póstlistanum ekki spurning.
Kveðja
Þóra Jónasdóttir,
Kæra Jóhanna
Ég eyði nú bara pósti, ef þar virðist ekkert vera sem ég ætti að taka til mín.
Frekar vil ég fá of margar bendingar en að fá ekki að vera "memm"
Sendi þér kveðjur mínar allt frá berkjublöðrum (eða öðrum innyflum)
Eygló Yngvadóttir
sæl og blessuð Jóhanna
Við Örn (Gulli) staðfestum þátttöku í Libíuferð.
Og þigg áfram alla pósta frá þér.
kkv.
Hulda W.
er ekki skírn 3.febrúar hja R. ísleifi. ??
Nokkrir hafa beðist undan að fá póst í hvert skipti. Það verður virt í hvívetna.
Bestu kveðjur
Jóhanna
Post a Comment