Monday, January 7, 2008

Gjörið svo vel og taka frá tvær klst 3.febrúar


Myndin er frá Akkakus í Líbíu. Hafiði nú séð aðra eins liti. Og þetta er svona í alvörunni og meira til.
Menn eru enn að skrifa sig í Líbíu og það er fínt og gott. Ég hef sagt það áður og má endurtaka það hér að vel mætti hugsa sér tvær ferðir þangað í okt-nóv. ef allir verða með, eða flestir, sem hafa skráð sig. Verður gengið eftir því í febrúar þegar ég kem frá Egyptó að heyra ofan í fólk hvað þátttökuna snertir.

Og talandi um Egyptó; vitiði nú hvað, það eru örfáir sem eru EKKI búnir að borga síðustu greiðslu og því bið ég menn að kippa í lag eins og skot. Er búin að senda út þangað allar greiðslur og kemur sér óþægilega fyrir mig, varasjóðalausa, ef menn standa ekki í skilum.

En umfram allt vil ég biðja ykkur að taka frá svona tvo tíma sunnudag 3.febr. Þá verður fyrsti fundurinn okkar 2008 í Kornhlöðunni og efnið er girnilegt til fróðleiks og skemmtunar. Meira um það fljótlega.
Nokkru áður sendum við út fréttabréfið fyrsta 2008 og leiki einhver vafi á að við höfum rétt heimilisföng, gjörsovel og senda mér þau kórréttu.

Þá er skemmtilegt frá því að segja að ég var að tala við Matthildi Helgadóttur á Ísafirði vegna kynningarfundar um Jemenverkefnið og ferðalögin fyrir vestan seinni partinn í janúar. Matthildur fer nú á fullt og athugar málið og væri virkilega gaman ef þar reyndist unnt að tendra áhuga- sem Matthildur er raunar þegar byrjuð á.
Ekki síst vantar liðsinni við fullorðinsfræðslunámskeiðið sem er nú verið að skrá konur á.

Eins og fram hefur komið hittast Íranfarar n.k. laugardag og síðan sendi ég með hraðpósti vegabréf, umsóknir ofl út til Osló svo allt sé tilbúið þegar heim er snúið frá Egyptalandi.

Verið svo væn að líta á hvern póst sem keðjubréf, þ.e. sendið slóðina áfram.

No comments: