Sunday, January 13, 2008

Ánægjuleg stund með væntanlegum Íranförum - allmargir stuðningsmenn eiga von á myndum


Mynd frá sauma og fullorðinsfræðslunámskeiðinu í Sanaa. Ég vcna að menn haldi áfram að styðja það og í augnablikinu er kominn stuðningur við sem svarar átta konur. En ég veit ekki betur en þær séu 25 sem hafa skráð sig. Mun því leggja þær upphæðir sem menn borga - aðrar en með krökkunum okkar inn í þá púlju. Vona það sé allt í lagi. Þar með erum við með stuðning fyrir tíu. Svo ég vona að gjafa-og/eða minningarkort verði meira notuð en upp á síðkastið.


Þetta erum við Pezhman Azizi, íranski gædinn okkar í Íranferð

Væntanlegir Íransfarar hittust í gær að fylla út eyðublöð og ganga frá plöggum. Í fyrramálið fer ég með þetta allt í skönnun og sendi til Írans og síðan verður það sent til sendiráðs Íran í Osló.
Estrid og Kari í íslenska sendiráðinu þar hafa lofað að verða mér innanhandar með að ýta á og sækja vegabréfin og þeim verður svo komið í réttar hendur eins fljótt og mögulegt er.
Fundurinn var fínn, ómanskt góðgæti og líbanskar smákökur runnu ljúflega niður með kaffi og te. Ég kom með nokkrar íranskar flíkur til að konur sæju hver sídd á að vera.
Ekki vitlaus hugmynd hjá Maju Kristleifsd að líklega ætti ég að kaupa slatta af dressum í ýmsum litum og stærðum og selja það síðan þátttakendum í næstu ferðum.
Á okurverði náttúrlega.
Þetta var hressilegur og skemmtilegur fundur, fannst mér, og allir áhugasamir og hlakka til.

Það kom fyrirspurn um seinni Jemenferðina og það skal tekið fram að nokkrar breytingar geri ég á báðum ferðum.´Þær breytingar eru ekki komnar inn á síðuna en set þær innan tíðar. Þar sem fyrri ferðin er á annatíma hafa hótelin beðið um meiri greiðslur en venjulega. Svo ég vona allir þátttakendur í báðum ferðum borgi vel og reglulega.

Vænti þess að allmargir stuðningsmenn nýju krakkanna okkar fái sín plögg í póstinum á morgun. Sendi þá nokkur til viðbótar og síðan jafnóðum eftir því sem Nouria kemur þeim til mín.
Svo ég bið þá sem ekki fá myndir allra næstu daga að æðrast hvergi. Þetta skilar sér allt.

2 comments:

Anonymous said...

Geturðu ekki bara opnað búð við Laugaveginn, og útibú í Kringlunni... Höfuðföt Hönnu

Anonymous said...

Mér finnst ekkert athugavert við að selja íranskra flíkur á margföldu verði í ágóðaskyni fyrir menntun kvenna og barna í Jemen. Eiginlega finnst mér að Íranar sjálfir ættu að veita Fatímudæminu aðstoð!!
HB



--------------------------------------------------------------------------------