Tuesday, June 26, 2007

Flugáætlun á Egyptalandsferð tilbúin

Sæl öll

Þá hef ég fengið mjög svo viðunandi tilboð í flugið til Egyptalands. Farið frá Keflavík 7.febr. kl.7,50 um morguninn til Amsterdam. Lent þar 11,50 að staðartíma.
Áfram um kvöldið kl. 21 til Kairó með hollenska flugfélaginu KLM og komið kl. rúmlega tvö um nóttina.
Heimferðin er 19.febr. um nóttina og lent í Amsterdam kl. rúmlega átta um morguninn. Heim með FI kl. 13,20.
Það er hugsanlegt að íhuga sameiginlega skoðunarferð þann tíma sem við bíðum í Amsterdam, mun kanna það og láta Egyptalandsfara vita hvað það kostar.

Ég set endanlega áætlun inn á síðuna fljótlega en hún er í megindráttum eins og meiningin er að hún verði. Það skal tekið fram að ákveðið hefur verið að ferðin frá Aswan til Abu Simbel verði innfalin í verði.

Svo fremi evran hækki ekki að ráði kostar ferðin 220 þúsund. Segi það þó með fyrirvara, vegna sveiflnanna á gjaldmiðlum.

Bendi á að við erum á mun afskaplega góðum hótelum í Egyptalandi, 4ra og 5 stjörnu. Mín kynni af þriggja stjörnu hótelum eru ekki nægilega jákvæð - amk ekki þegar verið er með hóp og ég tel þetta því góðan og nauðsynlegan kost.


Menn athugi að máltíðir eru yfirleitt ekki innifaldar, að morgunverði frátöldum.

Annað er meira og minna innifalið, þ.e. allar skoðunarferðir og aðgangseyrir á merka staði sem er býsna dýrt í Egyptalandi svona miðað við annað verðlag.

Vona að þetta kæti ykkur og bendi fólki á að það má bæta við í hópinn. Staðfestingargjald skal greiða 15.sept og síðan reglulega. Læt ykkur vita um það þegar nær dregur.

1 comment:

Anonymous said...

Verð að koma hér á framfæri þakklæti til Veru Illugadóttur fyrir myndirnar frá Jemen, þær vekja upp ljúfar minningar og en frekari löngun til að fara aftur á þessar slóðir.
Sem sagt alger unaður. Vera þú ert snillingur. :) :) :)
Kkv.
Þóra J.