Wednesday, June 6, 2007
Sýnishorn gjafakortanna
Hér getur að líta tvær tegundir gjafakortanna okkar sem nú eru tilbúin og bíða þess í ofvæni að menn nýti sér þau.
Inni í kortinu er texti annars vegar ef menn hugsa sér að gefa í Fatimusjóðinn til styrktar YERO verkefninu okkar og svo hins vegar ef menn vilja gefa góðvinum inn á ferðir johannatravel.
Í bígerð er að ein tegund enn verði svo útbúin og megi nota sem minningarkort.
Hvet ykkur eindregið til að láta þetta berast um víðan völl og nýta þetta óspart.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Athugið að hrúga af Jemenmyndum er komið inn á linkinn Börnin okkar í Jemen. Lítið snarlega á það
KvJK
Fallegt og sniðugt. Læt vini og vandamenn vita.
Einstaklega fallegar myndir á kortunum.
Hjördís Kvaran
Post a Comment