Saturday, June 23, 2007

Krabbar ferðaglaðastir allra

Eins og allir vita stunda ég merk fræðistörf hvað snertir stjörnumerki þátttakenda í VIMAferðunum.
Nú er æði langt um liðið síðan ég sinnti þessu máli og orðið aðkallandi að kanna hvernig staðan væri eins og pólitíkusarnir segja.
Og nú hef ég hér alla þátttakendur í ferðunum okkar svo þetta ætti að vera marktækt. Tek þó fram að ég taldi sjálfa sig bara einu sinni.

Þessi listi hefur verið sveiflóttur nokkuð og nokkur merki staðið upp úr en aldrei jafn afgerandi og nú. Fólk í krabbamerkinu er fjölmennast í ferðalögunum og með töluverða yfirburði yfir næsta merki.

1. Krabbar
2. Hrútar
3. Fiskar
4.-5 Naut og tvíburar
6.-7 Vatnsberar og steingeitur
8.-9 Sporðdrekar og bogmenn
10. 11Ljón og jómfrúr
12. Vogir

Það eru sem sagt tvö merki með mjög afgerandi útkomu: krabbarnir og svo á hinn bóginn vogin sem kemur langt á eftir nr.10-11. Jómfrúr hafa bætt stöðu sína stórlega. Það er sagt að vogin sé svo lengi að ákveða sig en ekki er það mín reynsla með þær vogir sem hafa á annað borð farið í ferðalögin.
Það var duggulítið erfitt að ákveða í hvort merki ætti að setja menn sem voru á mörkunum. Það breytir þó engu um niðurstöðuna. Ég er líka búin að sjá að ætti að velja afmælisdag ferðafélaga yrði 20.mars fyrir valinu. Ótrúlega margir eiga afmæli þann dag, svona miðað við að það eru aðrir 364 í árinu.

Annað mál rétt til fróðleiks:
Þar sem Sýrlandsferðinni í haust var því miður aflýst af dularfullum ástæðum- ég meina óskiljanlegt að ekki skuli hafa náðst þátttaka - ætla ég að nota tímann í sept. og bregða mér til Libyu í viku þar sem ekki vannst tími til að skoða alla staði sem mér fannst fýsilegir.
Hef jafnframt séð að libyska flugfélagið hefur langódýrastar ferðir. Hyggst því nota það og sjá til hvernig þjónusta, stundvísi og öryggi og allt það er. Það mundi þar með gera verð hagstæðara á ferðinni okkar 2008.

Nú ætla ég að taka til í kortér. Og vinsamlegast vogir: hugsið ykkar gang. Sæl að sinni.

2 comments:

Anonymous said...

Það er ekkert pottþétt lengur....heimakærir krabbar komnir á flug ! Hlakka til Libyuferðar 2008.
Kkv. Erla bogmaður

Anonymous said...

Auðvitað!!! krabbinn stendur alltaf fyrir sínu. :) :) :)
Kkv.
Þóra J.