Friday, November 30, 2007

Stórgjöf í Fatimusjóð


Mig langar að segja ykkur frá því að Margrét Pála Ólafsdóttir, frumkvöðull Hjallastefnunnar varð fimmtug í s.l. mánuði. Hún afþakkaði gjafir en starfsfólk Hjallastefnu safnaði fjárupphæð og færði henni.
Margrét Pála hefur nú sagt mér að þessi upphæð sem er hvorki meira né minna en 600 þús. krónur muni renna til Fatimusjóðsins.

Stundum verður maður orðlaus af gleði yfir þvílíkri hugsun og rausn. Og segir bara takk hjartanlega.
Þetta hvetur okkur til dáða. Það verður ánægjulegra en orð fá lýst að segja Nouriu frá þessu þegar ég hitti hana í Jemen á næstunni.

Við í "framkvæmdanefnd" kvennanna sem ætlar að taka þátt í að hjálpa Nouriu að festa kaup á nýju húsi hittumst í morgun á kaffi/tefundi. Í henni sitja Margrét Pála, Helga Sverrisdóttir og ég. Við munum boða alla nefndina svo til fundar snemma í janúar. Ýmsar frjóar og gagnlegar hugmyndir voru ræddar og ákveðið að við gæfum okkur veturinn til að afla þess sem þarf.

Þá þakka ég fyrir undirtektir við kortunum. Hef póstað til allra sem hafa pantað og hvet menn til að láta í sér heyra. Vonandi seljum við þau öll. Leggja upphæðina svo inn á Fatimusjóðsnúmerið 1151 15 551212, kt. 1402403979.

2 comments:

Anonymous said...

Stórkostlegt! Hún Magga Pála er einstök. Til hamingju. Kv. Guðrún Margrét

Anonymous said...

I am not able to view this web site correctly on opera I feel there's a drawback

my blog i'm having trouble
getting pregnant