Sæl öll og afsakið ég hef ekki skrifað síðustu daga: en handboltamótið sem ég fylgist með af æ meiri depurð í Noregi setur dálítið strik í reikninn. Og mikil ósköp hafa gengið á síðan ég skrifaði síðast: Bobby blessaður Fischer dáinn og þegar grafinn, enn einn meirihlutí í borgarstjórn Reykjavíkur og Davíð kominn á sjötugsaldurinn. Og hlutabréfin halda áfram að falla. Það er mikil gæfa að eiga ekkert svoleiðis til að mæðast út af.
Ég skemmti mér vel í dag,þeysti í býtið í barnaskólann á Hvanneyri og síðan í grunnskólann á Kleppjárnsreykjum og talaði um Jemenverkefnið okkar fyrir fjórar bekkjardeildar á aldrinum 6-16 ára. Sýndi ágætis disk sem Gulla á náttúrlega mestan heiður af. Það var gaman og ég fékk forvitnilegar spurningar.
Síðan er Ísafjörður á dagskrá hjá okkur Gullu pé um helgina þ.e.fundur á Hótel Ísafirði kl. 4,30 á sunnudag og svo fyrirlestur í menntaskólanum þar morguninn eftir. Virkilegt fjör.
Svo er ég doltið að vandræðast með sauma og fullorðinsfræðslunámskeið okkar í Sanaa. Vantar stuðning við helming kvennanna. Hafið það svona blíðlega bak við bæði eyrum.
Upphæðin er hin sama og fyrr sem svarar 200 dollurum.
Og veit ekki betur en Dóminik, Halla og Birna séu að ljúka fréttabréfi sem verður vonandi sett í póst til ykkar í vikunni. Menn láti vita ef heimilisföng hafa breyst og nokkrir hafa raunar gert það.
Egyptalandsmiðar verða tilbúnir fljótlega og annað hvort hittumst við til skrafs sem væri æskilegast eða ég kem miðum til ykkar. Trúlega fyrir helgina. Læt ykkur vita.
Ég ef verið á báðum áttum hvort ég ætti að setja eftirfarandi inn á síðuna:
Erum við Vimafélagar ekki brautryðjendur í ferðavali okkar og hefur ekki verið virkileg gleði mað þær?? Ég segi nú svona
En af hverju tekur þá athyglisverðasta fólk sig til að kópierar sumar ferðirnar. Að vísu með hipsumhaps árangri en breytir ekki öllu.
Endar þetta með að við þurfum að hætta ferðunum sem sannarlega hefur ekki þurft að kvarta undan aðsókn í?
Við erum auðvitað ekki ferðaskrifstofa og við eigum engan einkarétt- en samt er þetta íhugunarefni enda eiga ekki í hlut alvöru ferðakrifstofur.
Eða verð ég að breyta okkur í eitthvað sem ég VIL hreint ekki gera og hef heldur ekki efni til? Þetta er ekki skrifað í verulegum harmatón en óneitanlega velti ég vöngum.
Mér þætti mjög vænt um ef menn skrifuðu örvunarbréf inn á ábendingardálkinn? Plís.
Ég er dálítið hugsi yfir þessu og geri kannski nánar grein fyrir því á VIMA fundinum okkar 3.febr. í Kornhlöðunni. Munið að mæta á hann stundvíslega kl 14.
Monday, January 21, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Þú ert brautryðjandi og það er einmitt þess vegna sem hið athyglisverðasta fólk tekur sig til og hermir eftir þér. Ef það gerði það ekki þá hefði þér mistekist sem brautryðjanda. Svona er nú bara lífið og lítið við því að gera. Nema halda áfram að ryðja brautina: Úsbekistan, Pakistan, Afghanistan, Kashmir. Til lífs og til gleði. Og takk fyrir það. Rúrí
Það sem þú ert að lýsa varðandi ferðirnar er mjög þekkt fyrirbæri, sérstaklega á Íslandi: um leið og eitthvað gengur vel, þá verður alltaf einhver til að vilja græða á því að apa eftir og oft endar þetta með að allir fara á haus (sbr loðdýrin eða laxinn). EN - það er eitt stórt enn, málið er að þegar frumkvöðull eins og þú hefur allt í höndum sér til að gera það vel og vandað, þá gera apakettirnir fölleita eftirlikingu sem gengur ekki. Þeir (apakettirnir) sjá ekkert nema það, að það gangi vel hjá þér og ekki það sem þarf að hafa og gera til að það gangi vel.
Ég vil ekki fara í allskyns greiningar á því hvað býr að baki slikra ákvarðana hjá "apaköttunum" en þú veist jafnvel og ég hvað er drifkraftur þar
Það verða alltaf einhverjir til að apa eftir þeim sem gengur vel. En þetta er þá bara merki um að þú sért á réttri leið með það sem þú ert að gera. Og þú ert og verður frumkvöðullinn og hefur langt langt forskot. Fólkið treysti þér og fer í ferð með þér.
Dominique
Það er svona að vera brautryðjandi, sumir fá ekki hugmyndir sjálfir heldur afrita annara verk. Þetta er líka kannski merki um hversu góða hluti þú ert að gera.
ps Þú ert auglýst klukkan 16:00 þann 27. jan á Hótel Ísafirði.
kveðja
Matthildur
Er það ekki mesta hrósið, þegar aðrir líkja eftir manni? Held að það sé málið. Efast stórlega um aðrir geri jafnvel.
Guðrún Ó.
Kæra Jóhanna,
þú þarfst ekki að hafa minnstu áhyggjur af einhverju svokölluðu "samkeppni". Þú gerir mætavel það sem þú gerir (geri hínir betur!). Haltu þínu striki og vertu stolt af öllu saman!
Af allt öðru tilefni: Ég vildi draga athygli tilvonandi Íranfaranna á bíomynd sem þeir ættu ekki að láta fram sér fara, það er Persepolis, svört-hvít teiknimynd um pólitiska ástandið í Íran - biksvört mynd að vísu, sem hittir beint í mark.Hún er sýnd í Háskólabíó í dag kl.20 og á morgun kl.22.30.(og kannske lengur?)
Og svo Hafnarhúsið í Tryggvagötu auglýsir heimildarmynd um baráttu Íranskra kvenna um réttinn til framfara, fimmtudag 24.jan. kl.20.
Mynd þessi heitir: Borgarmúrar: Mín eigin Teheran (2006, enskur texti) eftir íranska leikstjórann Afsar Sonia Shafie. Ekki missa af henni!
Bestu kveðjur,
Catherine
Post a Comment