Godan daginn
Vid Jemenfarar sendum thessar elskulegu kvedjur og hofum thad fint
I gaer var farid i YERO midstodina og thar hofdu krakkarnir 117 sem eru studdir af Islendingum aeft fina dagskra, sungu fyrir okkur og strakar syndu listir og svo var bodid upp a veitingar. Tha for fram verdlaunaafhending vegna tolvunamskeids sem efnt var til, ma theirra sem fengu vidurkenningu var Gheda stulka Thoru Jonasar og Wadi Gudmundar Peturssonar, ad ogleymdri Nssim sem eg styrki og hun hafdi valid ser verkefnid ad syna i mynum og mali fram a skadsemi gatts og thad fannst mer flott.
Allir eda svona naer tvi allir hittu krakkana sina sem voru i sinu finasta pussi og urdu fagnadarfundir. Stulkan sem Margret Palsd styrkir er tiu ara og ser um heimilid og yngri systkini, auk thess ad hugsa um krabbameinssjuka modur. Thad eru alls konar litlar hetjusogur bak vid hvert barn.
Fekk kort til studningsmanna og serstakt til Margretar Palu og Hjallastefnunnar sem eg sendi thegar heim kemur
Vid kvoddum Nouriu og kennara hennar med virktum eftir ad hafa keypt mikid af listaverkum og tvi sem konurnar hofdu gert.
Forum nidur i gomlu borg eftir hadegismat a Palestine Rest og tha faerdist nu aldeilis lif i tuskurnar og bokstaflegri merkingu og thad er ljost ad thessi hopur mun ekki standa odrum ad baki i thessu efni.
Nuna a eftir forum vid flugleidis til Mukalla og keyrum svo yfir til Wadi HAdramaut.
Aetladai ad setja inn myndir fra YERO midstod, profa thad kannski i kvold.
Hlytti vwedri og Sana og Jemenar hafa heillad hopinn og allt er i fegursta lagi og bidjum fyrir kvedjur heim
Wednesday, April 30, 2008
Saturday, April 26, 2008
Góður aðalfundur VIMA í dag, laugardag - munið svo hálspunga og músamottur
Gott kvöld og blessað
Aðalfundur VIMA var haldinn í Kornhlöðunni í dag eins og til stóð og var hinn besti eins og jafnan þegar okkar félagar koma saman. Saknaði þó ýmissa sem hefðu mátt birtast
Aðalfundarstörf gengu vel og skipulega í hressilegri fundarstjórn Marðar Árnasonar.
Ég flutti skýrslu og starfið sl. ár, sagði frá því að nú eru um 400 manns skráðir í félagið og rakti fundi, ferðalög og starf okkar í Jemen.
Guðlaug Pétursdóttir kynnti endurskoðaða reikninga og síðan urðu nokkrar umræður um félagsgjöldin. Þó heimtur hafi verið mun betri þetta starfsárið vantar mikið á að menn standi í skilum og komu menn með ýmsar tillögur til úrbóta, m.a. að það mætti kynna félögum betur hvenær þeir skulda og hvenær ekki því ugglaust léti ekki nokkur félagi sig muna um 2000 kallinn. Hildur Bjarnadóttir stakk upp á því að gerður yrði listi yfir skuldseigustu og þá sem best standa í skilum eftir stjörnumerkjum! Það líst mér vel á og mun einhenda mér í það eftir að við komum heim frá Jemen. Gætu síðan stjörnumerkin keppst við að hvetja fólk í merkjum til að standa í skilum.
Stjórnarkjör fór fram með friði og spekt eins og jafnan í þessu góða félagi, stjórn endurkjörin og inn í hana bætist Dóminik Pledel Jónsson.
Svo sjáið þið hérna mynd af hálspungum Eddu en hún hefur sett sér það markmið að sauma og selja 50 stk(kr. 2000 stk) fyrir hundrað þúsund krónur og það fer auðvitað allt í Fatímusjusjóð.
Má hafa samband við Eddu um þetta á Edda.Ragnarsdóttir@reykjavik.is og panta.
Í hléi voru einnig seldir þessir litlu írönsku dúkar og kostar stk. þúsund krónur. Á meðan ég er í burtu mun Edda einnig sjá um það ef menn vilja fá sér.
Vil geta þess að einn félagi sem áður hefur gefið rausnarlega í Fatimusjóðinn skellti inn hundrað þúsund krónum í gærkvöldi og er það þakkað innilega.
Eftir aðalfundarstörf þustu menn svo til Gullu að borga félagsgjöld eða kaupa pung eða smádúk. Menn gæddu sér á tertum og kaffisopa og skoðuðu ferðaáætlanir fyrir 2009 en fullkomlega tímabært er að menn fari að skrá sig í þær ferðir því ég sé ekki betur en ferðir 2008 séu allar meira og minna uppseldar nema skyndileg forföll verði.
Eftir kaffihléið talaði svo Rannveig Guðmundsdóttir og sagði lítillega frá starfi aðgerðarhópsins um nýja húsið fyrir YERO miðstöðina í Sanaa og fékk það góðar undirtektir.
Svo komu ýmsar fyrirspurnir og menn röbbuðu um hitt og annað sem varðar félagið og Mörður sleit fundi upp úr hálf fjögur.
Þetta var því hinn besti fundur og við í stjórninni erum náttúrlega hissa og stórglaðar yfir að ná endurkjöri!
Íranfarar hafi í huga að myndakvöld verður í kringum 20.maí og Dóminik hefur tekið að sér að undirbúa það og mun leita eftir aðstoð frá einhverjum sem voru í þeirri ferð.
Nú tekur við fyrri Jemenferð, aðfararnótt mánudags kl. 5,15 hittumst við öll stundvíslega í Leifsstöð. Bið alla að skilja eftir slóðina á síðunni og fylgjast með því ég blogga náttúrlega um ferðir okkar og sendi væntanlega myndir inn á síðuna. Engin tilkynning verður send svo þið verðið að gjöra svo vel og drífa ykkur inn á síðuna. Skrifið endilega kveðjur inn á ábendingadálkinn.
Minni svo enn og aftur að menn standi í skilum með greiðslur inn á ferðir um mánaðamótin.
Aðalfundur VIMA var haldinn í Kornhlöðunni í dag eins og til stóð og var hinn besti eins og jafnan þegar okkar félagar koma saman. Saknaði þó ýmissa sem hefðu mátt birtast
Aðalfundarstörf gengu vel og skipulega í hressilegri fundarstjórn Marðar Árnasonar.
Ég flutti skýrslu og starfið sl. ár, sagði frá því að nú eru um 400 manns skráðir í félagið og rakti fundi, ferðalög og starf okkar í Jemen.
Guðlaug Pétursdóttir kynnti endurskoðaða reikninga og síðan urðu nokkrar umræður um félagsgjöldin. Þó heimtur hafi verið mun betri þetta starfsárið vantar mikið á að menn standi í skilum og komu menn með ýmsar tillögur til úrbóta, m.a. að það mætti kynna félögum betur hvenær þeir skulda og hvenær ekki því ugglaust léti ekki nokkur félagi sig muna um 2000 kallinn. Hildur Bjarnadóttir stakk upp á því að gerður yrði listi yfir skuldseigustu og þá sem best standa í skilum eftir stjörnumerkjum! Það líst mér vel á og mun einhenda mér í það eftir að við komum heim frá Jemen. Gætu síðan stjörnumerkin keppst við að hvetja fólk í merkjum til að standa í skilum.
Stjórnarkjör fór fram með friði og spekt eins og jafnan í þessu góða félagi, stjórn endurkjörin og inn í hana bætist Dóminik Pledel Jónsson.
Svo sjáið þið hérna mynd af hálspungum Eddu en hún hefur sett sér það markmið að sauma og selja 50 stk(kr. 2000 stk) fyrir hundrað þúsund krónur og það fer auðvitað allt í Fatímusjusjóð.
Má hafa samband við Eddu um þetta á Edda.Ragnarsdóttir@reykjavik.is og panta.
Í hléi voru einnig seldir þessir litlu írönsku dúkar og kostar stk. þúsund krónur. Á meðan ég er í burtu mun Edda einnig sjá um það ef menn vilja fá sér.
Vil geta þess að einn félagi sem áður hefur gefið rausnarlega í Fatimusjóðinn skellti inn hundrað þúsund krónum í gærkvöldi og er það þakkað innilega.
Eftir aðalfundarstörf þustu menn svo til Gullu að borga félagsgjöld eða kaupa pung eða smádúk. Menn gæddu sér á tertum og kaffisopa og skoðuðu ferðaáætlanir fyrir 2009 en fullkomlega tímabært er að menn fari að skrá sig í þær ferðir því ég sé ekki betur en ferðir 2008 séu allar meira og minna uppseldar nema skyndileg forföll verði.
Eftir kaffihléið talaði svo Rannveig Guðmundsdóttir og sagði lítillega frá starfi aðgerðarhópsins um nýja húsið fyrir YERO miðstöðina í Sanaa og fékk það góðar undirtektir.
Svo komu ýmsar fyrirspurnir og menn röbbuðu um hitt og annað sem varðar félagið og Mörður sleit fundi upp úr hálf fjögur.
Þetta var því hinn besti fundur og við í stjórninni erum náttúrlega hissa og stórglaðar yfir að ná endurkjöri!
Íranfarar hafi í huga að myndakvöld verður í kringum 20.maí og Dóminik hefur tekið að sér að undirbúa það og mun leita eftir aðstoð frá einhverjum sem voru í þeirri ferð.
Nú tekur við fyrri Jemenferð, aðfararnótt mánudags kl. 5,15 hittumst við öll stundvíslega í Leifsstöð. Bið alla að skilja eftir slóðina á síðunni og fylgjast með því ég blogga náttúrlega um ferðir okkar og sendi væntanlega myndir inn á síðuna. Engin tilkynning verður send svo þið verðið að gjöra svo vel og drífa ykkur inn á síðuna. Skrifið endilega kveðjur inn á ábendingadálkinn.
Minni svo enn og aftur að menn standi í skilum með greiðslur inn á ferðir um mánaðamótin.
Thursday, April 24, 2008
Félagsgjöld skili sér betur -Andakílsskólabörn gáfu jólakortasölu -
Kákasuslandaferð er meðal þess sem er á dagskrá 2009. Hér fær JK skvettu af heilögu vatni í Mtetski og Guðmundur Pétursson horfir andaktugur á.
Gulla Pé hefur verið önnum kafin við að ganga frá reikningum fyrir aðalfundinn kl. 2 á laugardag í Kornhlöðunni.
Í ljós kemur að misbrestur er á því að menn hafi staðið í skilum. Bið ykkur vinda að því bráðan bug að kippa því í liðinn.
Félagsgjald hefur verið 2 þúsund kr. og reikningsnúmer er 1151-26-2443 og kt. 441004-2220. Verið svo ljúf að greiða þetta og/eða hafa samband við Gullu ef þið eruð ekki viss um hvort þið eruð skuldlaus eða ekki. Emailið hennar er gudlaug.petursdottir@or.is.
Bendi ykkur á að ég hef sett inn á Væntanleg ferðalög uppfærðar áætlanir fyrir 2009
Þar má skoða hvað er á boðstólum og láta vita vilja sinn og það fyrr en síðar.
Nokkrir hafa spurt áhugasamir um lausu sætin til Sýrlands/Jórdaníu í sept. n.k. en síðan ekki söguna meir. Kæmi sér vel að þeir segðu af eða á og greiddu skv. áætlun því ella verður að gefa öðrum kost á að komast með í staðinn.
Einn eða tveir Líbíufarar hafa ekki greitt staðfestingargjald. Það er óheppilegt því ég verð að staðfesta flug með British Airways til Líbíu fljótlega og farið er fram á að nöfn fylgi síðan. Sömuleiðis skulu Líbíufarar byrja að borga inn á ferðina 1.maí eins og allir eiga að vita.
Bendi Sýrlandsförum á að greiðsludagur þeirra, hinn næsti, er einnig 1.maí.
Jemen/Jórdaníufarar í fyrri ferð hittust sl. miðvikudag og fengu sín ferðagögn, mauluðu íranskt sælgæti og fengu sér te/kaffi og spjölluðu. Þar var einnig afhent bréf frá Nouriu þar sem hún segir frá samkomu sem verður haldin hjá YERO í Sanaa á miðvikudag.
Ítrekað skal að ALLIR verði mættir í Leifsstöð að morgni mánudags kl.5,15.
Farangur verði tjekkaður alla leið. Fulltrúi frá Royal Jordanian hefur lofað að taka á móti okkur í Frankfurt og vísa okkur stystu leið að innritunarboði en flugstöðin sú er meira völundarhúsið.
Á Jemen/Jórdaníu fundi afhenti einn væntanlegur ferðalangur Kolbrá Höskuldsdóttir, (svo ég ættfæri hana ögn, þá er hún yngri dóttir mín) ágóða af jólakortasölu krakka í Andakílsskóla, 48 þúsund krónur. Óskað er eftir að þessir peningar renni til að greiða kennara og upphæðin dugar fyrir mjög góðum kennaralaunum í 2-3 mánuði. Eru krökkunum færðar kærustu þakkir fyrir dugnaðinn og Kolbrá fyrir ötult kynningarstarf í Borgarfirði.
Elísabet tæknistjóri okkar Ronaldsdóttir er að búa til sérstaka síðu sem ætluð er einkum fyrir krakka sem vilja kynna sér Jemenverkefnið og ef til vill leggja eitthvað af mörkum. Læt vita um það nánar seinna. Vona að kennarar innan okkar raða verði þá duglegir að segja nemendum sínum frá þessu verkefni og vísa á síðuna.
Þá hittist aðgerðarhópurinn okkar sl. þriðjudag og hefur fullt af skemmtilegum hugmyndum á prjónunum. Nánar um það þegar það tekur á sig fyllri mynd.
Tuesday, April 22, 2008
Glæsileg skemmtun í Barnaskóla Hjallastefnunnar í morgun- og svo komu Dóra Björg og Vala Birna líka
Kát Hjallastefnustúlka í morgun
Í morgun fór ég í skemmtilega athöfn hjá Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ og fékk afhentan afrakstur basarsins flotta sem krakkarnir héldu á dögunum og bjuggu þar til ótrúlegustu listaverk og seldu og gáfu allt í Fatímusjóð. Þetta var einstök stund þegar krakkarnir rúmlega 150 á aldrinum 5-8 ára röðuðu sér kurteislega og skipulega saman úti í svalanum og svo afhenti hver bekkjardeild og kennari hennar peningapoka. Auk þess höfðu nokkrir krakkar í skólanum haldið tombólur og það var gefið líka í sjóðinn.
Svo fékk ég einnig afhentar nokkrar gjafir sem ég fer með til Jemens n.k. mánudag og á að færa krökkunum frá hinum glöðu gefendum sem klöppuðu óspart og voru bæði ljúf og kát í framgöngu og stolt af þessum frábæra árangri og það svo mjög að makleikum.
Og hér eru þær systur Dóra Björg og Vala Birna Kristínar og Árnadætur sem komu til mín með tíu þúsund krónur sem þær höfðu safnað í baukana sína með það fyrir augum að það rynni í Fatímusjóð. Amma þeirra styrkir stúlku í Jemen og hafði vakið áhuga þeirra.
Takk ástamlega allir krakkar fyrir þessar góðu gjafir og ekki síður fyrir hugann sem að baki býr og vinnuna sem var lögð í þetta allt saman.
Er ekki að orðlengja að nú eru komnar í byggingarsjóðinn okkar 8.359.567.- krónur. Það er ævintýralegt.
Það verður smáathöfn hjá YERO miðstöðinni næsta miðvikudag þegar hópurinn fer þangað í heimsókn og vonandi get ég sett inn myndir frá því í næstu viku.
Jemen/Jórdaníufararnir hittast svo síðdegis til að fá sína miða og ferðagögn.
Minni svo enn á aðalfundinn á laugardaginn og að gefnu tilefni er hér með tekið fram að gestir og nýir félagar eru velkomnir.
Monday, April 21, 2008
Líður að aðalfundi - takið tíma frá á laugardag
Aðgerðarhópur VIMA hittist á morgun og verður vonandi ýmislegt fróðlegt rætt þar varðandi fjársöfunina til nýrrar YERO byggingar í Sanaa
Frá því og fleiru mun RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR segja á aðalfundinum 26.apr. kl 2 í Kornhlöðunni. Í þessum hópi eiga sæti öndvegiskonur. Auk Rannveigar Guðm. eru þar Margrét Pála Ólafsdóttir, Ásdís Halla Bragadóttir, Bryndís Hlöðversdóttir, Steinunn Jónsdóttir, Katrín Pétursdóttir, Svafa Grönfeldt, Elísabet Ronaldsdóttir, Nanna Björg Lúðvíksdóttir, Rannveig Rist, Eva María Jónsdóttir, Hlín Sverrisdóttir, Hervör Jónasdóttir, Helga Sverrisdóttir og JK.
Áður eru formleg aðalfundarstörf, JK flytur skýrslu stjórnar, reikningar kynntir og stjórnarkjör fer fran. Hef fengið Mörð Árnason til að vera fundarstjóra. Þá munu vera til sölu tölvumúsamottur sem Gulla stjórnar, innanklæðaveski Eddu( ég kalla þau hálspunga) en það þykir kannski ekki nógu virðulegt.
Einnig liggja frammi ferðaáætlanir fyrir 2009 því ferðir þessa árs eru allar uppseldar, svo og gjafakort. Tertur og gúmmulaði á góðu verði.
Vonast til að sjá sem allra flesta og nýir félagar velkomnir svo og gestir.
Nefni aðeins að Egyptalandsfarar hittust á myndakvöldi sl. föstudag og komu menn úr öllum áttum, Eyjafjarðarsveit, Hveragerði, Borgarnesi auk höfuðborgarsvæðisins. Við horfðum á fínerís diska m.a. Sveins, Anitu og Sigga, Örnólfs, Birnu, Bergljótar og Hjördísar, fengum okkur í gogginn og skemmtum okkur vel. Ánægjulegt í hvívetna. Ásdís Kvaran var illa fjarri en löglega afsökuð: hún átti sjötugsafmæli þennan dag og hélt upp á það í Kaupmannahöfn. Við skáluðum hressilega fyrir henni og fólum Hjördísi að bera henni kveðjur guðs og okkar.
Síðasta vetrardag er mér svo boðið í Barnaskóla Hjallastefnunnar að veita viðtöku um 600 þús kr í byggingarsjóðinn sem kom inn á basarnum hjá þessum mögnuðu krökkum þar. Hafði nafnið rangt og biðs velvirðingar á því.
Saturday, April 19, 2008
Mál jemensku stúlkunnar
Góðan daginn öll
Fyrst og áður en lengra er haldið: þakka þeim ótal, ótal mörgu sem sendu mér bréf vegna jemensku stúlkunnar sem var í fréttum í vikunni.
Mér fannst ekki stætt á öðru en athuga málið eftir að þessi frétt kom: að 8 ára stúlka í Jemen hefði fengið skilnað frá eiginmanni sínum þrítugum en faðir hennar hefði selt hana í hjónaband.
Margir höfðu samband vegna þessa sem skiljanlegt er.
Þess vegna talaði ég við Nouriu og bað hana að athuga hvernig í málinu lægi:
Hennar svar var m.a.
"Það er ekki við því að búast að fólk sem þekkir ekki jemenskt samfélag geti botnað í máli af þessu tagi.
Í fyrsta lagi vil ég þó taka fram að 8 ára stúlka sem fer í réttarsal- ein og sjálf eins og sagt var í fréttum - er mjög sterkur karakter og enginn þarf að segja mér að hún njóti ekki stuðnings við þetta úr öllum áttum. Til þess er líka full ástæða. Allan stuðning sem hægt var að veita hefur hún fengið og nú hafa kvennasamtök í Jemen tekið hana og mál hennar upp á arma sér svo vonandi á hún eðlilegt líf fyrir höndum.
En því er heldur ekki að neita að svona gerist í Jemen og þegar ég hrærist daglega innan um fjölskyldur sem eiga verulega um sárt að binda hættir manni til að verða samdauna því- og stundum læðist óneitanlega að manni sá grunur að svona mál séu sviðsett.
Ég hef ekki fengið staðfest hvort svo var um þetta mál en þar sem telpan hefur fengið lögfræðiaðstoð án fyrirstöðu er ljóst að hennar mál verður til lykta leitt með farsælum hætti og má gleðjast yfir því.
En stundum skilja menn á Vesturlöndum heldur ekki og kannski ekki von- hvað fátækt og vanþekking, takmarkalaus skortur og eymd, sjúkleiki og brenglun getur leitt fólk út í.
Í Jemen þekkist að stúlkur séu neyddar í hjónaband 15 ára gamlar og stundum er samið um ráðahag þegar stúlkurnar eru yngri. Þið megið ekki misskilja neitt. Það er ekki af mannvonsku. En hverra kosta á fólk völ? Þegar enga vinnu er að hafa, það á ekki mat og þá meina ég í bókstaflegum skilningi og ekki er neitt betra sem við tekur?
Í kjölfar þessa hefur verið settur mikill þrýstingur á þingmenn á jemenska þinginu að sett verði lög sem banna slíkt. Það getur vel verið að það fái hljómgrunn og við skulum vona að svo verði.
Eitt af ráðunum til að koma í veg fyrir svona er að bæta hag stúlkna með því að leyfa þeim að njóta skólagöngu og það er einmitt það sem íslensku styrktarmennirnir eru að gera og ég fæ seint fullþakkað allan stuðning sem ég og mín samtök hafa fengið frá ykkur.
Vegna þess að ég veit að ég á ykkur að, gat ég til dæmis leyft mér að segja móður ellefu ára telpu sem kom til mín um daginn og sagðist eiga von á peningum þegar telpan yrði 15 ára frá biðli hennar, að ég mundi frekar reyna að fá einhverja stuðningsmenn til að greiða þá upphæð svo stúlkan gæti haldið áfram í skóla eins og hennar hugur stendur til.
Móðirin féllst á þetta og ákvað að bíða en sagðist eiga í erfiðleikum með föður dóttur sinnar sem væri sjúklingur og þarf dýra læknismeðferð. Þar sem ég þekki til hörmulegra aðstæðna þeirra endaði með því að ég féllst á að borga læknishjálp næstu þrjá mánuði og að hún gæti komið í miðstöðina og fengið matarskammta fyrir fjölskylduna um ótiltekinn tíma.
Svona er þetta nú og við vitum að barnabrúðir eru ekki aðeins hér í Jemen heldur líka í mörgum öðrum fátækum löndum.
Sú hjálp sem þið veitið gefur börnunum óskaplega mikinn stuðning því vitanlega reynum við eftir föngum að halda uppi áróðri um að þau standi á sínu og láti okkur vita hér í stöðinni ef þau heyra af slíku og það hafa þau mörg gert og við höfum þá reynt að bregðast við. Samt verðum við líka að vera gætin því annars taka foreldrarnir börnin úr skólanum og senda þau út að betla - eða í annað verra- og öll fjölskyldan er í því. Vegna þess hún á ekki í mörgum tilvikum um NEITT að velja.
Ég hef líka sagt foreldrum og börnum að þið stefnið að því að bæta aðstöðuna okkar og hjálpa til að kaupa stærra húsnæði sem gæti gagnast enn fleirum og það vekur með þeim eftirvæntingu og fögnuð. Einnig hefur fullorðinsfræðslan leitt til þess að nú eru nokkrar konurnar í henni búnar að stofna örlítil fyrirtæki og fá aðstöðu hér hjá okkur til að vinna ef sú aðstaða er ekki fyrir hendi heima - og það er hún sjaldnast."
Þetta er úrdráttur úr bréfi Nouriu og ég er mjög fegin að ég hafði samband við hana því svona fréttir skyldi maður aldrei gleypa hráar heldur íhuga fleiri hliðar þeirra.
Fyrst og áður en lengra er haldið: þakka þeim ótal, ótal mörgu sem sendu mér bréf vegna jemensku stúlkunnar sem var í fréttum í vikunni.
Mér fannst ekki stætt á öðru en athuga málið eftir að þessi frétt kom: að 8 ára stúlka í Jemen hefði fengið skilnað frá eiginmanni sínum þrítugum en faðir hennar hefði selt hana í hjónaband.
Margir höfðu samband vegna þessa sem skiljanlegt er.
Þess vegna talaði ég við Nouriu og bað hana að athuga hvernig í málinu lægi:
Hennar svar var m.a.
"Það er ekki við því að búast að fólk sem þekkir ekki jemenskt samfélag geti botnað í máli af þessu tagi.
Í fyrsta lagi vil ég þó taka fram að 8 ára stúlka sem fer í réttarsal- ein og sjálf eins og sagt var í fréttum - er mjög sterkur karakter og enginn þarf að segja mér að hún njóti ekki stuðnings við þetta úr öllum áttum. Til þess er líka full ástæða. Allan stuðning sem hægt var að veita hefur hún fengið og nú hafa kvennasamtök í Jemen tekið hana og mál hennar upp á arma sér svo vonandi á hún eðlilegt líf fyrir höndum.
En því er heldur ekki að neita að svona gerist í Jemen og þegar ég hrærist daglega innan um fjölskyldur sem eiga verulega um sárt að binda hættir manni til að verða samdauna því- og stundum læðist óneitanlega að manni sá grunur að svona mál séu sviðsett.
Ég hef ekki fengið staðfest hvort svo var um þetta mál en þar sem telpan hefur fengið lögfræðiaðstoð án fyrirstöðu er ljóst að hennar mál verður til lykta leitt með farsælum hætti og má gleðjast yfir því.
En stundum skilja menn á Vesturlöndum heldur ekki og kannski ekki von- hvað fátækt og vanþekking, takmarkalaus skortur og eymd, sjúkleiki og brenglun getur leitt fólk út í.
Í Jemen þekkist að stúlkur séu neyddar í hjónaband 15 ára gamlar og stundum er samið um ráðahag þegar stúlkurnar eru yngri. Þið megið ekki misskilja neitt. Það er ekki af mannvonsku. En hverra kosta á fólk völ? Þegar enga vinnu er að hafa, það á ekki mat og þá meina ég í bókstaflegum skilningi og ekki er neitt betra sem við tekur?
Í kjölfar þessa hefur verið settur mikill þrýstingur á þingmenn á jemenska þinginu að sett verði lög sem banna slíkt. Það getur vel verið að það fái hljómgrunn og við skulum vona að svo verði.
Eitt af ráðunum til að koma í veg fyrir svona er að bæta hag stúlkna með því að leyfa þeim að njóta skólagöngu og það er einmitt það sem íslensku styrktarmennirnir eru að gera og ég fæ seint fullþakkað allan stuðning sem ég og mín samtök hafa fengið frá ykkur.
Vegna þess að ég veit að ég á ykkur að, gat ég til dæmis leyft mér að segja móður ellefu ára telpu sem kom til mín um daginn og sagðist eiga von á peningum þegar telpan yrði 15 ára frá biðli hennar, að ég mundi frekar reyna að fá einhverja stuðningsmenn til að greiða þá upphæð svo stúlkan gæti haldið áfram í skóla eins og hennar hugur stendur til.
Móðirin féllst á þetta og ákvað að bíða en sagðist eiga í erfiðleikum með föður dóttur sinnar sem væri sjúklingur og þarf dýra læknismeðferð. Þar sem ég þekki til hörmulegra aðstæðna þeirra endaði með því að ég féllst á að borga læknishjálp næstu þrjá mánuði og að hún gæti komið í miðstöðina og fengið matarskammta fyrir fjölskylduna um ótiltekinn tíma.
Svona er þetta nú og við vitum að barnabrúðir eru ekki aðeins hér í Jemen heldur líka í mörgum öðrum fátækum löndum.
Sú hjálp sem þið veitið gefur börnunum óskaplega mikinn stuðning því vitanlega reynum við eftir föngum að halda uppi áróðri um að þau standi á sínu og láti okkur vita hér í stöðinni ef þau heyra af slíku og það hafa þau mörg gert og við höfum þá reynt að bregðast við. Samt verðum við líka að vera gætin því annars taka foreldrarnir börnin úr skólanum og senda þau út að betla - eða í annað verra- og öll fjölskyldan er í því. Vegna þess hún á ekki í mörgum tilvikum um NEITT að velja.
Ég hef líka sagt foreldrum og börnum að þið stefnið að því að bæta aðstöðuna okkar og hjálpa til að kaupa stærra húsnæði sem gæti gagnast enn fleirum og það vekur með þeim eftirvæntingu og fögnuð. Einnig hefur fullorðinsfræðslan leitt til þess að nú eru nokkrar konurnar í henni búnar að stofna örlítil fyrirtæki og fá aðstöðu hér hjá okkur til að vinna ef sú aðstaða er ekki fyrir hendi heima - og það er hún sjaldnast."
Þetta er úrdráttur úr bréfi Nouriu og ég er mjög fegin að ég hafði samband við hana því svona fréttir skyldi maður aldrei gleypa hráar heldur íhuga fleiri hliðar þeirra.
Thursday, April 17, 2008
Áríðandi tilkynning til Jemenfara í apríl og afmælisfagnaður frumburðarins
Góðan daginn
Jemen/Jórdaníufarar í fyrri ferð hafa haft samband og vilja nú senn fá sín ferðagögn.
Málið er: Ég er að bíða eftir að fá ljósritin af vegabréfsáritunum okkar, hvers og eins. Hef fengið númerin fyrir hópinn, svo áritunin er tilbúin og því er bara dagaspursmál um hvenær þetta kemur og þá hef ég samband og við reynum að hittast fljótlega upp úr helginni.
Fjórir Jemen/Jórdaníufarar ætla einnig til Libíu og komust ekki á fundinn sl. laugardag en fá áætlun afhenta samtímis Jemenmiðum og því öllu saman. Svo er fyrsta greiðsla til Líbíu 1.maí. Vinsamlegast standið í skilum. Verð þá í Jemen og get ekki athugað hverjir borga skilvíslega en þetta verður allt að vera klárt og kvitt, ekki síst nú á þessum síðustu tímum þegar allt er á fleygiferð og í rugli með gengi gjaldmiðla.
Bið þá Líbíufara sem ákváðu sig á fundinum - og ekki hafa greitt staðfestingargjald að gera það. Ég er að klára að ganga frá bókunum svo það verður að vera á hreinu.
Tveir komast í Sýrlandsferð í september. Hafa samband við mig sem allra allra fyrst.
Vona að sem flestir fái fréttabréf í pósti í dag eða á morgun.
Þá fer ég á sumardaginn fyrsta að taka á móti fjármunum þeim sem söfnuðust í barnaskóla Hjallastefnunnar og vinaskóli YERO söfnuðu á basarnum sínum og er upphæðin enn að hækka og komin í 620 þús. kr. sem er náttúrlega einstakur árangur.
Í fyrramálið er ég svo með fyrirlestur í Kennaraháskólanum um konur og trú í múslimalöndum. Þetta er held ég þriðja eða fjórða árið í röð sem Sólveig Karvelsdóttir fær mig í þetta og er venjulega afskaplega skemmtilegt.
Ég var í fjölmennum afmælisfagnaði frumburðar míns og Vimafélaga, Elísabetar, í gærkvöldi og var það vel heppnað og mikil kátína. Ræðuhöld, furðulegar uppákomur og margt fleira ásamt góðum og notalegum veitingum. Það er sniðugt að vera í blóma lífsins - ef guð lofar altso- og eiga allt í einu dóttur sem er komin hér með á sextugsaldur.
Annars var það yngsta dóttir mín, Kolbrá, og væntanlegur Jemen/Jórdaníufari nú í apr/maí sem sló í gegn í gærkvöldi með makalaust flottri ræðu um afmælisbarnið svo salurinn lá í krampa af hlátri og aðdáun. Á eftir afmælisbarninu Elísabetu var hún tvímælalaust stjarna kvöldsins. Upp með mér af því.
Ekki meira í bili.
Jemen/Jórdaníufarar í fyrri ferð hafa haft samband og vilja nú senn fá sín ferðagögn.
Málið er: Ég er að bíða eftir að fá ljósritin af vegabréfsáritunum okkar, hvers og eins. Hef fengið númerin fyrir hópinn, svo áritunin er tilbúin og því er bara dagaspursmál um hvenær þetta kemur og þá hef ég samband og við reynum að hittast fljótlega upp úr helginni.
Fjórir Jemen/Jórdaníufarar ætla einnig til Libíu og komust ekki á fundinn sl. laugardag en fá áætlun afhenta samtímis Jemenmiðum og því öllu saman. Svo er fyrsta greiðsla til Líbíu 1.maí. Vinsamlegast standið í skilum. Verð þá í Jemen og get ekki athugað hverjir borga skilvíslega en þetta verður allt að vera klárt og kvitt, ekki síst nú á þessum síðustu tímum þegar allt er á fleygiferð og í rugli með gengi gjaldmiðla.
Bið þá Líbíufara sem ákváðu sig á fundinum - og ekki hafa greitt staðfestingargjald að gera það. Ég er að klára að ganga frá bókunum svo það verður að vera á hreinu.
Tveir komast í Sýrlandsferð í september. Hafa samband við mig sem allra allra fyrst.
Vona að sem flestir fái fréttabréf í pósti í dag eða á morgun.
Þá fer ég á sumardaginn fyrsta að taka á móti fjármunum þeim sem söfnuðust í barnaskóla Hjallastefnunnar og vinaskóli YERO söfnuðu á basarnum sínum og er upphæðin enn að hækka og komin í 620 þús. kr. sem er náttúrlega einstakur árangur.
Í fyrramálið er ég svo með fyrirlestur í Kennaraháskólanum um konur og trú í múslimalöndum. Þetta er held ég þriðja eða fjórða árið í röð sem Sólveig Karvelsdóttir fær mig í þetta og er venjulega afskaplega skemmtilegt.
Ég var í fjölmennum afmælisfagnaði frumburðar míns og Vimafélaga, Elísabetar, í gærkvöldi og var það vel heppnað og mikil kátína. Ræðuhöld, furðulegar uppákomur og margt fleira ásamt góðum og notalegum veitingum. Það er sniðugt að vera í blóma lífsins - ef guð lofar altso- og eiga allt í einu dóttur sem er komin hér með á sextugsaldur.
Annars var það yngsta dóttir mín, Kolbrá, og væntanlegur Jemen/Jórdaníufari nú í apr/maí sem sló í gegn í gærkvöldi með makalaust flottri ræðu um afmælisbarnið svo salurinn lá í krampa af hlátri og aðdáun. Á eftir afmælisbarninu Elísabetu var hún tvímælalaust stjarna kvöldsins. Upp með mér af því.
Ekki meira í bili.
Tuesday, April 15, 2008
Fréttabréf í vikunni- litli aðgerðarhópurinn með fund í morgun
Sælt veri fólk
Nýjasta fréttabréfið er tilbúið og við setjum það í póst í fyrramálið. Fullt af góðu efni sem ég vona að menn kynni sér vel og rækilega.
Aðalfundur VIMA verður 26.apr. kl. 14 e.h. í Kornhlöðunni eins og þar kemur fram. Eftir aðalfundarstörf mun Rannveig Guðmundsdóttir fv. alþingismaður og VIMA félagi segja frá störfum og áformum aðgerðarhópsins okkar um nýja YERO byggingu í Jemen og er þar margt fýsilegt að frétta.
Við vorum einmitt með fund í morgun, þ.e. litli aðgerðarhópurinn eða framkvæmdastjórnin eða hvað sem við viljum nú titla okkur og þar komu fram ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem Rannveig kynnir væntanlega á aðalfundinum og eykur möguleikana á að þessi bygging okkar verði að veruleika.
Hvet menn eindregið til að mæta þar og nýir félagar og gestir eru margvelkomnir.
Endilega gera upp félagsgjöld, sjáið reikningsnúmerið á Hentug reikningsnúmer og þar kemur fram hvar á að greiða VIMA félagsgjöldin.
Ég vil líka biðja menn að skrá sig í ferðir 2009 þótt það sé kannski gert með fyrirvara og/eða spurningamerki því nauðsynlegt er fyrir mig að hafa hugmynd um hverjir eru á ferðaskóm fyrir það ár.
Mín reynsla er sú, nú orðið, að fólk planar ferðir fram í tímann í auknum mæli og það tryggir einnig að ég þurfi ekki að vísa fólki frá. Nú eða hætta við ferðir.
Það var að berast inn á byggingarsjóðinn hálfrar milljón króna gjöf og hjartkærar þakkir fyrir það. Er ekki viss um hvort viðkomandi vill láta nafns síns getið.
Þegar Hjallaskóli hefur lagt inn upphæðina sem kom inn á basarnum erum við komin með rúmlega 8 milljónir í sjóðinn. Flott það en við þurfum að ná amk 25 milljónum alls.
Minni á reikningsnúmerið 1151 15 551212 og kt 1402403979.
Einnig hafa safnast sem svarar um 2 þús. dollarar frá styrktarmönnum og öðrum góðviljuðum sem ég afhendi Nouriu í fyrri ferðinni.
Í fyrri Jemenferðinni okkar verður 100.gestur VIMA til Jemen og af því tilefni hefur forstjórinn okkar í Sanaa ákveðið sérstakan glaðning fyrir hópinn.
Ég hef ekki fengið margar fyrirspurnir um gjafa eða minningarkortin okkar upp á síðkastið en sannleikurinn er óumdeilanlega sá að þar hefur samt drjúg upphæð safnast.
Þá barst bréf frá góðum VIMA félaga þar sem minnt er á afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fv. forseta sem er í dag.
Gjafakortin okkar eru tilvalin ef menn vilja senda henni kort. Gjöra svo vel og hafa bara samband og ég kem þeim áleiðis.
EGYPTALANDSFARAR MUNI MYNDAKVÖLDIÐ N.K FÖSTUDAG KL 18
Nýjasta fréttabréfið er tilbúið og við setjum það í póst í fyrramálið. Fullt af góðu efni sem ég vona að menn kynni sér vel og rækilega.
Aðalfundur VIMA verður 26.apr. kl. 14 e.h. í Kornhlöðunni eins og þar kemur fram. Eftir aðalfundarstörf mun Rannveig Guðmundsdóttir fv. alþingismaður og VIMA félagi segja frá störfum og áformum aðgerðarhópsins okkar um nýja YERO byggingu í Jemen og er þar margt fýsilegt að frétta.
Við vorum einmitt með fund í morgun, þ.e. litli aðgerðarhópurinn eða framkvæmdastjórnin eða hvað sem við viljum nú titla okkur og þar komu fram ýmsar skemmtilegar hugmyndir sem Rannveig kynnir væntanlega á aðalfundinum og eykur möguleikana á að þessi bygging okkar verði að veruleika.
Hvet menn eindregið til að mæta þar og nýir félagar og gestir eru margvelkomnir.
Endilega gera upp félagsgjöld, sjáið reikningsnúmerið á Hentug reikningsnúmer og þar kemur fram hvar á að greiða VIMA félagsgjöldin.
Ég vil líka biðja menn að skrá sig í ferðir 2009 þótt það sé kannski gert með fyrirvara og/eða spurningamerki því nauðsynlegt er fyrir mig að hafa hugmynd um hverjir eru á ferðaskóm fyrir það ár.
Mín reynsla er sú, nú orðið, að fólk planar ferðir fram í tímann í auknum mæli og það tryggir einnig að ég þurfi ekki að vísa fólki frá. Nú eða hætta við ferðir.
Það var að berast inn á byggingarsjóðinn hálfrar milljón króna gjöf og hjartkærar þakkir fyrir það. Er ekki viss um hvort viðkomandi vill láta nafns síns getið.
Þegar Hjallaskóli hefur lagt inn upphæðina sem kom inn á basarnum erum við komin með rúmlega 8 milljónir í sjóðinn. Flott það en við þurfum að ná amk 25 milljónum alls.
Minni á reikningsnúmerið 1151 15 551212 og kt 1402403979.
Einnig hafa safnast sem svarar um 2 þús. dollarar frá styrktarmönnum og öðrum góðviljuðum sem ég afhendi Nouriu í fyrri ferðinni.
Í fyrri Jemenferðinni okkar verður 100.gestur VIMA til Jemen og af því tilefni hefur forstjórinn okkar í Sanaa ákveðið sérstakan glaðning fyrir hópinn.
Ég hef ekki fengið margar fyrirspurnir um gjafa eða minningarkortin okkar upp á síðkastið en sannleikurinn er óumdeilanlega sá að þar hefur samt drjúg upphæð safnast.
Þá barst bréf frá góðum VIMA félaga þar sem minnt er á afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fv. forseta sem er í dag.
Gjafakortin okkar eru tilvalin ef menn vilja senda henni kort. Gjöra svo vel og hafa bara samband og ég kem þeim áleiðis.
EGYPTALANDSFARAR MUNI MYNDAKVÖLDIÐ N.K FÖSTUDAG KL 18
Saturday, April 12, 2008
Glæsilegur árangur Hjallaskóla - Líbíufundur tókst með ágætum
Ungur sölumaður í Hjallaskóla athugar innkomuna í kassann
Ég er mjög glöð að geta sagt frá því að Hjallaskóli í Garðabæ- vinaskóli YEROmiðstöðvarinnar okkar í Sanaa- hélt stórmerkilegan basar í dag og allur ágóði rennur í byggingarsjóðinn okkar.
Börnin höfðu gert hvert listaverkið öðru fegurra, þarna voru verk af öllu tagi, batik, silkiverk, tröll og álfar úr máluðum steinum, pokar með óskasteinum, kort sem höfðu verið gerð eftir myndum sem börnin höfðu gert og alls konar skraut þar sem þau skrifuðu á, elskulegar óskir um að börnunum okkar í Jemen farnaðist hið besta.
Og fleira og fleira.
Ekki fór á milli mála að þarna höfðu krakkarnir í Hjallaskóla nýtt sköpunargáfu til hins ítrasta og árangurinn var eftir því.
Við Gulla Pé fórum á staðinn og ég keypti m.a. kort eftir ungan svein, Hauk Árnason, af jemenskum strák í gulum eyðimerkursandi, Gulla fékk sér silkimynd af fiðrildum og báðar festum við auðvitað kaup á poka með óskasteinum. Tekið var fram að óskin mundi því aðeins rætast ef hún væri falleg.
Inn komu um 590 þúsund krónur sem verður að teljast frábært og eiga Hjallaskólabörn og kennarar þeirra sannan heiður skilið fyrir þetta makalaust lofsverða framtak. Það verður gaman að segja krökkunum í miðstöðinni frá þessu og ekki síður reyna að lýsa fyrir þeim hugarfarinu sem að baki býr.
Húrra fyrir þessu.
Svo var Líbíufundurinn haldinn í gamla Stýró í dag og var vel sóttur og komu flestir þeirra sem höfðu tilkynnt sig plús nokkrir mjög velkomnir og áhugasamir til viðbótar.
Við skoðuðum diskinn, fórum yfir áætlun og spjölluðum um praktísk mál og svo gerðu menn sér gott af sætindum frá Íran og skoluðu þeim niður með te og kaffi.
Fáeinir gerðu athugasemdir við í hvora ferð þeim hafði verið raðað og verður ekki vandamál að kippa því í liðinn.
Gulla veifaði tölvumúsunum og hefur nú selt fyrir um 40 þús. reiknast mér til og allt hefur runnið í Fatímusjóð.
Þá sagðist Edda ætla að sauma sérstök peningaveski fyrir ferðina og var þeim vel tekið og hún skrifaði niður pantanir og má líka senda mér beiðnir og ég kem þeim til Eddu sem afgreiðir þær snöfurlega. Það sem þannig kemur inn rennur einnig í byggingarsjóðinn. Er þeim rausnarkonum Gullu og Eddu þakkað virktavel.
Minni svo Egyptalandsfara á myndakvöldið 18. apr. Gestir eru velkomnir en ég verð að vita um þá til að geta sagt þeim á Litlubrekku eins nákvæmlega og hægt er hversu mörg við verðum.
Þá hittist "aðgerðarhópurinn" á þriðjudag og fer yfir næstu skref í fjáröflun.
Friday, April 11, 2008
Hverjir hafa oftast farið hvert?-Líbíufundur -munið hann á morgun
Horft yfir Damaskus
Mynd MHA
Munið Líbíufund á morgun, mín alúðlegu, kl 15,30 í gamla Stýró við Öldugötu.
Munið að basar Hjallaskólans í Garðabæ til styrktar Fatimusjóðs er á morgun kl. 11-13
Að svo mæltu. Hvert hafa flestir VIMA félagar farið? Mér fannst tímabært að búa til eins og einn lista þar um til fróðleiks og skemmtunar. Nú er hann kannski ekki fullkomlega marktækur þar sem sum löndin hafa verið skemur í boði og þar á eftir að bætast við ef guð lofar.
1.SÝRLAND- sex ferðir=162 (þegar við höfðum Líbanon með fóru þangað 97)
(þegar við höfum haft Jórdaníu með Sýrlandi 61)
2.Íran - fjórar ferðir = 85
3. Jemen fjórar ferðir = 80 (Jórdanía er "með"land og þangað því 80)
4. Egyptaland- tvær ferðir= 60
5. Óman- tvær ferðir = 50
6. Kákasus - ein ferð= 24
Samtals um 460
Í vor bætast svo við um 43 til Jemen sem stekkur þá upp í annað sæti
Í haust bætast svo við um 23 til Sýrlands
Í haust bætast svo við um 40 til Líbíu
Fróðlegt væri að kanna hvernig stjörnumerkjamálið stendur núna. Geri vísindalega úttekt á því eftir Jemenferðirnar í apríl og maí.
Sjáumst á morgun kl. 15,30. Nóg af hnetum, súkkulaði og kökum frá Íran. Velkomið að taka gesti með.
Thursday, April 10, 2008
Senn líður að Jemenmiðaafhendingu- munið Líbíu á laugardag
Mynd HB
Hér er mynd af okkar einstaklega ljúfa og svipfallega Íransbílstjóra, Mohammed í ferðinni okkar á dögunum og raunar í öllum ferðunum fjórum til þess lands.
Hann lét senda til mín imeil á dögunum þar sem hann bað fyrir kveðjur og sagðist hlakka til að fá næsta hóp "því íslensku hóparnir eru allra kurteisastir og vinalegastir." Þar höfum við það og ekki slæmur vitnisburður.
Hann er fæddur 22.okt, þ.e. sporðdreki.
Mynd JK
Það líður senn að því að Jemen/Jórdaníufarar í fyrri ferð fái sína miða. Er að hinkra eftir RJ miðunum en að öðru leyti er allt klappað og klárt. Þá sendi ég email á þá sem eru í fyrri ferðina og bið ALLA að sækja sína miða eða senda amk einhvern fyrir sig.
Þakka þeim kærlega sem hafa lagt inn á Fatimureikning og einhverjir gætu svo sem bæst við fram að brottför. Læt svo Nouriu hafa peningana þegar við komum á svæðið þar sem ég treysti henni vel til að verja þeim á réttan hátt. Reikn. 1151 15 551212Gafst mjög vel þegar menn sendu áfram upplýsingar um sjóðinn til vina og kunningja og kom drjúgur slatti í sjóðinn. Haldið því endilega áfram.
Mig langar að minna fólk á Líbíufund á laugardag í gamla Stýró við Öldugötu, kl. 15,30 og bið menn að vera stundvísa. Nokkrir áhugasamir en óákveðnir eru margvelkomnir og geta kíkt á áætlun og gætt sér á írönskum sætindum. Þar hef ég raðað niður í ferðirnar tvær og get bætt 2 við í báðar ferðir.
EKKI GLEYMA þessu
Egyptalandsfarar hafa allir svarað nema Hallfríður. Ef hún sér þetta bið ég hana að láta vita snarlega því ég þarf að láta Litlubrekku vita um þátttöku. Örnólfur og Anita koma brunandi að norðan til að vera með okkur, óljóst með Sigurð, gæti verið að hann þyrfti að vinna.
Nokkrar tölvumúsamottur eru óseldar. Getið pantað þær hjá mér því Gulla er ekki í vinnu í dag. Hef orð Guðrúnar Sesselju( sem fékk sér tvær) fyrir því að þær séu mestu gæðagripir. Allur ágóði rennur í Fatimusjóðinn.
Monday, April 7, 2008
Nokkrir geta bæst við í Líbíu -
Fékk nokkrar fyrirspurnir um helgina hvort Líbíuferðir væru alskipaðar. Þær eru það svona nokkurn veginn en hvatti áhugasama sem vilja athuga málið til að mæta á fundinn 12.apr. í gamla Stýró við Öldugötu kl hálf fjögur og við getum athugað málið.
Hef raðað hópunum niður og vona að það raskist ekki að neinu ráði. Sá fyrri færi út 9.okt og hinn seinni 25.okt.
Á von á miðum í fyrri Jemen/Jórdaníuferð fljótlega og læt þá vita. Allir verða að mæta og sækja sína miða og ferðagögn, auk þess eru sjálfsagt einhverjar spurningar sem brenna á fólki.
Seinni Jemenferðin er líka orðin vel skipuð og þarf ekki að hækka hana. Einn ferðafélaginn tók sig til og útvegaði snarlega fjóra til viðbótar og þar með erum við harla vel stödd.
Ég las í blöðum í morgun að Össur iðnaðarráðherra og fleiri orkumenn hefðu verið að undirrita samning í Jemen um jarðhitarannsóknir og fannst það jákvætt og gæti augljóslega skapað störf og athafnir sem gætu orðið til góðs fyrir þetta illa stadda land.
Hafði samband við Nouriu og lét hana vita um styrktarmenn barna í fyrri hópnum og hún hóar þeim vonandi saman. Auk þess langar hana að börnin verði með einhver skemmtiatriði fyrir hópinn og fullorðinsfræðslukonurnar munu hafa ýmsa muni á boðstólum til að styrkja starfið.
Þakka enn og aftur fyrir þeim sem hafa lagt inn á byggingarsjóðinn okkar.(númerið er 1151 15 551212 og kt 1402403979) Hann hefur nú mjakast yfir 7 milljónir. Auk þess er skemmtilegt að krakkarnir í Hjallaskóla í Garðabæ ætla að efna til basarsins síns þann 12.apr. og gefa þá allan ágóðann til sjóðsins.
Friday, April 4, 2008
Margir sendu bréf áfram og þakka fyrir það
Mynd JK
Litla skottið sem Guðbjörg og Guðmundur á Selfossi styrkja
Sælt veri fólkið
Það er notalegt frá því að segja að allmargir urðu við þeirri beiðni um að senda bréf áfram og hver og einn sem lagði inn á 1151-15- 551212, kt. 1402403979 fær bestu þakkir fyrir það. Endilega halda þessu áfram ef þið vilduð vera svo væn.
Þeir sem fara í fyrri ferðina til Jemen/Jórdaníu 28.apr. n.k. hafa nokkrir lagt inn á reikninginn því ég tel ekki sanngjarnt að sumir krakkanna fái gjafir og aðrir ekki og því langbest að safna því saman sem inn kemur og láta Nouriu ráðstafa því.
Vantar nokkur svör frá Egyptalandsförum varðandi þátttöku á myndakvöldið 18.apríl, bið ykkur að láta vita hið skjótasta.
Gulla pé á enn nokkrar músamottur og sömuleiðis er ég með pínudúka með persnesku munstri. Þetta má panta hjá mér eða Gullu, gudlaug.petursdottir@or.is
Aðalfundurinn okkar verður væntanlega 26.apríl. Meira um það seinna.
Fundurinn hjá Oddfellowkonum á Akranesi var hinn fjörugasti og þar mættu um 140 kátar Skagakonur og virtust hafa hinn mesta áhuga á Jemenverkefninu okkar. Kannski kemur eitthvað út úr því.
Ef guð lofar
Enn hafa ekki allir Sýrlandsfarar gert upp apríl. Þætti vænt um að þið kipptuð því í liðinn.
Wednesday, April 2, 2008
Líbíufarar hittist 12.apríl
Frá Ghadames í Líbíu
Góðan daginn
Þá hefur dagsetning verið ákveðin fyrir Líbíufara til skrafs og ráðagerða, kl. 15,30 12 apríl í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu.
Við förum yfir áætlunina sem gæti þó tekið smávægilegum breytingum, svo og sirka brottfarardaga og þess háttar. Ég bið alla að mæta stundvíslega því ég hef ekki húsnæðið nema í röskan klukkutíma.Þar sem nokkrir hafa fallið út eða ekki látið mig vita né greitt staðfestingargjald geta örfáir bæst við. Ákveðnar eru tvær ferðir. Svo maulum við íranskar kökur og súkkulaði sem ég keypti í Íran og drekkum te eða kaffi.
Vil vekja athygli á basar Hjallastefnunnar fyrr þennan dag - nánar auglýst síðar - þar sem krakkarnir hafa gert ýmsa muni og góða gripi og allur ágóði rennur í Fatimubyggingarstjóðinn okkar.
Gulla pé hefur fengið tölvumotturnar og selur nú ábyggilega eins og vitlaus manneskja og allt í byggingarsjóðinn.
Kvennaaðgerðarhópurinn mun hittast um miðjan apríl því við þurfum að taka verulega á ef draumur okkar - sem er ekki draumur heldur raunsær möguleiki á að verða að veruleika - að kaupa stærra og betra húsnæði fyrir YERO krakkana okkar.
Því bið ég ykkur að senda þetta á amk þrjá sem þið þekkið og haldið að vilji leggja okkur lið. Reikningsnúmerið er 1151 15 551212 og kt. 1402403979. Öll framlög þakksamlega þegin.
Má ég ekki treysta því?
Ég hef sent Egyptalandsförum bréf um myndakvöld og vona að sem ALLRA flestir sjái sér fært að mæta.
Þakka þeim Sýrlands og Jemenförum sem hafa lagt inn á ferðir. Þó nokkra vantar og ekki bíða með það. Ég stend á haus að senda út greiðslur.
Í kvöld skrepp ég svo upp á Akranes að tala yfir Oddfellowkonum. Hlakka til þess.
Subscribe to:
Posts (Atom)