Goda kvoldid
Vid komum um hadegid hingad til Salalah i sudur Oman og hofudborg Dhofarheradsins.
Flestir sitja uti a verond og baeta a sig krasum undir fullu tungli og oldunid. Einar hefur thegar farid med kvedskap og Hinrik hefur reynst andrikur og thennan kvedskap set eg inn a siduna a morgun.
Eftir ad vid tjekkudum inn a Hilton var smahle og sidan skodun inn i borg thar sem banana og mango vaxa i breidum og kokoshnetupalmar sveiflast i blaenum. Vid forum a mirrumarkad og a Baladisafnid sem er glaenytt, einstaklega fallegt safn og segir sogu thessa svaedis i mali og myndum. Their eru snjallir ad gera sofn spennandi Omanir.
A morgun munum vid vitja risans og maedumannsins Jobs, fara a gullmarkad og skoda mirrutre og ut til Mugsayl en seinni hlutanum aetlum vid ad verja her i leti og iomennsku a thessu fimm stjornu hoteli okkar.
Thad hefur allt gengid ad oskum sidan eg setti pistil sidast. Siglingin i Musandam var hreinasta aevintyri og menn stungu ser i graenan sjo og kofudu eda gerdu eins og Sigrun Sig sem let sig fljota i andaktugri hugleidslu.
Eilifudr vard fyrir tvi ad tyna attavitanum og hitamaelinum en ur tvi hefur verid baett
I gaerkvoldi foirum vid a nytt tjodminjasafn i Muskat sem er med theim skemmtilegri sem eg hef sed og landrekskenningin lifnadi thar svo allir voru gagnteknir. Svo var smaverslunarleidangur og gerdu ymsir god og falleg kaup.
Thar sem mer er bodid i heimsokn til omanskra vina get eg ekki skrifad meira i bili en laet fra mer heyra a morgun.
Allir eru gladir og hressir og bidja fyrir kaerar kvedjur.
Sunday, October 28, 2007
Thursday, October 25, 2007
Med einkaflugvel til Musandam
Byd ykkur ollum gott kvold
Thetta hefur verid finn dagur sem hofst a tvi ad fyrir einhver mistok voru allar bokanir a flugid til Khasab thurrkadar ut og tvi la nokkurn veginn i augum uppi ad vid kaemumst ekki. En Ruedi forstjori linnti ekki latum og taladi vid milljon manns a vellinum medan vid satum a kaffihusi a flugvellinum og nutum veitinga i hans bodi. Lengi vel gerdist ekkert. En vid gafum ekki upp alla von og allra sist Ruedi og audvitad endadi med tvi ad vid flugum i serstakri vel til Khasab eftir nokkra bid. Vid fundum oneitanlega dalitid til okkar ad heil flugvel vaeri logd undir okkur thott thad saemi vissulega hefdarfolkinu.
Thegar hingad kom tok vid jeppaferd um nakin og storkostleg fjoll Musandam og gripu nokkrir odru hverju anda a lofti ekki adeins vegna mikilleika fjallanna heldur redi thar ekki sidur lofthraedsla. Thetta var mognud ferd.
Nu erum vid komin a hotelid, allir gladir og bidja fyrir bestu kvedjur.
Siglingin verdur i fyrramalid og er tilhlokkunarefni ad sigla um thessa einstoku firdi.
Vel a minnst vedrid er blitt sem fyrr en for tho nidur i 23 stig thegar vid vorum komin i 1600 m haed.
Hafid endilega hugfast ad vid naum ekki GSM sambandi svo thad er ekki af raektarleysi ad folk hefur ekki hringt. Gjora svo vel og muna thad var mer sagt ad segja.
Inga og Jodis hafa thegar i stad stungid ser til sunds i lauginni, Kristin er ad athuga med a hringja heim, adrir eru vaentanlega ad skola af ser ykid a godum herbergjum.
Nu er klukkan half sjo - 4ra tima munur- og svo hittumst vid eftir sona klukkutima og bordum uti i blidunni.
Eg mun koma kvedjum til skila i kvold og bid ykkur endilega ad skrifa inn a dalkinn einkum og ser i lagi thar sem folk naer ekki simasambandi.
Thetta hefur verid finn dagur sem hofst a tvi ad fyrir einhver mistok voru allar bokanir a flugid til Khasab thurrkadar ut og tvi la nokkurn veginn i augum uppi ad vid kaemumst ekki. En Ruedi forstjori linnti ekki latum og taladi vid milljon manns a vellinum medan vid satum a kaffihusi a flugvellinum og nutum veitinga i hans bodi. Lengi vel gerdist ekkert. En vid gafum ekki upp alla von og allra sist Ruedi og audvitad endadi med tvi ad vid flugum i serstakri vel til Khasab eftir nokkra bid. Vid fundum oneitanlega dalitid til okkar ad heil flugvel vaeri logd undir okkur thott thad saemi vissulega hefdarfolkinu.
Thegar hingad kom tok vid jeppaferd um nakin og storkostleg fjoll Musandam og gripu nokkrir odru hverju anda a lofti ekki adeins vegna mikilleika fjallanna heldur redi thar ekki sidur lofthraedsla. Thetta var mognud ferd.
Nu erum vid komin a hotelid, allir gladir og bidja fyrir bestu kvedjur.
Siglingin verdur i fyrramalid og er tilhlokkunarefni ad sigla um thessa einstoku firdi.
Vel a minnst vedrid er blitt sem fyrr en for tho nidur i 23 stig thegar vid vorum komin i 1600 m haed.
Hafid endilega hugfast ad vid naum ekki GSM sambandi svo thad er ekki af raektarleysi ad folk hefur ekki hringt. Gjora svo vel og muna thad var mer sagt ad segja.
Inga og Jodis hafa thegar i stad stungid ser til sunds i lauginni, Kristin er ad athuga med a hringja heim, adrir eru vaentanlega ad skola af ser ykid a godum herbergjum.
Nu er klukkan half sjo - 4ra tima munur- og svo hittumst vid eftir sona klukkutima og bordum uti i blidunni.
Eg mun koma kvedjum til skila i kvold og bid ykkur endilega ad skrifa inn a dalkinn einkum og ser i lagi thar sem folk naer ekki simasambandi.
Wednesday, October 24, 2007
Omanfararnir hressir i Muskat
Godan daginn oll
Her med kvedjur fra Omanforum og endilega skrifid kvedjur eda skilabod.
I dag byrjudum vid daginn a blomlegum fiskmarkadi i Muttrah og sidan la leidin i Miklumosku thar hrifust menn mjog af tvi hvad allt er fagurt og vandad og eyddum thar langtum lengri tima en til stod og enginn sa eftir tvi.
Vid skruppum i bokabud og bjorgudum deginum fyrir eigandanum og menn foru ut med kort og baekur i stoflum. Loks var ekid nidur i gomlu gomlu Muskat og litum a holl soldansins og gestahus hans. Svo var farid mefram strondinni undrafogur leid thar sem klettar og haf maetast.
Bordudum hadegisverd a indaelis stad og svo erum vid flest a hotelinu i augnablikinu en einhverjir aetla i bainn og adrir dorma vid sundlaugina.
I gaer voru menn lettvankadir eftir langt flug en himinlifandi yfir fegurdinni sem tok a moti okkur. Renndum i morgunblidunni a hotelid og eg sendi alla i bolid ad hvila sig og eftir nokkurn svefn var svo hadegisverdur adur en vid forum i baejarferd. Hiti var tha 34 stig, ljomandi hreint.
Vid gengum medfram aegissidunni i Muttrah og tritludum adeins a markadinn og skonnudum voruurval og einhverjir plastpokar laeddust ut.
I gaerkvoldi fineris kvoldverdur og allir i solskinsskapi.
Vid hofum gaed sem heitir Abdullah, hann talar fina ensku og er frodur og vinalegur og okkur list hann thekkilegur i hvivetna.
I fyrramalid forum vid flugleidis til Khasab i Musandamm og i dagssiglingu thar sem vid munum svamla i sjonum, skoda firdi og forsogulegar minjar.
Thad bidja allir fyrir kaerar kvedjur og verdi aframhald ferdarinnar jafn lukkulegt er augljost ad allt er i godu standi.
Her med kvedjur fra Omanforum og endilega skrifid kvedjur eda skilabod.
I dag byrjudum vid daginn a blomlegum fiskmarkadi i Muttrah og sidan la leidin i Miklumosku thar hrifust menn mjog af tvi hvad allt er fagurt og vandad og eyddum thar langtum lengri tima en til stod og enginn sa eftir tvi.
Vid skruppum i bokabud og bjorgudum deginum fyrir eigandanum og menn foru ut med kort og baekur i stoflum. Loks var ekid nidur i gomlu gomlu Muskat og litum a holl soldansins og gestahus hans. Svo var farid mefram strondinni undrafogur leid thar sem klettar og haf maetast.
Bordudum hadegisverd a indaelis stad og svo erum vid flest a hotelinu i augnablikinu en einhverjir aetla i bainn og adrir dorma vid sundlaugina.
I gaer voru menn lettvankadir eftir langt flug en himinlifandi yfir fegurdinni sem tok a moti okkur. Renndum i morgunblidunni a hotelid og eg sendi alla i bolid ad hvila sig og eftir nokkurn svefn var svo hadegisverdur adur en vid forum i baejarferd. Hiti var tha 34 stig, ljomandi hreint.
Vid gengum medfram aegissidunni i Muttrah og tritludum adeins a markadinn og skonnudum voruurval og einhverjir plastpokar laeddust ut.
I gaerkvoldi fineris kvoldverdur og allir i solskinsskapi.
Vid hofum gaed sem heitir Abdullah, hann talar fina ensku og er frodur og vinalegur og okkur list hann thekkilegur i hvivetna.
I fyrramalid forum vid flugleidis til Khasab i Musandamm og i dagssiglingu thar sem vid munum svamla i sjonum, skoda firdi og forsogulegar minjar.
Thad bidja allir fyrir kaerar kvedjur og verdi aframhald ferdarinnar jafn lukkulegt er augljost ad allt er i godu standi.
Sunday, October 21, 2007
ÓMANförum bent á að vera í tíma - talið við Gullu
Við Ómanliðið höldum af stað á morgun og ég bið alla félagana að vera komnir í tæka tíð eða eins og talað var um, út á völl. Allir hafa fengið sínar ráðleggingar etc og ég sé ekki ástæðu til að endurtaka þær.
Rífur helmingur hópsins fer í sína fyrstu ferð með VIMAfélögum nú, mig minnir að sá sem í flestar hefur farið sé að fara í áttundu ferðina með okkur. Eða níundu. Og svo er fólk allt þarna á milli.
Allt mál gott.
Verið svo væn að muna eftir að skilja slóð síðunnar eftir hjá ættingjum og vinum. Þá geta þeir fylgst með ferðalaginu og sent kveðjur.
www.johannaferdir.blogspot.com
Ef menn þurfa að senda afmælis, gjafa eða minningarkort verið svo ljúf að tala við Gullu Pé, gudlaug.petursdottir@or.is og hún greiðir ugglaust snarlega úr því.
Þegar nær dregur mánaðamótum minni ég ykkur trúlega á innborganir á ferðir. En með þessum fallegu Ómansnáðum er ekki úr vegi að minna á það blíðlega. Og að taka fram að ég mun strika fumlaust út þá Jemenfara sem ekki hafa látið í sér heyra en höfðu áður upp veruleg hljóð. Þá komast aðrir í staðinn. Ath það.
Friday, October 19, 2007
Libyuáætlun komin í megindráttum
Tuesday, October 16, 2007
Vonast til að setja Líbíu inn á morgun-Ómanfarar tygja sig senn til ferðar -
Hef verið að hinkra eftir endanlegri dagskrá Líbíuferðar á næsta ári og nú segir stjórinn mér að það sé verið að leggja síðustu hönd á hana og vonandi get ég sett hana inn fyrir helgina.
Líbíuferðin er troðin en kannski ekki alveg að marka; man ekki betur en það hafi gerst fyrr og svo detta menn út hver um annan þveran þegar nær dregur og af ýmsum ástæðum. Flestir láta vita, sumir gleyma því.
Skýrast dæmi um það er Kákasuslandaferðin síðusta sem var svo setin að ég hélt að nauðsynlegt yrði að setja inn aðra ferð en endaði í flottum 24ra manna hóp. Enda er það mjög heppileg stærð að ekki sé nú talað um þegar farið er í fyrsta sinn.
Ber að nefna í leiðinni að Kákasuslandaferð er aftur á dagskrá 2009 og mættu menn viðra áhuga sinn, skuldbindingarlaust.
Svo fer Ómanhópurinn senn að ferðbúast. Höldum utan n.k. mánudagsmorgun og frá öllu gengið þar eftir því sem ég best veit. Bið þá að lesa vel leiðbeiningar.
Hvet þá eins og aðra hópa til að skilja slóð síðunnar eftir hjá ættingjum og vinum því ég sendi pistla heim þegar því er við komið. Menn geta því fylgst með okkur og skrifað kveðjur inn á ábendingadálkinn. Það er vinsælt og vel þegið.
Á hinn bóginn sendi ég EKKI tilkynningar um þessa pistla svo menn verða að athuga síðuna að eigin frumkvæði.
Flestir í seinni Jemen/Jórdaníuferð hafa greitt staðfestingargjöld sín. Takk fyrir það. Aftur á móti vantar enn upp á greiðslur frá hópnum í fyrri ferð. Skil það ekki alls kostar. Ef menn eru í vafa - þó allir hafi fengið greiðsluáætlun á sínum tíma- geta þeir haft samband og spurst fyrir ef þeir hafa týnt planinu.
Seinna í dag ætlum við VIMAstjórnarkonur að hittast, fara yfir heimsókn Nouriu á dögunum, undirbúa næsta félagsfund í lok janúar og næsta fréttabréf og renna yfir hópinn sem hefur verið settur á laggirnar til að vinna að húsamálum YERO o.fl.
Minni ykkur enn og aftur á kortin, bæði krakkakortin og gjafa og minningarkort. Þau skila drjúgu í sjóðinn og til dæmis tók fjölskylda ein sig saman um daginn, fékk gjafakort til að gefa vini sínum og lagði inn á Fatimusjóð sem svarar 400 dollara. Þó upphæðir séu oftast lægri safnast þegar saman kemur. Hafa það hugfast, elskuríkast.
Monday, October 15, 2007
Áríðandi tilkynning til Jemen/Jórdaníufara næsta vor
Góðan dag öll
Ég fékk í morgun áríðandi imeil frá stjóra Royal Jordaniansflugfélagsins sem við notum í Jemen/Jordaníuferðum og ég vil endilega skipta við áfram, þeir eru svo vænir og þjónustan góð og elskuleg.
Þeir óska eindregið eftir því að ég staðfesti fjölda í báðar ferðirnar. Eins og ég sagði í pistlinum í gær ætlaði ég að bíða þar til fram í vikuna en svo virðist sem ég verði að láta þá vita fyrr en síðar.
Þeir sem hafa borgað inn á ferðirnar eru í góðum málum og vona þeir klári okt. snarlega. Þátttakendur í seinni ferð borga staðfestingargjöld núna þessa daga en það er þó nokkur hópur sem ég hef EKKERT heyrt frá en veit að er áhugasamur. Þess vegna verð ég að biðja þá sem í hlut eiga að gera það hið fyrsta og koma skilaboðum til þeirra sem þekkja einhverja sem eru að íhuga þetta en hafa ekki staðfest sig.
Því bið ég ykkur Jemen/Jórdaníufarar vænir að láta frá ykkur heyra.
Ég hef þá alveg á hreinu sem eru ákveðnir og eru að borga inn á ferðirnar en of margir hafa ekki athugað hversu langan fyrirvara þarf.
Fargjöld til Jemens sérstaklega eru mjög dýr en þeir hjá RJ gefa okkur gott verð svo ég vil ekki að við klikkum á þessu.
Held ég þurfi ekki að birta nöfn, vil síður gera það. Mun þó senda imeil seinna í dag á nokkra sem hafa ekki enn greitt inn á fyrri ferðina ef ekkert gerist.
Sunday, October 14, 2007
Nouria biður fyrir góðar kveðjur til allra- dýfði sér í Bláa lónið fyrir brottför
Góðan daginn öll.
Nouria fór héðan í gær og þarf ekki að vera fjölorð um það að hún var í áttunda himni yfir heimsókninni.
Sjónvarp tók stutt Kastljóssviðtal við hana sem hlýtur að koma eftir helgi- vegna orkuveitumála og borgarstjórnar síðan- var efni hent út stundum á síðustu stundu. Þið fylgist með því. Einnig var stutt viðtal og mynd í Mbl. á fimmtudag. Fréttablaðið og Stöð 2 virtust ekki hafa áhuga. Eru þar í athyglisverðum félagsskap utanríkisráðherra og menntamálaráðherra.
Þær systur höfðu frjálsan dag á föstudag og gerðu sér lítið fyrir og voru á labbinu í fjóra tíma. Ég hitti þær síðdegis og þær voru léttar og kátar og mjög ánægðar með kvöldið hjá Helgu Kristjánsd. og hennar fjölskyldu í Garðabæ á fimmtudag.
Eins og ég nefndi var hugmyndin að koma við í Bláa lóninu þar sem þær voru með síðdegisflugi til London. Þær Nouria og Gulla steyptu sér í lónið og höfðu hið mesta gaman að. Gulla þyrfti að ýta á Nouriu til að fá hana upp úr Lóninu og styrktist Nouria enn í þeim ásetningi að híngað kæmi hún aftur.
Við Gulla Pét, Þóra Jó, Edda og ég kvöddum þær systur svo með kærleikum á flugvelli og í gærkvöldi hringdu Nouria frá London þegar þangað var komið.
Ég er afar ánægð með veru hennar hér þessa daga og finnst hún eiga eftir að skila sér enn betur.
Hún var ánægð og þakklát og biður fyrir góðar kveðjur og þaö eru margir sem þarna eiga hlut að máli.
Nouria verður í London í augnrannsóknum á næstu vikum. Ramadan er að ljúka og krakkarnir eru að koma aftur í skólann og ágætar konur vinna þar hjá henni svo hún getur um frjálst höfuð strokið- skárra væri annað.
Nokkrir hafa sagt að þeir vildu taka börn en nöfn koma ekki í bráð- þ.e. ekki fyrr en hún kemur heim. En ég hef þá 5-6 niðurskrifaða hjá mér sem hafa gefið sig fram.
Og þó að allir nýju krakkarnir fengju ekki myndir þá sjá addressuna í síðasta pistli ef þið viljið senda myndir sjálf. Krökkunum þykir þetta skemmtilegt. Það er nú
bara svoleiðis.
Síðar á eftir að koma í ljós hvernig gengur með nýtt hús fyrir YERO. Það er allavega komið á stað. Fólk skilur að það er aðkallandi. Mjög góður hópur hefur verið myndaður til að vinna í þessu. Meira um það seinna. En við getum verið ánægð með þetta og endurtek að ég þakka fyrir alls konar og margháttaða aðstoð.
Hvernig er það annars. Hvað með afmæliskortin? Er ekki einhver sem þarf að senda slík???
Og svo eru kortin sem Nouria kom með og krakkarnir gerðu. Upplögð hvort sem er sem tækifæriskort eða jólakort. Hafið samband og ég sendi ykkur þau, 4 stk í pk. á 1000 og 8 stk á 2 þús. Endilega. Við verðum að klára þau fyrr en seinna. Allt rennur þetta í Fatimusjóð og þar með til starfsins.
Augljóst er að með framlögum sem borist hafa- og þá meina ég ekki styrk til krakkanna- heldur aðrar gjafir, m.a fyrir kortin ofl að við munum geta borgað laun 2ja kennara á skólaárinu sem í hönd fer. Það er mikilsvert.
Nouria fór héðan í gær og þarf ekki að vera fjölorð um það að hún var í áttunda himni yfir heimsókninni.
Sjónvarp tók stutt Kastljóssviðtal við hana sem hlýtur að koma eftir helgi- vegna orkuveitumála og borgarstjórnar síðan- var efni hent út stundum á síðustu stundu. Þið fylgist með því. Einnig var stutt viðtal og mynd í Mbl. á fimmtudag. Fréttablaðið og Stöð 2 virtust ekki hafa áhuga. Eru þar í athyglisverðum félagsskap utanríkisráðherra og menntamálaráðherra.
Þær systur höfðu frjálsan dag á föstudag og gerðu sér lítið fyrir og voru á labbinu í fjóra tíma. Ég hitti þær síðdegis og þær voru léttar og kátar og mjög ánægðar með kvöldið hjá Helgu Kristjánsd. og hennar fjölskyldu í Garðabæ á fimmtudag.
Eins og ég nefndi var hugmyndin að koma við í Bláa lóninu þar sem þær voru með síðdegisflugi til London. Þær Nouria og Gulla steyptu sér í lónið og höfðu hið mesta gaman að. Gulla þyrfti að ýta á Nouriu til að fá hana upp úr Lóninu og styrktist Nouria enn í þeim ásetningi að híngað kæmi hún aftur.
Við Gulla Pét, Þóra Jó, Edda og ég kvöddum þær systur svo með kærleikum á flugvelli og í gærkvöldi hringdu Nouria frá London þegar þangað var komið.
Ég er afar ánægð með veru hennar hér þessa daga og finnst hún eiga eftir að skila sér enn betur.
Hún var ánægð og þakklát og biður fyrir góðar kveðjur og þaö eru margir sem þarna eiga hlut að máli.
Nouria verður í London í augnrannsóknum á næstu vikum. Ramadan er að ljúka og krakkarnir eru að koma aftur í skólann og ágætar konur vinna þar hjá henni svo hún getur um frjálst höfuð strokið- skárra væri annað.
Nokkrir hafa sagt að þeir vildu taka börn en nöfn koma ekki í bráð- þ.e. ekki fyrr en hún kemur heim. En ég hef þá 5-6 niðurskrifaða hjá mér sem hafa gefið sig fram.
Og þó að allir nýju krakkarnir fengju ekki myndir þá sjá addressuna í síðasta pistli ef þið viljið senda myndir sjálf. Krökkunum þykir þetta skemmtilegt. Það er nú
bara svoleiðis.
Síðar á eftir að koma í ljós hvernig gengur með nýtt hús fyrir YERO. Það er allavega komið á stað. Fólk skilur að það er aðkallandi. Mjög góður hópur hefur verið myndaður til að vinna í þessu. Meira um það seinna. En við getum verið ánægð með þetta og endurtek að ég þakka fyrir alls konar og margháttaða aðstoð.
Hvernig er það annars. Hvað með afmæliskortin? Er ekki einhver sem þarf að senda slík???
Og svo eru kortin sem Nouria kom með og krakkarnir gerðu. Upplögð hvort sem er sem tækifæriskort eða jólakort. Hafið samband og ég sendi ykkur þau, 4 stk í pk. á 1000 og 8 stk á 2 þús. Endilega. Við verðum að klára þau fyrr en seinna. Allt rennur þetta í Fatimusjóð og þar með til starfsins.
Augljóst er að með framlögum sem borist hafa- og þá meina ég ekki styrk til krakkanna- heldur aðrar gjafir, m.a fyrir kortin ofl að við munum geta borgað laun 2ja kennara á skólaárinu sem í hönd fer. Það er mikilsvert.
Friday, October 12, 2007
Auðvitað er engin skylda að senda mynd, en krökkunum þætti gaman að því
Sæl öll
Á dögunum bað ég styrktarfólk nýju krakkanna okkar að senda til mín myndir af sér og sínum. Krökkunum finnst vænt um að eiga myndir af þeim sem hjálpa þeim.
Ég hef nú sorterað og gengið frá þeim sem hafa borist og þakka fyrir. Allmargir hafa ekki sent myndir. Það nær ekki lengra í þetta sinn og auðvitað getur fólk sent þetta sjálft til YERO ef tími hefur ekki unnist til að ganga frá þeim. Ef þið gerið það munið þá allra alúðlegast að setja númer barnsins með.
Stílið bréfin á Nouriu Nagi( og síðan númer barnsins B ef það er strákur G er um stelpu er að tefla og nafn).
Yemeni Education and Relief Org.
Hadda Street
Near the Technical school
P.o.BOX 4785
Sanaa
Rep. of Yemen
Mér fannst svo upplagt að nota tækifærið og biðja Nouriu fyrir myndirnar.
Þakka öllum kærlega sem hafa sent myndir.
Að öðru: Flestir Ómanfarar hafa borgað tips til innlendra fararstjóra og bílstjóra í ferðinni. Bendi þeim á sem hafa ekki gert það að dollarinn er lágur þessa daga og því hagstætt að klára þetta. Menn ráða þessu sjálfir því allir hafa staðið í skilum. Upphæðin er 130 dollarar.
Tuð er leiðinlegt, ekki bara fyrir ykkur heldur ekki síður mig. Ég hef enga unun af því en samt verð ég að benda Jemenfólki í fyrri ferð á að ég er alveg hætt að skilja af hverju fólk lætur undir höfuð leggjast að greiða. Sumir hafa ekki einu sinni borgað staðfestingargreiðslu og ekki margir októbergreiðsluna. Eiginlega sárafáir.
Ég endurtek að þetta á við um fyrri ferðina, þ.e. 27.apr.-12.maí. Ég þakka þeim sem hafa staðið í skilum og bið hina að gjöra svo vel og vinda sér í þetta.
Íranfarar hafa staðið prýðilega í skilum og Egyptalandsfólk er í góðum málum.
Á ég að líta svo á að menn hafi hætt við en bara gleymt að láta vita?
Ef menn ganga ekki frá greiðslu í næstu viku hlýt ég að líta svo á. Sendi öllum greiðsluplan eftir því sem ég best veit og bið menn að hafa samband snarlega ef ég hef eitthvað klikkað í þessu.
Á dögunum bað ég styrktarfólk nýju krakkanna okkar að senda til mín myndir af sér og sínum. Krökkunum finnst vænt um að eiga myndir af þeim sem hjálpa þeim.
Ég hef nú sorterað og gengið frá þeim sem hafa borist og þakka fyrir. Allmargir hafa ekki sent myndir. Það nær ekki lengra í þetta sinn og auðvitað getur fólk sent þetta sjálft til YERO ef tími hefur ekki unnist til að ganga frá þeim. Ef þið gerið það munið þá allra alúðlegast að setja númer barnsins með.
Stílið bréfin á Nouriu Nagi( og síðan númer barnsins B ef það er strákur G er um stelpu er að tefla og nafn).
Yemeni Education and Relief Org.
Hadda Street
Near the Technical school
P.o.BOX 4785
Sanaa
Rep. of Yemen
Mér fannst svo upplagt að nota tækifærið og biðja Nouriu fyrir myndirnar.
Þakka öllum kærlega sem hafa sent myndir.
Að öðru: Flestir Ómanfarar hafa borgað tips til innlendra fararstjóra og bílstjóra í ferðinni. Bendi þeim á sem hafa ekki gert það að dollarinn er lágur þessa daga og því hagstætt að klára þetta. Menn ráða þessu sjálfir því allir hafa staðið í skilum. Upphæðin er 130 dollarar.
Tuð er leiðinlegt, ekki bara fyrir ykkur heldur ekki síður mig. Ég hef enga unun af því en samt verð ég að benda Jemenfólki í fyrri ferð á að ég er alveg hætt að skilja af hverju fólk lætur undir höfuð leggjast að greiða. Sumir hafa ekki einu sinni borgað staðfestingargreiðslu og ekki margir októbergreiðsluna. Eiginlega sárafáir.
Ég endurtek að þetta á við um fyrri ferðina, þ.e. 27.apr.-12.maí. Ég þakka þeim sem hafa staðið í skilum og bið hina að gjöra svo vel og vinda sér í þetta.
Íranfarar hafa staðið prýðilega í skilum og Egyptalandsfólk er í góðum málum.
Á ég að líta svo á að menn hafi hætt við en bara gleymt að láta vita?
Ef menn ganga ekki frá greiðslu í næstu viku hlýt ég að líta svo á. Sendi öllum greiðsluplan eftir því sem ég best veit og bið menn að hafa samband snarlega ef ég hef eitthvað klikkað í þessu.
Thursday, October 11, 2007
Sungið fyrir endurnar á Tjörninni
Góðan daginn
Það gengur allt skínandi vel varðandi veru Nouriu hér. Í morgun heimsóttum við Hlíðaskóla og var það sérdeilis fróðlegt. Sjöfn Óskarsdóttir kom því í kring. Við skoðuðum þennan myndarlega skóla og hittum svo 10. bekkinga og sýndum þeim myndir frá Jemen og sögðum frá. Krakkarnir voru áhugsamir og ágætir og spurðu skemmtilegra spurninga.
Á eftir förum við í heimsókn til Jemenfaranna Vilborgar Sig og Vikars Péturssonar og síðan er smáfundur með áhugasamri konu sem vill fræðast um verkefnið.
Í kvöld er svo fiskikvöldverður hjá Helgu Kristjánsd í Garðabæ.
Þessir dagar hafa verið allsetnir: á þriðjudag vorum við í Laufásborg í boði Margrétar Pálu og keyrðum svo með henni í Garðabæ og skoðuðum Vífilsstaðaskóla. Það var einkar lærdómsríkt.
Um kvöldið vorum við hjá Elísabetu Ronaldsdóttur og hennar börnum í góðu yfirlæti.
Daginn eftir fór Gulla Pé með þær systur um bæinn, í sund og kíkt var í búðir, keyrt að Bessastöðum ofl. Í gærkvöldi bauð María Kristleifsd heim.
Inn á milli funda og skoðunar hefur svo verið frjáls tími. Nouria er alveg heilluð af öllu, einn eftirmiðdaginn labbaði hún um miðbæinn og sagðist hafa verið svo glöð og bjartsýn og liðið svo vel, að hún hefði ekki vitað fyrr en hún var farin að syngja fyrir endurnar á tjörninni og heilsaði upp á tré og blóm í Hljómskálagarðinum á heimleiðinni.
Á morgun er frjáls dagur hjá þeim systrum og á laugardag liggur leið þeirra til London. Þar sem þær fara með síðdegisvél gæti vel verið að við kæmum við í Bláa lóninu.
Nouria biður mig að færa öllum sem hún hefur hitt og sýnt henni hreint einstaka vinsemd og höfðingsskap sínar kærustu þakkir.
Meira seinna. Sæl í bili.
Það gengur allt skínandi vel varðandi veru Nouriu hér. Í morgun heimsóttum við Hlíðaskóla og var það sérdeilis fróðlegt. Sjöfn Óskarsdóttir kom því í kring. Við skoðuðum þennan myndarlega skóla og hittum svo 10. bekkinga og sýndum þeim myndir frá Jemen og sögðum frá. Krakkarnir voru áhugsamir og ágætir og spurðu skemmtilegra spurninga.
Á eftir förum við í heimsókn til Jemenfaranna Vilborgar Sig og Vikars Péturssonar og síðan er smáfundur með áhugasamri konu sem vill fræðast um verkefnið.
Í kvöld er svo fiskikvöldverður hjá Helgu Kristjánsd í Garðabæ.
Þessir dagar hafa verið allsetnir: á þriðjudag vorum við í Laufásborg í boði Margrétar Pálu og keyrðum svo með henni í Garðabæ og skoðuðum Vífilsstaðaskóla. Það var einkar lærdómsríkt.
Um kvöldið vorum við hjá Elísabetu Ronaldsdóttur og hennar börnum í góðu yfirlæti.
Daginn eftir fór Gulla Pé með þær systur um bæinn, í sund og kíkt var í búðir, keyrt að Bessastöðum ofl. Í gærkvöldi bauð María Kristleifsd heim.
Inn á milli funda og skoðunar hefur svo verið frjáls tími. Nouria er alveg heilluð af öllu, einn eftirmiðdaginn labbaði hún um miðbæinn og sagðist hafa verið svo glöð og bjartsýn og liðið svo vel, að hún hefði ekki vitað fyrr en hún var farin að syngja fyrir endurnar á tjörninni og heilsaði upp á tré og blóm í Hljómskálagarðinum á heimleiðinni.
Á morgun er frjáls dagur hjá þeim systrum og á laugardag liggur leið þeirra til London. Þar sem þær fara með síðdegisvél gæti vel verið að við kæmum við í Bláa lóninu.
Nouria biður mig að færa öllum sem hún hefur hitt og sýnt henni hreint einstaka vinsemd og höfðingsskap sínar kærustu þakkir.
Meira seinna. Sæl í bili.
Monday, October 8, 2007
Jórdanía - lykillinn að viðskiptum við Mið-Austurlönd
Útflutningsráð óskaði eftir að ég birti þetta ykkur til upplýsinga ef þið hafið áhuga á að sitja þennan fund eða koma um hálf fimm leytið og fá hressingu. Einnig er beðið að menn tilkynni þáttöku til Útflutningsráðs.
Letrið er nú ansi smátt svo ég veit ekki hvað menn greina þetta vel en fundurinn sem sé á morgun kl.14-16,30 og ávarpa þá ýmsir menn í jórdönsku viðskiptalífi íslenska kollega og aðra sem hafa áhuga á að taka upp viðskipti við Jórdaníu.
Þá langar mig að taka fram að á greiðsluáætlun sem ég sendi fyrra Jemenhópnum er talað um kolvitlausan mánuð. Ferðin er 27.apr.-12.maí. Aftur á móti er þetta rétt í Fréttabréfinu og á áætlunum. Ég biðst velvirðingar á þessu og tek raunar líka fram að þessi hópur verður að drífa í greiðslum fyrir október. Þar vantar verulega upp á.
Loks bendi ég á að ÍRANFERÐIN ER UPPSELD með öllu aftur en ég get skrifað á biðlista. Jemenferðin seinni í maí-júní er enn með laus sæti. Líbíuferðin er troðin og beðið verður um staðfestingu í hana í febr.
Sunday, October 7, 2007
Fjölmenni á fundi með Nouriu í dag, sunnudag
Myndir Vera S. Illugadóttir
Fundurinn með Nouriu í Kornhlöðunni í dag var í einu orði sagt frábær. Ég held það hafi verið samdóma álit gesta. Á níunda tug manna mætti og ég held að það sé met þótt allir fundir okkar séu vel sóttir. Gaman að sjá þarna mörg ný andlit.
Nouria og Maryam systir hennar komu með ýmsa muni sem krakkarnir hafa gert eða konurnar í fullorðinsfræðslunni og við dreifðum þessu á borðin. Þetta var ekki til sölu. Aftur á móti seldum við kort eftir krakkana við góðar undirtektir og vilji einhverjir panta sér meira bara hafa samband. Einnig var dreift ferðaáætlunum og bæklingi um YERO en athugið þó að hann er ekki alveg nýr, starfið hefur þanist út síðan.
Ég setti fundinn og skipaði Mörð Árnason fundarstjóra. Á meðan menn voru að koma sér fyrir og kaupa sér kaffi og tertur stjórnaði Vera Illugadóttir tæknimálunum og við sýndum diskinn sem Högni Eyjólfsson gerði.
Mörður sagði í fáum og velvöldum orðum frá sinni upplifun af Jemen en þau Linda voru í hópnum sem fór vorið 2006. Rakti þau áhrif sem hann og þau hefðu orðið fyrir og sagði lítillega frá YERO og gaf Nouriu orðið.
Nouria lýsti svo starfsseminni, aðdraganda að stofnun miðstöðvarinnar og fjallaði um krakkana og hvað þetta starf skipti miklu máli.Hún rifjaði upp að það hefði verið telpan Fatten Bo Belah sem kveikti hugmyndina. Fatten er styrkt af Guðrún Höllu. Nouria þakkaði öllum sem hafa lagt hönd á plóg hér virktavel fyrir hjálpina og fór yfir helstu púnkta í því sem hvað markverðast er í starfinu.
Ragnheiður Gyða þýddi orð Nouriu á íslensku af stakri fagmennsku.
Svo var sýnd mynd sem hún kom með og þar mátti sjá fjölbreytta iðju krakkanna við leik, nám og fleira. Hún fékk góðar undirtektir og margir voru greinilega snortnir
Að því búnu var gert hlé til að menn gætu keypt kort og borgað félagsgjöld og að því loknu svaraði Nouria spurningum margra fundargesta og nokkrum var einnig beint til mín.
Það er of langt mál að fara út í smáatriði en ég held að flestir eða allir hafi gert sér grein fyrir því að þarna er unnið mikið og þarft verk og við látum ekki deigan síga. Hvarflar ekki að neinum leyfi ég mér að segja.
Mörður sleit fundi rétt fyrir fjögur og ég vona að allir hafi farið dúsir til síns heima.
Í gær var ferð að Gullfossi, Geysi og á Þingvelli og þær systur voru himinlifandi yfir fegurðinni og skeyttu engu þótt nokkur svali væri í veðri, það var regnbogi yfir Gullfossi og Nouria sagðist ekki hafa orðið fyrir jafn sterkum áhrifum og því að koma að fossinum svo lengi sem hún myndi.
Kvöldverður í boði Jóns Helga og Jónu í Hveragerði og þar var ekta íslenskur matur á boðstólum sem menn gerðu sér gott af.
Í kvöld bauð Herdís þeim systrum og nokkrum konum í lax og var það gómsætt í meira lagi. Áður þágu þær te/kaffi hjá Eddu Ragnarsd.
Á morgun erum við Nouria á fundi fyrir hádegið og meira um það síðar. Eftir hádegi verða svo viðtöl í sjónvarpi og útvarpi og trúlega við Mogga.
Á þriðjudag er heimsókn í skóla Hjallastefnunnar og um kvöldið býður Elísabet Ronaldsdóttir heim.
Á miðvikudag fara Gulla Pé og Guðrún Halla með þær um bæinn, á söfn og sitthvað fleira og um kvöldið ætlar María Kristleifsd að bjóða þeim heim.
Á fimmtudag er heimsókn í Hlíðaskóla fyrir forgöngu Sjafnar Óskarsdóttur og etv. fleiri fundir og kvöldmatur hjá Helgu Kristjánsdóttur.
Þær eru mjög sælar og það er ég líka og vona að vel takist til næstu daga og þá fyrstu.
Þegar við vorum að undirbúa dagskrána skrifaði ég bæði utanríkisráðherra og menntamálaráðherra og spurði hvort þær hefðu tök á að hitta Nouriu. Hvorug þeirra hefur svarað. Það gerir út af fyrir sig ekki stórt, Nouria kom hingað fyrst og fremst til að hitta VIMAfélaga og stuðningsmenn, fara í skóla og þess háttar.
En hins vegar er ég viss um að þessar ágætu ráðherrakonur hitta oft fólk sem minni ástæða er til að ræða við. Það er þá bara þeirra skaði.
Nouria segir að fyrir utan hefðbundna aðstoð gefi krakkarnir nú út blað og skrifi um ýms málefni og svo er þetta ljósritað og þau eru mjög stolt af verkinu. Í sumar voru kosningar, valin leiðtogi strákanna og stelpnanna. Var háð harðvítug kosningabarátta, "kosningaspjöld" upp um alla veggi þar sem frambjóðendur gáfu hin ýmsu loforð rétt eins og færustu stjórnmálamenn.
Strákurinn sem vann er ekki styrktur af okkar hópi en hann er sérlega duglegur í íþróttum, stúlkan sem var kosin heitir Amal Al Kadasi og stuðningsmaður hennar er Vaka Haraldsdóttir. Amal er hinn mesti skörungur og stendur sig með prýði sem leiðtogi að sögn Nouriu.
Þakka fyrir hvað margir hafa komið til mín myndum. Hef ekki haft tíma til að fara yfir það hversu margar hafa borist eða ekki borist. En þær systur verða hér til föstudagskvölds svo það er fínn tími til stefnu enn.
Munið svo að styrktarmenn munu fá plögg um sín börn upp úr miðjum nóvember eða þar um bil.
Þakka fyrir góðan dag.
Friday, October 5, 2007
Nú fer ég að sækja Núríu - en hvað er með innborganir??
Nú fer ég senn út á völl að sækja Nouriu og Maryam systur hennar. Það verður gaman að hitta þær aftur. Athugið að það eru örfáar glufur í dagskránni svo ef einhver gæti boðið þeim í yfirlætislausan kvöldverð á mánudag væri það vel þegið.
Annað virðist vera í góðu lagi. Munið svo fundinn á sunnudag
href="https://blogger.googleusercontent.com/img/b/R29vZ2xl/AVvXsEg36EOlM3jEhcQFTu0GMusy8oQdUIMDYtcxY7_vNTgFBWF-EjdP7A_m_3veSrECW-kmjydEP7mrYrZGYtr9kZRmmGcQ0FS74ZGAz8I4TVePBPT1VFB2KSOfrTTYwRGaTTfe7ZaXazqBbwQ/s1600-h/frustration.gif">
Mikið er notalegt íþessari haustrigningu. En þó langþráður gestur sé væntanlegur innan stundar og allt það er ég verulega óhress.
Þrátt fyrir að margir standi sig alltaf eins og hetjur og borgi skilvíslega og á réttum dögum eru samt of margir sem gera það ekki.
Ég verð að biðja ykkur - og þeir hljóta að vita það sem ekki hafa greitt- að vinda ykkur í þetta. Egyptalandsfarar brugðu við skjótt, ekkert undan neinu að kvarta þar.
Íranfarar nokkrir hafa ekki greitt og ekki látið vita af hverju þessi dráttur stafar.
Sama og öllu verra máli gegnir með Jemen/Jórdaníufara í fyrri ferð. Fólk í seinni ferð þarf að borga staðfestinguna sína 15.okt og allavega tveir hafa gert það.
En fyrri ferðin!
Elskurnar mínir ekki láta mig missa allt hárið af frústrasjón. Ég lendi í vandræðum ef ég sendi ekki greiðslur.
Wednesday, October 3, 2007
FUNDURINN Á SUNNUDAG KL.14.- Og þar fyrir utan hvar er minnisbókin?
Sæl öll
Við erum langt komnar, Vimastjórnarkonur, að púsla saman dagskrá þeirra systra Maryam og Nouriu en þær koma á föstudag.
Farið verður að Gullfossi og Geysi á laugardag í boði Jóns Helga og Jónu og kvöldverður hjá þeim í Hveragerði.
Nouria fer bæði í Hlíðaskóla fyrir tilstuðlan Sjafnar Óskarsdóttur og í skóla Hjallastefnu í boði Margrétar Pálu Ólafsdóttur.
Svo verður seinna í vikunni skoðunarferð um Reykjavík, söfn og perlur ofl og Gulla pé hefur tekið það á sína arma. Kvöldverðarmál (muna ekkert stórbrotið- þær kæra sig ekkert um það) eru að mestu til lykta leidd. Þakka margs konar aðstoð við þetta,
Einnig verður einhver kynning í fjölmiðlum eftir því sem við verður komið.
Fundurinn er á sunnudag- muna það, einhver smáruglingur í gangi. Á sunnudag 7.okt. kl. 14 í Kornhlöðunni.
Koma stundvíslega.Þar ætlar Nouria að tala og Ragnheiður Gyða snýr máli hennar á íslensku jafnóðum svo allir geti fylgst vel og dyggilega með. Svo er auðvitað um að gera að spyrja Nouriu spjörunum úr.
Vera Illugadóttir aðstoðar við tæknihliðina en hvorttveggja er að Högni Eyjólfsson gerði disk um Fatimumálið og Nouria er með eitthvert myndefni. Hún er einnig með muni sem krakkarnir hafa gert, veit ekki hvort það er aðeins til sýnis eða sölu líka.
Viljiði muna myndir af nýjum styrktarmönnum. Hef fengið nokkrar og vonast eftir mörgum í viðbót.
Einnig veit ég að nokkrir fleiri vilja taka að sér að styrkja krakka og geta hvort heldur er haft samband við mig núna eða talað við okkur á fundinum.
Ennfremur verða seldir gjafakortapakkar með 5 stk í hverjum á 10 þúsund kr. Það verður mögulegt að kaupa stök sömuleiðis á 2 þús. kr. stk.
Áætlanir um ferðir 2008 liggja frammi og hugmyndir að ferðum 2009. Beðið um að menn tilkynni sig í ferðir þar sem pláss er.
Þar sem nýlega voru gefin út kort með myndum krakkanna okkar og við höfum fengið send slatta af þeim höfum við pakkað þeim í 4 stk. pakka og 8 stk. og eru þau seld á þúsund og tvö þúsund krónur. Allt rennur það einnig í Fatimusjóð. Þetta eru litsterk og kát kort sem mér finnst tilvalin jólakort. Alltaf að hugsa fram í tímann, jólin renna upp áður en við er litið.
Það skal tekið fram að við verðum með posa svo fólk getur borgað m,eð VISA eða Master.
Þá sakar ekki að minna á félagsgjöldin.
Myndin frá BAB AL JEMEN er sett hér inn til að minna fólk á að Jemen/Jórdaníufarar í fyrri ferð hafa einhverjir gleymt að kíkja í minnisbókina sína. Það er gjalddagi á 2. greiðslu og staðfestingargreiðslu skal einnig lokið. Vindið ykkur í það.
Af fullri einurð. Það er nokkuð snúið að fá gott miðaverð til Jemen og Royal Jordanian óskar eftir nafnalista fyrr en síðar. Að vísu er þeir sveigjanlegir og segja að megi breyta en ansi margir hafa ekki birst á heimabankanum mínum.
Munið að ferðareikningur er 1151 15 551346 og kt 441001-2220. Þessu þarf að kippa í lag.
Egyptalandsfarar hafa verið nokkuð snöggir en nokkrir einnig gleymt sér. Sama er með Íransfólk. Þetta verður að vera í lagi. Það skilja menn vonandi.Þá er þetta gott að sinni. Takk fyrir.
Sjáumst svo á sunnudag og munið að gestir og ófélagsbundnir eru velkomnir.
Subscribe to:
Posts (Atom)