Wednesday, October 24, 2007

Omanfararnir hressir i Muskat

Godan daginn oll
Her med kvedjur fra Omanforum og endilega skrifid kvedjur eda skilabod.
I dag byrjudum vid daginn a blomlegum fiskmarkadi i Muttrah og sidan la leidin i Miklumosku thar hrifust menn mjog af tvi hvad allt er fagurt og vandad og eyddum thar langtum lengri tima en til stod og enginn sa eftir tvi.
Vid skruppum i bokabud og bjorgudum deginum fyrir eigandanum og menn foru ut med kort og baekur i stoflum. Loks var ekid nidur i gomlu gomlu Muskat og litum a holl soldansins og gestahus hans. Svo var farid mefram strondinni undrafogur leid thar sem klettar og haf maetast.
Bordudum hadegisverd a indaelis stad og svo erum vid flest a hotelinu i augnablikinu en einhverjir aetla i bainn og adrir dorma vid sundlaugina.
I gaer voru menn lettvankadir eftir langt flug en himinlifandi yfir fegurdinni sem tok a moti okkur. Renndum i morgunblidunni a hotelid og eg sendi alla i bolid ad hvila sig og eftir nokkurn svefn var svo hadegisverdur adur en vid forum i baejarferd. Hiti var tha 34 stig, ljomandi hreint.
Vid gengum medfram aegissidunni i Muttrah og tritludum adeins a markadinn og skonnudum voruurval og einhverjir plastpokar laeddust ut.
I gaerkvoldi fineris kvoldverdur og allir i solskinsskapi.
Vid hofum gaed sem heitir Abdullah, hann talar fina ensku og er frodur og vinalegur og okkur list hann thekkilegur i hvivetna.
I fyrramalid forum vid flugleidis til Khasab i Musandamm og i dagssiglingu thar sem vid munum svamla i sjonum, skoda firdi og forsogulegar minjar.
Thad bidja allir fyrir kaerar kvedjur og verdi aframhald ferdarinnar jafn lukkulegt er augljost ad allt er i godu standi.

6 comments:

Anonymous said...

Góðan daginn, öllsömul! Bestu kveðjur til Kolfinnu, Hinriks og ykkar allra. Það er mjög ánægjulegt að sjá hvað þetta fer vel af stað hjá ykkur og ég treysti ykkur til að njóta hverrar mínútu. Ef heimþráin fer að naga eitthvert ykkar get ég upplýst að norðanélið buldi á gluggum í Smáíbúðahverfinu í nótt, spákort dagsins sýnir grá regnský um allt land og stormviðvörun á hálendinu - og svipað næstu daga. :-/ Það er frábært að geta lesið ferðasöguna á vefnum, haldið áfram að vera hress.

Bestu kveðjur,
Anna Hinriks

Anonymous said...

Sendi bestu kveðjur til fyrrverandi Íransfara, þeirra Ingu Hersteins og Jódísar. Ég fylgist með blogginu og ferðast þetta með ykkur í huganum. Góða skemmtun til ykkar allra!
Guðrún Ólafsdóttir

Anonymous said...

Gott að heyra að allir komust heilir á leiðarenda. Góða skemmtun í góða veðrinu.

Kveðja úr útsynningskuldarigningarstrekkingi,

Páll Hersteinsson

Arna B. said...

Gott að heyra að allt gengur vel. Verð greinilega að skella mér í svona ferð við tækifæri. Munið að syngja afmælissönginn fyrir múttu, Kristínu Jóns, 1. nóvember. Hún sagði að hún myndi gista í eyðimörkinni þann dag:)
Kær kveðja,
Arna

Anonymous said...

Til Huldu Vilhjálms.
Allt gekk vel hjá pabba, bara blástur, engin aðgerð.
Bestu kveðjur
Guðrún

Anonymous said...

Gaman að heyra frá ykkur .Sit her með albumið mitt og fylgist með ykkur og hugsa til ykkar.Skil eiginlega ekki afhverju eg er ekki með í ferðinni.fer bara næst. stófrettirnar heðan eru að það rignir ekki í dag.jafnvel sest sma sól, en það getur nu breyst eftir hadegi . Eg sendi öllum sem eg þekki og hinum bestu kveðjur og njótið daganna.Kveðja Herdis