Wednesday, December 31, 2008

Fullorðinsfræðslunámskeiðið hefst eftir áramót - en áður um atburðina á Gaza



Frá fullorðinsfræðslunni

Sæl veriði öll á síðasta degi þessa afdrifaríka árs.

Stundum er freistandi að ræða um annað en ferðalög. Ég er til dæmis létt brjáluð yfir því hvað hefur verið að gerast á Gazasvæðinu undanfarna daga. Þar er grimmdin og andstyggðin svo ólýsanleg að fáu verður við jafnað.
Þar kemur tilgangsleysið svo skýrt fram: um leið og byggt er upp á þessu svæði sem er ótrúlegt að fólk geti hafst við á - er það lagt í rúst á ný. Og engu er þyrmt hvort sem það er saklaus börn, konur og almennir borgarar eða "hryðjuverkabústaðir" Hamas.

Ég er viss um að byggi ég á þessu svæði hefði ég ekki minnsta samviskubit yfir því að taka þátt í að skjóta eldflaugum yfir á hernámsliðið.
Mér finnst átakanlegt að svo virðist sem menn séu orðnir dofnir fyrir því ástandi sem Palestínumenn, bæði á Gaza og Vesturbakkanum búa við.

Einu sinni á mínum blaðamannaferli, nánar tiltekið, vorið 1995 fór ég niður til Gaza. Ísraelskur hermaður við landamærin sýndi mér óskaplegan þótta og neitaði að hleypa mér í gegn og sagði að bílstjórinn sem var Palestínumaður frá austur Jerúsalem hefði heldur ekkert leyfi.

Lengi stóð í þrefi og loks tókst leigubílstjóranum leyfislausa að smygla mér gegnum gat á girðingu, víðsfjarri varðstöðinni, eftir að ég hafði klætt mig í síða kápu og sett á mig slæðu til að vera Palestínulegri.

Daginn áður höfðu nokkrir Palestínumenn sem Ísraelar grunuðu um græsku verið settir í fangelsi og aðrir sendir á einskis manns landið sem þá var syðst í Líbanon. Ég fór og hitti fjölskyldur mannanna og einnig eina fjölskyldu sem hafði misst son sinn í átökum. Skotinn með gúmmíkúlu sem hljómar ekki hættulega en er hið skelfilegasta plat því það er rétt húðað gúmmíi yst en alvörukúla fyrir innan. Á sjúkrahúsi í Gaza fékk ég eina svona kúlu sem hafði verið plokkuð úr Palestínumanni. Ég geymi hana enn.
Gaza er óttalegt svæði og samtöl mín við fólk þar þennan dag og það sem ég sá og heyrði gerðu mig svo sjóðandi reiða að þegar ég paufaðist aftur gegnum girðinguna og við keyrðum aftur upp til Jerúsalem skrifaði ég snarlega grein um þetta og sendi til Moggans. Hún var náðarsamlegast birt hálfum mánuði síðar. Hún skipti engu máli. Og allt hefur síðan enn versnað á þessum stað.

Kannski við ættum að efna í ferð þangað svo fólk sjái með eigin augum hvers lags hörmungar eru þarna á ferð og skilji að framganga hernámsveldisins er til þess fallin að búa til andspyrnufólk eða hryðjuverkamenn- svona eftir því hvað menn vilja kalla það- úr friðsömum borgurum.

Við kvörtum hér og berjum okkur á brjóst yfir miklum vandkvæðum - og út af fyrir sig geri ég ekki lítið úr þeim, fjarri fer því - en þegar íslensk námsstúlka erlendis segist ekki eiga fyrir mat vegna lækkunar á yfirfærslu og nefnir sem dæmi að hún þurfi að nota sama tepokann í tvisvar, þá renna nú öldungis á mig tvær grímur ef ekki fleiri.

Muniði fullorðinsfræðsluna
Annars ætlaði ég að benda á að fullorðinsfræðslunámskeiðið okkar í Sanaa hefst nú eftir áramótin. Allmargir hafa þegar greitt inn á það og takk fyrir það. Við styrkjum námskeiðið sem heild en það sækja 27 konur og framlagið er sem svarar 250 dollarar. Leggist sem fyrr inn á 1151 15 551212 og kt 1402403979.

Margir sem ekki hafa komið við sögu hafa haft samband síðustu daga og lagt inn. Velhugsandi fólk sem vill leggja þessu góða máli lið. Og hafi allir þakkir fyrir það.

Sýrlandshópurinn
mun nú væntanlega hittast upp úr miðjum mánuði og vonandi flestir sjái sér fært að mæta. Nánar um það seinna.

Verðhugmyndir streyma inn
Hef fengið verðhugmynd um Líbanonferð í mars, Kákasuslandaferð í maí og Íran um páska, Jemen í maí/júní.
Það er augljóst mál að verð mun hækka um að minnsta kosti þriðjung miðað við síðasta ár. Ef ekki meira. Þó svo að reynt sé að halda öllu í lágmarki af hækkunartaginu.

Ég birti verð í kringum miðjan janúar.

Að svo mæltu óska ég ykkur enn og aftur gleðilegs árs og þakka fyrir einstaklega ánægjuleg samskipti á árinu sem kveður nú.

Saturday, December 27, 2008

Vangaveltur við áramót

Sæl öll og takk kærlega fyrir kveðjur og vinaleg orð.

Nú líður senn að því að ég geti gefið mönnum hugmyndir um verð á síðustu ferðalögunum því eins og fram hefur komið ætla ég að hætta þessum ferðum að árinu 2009 liðnu og snúa mér að öðru ef guð lofar.
Hér að neðan eru myndir frá flestum áfangastöðum okkar eða myndir sem tengjast þeim á einn eða annan hátt.

Ég veit að það eru erfiðir tímar en ég hef engu að síöur trú á því að Vima fólk og fleiri áhugasamir hafi í huga að reyna að veita sér ferðalög sem eru sérstök og að ekki sé nú talað um ferðafélagana sem virðast einstakir að mínum dómi í hverri einustu ferð.

Það skal tekið fram að ég set hér myndir frá Óman og Egyptalandi og er ferð til annars hvors þeirra hugsuð í nóvember. Hef ekki trú á að þátttaka náist í báðar en auðvitað væri það bæði skemmtilegt og æskilegt.

Þá hef ég hugsað mér að sleppa Azerbajdan í Kákasuslandaferð. Ástæður eru að Azerbajdanleggurinn hleypir ferðinni upp úr öllu valdi í verði og mér þótti mjög augljóst í fyrri ferðinni á þessar slóðir að Georgía og Armenía voru þau lönd sem heilluðu menn sérstaklega.

Ég bíð nú eftir svari frá hinum aðskiljanlegum samstarfsmönnum mínum. Sú breyting hefur orðið vegna gengismálaruglsins að flugferðir eru tiltölulega stærri hluti kostnaðar en hefur verið. Vonandi skýrast málin hið fyrsta.
Þá er nokkurn veginn augljóst að séu þátttakendur færri en tuttugu fellur ferð niður.

Þakka þeim sem hafa skrifað mér um málin og mun birta verð (með fyrirvara vitaskuld) eins fljótt og verða má.



Abu Simbel hofið í Egyptalandi


Ómanskur karladans


Samarkand í Úzbekistan


Edda í sandi í Sahara. Úr Líbíuferð


Frá Isfahan í Íran. Krakkarnir busla í tjörninni við stærsta opna torg í heimi. IMAM moskan í baksýn

Mynd Einars Þorsteinssonar úr piparkökuborginni Sanaa í Jemen


Kákasuslandahópurinn 2007 ásant Sofíu leiðsögumanni okkar í Georgíu sem varð hvers manns hugljúfi


Frá safninu um líbanska vitringinn og málarann Khalil Gibran í Líbanonfjöllum

Bið hvern og einn að senda slóðina áfram því ég veit að margir eru áhugasamir og þurfa að íhuga málin og ákveða sig senn

Óska öllum gleðilegs árs og þakka liðið

Wednesday, December 24, 2008

Góðan aðfangadaginn


Frá húsaskoðun í Sanaa. Nouria tók myndina

Góðan aðfangadaginn.

Er á leiðinni upp í Borgarfjörð á eftir og verð í kvöld hjá Kolbrá og famelíu.
Vona að allir njóti jólanna í friði og spekt.

Eins og ég minntist á er ég með allmörg bréf til stuðningsmanna og myndir af krökkunum og vonast til að geta kvatt stuðningsmenn saman fljótlega eftir áramótum. Þangað væru einnig velkomnir þeir nýir sem væru til í að leggja fullorðinsfræðslunni lið. Verðum í sambandi um það.

Allmargir hafa haft samband við mig vegna ferða 2009 og mér heyrist áhugi vera fyrir hendi en meðan peningamál eru enn í sínu róðaríi bíðum við átekta.

Nokkrar myndir eftir krakkana hafa líka selst, kem með hinar á fundinn og sjáum til hvort fleiri vilja ekki kaupa. Þetta eru skemmtilegar myndir og með því að kaupa þær styrkjum við málefnið.

Eftir áramót ætlar aðgerðarhópurinn líka að hittast og íhuga næstu skref í húsamálunum.

Bið svo kærlega að heilsa ykkur og ykkar fólki og óska öllum gleðilegrar hátíðar.

Sunday, December 21, 2008

Jólakveðjur frá YERO




Dear Johanna And All The Sponsers .
MERRY CHRISTMAS AND A VERY HAPPY NEW YEAR FROM ALL THE CHILDREN AT YERO'S CENTER AND THE STAFF, MAY GOD BLESS YOU ALL .
Kind Regards
Nouria Nagi


Fékk þessa kveðju til okkar frá Nouriu áðan og sendi hana til ykkar allra.
Hef svo fljótlega hendur í hári tæknistjórans okkar til að hún geti aðstoðað mig við að setja inn eina eða tvær húsamyndir.

Það hefur verið kátt hér á Drafnarstíg og greinilegt að smákökubaksturinn hefur gengið eins og í sögu. Gulla færði mér sörur, Elín Skeggjadóttir með sínar árlegu piparkökur. Og húsameistarinn Edda Ragnarsd skildi hér eftir tvær tegundir af smákökum og lét ekki þar við sitja: setti upp nýjar gardínur í stofuna með þessum flottu stöngum.
Svo komu Jóna og Jón Helgi í kvöld - hann á 75 ára afmæli í dag og fær hjartanlegustu kveðjur og færðu mér góðmeti, síld og rækjusalöt. Ég er að verða spillt af eftirlæti.

Minni rétt hljóðlega og vinsamlega á myndirnar eftir krakkana okkar í Jemen sem ég vona að einhverjir fleiri vilji kaupa til gjafa eða bara til að eiga sjálfir.

Pétur ´Jósefsson sendi mér dagbók úr Jórdaníu og Sýrlandsferð frá í september. Ég vona hann leyfi mér að birta hana á sérstökum link á síðunni og þætti vænt um að heyra frá honum.

Upp úr áramótum förum við svo að velta fyrir okkur ferðum 2009. Þætti hagstætt að heyra frá ykkur þar að lútandi.

Líbanon vika í mars
Íran 15 dagar í apríl
Kákasus 17 dagar í maí,
Jemen 16 dagar í maí/júní
Úzbekistan/Kyrgistan í sept(veit um alla þátttakendur þar)
Líbía í okt
Óman í nóvember.

Þetta eru allt hugmyndir enn en skýrist vonandi áður en langt um líður. Geri ráð fyrir verulegri hækkun en reyni auðvitað að halda henni innan skynsamlegra marka.

Bless í bili. Vona að húsamyndir verði settar inn á morgun.

Friday, December 19, 2008

Mætt á svæðið og nú vona ég að allir hafi verið duglegir að baka smákökurnar

Sæl öll
Það er mið nótt því vélinni frá London seinkaði um klukkutíma svo ég var ekki komin á Drafnó fyrr en að ganga fjögur.

Þetta var mér afar gagnleg ferð og ég aflaði mér umsagna um hóp barna því menn höfðu látið í ljós áhuga á að vita hvernig þau plumuðu sig. Ætla að halda fund með styrktarfólki fljótlega upp úr áramótum.
Sömuleiðis er ég með myndir af nýju krökkunum, svo og þeim sem fengu nýja styrktarmenn því fyrra fólk lét ekki alltaf í sér heyra. Um þetta skulum við öll skrafa og skeggræða. Einnig skoðaði ég nokkur hús sem gætu etv. hentað fyrir nýtt húsnæði.

Það var harla ævintýralegt að keyra um Sanaa með Nouriu, við flest umferðarljós komu einhverjir af krökkunum hennar þjótandi til að heilsa upp á okkur og láta í ljósi gleði sína yfir því að skólastarf er hafið aftur eftir.

Þrjún börn hafa hætt ein stúlka sem gifti sig og kvaðst vera að sálast úr ást, svo og tvær stúlkur sem eru farnar með fjölskyldunni heim í þorpið sitt því faðir fékk vinnu. Við höfum sett aðra styrktarmenn í staðinn sem höfðu boðið sig fram eða greitt með hinum.

Lítil stúlkubarn(G 12) fékk nýjan stuðningsmann því ég heyrði ekkert frá þeim fyrri er komið aftur í skólann. Hún er tíu ára og móðir hennar var krabbameinssjúklingur og lést sl. haust. Hún annast yngri syskini sín af óhemju krafti en ætlar líka að halda áfram í skólanum. Fyrri stuðningsmaður hennar hitti hana sl. vor en´sýndi ekki áhuga á að styðja hana áfram. Það sakar ekki því hún er komin með góðan styrktarmann.

Nú vænti ég þess vitaskuld að allmargir hafi pantað diska frá Ólafi S. úr Líbíuferðunum og einnig hef ég nokkra mjög flotta myndadiska Veru Illugadóttur til sölu. Þeir kosta aðeins þúsund kr. og leggist inn á 1151 15 551212 eins og þið ættuð nú flest að kunna utan að. Einnig bíð ég óþreyjufull eftir að fleiri segi mér hvort þið viljið kaupa myndir krakkanna.

Eins og ég sagði keypti ég ríflega 30 listaverk og sel þau á sirka 7 þúsund krónur og leggist inn á sama reikning. Nenni ekki að ítreka en best að gera það samt að það fer allt inn á Fatimusjóðinn, sjá reikningsnúmer hér fyrir ofan

Ekki skal ég trúa því að ég muni sitja uppi með þessi verk krakkanna. Krakkarnir frá sjálfir 80 prósent af því sem ég borgaði og nokkrar þær Gheda, Feirús og Asma komu m.a. meðan ég var þarna til að sækja höfundarlaunin sín og voru himinlifandi. Þær báðu fyrir hjartans kveðjur til sinna, þ.e, Þóru Jónasd, Ragnhildar Árnadóttur og Herdísar Kr.

Þá er gaman að segja frá því að fyrstu háskólastúlkunni okkar, Hanak al Matari gengur vel og náði með glans fyrstu prófunum sínum.

Aðgerðarhópurinn ötuli ætlar einnig að hittast fljótlega eftir áramót og leggja á ráð um frekari fjáröflun.
Nú fer ég að lúra duggusmá en verð vonandi risin úr rekkju í kringum hádegi enda alls konar ´stúss sem bíður.

Wednesday, December 17, 2008

Nokkur ord fra Jordaniu

Sael oll

Kom fra Jemen yfir til Jordaniu i gaer. By i vellystingum hja Stefaniu sem sendir bestu kvedjur til ferdafelaganna fra i vor og til annarra sem hun thekkir.

Aetladi ad nefna ad Olafur S. hefur lokid vid Libiudiskinn og selur hann a 3 thusund kr sem er spotpris. Their sem vilja festa kaup a honum og thad trui eg ymsir- auk Libiufara natturlega vilji gera. Leggja tha thessa upphaed inn a reikning Olafs 1135 26 40277 og kt 101158-5359.


Jona Einarsd hafdi samband og vill kaupa mynd eftir Jemenbarn. Hvad med fleiri. Trui ekki odru en ymsir hafi hug a tvi. Lata vita vinsamlegast

Sidasta daginn i Sanaa forum vid Nouria i all raekilega husaskodun. Thad var ymislegt athyglsvert ad sja en verdid fannst mer haerra en eg reiknadi med og Nouria kvadst hafa verid ansi naiv thegar hun gaf upp hugsanlegt verd fyrir thad husnaedi sem eg tel ad vid thurfum. En meira um thad seinna.

Mer finnst folk ekki vera nogu duglegt ad fara inn a siduna thar sem eg hef ekki sent tilkynninar. Sendi tvi a nokkrar adressur sem eg man og bid folk endilega ad lata siduna ganga. Kem svo heim undir midnaetti a fostudag.

Sunday, December 14, 2008

Malverk til solu- frettir fra Sanaa

Saelt veri folkid

Er herna i YERO midstodinni og skrifa meira a morgun eftir tvi tolvan herna er svo haeg ad hun slaer ut gomlu tolvuna mina.
Bara til ad segja ykkur ad eg hef keypt milli 20 og 30 myndir eftir krakkana okkar og vona thid latid mig vita hvort thid viljid ekki festa kaup a theim, thaer eru prydilegar jolagjafir til daemis. Thau kosta svona fra 5-8 thusund og verdi hagnadur mun thad natturlega renna i sjodinn okkar.

Vid Nouria hofum att godar og gagnlegar samraedur og i gaer hitti eg konurnar a fullordinsfraedslunamskeidinu og var virkilega gott ad sja dugnadinn og ahugann. Tha hefur verid stofnadur her i YERO smar banki svo konur geta fengid lan til ad setja a stofn sitt eigid litla fyrirtaeki tvi ekki hafa allar adstaedur til ad koma her og thaer sem syna ahuga a thessu hafa allar verid her a namskeidunum.

Krakkarnir byrjudu svo i dag eftir hatidina og var lif og fjor i tuskunum her. Thyska sendiradid hefur veitt Nouriu styrk til ad festa kaup a rutu til ad saekja litlu krakkana en thau eldri fa greidda straetopeninga.

I vikubladinu Yemen Today var i gaer stor og mikil grein um YERO og finar myndir. Thad er augljost ad thetta er farid ad vekja mikla athygli her. Samtimis var i Yemen TImes grein um thad ad tridja arid i rod vaeru jemenskar konur nedstar a lista i heimi vardandi hversu haegt midar ad koma konum i stjornunarstodur her. Aftur a moti hafdi astandid i menntunarmalum stulkna skanad litillega og er thad jakvaett.

Tonlistarkennsla hefst sennilega thessa onn og ahugi er a ad krakkarnir stofni svo hljomsveit YERO med tid og tima.
Ekki meira nuna. Nouria bidur kaerlega ad heilsa og krakkarnir sem eg hef hitt lika.
Thakka somuleidis kvedjur vegna vali Nys lifs a konu arsins sem eru enn ad berast.

Friday, December 12, 2008

I sol i Sanaa og bestu kvedjur fra okkur Nouriu

Sael oll og blessud
Thad skin sol her en kolnar a kvoldin. I dag var hiti um 18 stig og hid blidasta.
Hitti Nouriu a eftir og hun bidur ad heilsa ollum sem hun thekkir heima og eda hafa lagt malinu lid. Og tha ma nu aldeilis skila kvedjum til margra.
Ferdin var long og allt thad en enginn farangur tyndist og allt i godu lagi a vellli i Frankfurt og thar er aftur buid ad taka upp reykingar- i afmorkudum holfum ad visu- Evropubandalagid hefur liklega komist ad theirri nidurstodu ad thad vaeri brot a einhverju ad banna reykingar.
Allavega kaerar thakkir fyrir allar kvedjur og hamingjuoskir baedi i posti, simleidis og eg veit ekki hvad. Mjog kat med thad allt saman og endurtek ad eg met oll thessi hlyju og godu ord mikils

I dag er sidasti dagur Id al Adha sem er mesta truarhatid muslima og tha er alls stadar lokad og standa yfir fjolskylduveislur, pilagrimsferdir til Mekka og hvadeina i fjora daga. Opinberar skirfstofur eru lokadar lengur. Thess er minnst ad Gud skipadi Abraham ad forna ser Ismail syni sinum Thegar Gud sa ad Abraham aetladi ad verda vid tvi baud hann Abraham ad forna kind i stadinn. Sidan er mikil kindaslatrum a Id al Adha og menn borda thad ef minnsti moguleiki er a alla thessa fjora daga. Born fa ny fot og eins og eg sagdi fra a sidunni um daginn koma okkar framlog thar ad godum notum.

A morgun koma kennararnir aftur til starfa og stulkurnar sem eru ad ljuka fullordinsfraedslunni, A sunnudag hefst svo venjulegur skolatimi krakkanna

Tuesday, December 9, 2008

Líbíumyndakvöld og strauningar

´
Það stóðst á endum, okkur tókst að ljúka við að tjalda fyrir sólsetur

Upp og niður sandöldurnar

Tíu þúsund ára gamlir kettir í Wadi Medkandúsj

Hrafnhildur í Sahara

Sæl öll
Myndakvöld Líbíuhópanna tókst öldungis prýðilega í gærkvöldi og mæting var fín. Við gæddum okkur á kjúklingasalati og fengum okkur kaffi á eftir og svo voru það myndirnjar! Og þvílíkar myndir
Þessar sem hér birtust eru af diski Veru Illugadóttur og hún gerði nokkra í viðbót og hafi fólk áhuga á að kaupa disk á þúsund kall er ég með fáeina.

Svo voru myndir Ingu Jónsdóttur látnar rúlla og rúsínan var náttúrlega 40 mínútna mynd Ólafs S. sem gerði stormandi lukku. Mjög að makleikum.
Fólki fannst gaman að hittast, sýndist og heyrðist mér á öllu. Skáluðum óspart fyrir ferðunum, Líbíu og okkur og til lífs og til gleði.
Maja Heiðdal hefur ákveðið að fara aftur til Líbíu og það gætu fleiri þurft að gera ef tekst að hafa aðra næsta haust.

Fleiri voru með myndir og mér fannst athyglisvert að sjá hversu ólík sjónarhorn voru hjá mönnum, hvort sem var úr fyrri eða seinni ferð þótt myndamótívin væru stundum svipuð.

Vel lukkað kvöld. Allir fengu svo hópmynd og ánægja með það. Hulda og Örn færðu mér disk með sínum myndum og það ætlar Herdís að gera líka og vonandi fleiri því það er mjög nauðsynlegt fyrir mig að eiga sem flestar myndir til notkunar, annað hvort á síðunni eða til almennrar kynningar.

Svo kvöddust allir með jólaóskum og fögnuði og þetta var í alla staði hið gleðilegasta mál.

Munið að hafa samband ef þið viljið fá ykkur Verudiskinn.

Annað mál líka
Nú fer ég sem sagt til Jemen á fimmtudagsmorgun - og þarf aðeins að klára að strauja tísjörtin og brókaðikjólana-og Edda og Gulla Pé munu axla ábyrgð á diskum, gjafa eða minningarkortum þessa daga sem ég er í burtu. Hafið endilega samband við þær.

Ég skrifa örugglega frá Jemen og fundum okkar Nouriu en sendi ekki tilkynningar svo ég hvet fólk til að sýna frumkvæði og fara inn á síðuna eitt og sjálft.

Sunday, December 7, 2008

Nú líður senn að því


Frá fullorðinsfræðslunni í fyrra. Mynd JK

að nýtt fullorðinsfræðslunámskeið hjá YERO taki til starfa og þá þarf ég að leita til ykkar.
Eins og í fyrra er námskeið 22-24 fullorðinna kvenna stutt sem slíkt en ekki einstaklingar. Ég vona að vel verði tekið í það. Og leyfi mér að spyrja: þeir sem hafa boðist til að styrkja börn en ekki fengið krakka því þeim höfðu verið úthlutað styrktarmönnum, viljið þið koma til liðs núna?

Ég er m.a. að tala um Þóru Jónasd, Elvu Jónmundsd, Olgu Clausen, Dóminik Pledel og vonandi einir 20 fleiri.

Fullorðinsfræðslan fer þannig fram að konurnar koma fjóra daga í viku og vinna að saumaskap og alls konar hannyrðum. Þær sem eru ólæsar fá einnig leiðsögn í undirstöðuatriðum í lestri og skrift.

Flestar eru konurnar á aldrinum 25-50 ára og eiga mörg börn og sumar þeirra eru mæður barna sem við styrkjum og hafa drifið sig í fullorðinsfræðsluna eftir að krakkarnir þeirra fengu styrk og sækja til YERO. Þær fá smálaun vikulega sem hjálpar til að framfleyta fjölskyldunni og ekki vanþörf á því.

Hjón í hópi styrktarmanna barnanna hafa einnig gefið andvirði tveggja saumavéla á námskeiðið eins og ég hef sagt frá og var það í minningu mæðra þeirra.

Markmiðið er að við styrkjum námskeið 22ja tvenna og skyldi þá hver borga sem svarar 250 dollurum fyrir. Reikn nr er 1151 15 551212 og kt. 140240 3979 eða sama númer og fyrr.
Ég leyfi mér sömuleiðis að vona - bjartsýn sem fyrr- að þó nokkrir þeirra sem lýstu yfir að þeir mundu styðja börn en létu svo ekkert meira frá sér heyra, komi þarna til hjálpar. Því ekki skal ég trúa öðru en þessu verði vel tekið.

Námskeiðið stendur frá því um 20.des 2008 til jafnlengdar 2009 og þær koma einnig yfir sumarmánuðina.
Mig langar líka til að biðja hvern og einn að senda þetta áfram. Við eigum góða að þótt þeir séu ekki endilega á póstlistanum og ég er viss um að einhverjir þeirra vilja koma til liðs.
Það skal áréttað að óskað er eftir að þessi greiðsla verði innt af hendi ekki seinna en um miðjan janúar og má skipta henni í tvennt og greiða seinni greiðsluna 1.maí.

Þá er mér það ánægjuefni að segja frá því að börnin þrjú sem talað var um í pistlinum hér á undan hafa fengið trausta styrktarmenn svo þetta er allt í góðum gír.

Vænti þess að þetta dreifist á fleiri Mér finnst ekki rétt að ætlast til þess að þeir sem borga fyrir krakkana komi líka þarna við sögu.

Dagbók frá Díafani
Þá er rétt að nota aðstöðu sína hér og segja frá því að loks hefur verið endurútgefin bókin Dagbók frá Díafani eftir Jökul Jakobsson. Hún hefur verið nánast ófáanleg frá því hún kom út 1967.
Þetta er afar fallega skrifuð bók, myndræn og ljúf og pínulítið írónisk líka og er kannski sú besta sem Jökull skrifaði og segir frá veru okkar fjölskyldunnar á grísku eynni Karpaþos í nokkra mánuði 1966.

Thursday, December 4, 2008

Undur má það kalla


Myndina tók Ólafía Halldórsdóttir í fyrri Jemenferðinni sl. vor

að tvær litlar jemenskar stúlkur sem höfðu fengið loforð um stuðning virðast hafa steingleymst. Einn drengur hefur sömuleiðis orðið út undan.

Alls eru 133 börn á styrktarskrá hjá okkur, þar af 94 stúlkur og 39 drengir. Af þessum hópi hefur verið fullgreitt fyrir 113, 17 styrktarmenn skipta greiðslu og langflestir standa við sínar greiðslur, nokkrir virðast hafa gleymt þrjú börn hafa gersamlega orðið útundan. Mér er hreint ekki skemmt yfir því.
Fatimusjóðurinn mun leggja út fyrir þau og greiða upp fyrir þau þar sem greiðslu er skipt enda er það í góðu lagi. Einnig hefur verið greitt að fullu fyrir Hanak háskólastúlkuna okkar úr sjóðnum.

Abdúllah, gæd í Óman í ferð tvö hringdi til mín í morgun og langaði að vita hvort Ómanferð yrði á dagskrá. Ég flutti smápistil um efnahagsástandið og við ákváðum að vera í sambandi. Ómanferðin er dýr, hvað sem líður gengismálum og lítið heyrst frá þeim sem áður voru áhugasamir.

Þá hafa Íranfarar (hugsanlegir) ekki látið mig vita um sín áform. Það er sjálfsagt ekki hægt að lá fólki það. Samt hefur verið ítrekað að það er allt skuldbindingarlaust og því mundi ekki skaða að láta frá sér heyra.

Líbíumyndakvöld verður með sóma og sann á mánudagskvöldið næsta. 43 hafa tilkynnt þátttöku og Ólafur S. hefur setið sveittur við og klippt saman mynd um ferðina og forvitnilegt að sjá hana. Einnig vonast ég til að fleiri komi með diska og almennt sínar myndir.

Tuesday, December 2, 2008

Hvaða stjörnumerki vann þetta árið?





Bogmaður vann með einu atkvæði yfir krabba og hann vann með einu atkvæði yfir tvíbura.Sannarlega æsispennandiHér er listinn. Skal tekið fram að ég taldi sjálfa mig einu sinni.

1. Bogmaður
2. Krabbi
3. Tvíburi
4.-5 Hrútur og vog
6.7.8.9 Ljón, jómfrú, naut og sporðdreki
10.-11 vatnsberi og steingeit
12. fiskur

Þetta er athyglisverð útkoma, sérstaklega hvað jómfrúr og vogir hafa tekið sig á !

Og stutt orðsending til Sýrlands/Jórdaníufara í sept. sl.
Við höfum ekki enn getað haldið myndakvöld. Það er náttúrlega ófært. Það verður efnt til þess fljótlega eftir áramót og Sigríður og Páll ætla að opna heimili sitt fyrir þeim góða hópi og svo sláum við í púkk með veitingar. Nánar um það seinna.

Monday, December 1, 2008

Eid al Adha gengur senn í garð hjá múslumum


Tveir kátir pollar skoða nýju fötin sín

Eftir tæpa viku hefst helsta trúarhátíð múslima Eid al Adha og stendur í fjóra daga. þá þurfa allir krakkar að fá ný föt í tilefni hátíðarinnar og starfsmenn YERO eru nú í óðaönn að ganga frá fatnaði fyrir krakkana. Konurnar á saumanámskeiðinu hafa saumað sumt, aannað er keypt, allt eftir máli og smekk krakkanna. Eins og menn vita eru fötin innifalin í þeirri greiðslu sem styrktarmenn inna af hendi.

Ég þarf ekki að taka fram - en geri það samt- að krakkarnir fengju ekki nýju fötin nema af því. Fjölskyldur þeirra hafa ekki efni á að gefa krökkunum ný föt.

Hef fengið allmargar fyrirspurnir frá styrktarfólki þar sem ég er beðin um að afla upplýsinga um framgöngu og frammistöðu barna viðkomandi og geri það með hinni mestu gleði. Þá fæ ég plögg fyrir þá styrktarforeldra sem ekki hafa þau þegar.

Kannski væri ráð að efna í fund með styrktarmönnum eftir áramótin. Hvernig litist mönnum á það? Þá verð ég væntanlega búin að fá upplýsingar hjá Núríu um hvort einhverjir til viðbótar stefna á háskólanám, hvort þau sýna áhuga á iðnnámi osfrv.

Einnig kemur svo til fullorðinsfræðslunámskeiðið sem ég vona að okkur takist að styrkja.

Og síðast en ekki síst til okkar: Til hamingju með 1.desember

Thursday, November 27, 2008

Þá eru báðar komnar - örfá orð um annað mál líka


Fyrsti Líbíuhópurinn
Fremri röð f.v. Ahmed(öryggisvörður), Ólafur, JK, Isam gæd
Efsri röð f.v. Inga Jóns, Inga hersteinsd, Hermann, Sigga, Hulda, Örn, Margrét, Bergþór, Sjöfn, Þorgils, Sturla, Helga Harðard, Maja Heiðdal, Jón Helgi, Jóna, Eygló, Guðrún Margot, Hrönn, Þór, Helga Kristjánsd og Ásdís Kvaran.

Þar með eru báðar myndir komnar og ég fæ þær gerðar á ljósmyndapappír fyrir myndakvöldið. Þakka Ingu Jónsd kærlega fyrir að senda mér myndina sem og Veru í gær.
Mig vantar enn fjóra sem hafa ekki tilkynjnt sig á myndakvöldið 8.des.

Aðeins annað mál: hef verið að reyna að hafa hendur í hári Sýrlandsfarans Sigríðar Harðardóttur og þætti vænt um að hún hefði samband ef hún getur.

Í þriðja lagi: vegna hringinga út af Íranferð í apríl, Kákasus í maí, Jemen í maílok og Líbanon í mars hafa nokkrir spurst fyrir hvort þeir geti greitt inn á þessar ferðir með þeim fyrirvara að ég endurgreiði það ef ekki verður af ferðunum eða verð þeirra rýkur upp úr öllu valdi. Skil auðvitað að það er mun þægilegra það kerfi sem hefur verið við lýði að borga með afborgunum fremur en snara út stórri summu.

Ætla að ígrunda þetta aðeins og láta þá vita eftir að ég kem frá Jemen 19.des. Mér þætti sömuleiðis gott að heyra skoðanir ykkar á þessu. Um staðfesti9ngargjald sem venjulega er óafturkræft verður þá ekki að tefla. En ákveðinn lágmarksfjölda þarf í ferðirnar eins og menn vita og nokkrir sem höfðu rætt um þessar ferðir hafa ekki látið frá sér heyra. Bið þá að gera það.

Wednesday, November 26, 2008

Inn til Akkakusfjalla - mynd seinni hóps komin hér


Fremri röð frá vinstri Vera, Björn Guðbrandur, JK, Hrafnhildur, Inga, Rúrí, Erla og Edda
Efri röð f.v Dagbjört, Guðrún Sesselja, Valborg, Brynjólfur, Margrét, Ásdís, Helga Ásmundsd, Högni, Eva, Gunnþór, Helga Þ, Sara, Guðrún Davíðsd, Gumundur Pé, Herdís og Birna.

Þetta er sumsé seinni Líbíuhópurinn að leggja af stað til Akkakusfjalla eftir nótt í fínu búðunum í Adali. Myndin var tekin á vél Veru og hún sendi mér myndina áðan.

Isam tók myndina af fyrri hópnum en hefur verið svo upptekinn að hún er ekki komin til mín enn. Hann lofar öllu fögru og sendir vildarkveðjur.
Allir munu fá mynd á ljósmyndapappír á myndakvöldinu.
Mig vantar upplýsingar um þátttöku frá Guðrúnu Davíðsd, Hrafnhildi, Guðrúnu S og Dagbjörtu úr seinni hóp. Í fyrri hóp frá Eygló, Margréti og Bergþóri og bið ykkur koma þeim til mín. Ég verð að hafa réttar upplýsingar fyrir Litlu Brekku og vona að menn skilji það.

Þá skilst mér að gjafir til seinni hópsins séu á leiðinni þar sem síðasti dagurinn fór dálítið út og suður vegna hótelmálanna. Vona ég verði búin að fá þær líka á myndakvöldinu.

Ekki meira núna. Frekari fréttir bráðlega og vonandi að Isam blessaður sendi fyrrihópsmynd hið bráðasta.

Saturday, November 22, 2008


Lítil írönsk stelpa. Mynd Guðlaug Pétursdóttir

Var að setja inn leiðréttingar á áformaðar ferðir. Bið ykkur að kíkja á þær og láta vita eftir því sem áhugi og aðstæður leyfa.

Ég þarf vonandi ekki að fella niður ferðirnar 2009 þrátt fyrir leiðindaútlit hjá fólki um þessar mundir. Því vona ég að áætlanir muni standast að mestu en trúlegt að verð sé ekki fært að birta fyrr en síðar.

Enda verður þetta síðasta árið sem ég hef þessar ferðir eins og áður hefur komið fram.

Svo bið ég fleiri Líbíufara að tilkynna sig á myndakvöldið. Ég þarf að panta smámáltíð í goggana og þarf því að hafa nokkurn veginn rétta tölu þátttakenda.

Var annars að koma frá því að tala um islam hjá MBA nemendum Ingjaldar Hannibalssonar. Það er einhver skemmtilegasti fyrirlestur ársins að jafnaði því menn eru með svo flottar og töff spurningar og varð ekki breyting á því nú.

Thursday, November 20, 2008

Myndakvöld Líbíuhópa - ásókn virðist í Líbanon



Góðan daginn öll

Vandamálið með að komast inn á síðuna virðist leyst og nú virðast engir erfiðleikar á því. Gott er nú það.

Vona að Líbíufarar séu senn tilbúnir með sínar myndir því ég hef pantað Litlu Brekku kl 18 8.desember og bið alla sem vettlingi geta valdið að láta mig vita um mætingu sem væri ánægjulegt að yrði góð enda hóparnir einstaklega flottir og skemmtilegir og ég hef fengið ýmsar fyrirspurnir um dagsetningu.
Vænti þess að Vera og Högni geti aðstoðað í tæknimálum og spennt að vita hvernig Ólafi S. gengur.

Taska Ásdísar Ben hefur ekki fundist en Hussein forstjóri sem er miður sín yfir því máli hefur beðið hana að taka saman lista um það sem var í töskunni svo ´ferðaskrifstofan geti bætt henni þetta amk að hluta.
Hann biður sömuleiðis fyrir bestu kveðjur til þeirra sem hann hitti. Þá er ég að bíða eftir mynd frá ISAM gæd fyrri hópsins en mig minnir endilega að hann hafi tekið hópmynd við þennan fagra skúlptúr náttúrunnar á sína vél, var það ekki?

Leyfi mér að biðja þá sem vita um Líbíufélaga sem nota ekki imeil að láta þá vita og tjekka á hvort þeir mæta ekki örugglega.

Mér heyrist að Líbanon í mars sé á góðu róli en ég ætla ekki að leita eftir verði fyrr en dregur að áramótum. Gleymið ekki að hafa Íran um páska í huga svo og aðrar ferðir þótt ekkert sé klárt í þessum efnum að sinni.

Hlakka til að heyra frá Líbíuförum.

Tuesday, November 18, 2008

Fatimusjóði berst ein og hálf milljón að gjöf



Góðan daginn öll

Hef fengið allmargar fyrirspurnir og kvartanir yfir því að menn komist ekki inn á síðuna. Ég veit ekki skýringar á því þar sem sumir komast þrautalaust og aðrir ekki.
Mun nú senda þetta á færri í einu og ath hvort betur gengur.

Annars geta menn bara skrifað addressuna wwww.johannaferdir.blogspot.com
inn í efsta dálkinn - þar sem skrifað er ef menn ætla að fara inn á einhverjar síður. Þá er síðan líka þar og fyrirhafnarlaust að fara inn á hana. Reynið þetta ef hitt gengur ekki.

Annars er erindið ekki smáræði. Kona nokkur sem er ellilífeyrisþegi og ætlar ekki að láta nafn síns getið hafði samband við mig í gær og sagði mér þau tíðindi að SPRON væri að greiða henni um 1,6 milljónir vegna inneignar á Peningamarkaðssjóði sem hún átti þar og hafði eiginlega afskrifað og bjóst ekki við að fá neitt.

Hún sagðist hafa ákveðið að gefa upphæðina eins og hún leggur sig inn á Fatimusjóð enda gerði hún því skóna að byggingasjóðurinn hefði rýrnað amk um sinn meðan gengið er svona kolvitlaust.
Þessari elskulegu og höfðinglegu konu eru hér með færðar mínar ljúfustu þakkir.


Þá vil ég nefna að margir hafa boðist til að koma til liðs við að greiða fyrir þau Jemenbörn sem virðast hafa gleymst hjá þeim sem ætluðu að borga seinna.Ítreka enn að þetta á ekki við um þá sem láta banka sína millifæra mánaðarlega. Það er í sóma.

Nú stendur málið því mun betur en ansi mörg börn hafa fengið nýja styrktarmenn og verður réttur listi yfir þá birtur á Jemenbörn fljótlega. Auk þeirra sem voru nefndir um daginn hafa Eva Pétursdóttir og Axel Axelsson lagt 5 þús. kr. inn um hver mánaðamót auk þess að styrkja tvær litlar systur. Og um slíkt munar og vel það.

Haft skal bak við eyrað að þeir ætla ekkert endilega að borga næsta ár enda eiga allir að vita að ALLIR skuldbinda sig bara til árs í senn. Ég þakka kærlega fyrir þessa vinsemd og umhyggju.

Ég fer til Jemen 11.des eins og ég hef minnst á. Mun áður senda Nouriu lista yfir börnin með stuðningsmenn sem bættust við í haust og/eða hafa breyst síðan og vænti þess að ég komi svo heim með bréf til viðkomandi og myndir af krökkunum þeirra.

Sunday, November 16, 2008

Edduklipparinn fær hamingjuóskir



Tæknistjórinn okkar, Elísabet Ronaldsdóttir fékk Edduverðlaun í kvöld fyrir klippingu á myndinni Reykjavík-Rotterdam og auk þess klippti hún Brúðgumann, aðra mynd sem fékk fjölda viðurkenninga í kvöld.

Mér finnst þetta hið mesta gleðiefni og tel einbúið að við sendum öll hjartanlegar hamingjuóskir til Elísabetar sem bjó þessa síðu til og gaf mér í afmælisgjöf 2004 og með fylgdi vilyrði um aðstoð nánast á nóttu sem degi.

Elísabet er einstök fagmanneskja en hún er þó einkum og sér í lagi einstök vinkona og ömmubarnsmóðir mín og við deilum ekki aðeins Þorsteini Mána, heldur einnig Ronald Bjarka Mánasyni sem kom í heiminn sl. vor.

TIL HAMINGJU, ELÍSABET! Ferfalt húrra.

Friday, November 14, 2008

Metár í fjölda þátttakenda


Frá Líbíu sem átti fjöldamet ársins
Góðan daginn

Ég var að telja saman að gamni mínu fjölda þátttakenda í ferðum 2008 þar sem síðustu hópferð er lokið.

Met hefur verið slegið alls 161 fór í ferð með VIMA á árinu, þar af 47 til Líbíu, 41 til Jemen, 24 til Egyptalands, 24 til Írans og 25 til Sýrlands og Jórdaníu. Þetta er glæsilegur árangur.

Enn allt óljóst með næsta ár og ég ítreka að áhuga þætti mér gott að heyra um.

Þá hefur nákvæmlega enginn af þeim sem EKKERT hafði greitt fyrir Jemenbörn látið í sér heyra og ég hef nú fært þá krakka yfir á Johannatravel og merkt við þá sem hafa lagt okkur lið með frjálsum framlögum, svo sem sagði í næsta pistli á undan. Tvö börn vantar samt hjálp því stuðningsmenn þeirra sem ætluðu að borga 1.okt seinni greiðslu hafa ekki gert það.

Var í gærkvöldi með fyrirlestur um Miðausturlönd og Jemenverkefnið hjá dægilega skemmtilegum Freeportklúbbi. Í næstu viku fyrirlestur hjá hugþekktum bisneskonum og einnig hefst þá arabískukennslan hjá Mími. Sömuoleiðis verður árlegur fyrirlestur hjá MBAnemendum Ingjaldar Hannibalssonar hjá Endurmenntun í næstu viku og sitthvað fleira. Allt er það harla gott.
Þátttaka náðist ekki í 4ra kvölda námskeið hjá Mími um Menningarheim araba svo ég ákvað að fella það niður en fannst það súrt í brotið en verður bara að hafa það.

Stjórn VIMA hittist um helgina og þarf að huga að ýmsu, m.a. fundi í janúar, fréttabréfi og fleiri.

Bið þá sem hafa skipt um heimilisfang síðan síðast að láta vita snarlega.

Tuesday, November 11, 2008

Sálin er komin- og þá er að huga að Jemenbörnum



Hafa þær fengið stuðningsmenn? Og umfram allt hafa þeir greitt???

Sæl öll
Sálin er mætt eftir langan svefn og hún er mjög lukkuleg með Líbíuferðirnar báðar.
Hóparnir voru ólíkir en einstaklega ljúfir og tóku uppákomum, misjafnlega þægilegum, með hugarró og húmor.
Fyrir það er ég þakklát og vona að Líbíuveran hafi verið sérstök upplifun. Og það hef ég raunar heyrt í imeilum og hringingum í dag. Og takk fyrir það.
Rúrí spurði mig hvort ég legði í að efna í aðra Líbíuferð þrátt fyrir nokkrar hremmingar beggja hópa. Eg held það svar hljóti að vera játandi.

Ég hef verið að rúlla í gegnum blaðabúnka í dag og öldungis rétt: ástandið er ruglaðra í þjóðfélaginu en þegar ég fór til Líbíu fyrir röskum mánuði.

En hafa menn gleymt börnum sínum
Það breytir því ekki að ýmsir höfðu tekið að sér Jemenbörn og ekki staðið við skuldbindingar. Sumir eru þeir sem ekki hafa borgað svo mikið sem krónu, aðrir kváðust vilja skipta greiðslu eins og boðið var upp á og þeir sem borga mánaðarlega standa sig með sóma.
UM TÍU BÖRN VIRÐAST HAFA GLEYMST Í GEÐSHRÆRINGUNUM. Það er ekki viðunandi að sýna ekki lit.

Þar sem afmælisframlög til Hildar Bjarnadóttur duga til greiðslu fyrir fjögur börn, áheit frá Rikharði og Sesselju fyrir eitt, Sijndri Snorrason borgaði fyrir fullorðinsfræðslukonu og verður nú settur sem stuðningsmaður eins barns.
Framlög frá Ágústu Harðardóttur og Guðrúnu Karlsdóttur fyrir eitt barn og Ólöf Arngrímsdóttir hefur gefið rausnarlega í minningarsjóð
Mun ég strika út þá sem töldu sig vilja styrkja börn en hafa ekki gert það og skrifa Johannatravel sem stuðningsmenn í staðinn og ætla ég auk þess að bæta við barni til viðbótar.
Þar með vantar fyrir tvö eða þrjú og ég skrifa þau líka á Johannatravel og breyti því ef ske kynni að menn tækju sér taki.
Enginn var neyddur til að styrkja þessi börn. Það skyldu menn hafa í huga og þar eð ég bauð upp á það frá því í sumar að skipta greiðslunni finnst mér bara lágmarkskurteisi að láta vita ef aðstæður hafa breyst eða menn vilja hætta.

Ég reikna með að fara til Jemen þann 11.desember n.k. og ræða þá við Núríu um húsamálin og afhenda henni lista með styrktarmönnum. Mér þykir ansi hart að þurfa að segja henni að menn sem höfðu lofað framlögum fyrir börnin hafi klikkað án skýringa.

Ferðir árið 2009
Æði margir hafa spurst fyrir hvernig verði með ferðir 2009- sem verður jafnframt síðasta árið sem ég verð með þessar ferðir

Ég held líka að menn skilji að því er varla hægt að svara nú og bíð til áramóta með það.
En mér þætti ágætt að vita um áhugann. Veit nú þegar um Uzbekistan og Kyrgistan. En hvað með Líbanon í mars, Íran um páska, Kákasus í maí og Jemen í maílok, Libíu í október. Það væri ágætt að heyra frá ykkur en að vísu gersamlega skuldbindingarlaust.

Sunday, November 9, 2008

Heim í heiðardalinn

Sæl öll
Komum heim upp úr miðnætti, seinni Líbíuhópur og allir voru hressir en nokkuð lúnir. Vona að menn geti hvílt sig vel á morgun.
Ferðin til London gekk ósköp ágætlega en eini hængurinn var sá að Líbíumenn voru afar tregir að sleppa mér úr landinui þar sem þeim fannst grunsamlegt að ég hafði ekki fínu arabískuáritunina hennar Gurryar í passanum mínum. Eftir hringingu til Husseins forstjóra féll þ+o allt í ljúfa löð en við gátum ekki tjekkað inn alla leið heim því kona nokkur líbísk hafði tekið við yfirmannsstöðu og þverneitaði. Högni var dyggur leiðbeinandi frá terminal 5 svo allt fór á besta veg.
En mikið er Icelandair orðið snautlegt! Eftir ærinn tíma var hægt að kaupa samlokur dýrum dómum og mér tókst að harka út eina gin Aðrir urðu að sætta sig við ropvatn.

kvqaddiekki alla á flugvelli bið að heilsa og vona að allir hafi komist heilu og höpdnu til síns heima.


Í morgun brugðu margir sér á markaðinn og rúta fylgdi okkur hvert fótmál og ekki hægt að kvarta undan þjónustu Robban, þeir önnuðust okkur af mestu umhyggju.

Í GÆRkvöldi voru sem sagt allir þreyttir en ´glaðir og sváfu vel sl. nótt.
Ekki meira í bili. Ég er sem sagt orðin doltið lúin eftir tæpl3ega 5 vikna úthald en mér þykir sýnt að báðar ferðir hafi luikkast og gleðst yfir því hvað ferðafélagar voru einstakir og þakka kærlega samveruna.
Meira kannski á morgun, fer eftir svefni og sálarástandi. En ég held við séum öll ríkari eftir. eKKI SPURNING

Saturday, November 8, 2008

Eftir aevintyralegan solarhring i Libiu erum vid her hress og spraek

Saelt veri folkid
Eydimerkurferd okkar seinni Libiuhops var einstaklega undursamleg og vid nutum eydimerkurinnar ut i aesar. Allir voru gladir og uppnjumdir yfir fegurdinni hvert sem litid var, litbrigdi klettanna, sandoldurnar, bara nefna thad. Svo bidu kokkarnir kaenu med matinn tilbuinn vid skuggsael tre thegar thangad kom. Monnum gekk prydilega ad sofa og ef einhver atti erindi ut um nottina voru stjornur sem lystu leid og Erla sa raunar svo morg stjornuhrop ad hun hafdi ekki unan ad oska ser.

Sidustu nottina i Tkerkeba budunum eins og fyrr og fannst folki bara notalegt ad komast i sturtu og reyna ad greida ssand ur hari og tokst misjafnlega. Svo voar hasarkeyrsla um sandoldurnar og bad i Cabarone vatni vel lukkad.

Vandraedin byrjudu thegar til flugvallar kom, tha vgar seinkunn i nokkra klukkutima en ollu var tekid med stillingu. Flugvelin kom seint og um sidir og hlokkudu menn mjog mikid ad komast i notaleg rum a Safari en tha reyndust nokkrar toskur hafa ordid eftir i Sebha og dro tha dalitid ur kaetinni auk thess sem rutan hafdi gefist upp a bidinni og var farin. Vid komuna A Safari voru svo ekki nema faein herbergi laus thratt fyrir stadfesta pontun og upphofust nu leidindi og endalaus endalaus bid og loks vakti eg forstjora Robbanferdaskrifstofunnar Hussein Founi sem brast drengilega vid og kom a svaedid til ad reyna ad leysa ur malinu.
A endanum var megnid af hopnum hlutt a annad hotel Afrikuhlidshotilid og logdust tha threyttir ferdalangar til svefns um hadegi i dag.

Nokkrir svo sem Hogni, Ruri og fleiri foru svo ut ad ganga siddegis og svo var kvedjukvoldverdur a mjog skemmtilegum stad i gomlu borg. Thangad kom Hussein og eg taladi og thakkadi hopnum og somuleidis sagdi Bjorn Gudbrandur nokkur falleg ord um ferdina sem hann sagdi ad allir mundu lifa a lengi lengi.

AI fyrramalid aetla einhverjir i baeinn ad ljuka innkaupum og svo forum vid ut a flugvoll um hadegi og aetlum audvitad ad reyna ad tjekka farangur alla leidina heim.

Allir eru nu vid hestaheilsu - en threyttir eftir litinn svefn sidasta solarhring. Vid verdum ordin god a morgun.
Vera hefur akvedid ad gerast sandralliokumadur og leikur a als oddi magakveisa sem hrjadi nokkra er lidin hja svo thad er allt i himnalagi En audvitad hlakka allir til ad koma heim annad kvold

Tuesday, October 28, 2008

Seinni hopurinn komst med prydi

Goda kvoldid gott folk
vid vorum ad koma ur kvoldverdi her i Tripoli og allt i soma. I morgun vorum vid a russinu i gomlu borginni, lobbudum um markadinn, einhverjir gerdu kaup og einhverjir tyndust um hrid en allt var svosem i bloma.
Skodudum einnig tvaer grisk ortodokskirkjur thar sem starfssemi og messuhald er leyft, litum inn a leikskola og ymislegt fleira.
I fyrramalid til Leftis Magna klukkan niu.

Thad gekk mjog vel a flugvelli8num i gaer og Gurry og gulla og fleiri sem veittu adstod i vegabrefsmalum eiga miklar thakkir skildar fyrir.

Forstjori ferdaskrifstofunnar kom med mer ut a fugvoll i gaer og eg held ad hvorugt okkar hafi getad treyst tvi ad hopurinn kaemi fyrr en their fyrstu birtust og var mer tha storlett.

Thessi misskilningur med aritanirnar er ferdaskrifstofunnar, en their eiga ser malsbaetur tho vegna thess ad radamadurinnh her er syknt og heilagt ad breyta thessu til og fra.

Vid hofum fengid nyjan leidsogumann sem heitir Milad tvi Isam hefur ekki nad ser eftir sidustu nottina thegar hann svaf i kulda og trekikim, tepplaus og allslaus uti a sandinum. Hann er tho ad hressast en tilfinningalega sed segist hann heldur ekki vera reidubuinn ad bindast slikum tryggdabondum og thurfa sidan ad sja a eftir hopnum!O jaeja. Milad er oskop vaenn og verdur sjalfsagt OK
Vedur er undur notalegt. Allir anaegdir og bidja ad heilsa.
Vera hefur lesid lysingu a mynd sem hun a ad taka. Gudn\mundur Pe veifar tignarlega af svolunum athekkt tvi sem leiddtoginn gerir her allt um kring

Allir bidja kaerlega ad heilsa og skrifid endilega kvedjur til okkar.
Bless i bili

Sunday, October 26, 2008

Letilif i Tripoli

Hef verid herna i leti og notalegheitum og slappad af sidan fyrri hopurinn for. Nu leggur sa seinni af stad og gistir i London og kemur hingad a morgun. Tha verdur ugglaust allt i lagi a flugvelli auk thess sem gaedinn kemur upp og veitir adstod ef thorf gerist a tvi.

I gaerkvold i langan labbitur og tyllti mer nidur a inteligensiukaffid og fekk mer kaffi og ljuffenga koku. Annars beid eg eftir Isam meira og minna allan daginn til ad geta sent heim ploggin sem Edda og Herdis thurftu. Thau komust til theirra en Isam la heima raddlaus og veikur, sennilega af soknudi.
Kona hans sagdi i morgun ad hann vaeri a batavegi. Tvi hann a natturlega konu thessi elska tho hann vaeri gersamlega okvaentur i ferdinni og segdi romantiskar sogur af einu astinni sinni!

Hann gret mikid eftir ad thid forud og thegar eg let hann svo hafa tipsid fekk hann annad gratkast og vid satum vid kaffidrykkju i flugstodinni medan hann jafnadi sig. Hann er natturlega vog. Honum fannst eg kaldlynd ad grata ekki. Eg sagdi ad vatnsberar gretu vid onnur taekifaeri. Svo jafnadi hann sig, blessadur, missti roddina og fekk hita og nu sinnir kona hans honum vaentanlega af theirri tholinmaedi sem naudsynleg er thegar karlmenn veikjast.

Her er bliduvedur sem fyrr. Hussein forstjori ferdaskrifstofunnar- ekki sa sem kom med gjafirnar, thad er Wanis- kom og sotti mig i morgun og vid forum raekilega yfir thad sem aflaga for i fyrri ferd svo thad endurtaeki sig ekki.
Sjaumst svo a flugvellinum i Tripoli a morgun.

Friday, October 24, 2008

Eydimerkurfarar komu til Tripoli i gaerkvoldi

Loksins get eg latid heyra fra okkur. Vid hofum verid sidustu dagana uti i eydimorkinni og komum flugleidis fra Sebha i gaerkvoldi. Tha forum vid rakleitt a hotelid, thar beid fengum vid okkur snarl og allir foru ad sofa, dasadir nokkud en anaegdir.
Dagarnir sidustu eru olysanlegir og eg held thad se ekki minnsta vafamal ad dagarnir sudurfra verda their sem upp ur standa i godri ferd.

Thurfti ad gera breytingu a aetlun svo vid keyrdum til Sebha i stad thess ad flugja. Tvi toku allir af stakri stillingu. Svo tok vid tiu tima ferd thar sem foru a kostum Thor Magnusson og Asdis sogdu sogur og Sigga stjornadi song, menn sogdu brandara i lange baner og timinn leid eins og orskot.

Daginn eftir var lagt af stad inn i eydimorkina skammt fyrir nordan Ubari. Long keyrsla i fyrstu en sidan beygt inn i sandinn og stoppad odru hverju og vid skodudum litbrigdi sandsins og Akkakusfjallanna i fjarska.
Vorum i jeppum og vid Gudrun Olafsd og Hronn vorum saman i bil og voru thaer agaetir ferdafelagar.
Um kvoldid var komid i nattstad i Adalibudunum sem eru eiginlega full flottar svona i byrjun ferdar. Thar voru fin tjold og klosett og sturta i hverju tjaldi.Daginn eftir var margt ad skoda og thetta svaedi er eiginlega svoleidis ad tvi verdur ekki lyst ad neinu gagni. Stoppudum vida og skodudum ma forsogulegar minjar, myndir ristar a kletta ofl ofl.

Nu hofdu trussbillinn med matfongin og rumfatalagerinn - bill med dynur og tjold baest i hopinn. Their a matarbilnum voru alltaf a undan og thegar nalagadist hadegis eda kvoldverdi utbjuggu their hladbord i skugganum og allir gaeddu ser a mjog godum mat og oft stoppad i kaffi.

Tvaer naestu n;tur gistum vid i tjoldum og var thad hopp og hi thegar folk var ad venjast tvi enda ekki thaegindum fyrir ad fara. En stjornudyrdin og utbunadur theirra felaga sem med voru alls stadar til soma. Thad var ad visu ekki haegt ad greida ser eda snyrta neitt ad gagni a morgnana en thad gerdi ekkert til, klosettmal sandsinsd urdu ekki lengi feimnismal. Sumir svafu uti a sandinum, ma baedi Inga og Thorgils, Hronn, Helga Hardar, Sjofn, Olafur S og kannski fleiri. Thad vard ansi kalt a nottunni thratt fyrir hita daganna en menn voru vel utbunir med ljos og godan naeturklaednad.
Seinna kvoldid aetludu bilstjorarnir ad syngja fyrir okkur og vid rodudum okkur upp vid vardeld en their voru doltid lengi ad koma ser saman svo hopurinn - undir forystu Sigridar sem fyrr tok nokkur isl. log og their fylltust lotningu ad vera med svona finum kor a ferdalagi.
Sidustu nottina gistum vid i Afrikubudunum, thar voru sturtur,klosett og speglar og urdu ymsir hissa ad sja sig eftir dagana tvo a undan thegar hvorki speglar ne onnur thaegindi voru innan seilingar.
Tha hofdum vid fyrr um daginn farid i Wadi Metkandusj thar sem storkostlegar ristur eru a haum hamraveggjum
Eftir morgunverd i afrikubudunum var farid i hradakstur um sandoldurnar og menn syntu i soltum Saharavotnum og var thad godur endir og sidan stefnt til flugvallarins eins og eg sagdi fyrr.
Thad hefur enginn kennt ser neins, enginn fengid i magann, eina ad Asdis fekk haesi i tvo daga og var tha litid eitt hljodlkatara! En hun jafnadi sig fljott sem betur fer.
Sumum fannst thetta erfitt i fyrstu en vid erum oll sammala um ad menn muni telja eydimerkurdagna toppinn a ferdinni, their voru spes og fegurd Akkakussvaedisins mognud.
Nu fer hopurinn ut a flugvoll kl 11 og thar kvedjum vid Isam hopinn og hlokkum til ad fa naesta hop a manudaginn.
Takk fyrir allar kvedjurnar og sendid fleiri. Hopurinn hefur verid i einu ordi sagt undurskemmtilegur og jakvaedur og hefur tekid theim breytingum sem eg hef thurft ad gera med stakri hugarro og kaeti og thad vona eg ad naesti geri lika ef eitthvad verdur af sliku.
Thad er hlytt og nokkud rakt i Tripoli nuna midad vid thurrt loftid i Sahara.
Hopurinn kemur svo heim med kvoldvelinni fra London i kvold en Inga Jons mun leida hopinn og vonandi verdur haegt ad tjekka farangur alla leid til Islands.
Bidjum ad heilsa.

Wednesday, October 15, 2008

Vid erum i godu yfirlaeti i Ghadames

Godan daginn
I gaer sidla komum vid Libliulidid fyrra til Ghadames i sudvesturhlutanum. Tha hrukku augnablik nokkrir farsimar i gang vegna nalaegdar vid Alsir. En thad stod ekki lengi.
Ferdin i gaer var long en vid skemmtum okkur prydilega, vid Izam toludum til skiptist, Asdis song og milli thess fengu menn ser lur. Stoppudum i Kasr el Haj og i Nalut sem er staersti Berbabaer her i landi. Langflestir ibua Ghadames eru Berbar og thetta er fjarska godur stadur.
Eftir godan naetursvefn skodudum vid gomlu borgina tvers og kruss og hun er ein af ymsum stodum i thessum heimshluta sem er a heimsminjaskra UNESCO enda afar serstaett byggingarlag sem hefur dugad vel i sumarhitum og vetrarkuldum. Thar byr enginn lengur en kaupmenn med varning voru vid hvert fotmal og ohaett aad segja ad sem fyrr erum vid bysna dugleg ad stydja fjarhag gistilandsins.Allir virdast fila L'ib'iu 'i botn iog mikid er eg fegin tvi.
Bordudum kuskus i daemigerdu husi i gomlu borginni og nu eru flestir ad slappa aaf a hoteli og seinni partinn keyrum vid ut a sandoldur og horfum a solarlag og innfaeddir baka fyrir okkur braud unfir stjornum.
Eftir matinn i kvold er svo dans og musisering.
A morgun verdur haldid aleidis til Tripoli med vidkomu i nokkrum skemmtilegum baejum og thar er ma keramikgerd i havegum hofd.

I fyrradag var ferd okkar til Leftis Magna. Thad var hreint otrulegur stadur og poersonulega fannst mer nu mest til um gridarstora utileikhusid vid hafid.

Thad er allt gott ad fretta. Hopurinn er afar jakvaedur og skemmtilegur og sinnugur um hvert annad. Gaedinn Izam hvers manns hugljufi, matur og vidurgerningur til fyrirmyndar.
Allir bidja fyrir bestu kvedjur

Sunday, October 12, 2008

Olafur handtekinn og Gudrun hvarf

Her koma kvedjur fra bjortum og glodum Libiuforum.
I dag var farid i skodunarferd um Tripoli, gengid um gamla baeinn og skodadur
varningur og Margret keyptiu til daemis forlata tosku ur edluskinni. Vid skodudum
einnig sigurboga markusar areliusar sem audvitad var her og thessi bogi var ekki
grafinn upp fyrr en a 20 old.
Svo skodudum vid dyrdarinnar hus leidtoga Ottomana her a 16 old og hann hefur buid
ansi vel. Vid gatum i opnum gardi og veggirnir um kring pryddir listaverkum og
skrautmunum. Fengum te og kaffi, dodlur og kokur og undum okkur vel. Uppgoitvadi svo
ad Gudrun Olafsd var horfinn og vid hronn aetludum ad fara ad skima eftir hennar
thegar inn gekk tiguleg hvithaerd kona i skarti sem saemt hefdi hverri
landshofdingabru.
Husradandi hafi tha greinilega sed hver var mest hefdarkvenna i hopnum og bjo
Gudrunu upp i fogur klaedi.

Eftir hadegisverd i biltur um nyrri hluta tripoli og sidan frjals timi og skokkudu
menn ut og sudur. olafur S for ut med sina myndavel og myndadi i oda onn thar til
vinalegir logreglumenn toldu hann grunsamlegan og toku hann og faerdu hann i
logreglubil og hofust svo hringingar ut og sudur og olafur var hinn katasti.
Samraedur foru ekki fram a milli theirra vegna gagnkvaemrar tungumalavankunnattu.
Loks var olafi sleppt med brosi og hneigingum og hann helt bara afram ad mynda i
rolegheitum.

I kvold vorum vid svo a finasta fiskistad. I fyrramalid til Leftir magnaGaedinn
okkar her heitir Isam, virkilega naes naungi synist okkur.Her er afar notalegt vedur
og allir i hressu skapi og list vel a sig thad litla sem vid hofum enn sedFerdin fra
ldn gekk vel og skikkanlega thetta er ekki nema 3ja og halfs tima flug.

Gistum a jurys inn a flugvellinum, mesta somahotel.

Thad kom svo upp smatof a flugvelli en allt leystist um sidur og allir voru
tholinmodir og jakvaedir og hofdu bara gaman ad.
thad bidja allir ad heilsa og oska eftir kvedjum.

Wednesday, October 8, 2008

Nokkrar hagnýtar ráðleggingar og heilbrigð skynsemi


Fáni Líbíu. Varla erfitt að muna hann

Vegna fyrirspurnar sem ég fékk í gærkvöldi: best að hespa þessum ráðleggingum af sem allar byggja þó á almennri skynsemi.

Í Líbíuferð erum við í 4ra daga jeppaferð í suðvestur Sahara, förum þar um einstakar slóðir. Við gistum í tjöldum í 2 nætur og strákofum í aðrar 2 ef ég man rétt.
Með í för eru fylgdarmenn á bílum með tól og tæki til að kokka ofan í okkur svo og með dýnur og dótarí.

En auðvitað skilur fólk megnið af farangri eftir á hótelinu í Tripoli. Gæta þess þó að hafa með það nauðsynlegasta og ekki gleyma vasaljósi eða lukt, sólarvörn, hatti og þess háttar. Nauðsynlegum fötum og m.a. hlýrri fatnað því það gæti kólnað á nóttum. Þetta taldi ég að við hefðum rætt á fundunum um sl. helgi en ég hnykki hér með á þessu.

Auk þess og ekki síst er eindregið mælst til að allir í fyrri hópnum séu komnir á Keflavík kl 14 á föstudag. Muna vegabréf og miða. Muna jákvætt hugarfar. Muna að
merkja farangur með því sem ég afhenti á fundunum. Muna að tjekka aðeins inn til London. Muna að skilja slóð síðunnar eftir hjá ykkar fólki svo það geti fylgst með okkur. Reyni að skrifa inn á síðuna þegar tækifæri gefst. Muna að ég sendi EKKI tilkynningar um pistla. Muna að hraðbankar eru aðeins í Trípóli. Munið að lesa leiðbeiningablöðin sem fylgdu með. Munið eftir að pakka lyfjum ALLTAF í handfarangur.

Mér finnst dálítið hallærislegt að skrifa svona sjálfsagðar ábendingar því allt
er þetta ferðavant fólk sem verður eiginlega að brúka heilbrigða skynsemi líka til að muna hvað það á að muna og álykta.
En hér með er þetta vonandi komið til skila.

Það var eitthvert vesen á póstinum í gær, veit ekki hvort allir fengu tilkynningu en sumir kannski tvær. Afsakið það.

Tuesday, October 7, 2008

Gott myndakvöld Jemenhópanna - nýir stuðningsmenn verða fengnir fyrir krakkana


Hér er Nouria með Ahmed Alansee, annað tveggja barna sem Ingvar Teitsson styður


Setið í böndunum góðu í Sjibam.
Ingvar Teitsson tók báðar myndirnar

Gott kvöld öll
Jemen/Jórdaníuhóparnir höfðu myndakvöld núna áðan á Litlu Brekku og var mæting góð þó nokkra vantaði. En það er varla við því að búast að hægt sé að ná samtímis saman tæplega 40 manns.
Við fengum góðan fisk að borða, kaffi og súkkulaði og horfðum á diska og kubba, m.a. frá Guðrúnu Ólafsd, Guðmundi Sverrissyni,Ingvari Teitssyni suðurferð fjórmenninganna Margrétar, Brynjólfs, Guðrúnar S og Evu Júl. ofl. Óuðum og æ-uðum og
Rifjuðum upp skemmtilegar ferðir og áttum verulega ánægjulega samverustund.

Nýir stuðningsmenn við krakkana sem virðast hafa gleymst
Ég sagði í síðasta pistli að það væri ókurteisi að láta ekki vita af því ef fólk ætlar ekki að borga fyrir börnin í Sanaa sem það hefur gefið sig fram til að styðja. Hef ekkert annað orð yfir það. Allir hafa fengið vinsamlega ýtingu en sumir svara ekki einu einasta orði.
Mér finnst leiðinlegra en orð fá lýst að standa stöðugt í þessu veseni. Það er miklu hreinskiptara að segja bara að það sé hætt við eða aðstæður hafi etc.etc.

Var að fara yfir listana frá Nouriu og mun í fyrramálið senda bréf til þeirra sem
höfðu boðist til að koma til liðs.
Ég vona að boð þeirra standi enn og krakkarnir fái allir þann stuðning sem búið var að heita þeim og Nouriu.
Bendi á í 700. sinn að það er EKKI nauðsynlegt að borga alla upphæðina í einu. En einhvern lit verður fólk að sýna t.d með því að borga 5-10 þús. nú og afganginn þegar þessi gengismál hafa skýrst.

Mun svo setja pistil inn á fimmtudag til að minna Líbíufara á nokkra afskaplega sjálfsagða hluti.
Fékk í dag lista yfir vegabréfsáritanir fyrri hópsins. Edda og Herdís sjá um að taka á móti áritunum fyrir þann seinni. Sömuleiðis eru komnir voucherar fyrir hótelið í London, það heitir Jurys Inn ef þið viljið skoða það á netinu. Virðist hið notalegasta.

Þakka svo enn og aftur Jemenferðalöngunum fyrir ljúft og elskulegt kvöld.

Saturday, October 4, 2008

Þrátt fyrir kröggur og kynlegt stefnuleysi

látum við auðvitað ekki deigan síga, góðir félagar. Líbíuhópar voru sannarlega heppnir að SPRON hljóp undir bagga með mér fyrr í sumar, svo ég gat greitt báðar ferðirnar að fullu áður en krónan seig enn lengra.
Og þar sem flest er innifalið í Líbíu ættu menn ekki að þurfa að kaupa gjaldeyri fyrir nein ósköp. Fimm hundruð evrur er ugglaust yfrið nægur farareyrir plús hundrað dollararnir fyrir leiðsögumenn og bílstjóra úti.

Ég ætla að minna á að nokkrum dögum eftir að seinni Líbíuferð lýkur, hefjast svo námskeiðin mín hjá Mími símenntun, annars vegar 4ra kvölda námskeið um Menningarheim Araba og hins vegar arabíska I og ég vænti vænnar þátttöku. Hafa samband við Mími, vinsamlegast.

Núna áðan kom einn Sýrlands/Jórdaníufari til mín með einhvern fegursta blómvönd sem ég hef fengið, til að þakka fyrir ferðina. Slíkt yljar manni sannarlega um hjartaræturnar, svo og aðrar elskulegar kveðjur frá ýmsum í þeim góða hópi.

Óska Guðmundu Kristinsd til hamingju með sýninguna hennar sem var opnuð í dag. Vonast til að komast til að skoða eftir helgina.

Varðandi Fatímusjóð: nú eru að skila sér greiðslur vegna kreditkortareikninga svo innan tíðar verður klárt hvað kom inn á markaðnum og hvernig byggingarstjóðurinn stendur.

Búin að borga þá reikninga sem þurfti að borga og ég fæ ekki betur séð - hvað sem þessu kreppta efnahagsástandi líður - og auðvitað tekst okkur að kaupa nýtt hús fyrir skólann. Hyggst fara til Jemen í desember í nokkra daga eftir að námskeiðum lýkur og þá ræðum við Nouria um næstu skref svo ég taki til orða eins og þessir leiðindapólitíkusar sem enga lausn kunna.

Enn eru nokkrir styrktarmenn sem hafa ekki látið í sér heyra og sé ekki betur en ég verði að leita til þeirra sem höfðu boðið hjálp sína fram ef styrktarmenn greiddu ekki. Það er ekki kurteist að láta mig ekki vita hvernig og hvenær menn hugsa sér að borga ef fólk er að lýsa yfir að það vilji styrkja krakkana.Ef ég heyri ekkert frá þeim sem hafa ekki borgað svo mikið sem krónu með sínum börnum leita ég til annarra á mánudaginn. Þetta getur ekki gengið svona að fólk sýni ekki minnsta lit.Því engan hef ég þvingað til að borga svo ég viti til. Og þakka kærlega öllum sem hafa greitt, borga reglulega og skv. því sem þeir hafa sagt mér. Þetta eru fimm börn sem um er að tefla. Heildarlistann birti ég svo þegar það er allt komið á hreint og vonandi áður en ég fer til Líbíu enda þarf ég að senda Nouriu fyrir amk. 30 börn til viðbótar í næstu viku.

Talaði um Fatímusjóðinn hjá Rotaryklúbbnum Reykjavík austur í vikunni og það var hið besta mál og áhugi góður. Einnig heppnaðist ferðin okkar Gullu Pé til Kefló mjög vel og ég fékk umsagnir þátttakenda sendar og þær voru prýðilega jákvæðar. Mér var sagt í kvöld að arabískunámskeiðið væri fullskipað, ath hvort annað verður. Hvet fólk til að koma á námskeiðið um menningarheim Araba, þar held ég að séu enn laus pláss.

Munið svo myndakvöld Jemenfara. Vantar enn svör frá fáeinum og nokkur spurningamerki eru viðtvo eða þrjá. Þá loksins við efnum í myndakvöldið vonast ég sannarlega til að sjá flesta með sínar myndir og sína diska.


Þegar ég kem frá Líbíu mun ég eindregið óska eftir að menn staðfesti sig í ferðir. Það má ekki seinna vera. Gjörið svo vel og athugið það.

Wednesday, October 1, 2008

Sýning Guðmundu VIMAfélaga og Jemenfara


Hvaðan koma þær- hvert eru þær að fara?

Sýning á verkum Guðmundu Kristinsdóttur í Reykjavík Art Gallery Skúlagötu 30 verður opnuð laugardaginn 4. október kl. 14:00.

Í sýningu Guðmundu “Hvaðan koma þær- hvert eru þær að fara?”
leika konur aðalhlutverkið. Fullskapaðar konur, ýmist naktar eða klæddar, birtast á myndfletinum og koma sér fyrir eins og ekkert sé, en aðrar þröngva sér út úr skugganum fram í rautt dagsljósið. Birting þessara kvenna er ekki tilgangsleysið uppmálað, þær eru mættar hér á eigin forsendum til að sýna okkur samspil kvenna í mörgum tilbrigðum. Sumar virðast ryðjast fram af öryggi í krafti þroska og lífsreynslu. Þær stjórna og tukta til, þær verja og hugga, allt eftir því sem við á, meðan stöllur þeirra taka lífinu með ró og mildi, fara með friði og gull í hári. Kvenorkan getur tekið á sig margar myndir í mörgum litum, í þetta sinn valdi hún rautt.

Guðmunda lauk námi við Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1969 sem myndlistarkennari. Á undanförnum árum hefur hún stundað nám í listmálun við Myndlistarskóla Kópavogs, auk þess hefur hún sótt nokkur námskeið í listaskólum erlendis.

Þetta er fyrsta einkasýning Guðmundu, en á undanförnum árum hefur hún tekið þátt í nokkrum samsýningum. Hún rekur vinnustofuna Art 11 í Auðbrekku 4 Kópavogi ásamt öðrum listamönnum.

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga kl. 14 - 17 til 18. október

Ég leyfi mér að hvetja menn til að fara á sýningu Guðmundu. Myndirnar hennar eru bæði sérstakar og fallegar.

Í leiðinni bið ég fleiri Jemenfara að láta heyra frá sér varðandi myndakvöldið

Svo förum við Gulla Pé til Kefló í kvöld að tala þar hjá Símenntun Suðurnesja og sýna myndir.
Sæl í bili

Tuesday, September 30, 2008

Styrkur og hlaup- og loks myndakvöld Jemenhópanna


Sætar litlar Ómanstúlkur

Gúddag öll

Hef nú loksins fundið tíma fyrir myndakvöld Jemenhópa og sent ferðalöngum og vona að vel verði mætt. Það verður ánægjulegt að rifja upp ferðirnar með þessu einstaklega ljúfa fólki Bið fólk að svara sem fyrst þar sem ég þarf að láta vita um fjölda sem mætir á Litlu Brekku. Ykkur er velkomið að taka með ykkur gesti.
Þar verður á boðstólum fiskréttur og kaffi og kostar 2600 kr.

Rannveig Guðmundsdóttir sem situr í stjórn Fatimusjóðs fór og tók við styrk frá ALCAN sem var 250 þúsund krónur. Einnig lagði Glitnir inn á reikning okkar hagnað af áheitum vegna maraþonhlaups á menningarnótt 120 þúsund. Gott mál.

Þótt ástandið sé skrítið þessa dagana heldur lífið áfram. Og ferðalögin 2009 bíða ykkar og ég hvet fólk sem sagt til að skrá sig eða amk láta vita um áhuga.

Hef haft spurnir af því að einhverjir sem hafa ekki tilkynnt mér það, vilji komast í Ómanferð í febr og verið svo góð að láta vita um það. Ómanferð verður blásin af ef þátttaka næst ekki og sama gildir um Egyptaland. Og raunar allar ferðirnar nema ég heyri frá ykkur hið skjótasta. Þetta þarf mjög langan fyrirvara, það ættu allir að vita nú.

Þakka kærlega elskulegar kveðjur og orð sem menn hafa skrifað inn á ábendingadálk og önnur imeil sem mér hafa verið send. Mér þykir mjög vænt um það allt en engin breyting á ákvörðun minni.

Nokkrir hafa EKKI greitt fyrir Jemenbörnin sín, eða látið mig vita hvernig þeir ætla að borga. Það er allt í lagi að þið skiptið greiðslu og flestir hafa sagt mér hvernig þeir borga. Bið hina að drífa í málunum. Reikningsn. 1151 15 551212 og kt. 1402403979. Ég verð að gera upp fyrir þau fljótlega svo endilega greiðið skilvíslega.
Takk fyrir það.

Hef innan tíðar nánari upplýsingar um verð fyrstu ferða og ég hef heyrt frá Georgíu og þar er allt að færast til betra horfs svo ég hef ákveðið - uns annað kemur í ljós - að Kákasuslandaferð verði í maíbyrjun.
Slæðingur er kominn í Íransferð. Þar má bæta við. Ekki gleyma Jemen í maílok.

Saturday, September 27, 2008

Kornhlöðufundur hinn besti- síðustu ferðir árið 2009

Sæl öll og takk fyrir síðast fundargestir góðir

ÞAR SEM PÓSTUR er bilaður hér bið ég ykkur vinsamlegast að senda þetta áfram því ég get ekki sent tilkynningu nema til fárra

Mánudagur: Tæknistjórinn og eðalklipparinn Elísabet Ronaldsdóttir kippti gömlu tölvunni í lag. Svo ég ætla að senda tilkynningu til fólks.

Á sjötta tug skrifuðu í gestabókina á fundinum áðan sem lukkaðist mjög vel.
Mörður Árnason var fundarstjóri en áður en skipan hans var afráðin sagði ég fáein þakkarorð til félaga vegna Perlusúks enda framlag félaga í því máli mikilsvert og ómetanlegt hvernig sem á málin er litið.

Dóminik Pledel Jónsson talaði um verðlagningu ferða og hvað einatt er lítið að marka fyrstu verðlagningu hjá ferðaskrifstofum ; venjulega bætist við alls konar kostnaður sem ekki er frá skýrt í fyrstu. Því hefur sem sagt ekki verið til að dreifa í VIMA ferðunum þótt ég hafi verið tilneydd að hækka Sýrlands/Jórdaníuferð svo og Líbíuferðir. Það var gert með fyrirvara.

Aðalræðumaður var svo Guðríður Guðfinnsdóttir sem var búsett í áraraðir í Jórdaníu og er tiltölulega nýflutt heim. Hún sagði frá því hvernig sér hefði verið tekið þegar hún settist þar að. Hún benti líka á að hefðir réðu oft meira en trúin þegar svokölluð "kúgun kvenna" er í augum vestrænna, lýsti nokkuð fjölskyldumálum þarlendra og sýndi svo myndir með upplýsingum um Jórdaníu nútímans. Margir lögðu spurningar fyrir Gurry og svaraði hún öllum vel og greiðlega og afar góður rómur gerður að hennar máli.

Eftir að menn höfðu svo úðað í sig kaffi og tertum héldu fundarstörf áfram og Mörður gaf mér orðið.

Ég lýsti því að ferðir ársins 2009 lægju frammi en verð væri ekki gefið upp enda varla fært fyrr en síðar.

Mæltist samt til þess að menn skráðu sig í ferðir og það fyrr en síðar og verð kæmi jafnskjótt og unnt væri.

Einnig skýrði ég frá því að ferðir ársins 2009 verða þær síðustu sem ég mun standa fyrir og sló þá þögn á viðstadda(!)
En sannleikurinn er sá að þessar ferðir hafa orðið svo vinsælar og eftirsóttar að ég get varla sinnt öðru - og svo að auki stúss við Fatímusjóðinn - og ég hef annað í huga árið 2010 ef guð lofar og allt það. Þó ég hafi haft af þessu ómælda ánægju og kynnst undursamlegu fólki verður einhvern tíma að láta staðar numið. Hagnaðurinn hefur heldur ekki verið í samræmi við undirbúning og fararstjórn - og þetta er ekki sagt í píslarvættistón. Þetta er bara staðreynd og sjálfri mér um að kenna.

Samt er engin ástæða til að örvænta en menn ættu að taka nótis af þessari ákvörðun og skrá sig í ferðirnar 2009 og það fyrr en síðar.
Þegar vatnsberi hefur ákveðið sig, hann er stundum dálítið lengi að því, er hann ansi hreint staðfastur.

Ég set svo hér ferðir ársins og tekið skal fram að þátttakendur verða að vera minnst 20 til að úr ferð verði.
Þegar greiðsluáætlun liggur fyrir er NAUÐSYNLEGT að menn borgi á réttum dagsetningum og verður það ekki nógsamlega áréttað.

GJÖRIÐ SVO VEL OG LÁTIÐ VITA um hvaða ferðir þið kjósið.

Febrúar. Óman eða Egyptaland 12-14 dagar
Mars: Líbanon 8 dagar
Apríl: Íran 14 dagar
Maí Kákasuslöndin Azerbadjan, Georgía og Armenía 17 dagar
Lok maí/júní Jemen/Jórdanía 16 dagar

September: Úzbekistan/Kyrgistan 16-18 dagar ( að líkindum uppseld)

Á sunnudag var fundur tveggja Líbíuhópa. Sá fyrri fer út 10.okt og kemur 24.okt. Inga Jónsdóttir mun væntanlega leiða hópinn fyrri á heimleið. Sá seinni fer út tveimur dögum síðar. Ég kem ekki heim í millitíðinni, bíð í Tripoli, annað væri bara geggjun. Edda Ragnarsdóttir og Herdís Kristjánsdóttir hafa verið beðnar að stýra hópnum á leiðarenda í Tripoli- með gististoppi í London.
Þetta voru elskulega notaðlegir fundir, menn gæddu sér á sýrlensku gúmmulaði, kökum, döðlum og sætindum öðrum og drukku kaffi eða te. Margs var spurt og mér finnst ríkja tilhlökkun í báðum hópunum.

Wednesday, September 24, 2008

Afmælisgjafir og tölvur og sitt lítið af hverju



Sælt veri fólkið á sólskinsdegi

Hér á Drafnarstíg ríkir mikil kæti og mikið þakklæti:

Í fyrsta lagi ákvað Hildur Bjarnadóttir að biðja fólk á afmæli sínu á dögunum að gefa í Fatímusjóð í stað gjafa. Ýmsir sem hyggjast gefa henni og voru fjarverandi á merkisdeginum hafi hugfast að reikningurinn er 1151 15 551212 og kt 1402403979

Í öðru lagi hringdi í mig í gær Sigríður Dóra Jóhannsdóttir, myndlistarkona, sem varð sextug nýverið og bað fólk sem vildi færa henni gjafir að leggja inn á reikning og hefur nú skenkt mér 250 þúsund krónur. Það er komið með sóma og sann inn á byggingarsjóðinn. Við hann hafa einnig bæst myndarlegar greiðslur og m.a. gaf Björgúlfur Thor Björgúlfsson 2 milljónir nýverið.

Enn gerðist það í morgun, að Ragnar Þorgeirsson ákvað að gefa Fatimusjóði (þ.e. viðkomandi JK) nýja tölvu og á því var brýn þörf þar sem núverandi tæki er að gefast upp á limminu fyrir sakir aldurs og mikillar brúkunar.

Þá er vert að segja frá því að SPRON-sjóðurinn veitti okkur 300 þúsund krónur og ég sendi þær tafarlaust til Nouriu sem tæp árslaun kennara.
Við höfum því greitt nú tvenn kennaralaun og fyrir 91 barn.
Ég hef líka veitt því athygli að hjón sem styrkja 2 börn í Jemen leggja auka 5 þúsund krónur mánaðarlega.

Ég er svo gáttuð og glöð yfir þessu öllu og fannst ég yrði að segja frá þessu. Ekkert af þessu er sjálfgefið en sýnir rausnarhug sem ég kann vel að meta.

Þá er að aukast salan í minningar-og gjafakortum og þau geta skilað drjúgu. Hafið það bak við bæði og ég sendi þau umsvifalaust fyrir ykkur.
Við hyggjumst svo gera nokkrar endurbætur á þeim áður en langt um líður, VIMAstjórn.

Svo minni ég á fundinn í Kornhlöðunni n.k. laugardag kl 14 þar sem Guðríður Guðfinnsdóttir verður aðalræðumaður og án efa forvitnilegt að hlýða á mál hennar þar sem hún var búsett í Jórdaníu á þriðja áratug. Hvet fólk til að fjölmenna og taka með sér gesti og nýir félagar eru velkomnir.

Í lokin : Hef sent allar vegabréfsupplýsingar beggja Líbíuhópa til ferðaskrifstofunnar þar í landi og þeir hópar hittast á sunnudag og skulu allir koma og fá sína miða og upplýsingar og fleira.

Í kvöld fer ég í Símennt Vesturlands á Akranesi og það verður gaman. Keflavík er svo fljótlega, plús einn Rotaryklúbbur sem einkum hefur áhuga á að heyra af Jemenverkefninu okkar.
Heyri að Líbanon fær hljómgrunn. Meira um það fljótlega.

Því er þetta allt í hinu fegursta standi.

Monday, September 22, 2008

Fatimukökuuppskriftin og Líbanon of.l



Hef fengið margar fyrirspurnir um Fatimukökuna og því set ég enn uppskriftina hér
Miðað er við venjulega bolla býst ég við. Ég hugsa ég hafi notað of stóra bolla því þessi uppskrift var rífleg í eitt form.

Kannski má minnka smjörið í því sem er hrært saman við hunang og kanil í því sem er sett ofan á,

1/3 bolli brætt smjör
3 egg
½ bolli sykur
Vanilludropar
½ bolli hveiti
½ teskeið lyftiduft



Sett ofan á
½ bolli brætt smjör
½ bolli sykur
1/3 bolli hunang
½ tesk. Kanill


Smyrjið kökuform. Hitið ofninn í 200 gráður
Hrærið egg, sykur og vanilludropa vel og vandlega. Bætið í bræddu smjöri og hrærið
Bætið hveiti og lyftiduft saman við og hrærið gætilega. Sett í bökunarform og bakið í 10-12 mínútur.
Á meðan má bræða smjörið við lágan hita og bætið við hunangi, kanel og sykri. Hrærið vel og þegar það er í þann veginn að sjóða takið þá af pönnunni og hellið yfir kökuna. Setjið hana aftur í ofninn umþ.b 15 mínútur.

Líbanon, Kákasus og fleira
Hef fengið allmargar fyrirspurnir um ferð til Líbanons næsta vor, líklega í mars.
Einnig eru Kákasusmenn að spyrjast fyrir um ástand mála þar. Íran virðist í besta lagi og sömuleiðis Jemen.
Hef sent ferðaskrifstofustjórunum fyrirspurn um málið og vonast til að fá svar fljótlega.
Líbanon ferðin yrði í viku. Kákasus í 16-18 daga og Íran eins og venjulega. Hef ekkert fullnaðarverð að svo komnu en ég reikna með að ferðirnar 2009 hækki verulega ef ekki fer að rætast úr gengismálum

Á fundinum á laugardag kl 14 í Kornhlöðunni verð ég kannski komin með verð en menn skulu athuga að það er allt með fyrirvara.
Hvet fólk til að koma þangað og hlusta á Guðríði Guðfinnsdóttur sem bjó mörg ár í Jórdaníu og þekkir þar allt út og inn. Mörður Árnason verður fundarstjóri og það ferst honum alltaf vel úr hendi.

Myndarlegt fréttabréf ætti að koma til ykkar varla síðar en á morgun eða miðvikudag.

Þá hef ég sent Líbíufólki tilkynningar um fund n.k sunnudag til að afhenda miða ofl og menn munu gæða sér á döðlum og kökum sem ég keypti í Sýrlandi. Þangað verða allir að koma. Tveir hafa ekki sent mér ljósrit úr pössum og verður það að gerast í síðasta lagi á miðvikudag til að þeir geti undirbúið vegabréfsáritanir.

Hef heyrt frá nokkrum Sýrlands og Jórdaníuförum og allir virðast mjög ánægðir.
Sálin mín er líklega við Færeyjar og flýgur nú heim af seiglu.

Saturday, September 20, 2008

Komnir heim Sýrlandsfarar- og síðustu dagarnir - og ath fundinn n.k laugardag

Góða kvöldið öll

Hópurinn kom heim rétt fyrir ellefu í kvöld, bið að heilsa þeim sem mér gafst ekki tími til að kveðja á flugvellinum. Allir voru sprækir og held ég megi segja afar ánægðir með ferðina, þótt langur dagur sé að baki. Við vöknuðum kl 5 í morgun og snöruðum töskum fram og rakleitt í morgunmat og svo til Damaskusflugvallar. Veit ekki betur en allur farangur hafi skilað sér.

Í gær fórum við í skemmtilega skoðun á Þjóðminjasafnið og svo var frjáls tími uns þau rausnarlegu ræðismannshjón í Sýrlandi, Claudie og Abdu Sarraf sendu eftir okkur bíl og var ekið til glæsilegs heimilis þeirra og þar var slegið upp veislu í garðinum. Urðu gleðifundir og ekki skal á neinn hallað þótt Abdu væri allra lukkulegastur að hitta Ólaf Egilsson, sendiherra sem mælti með honum í ræðismannsstarfið. Við nutum þarna mikillar og elskulegrar gestrisni hjónanna og teygðist úr heimsókninni þótt við vissum við yrðum að vakna kl 5 um morguninn.

Ég færði svo ræðismannshjónum bók um Ísland sem allir í hópnum skrifuðu á og flutti smátölu og vitnaði í Njálu, minna mátti það ekki vera. Einnig sagði Ólafur Egilsson nokkur vel valin orð.

Fyrr um daginn kom Abdelkarim, forstjórinn okkar í Sýrlandi með gjafir, sýrlensk sætindi handa öllum í hópnum.

Við áttum góðan dag í Malulah og hrifust menn af stemningu og kirkjunni og gengu niður skarðið sem sagan segir að hafi opnast fyrir heilagri Teklu þegar hún var á flótta undan fjendum sínum. Hitti þar sæta líbanska prestinn sem skenkti mér almanak og bað okkur guðsblessunar.
Í Bagdadkaffi var langt og gott stopp og þar var pikknik hádegisverður og enn einir gleðifundirnir. Fólki fannst gott að koma þangað sem fyrr.

Í Abbasidbúðunum var svo að loknum kvöldverði slegið upp dansi og hoppi og híi í skrautbedúínatjaldi og dansaði þar hver sem betur gat. Við vildum endurgjalda músíseringuna og tókum því Ríðum ríðum rekum yfir sandinn fyrir bedúínana og feimna Japani sem voru samtíða okkur.

Í Palmyra morguninn eftir var nokkuð hlýtt en við skoðuðum það helsta og hrifust menn alveg sérstaklega af Balhofi og glæsileik Rómverjastrætis. Um kvöldið sólarlagsstemning í æð uppi á fjallinu fyrir ofan Palmyru þar sem glöggt má sjá hve tiltölulega lítill hluti þessa mikla svæðis hefur verið rannsakaður.
Hasan bílstjóri og Nader leiðsögumaður sem er náttúrlega ekki neinn Maher en hugnaðist mönnum harla vel báru fram te og smákökur.

Ég leyfi mér að segja að allir hafi notið ferðarinnar og eins og Þorsteinn Haraldsson orðaði það við mig í gærkvöldi, hefur flest breyst í huga og hugsunum eftir förina.

Kvöldið sem við komum frá Palmyra borðuðum við kvöldverð í Omyadveitingahúsinu og horfðum heilluð á dervvisjansa. Þá var með okkur Bjarney
Friðriksdóttir, þekkileg stúlka sem hefur unnið hjá Flóttamannastofnun S.Þ síðustu fimm mánuði og var akkur í að hitta hana.

Fundur á laugardag og fréttabréf
Haustfréttabréf er farið í póstinn og myndarlegra en nokkru sinni og vona að fólk fái það á morgun eða hinn. Segir þar ítarlega frá okkar Perlusúk, grein eftir Margréti Guðmundsdóttur um ferð fjórmenninganna í fyrri Jemenferð sl. vor til Aden og víðar.
Grein er eftir Valdísi Björt Guðmundsdóttur um Islam og feminisma, heimsókn í YERO sl vor, mataruppskriftir, ´bók mánaðarins Laxveiðar í Jemen eftir Elísabetu Jökulsdóttur og síðast en ekki síst klausa um háskólastúlkuna okkar, Hanak al Matari.
Einnig segir um
fundinn 27.sept n.k í Kornhlöðunni þar sem Guðríður Guðfinnsdóttir Bahra sem
var búsett í Amman í óramörg ár segir frá vandanum við að aðlagast framandi umhverfi og samfélagi


Menn eru hvattir til að mæta vel og stundvíslega kl 14 e.h. Og ferðir ársins 2009
verða tíundaðar. Þar verður áreiðanlega verðhækkun vegna mikilla sviptinga en ég mun ganga eindregið eftir því að menn skrái sig og reyni að vera með verð eins nærri lagi og unnt er.

Loks er svo að geta að Líbíufarar í báðum ferðum fá á morgun eða í síðasta lagi hinn daginn tilkynningu um fundi þar sem miðar og ferðagögn verða afhent.

Ekki meira núna, ætla að sofa fram eftir morgundegi og reikna með að flestir Sýrlandsfarar þurfi hvíld eftir langa ferð. Svo taka við þó nokkrir fyrirlestrar næstu vikur, m.a. um Perlusúk ofl. bæði í Keflavík og Akranesi og víðar.