Thursday, December 30, 2010
Gæfuþrungið ár- Jemenbörn-mánaðamót ofl
GLEÐILEGT ÁR OG TAKK FYRIR ÞAU LIÐNU
Þessar myndir eru frá Eþíópíu. Það má láta sér detta í hug að sækja heim þetta eitt elsta og merkasta menningarríki heims? Þið látið vita.Menn hafa látið í ljós áhuga á því. Ég hyggst fara í könnunarleiðangur þangað seinna á árinu og sé svo til. Mætti hugsa sér að þetta yrði 12-14 daga ferð.
Náttúrufegurð er einstök í Egþíópíu, þar er dýra og plöntulíf einstaklega fjölbreytt, mannlífið margþætt og svo mætti áfram telja. Hef engar upplýsingar um tímasetningu, verð, áætlun og þess háttar fyrr en ég hef farið þangað.
EN mér þætti fróðlegt að vita hvort áhugi er á þess konar ferð.
Að kvöldi 1.jan hafa fjórtán skráð sig sem áhugasama. Svo það er ekki eftir neinu að bíða með að láta mig vita.
UPPLÝSINGAR UM JEMENBÖRNIN YKKAR VERÐA SENDA TIL YKKAR NÆSTU DAGA
Ég hef fengið allítarlegar upplýsingar um flest Jemenbörnin sem við styðjum. Ýmsar fréttir fylgja þar með. Nokkrar stúlknanna eru trúlofaðar eða "eru að svipast um eftir mannsefni" eins og það er orðað í upplýsingunum. Þar með snúa þær sér að öðrum málum en þær hafa að minnsta kosti fengið góðan grunn og engin þeirra sem hyggur á giftingu er yngri en 18 ára og hafa verið í skóla með stuðningi íslenskra sl ár.
Þessar upplýsingar verða senda fyrstu dagana í janúar þegar þær hafa verið lesnar saman og þýddar svo allir fái réttar upplýsingar. Nokkrir drengir hafa hætt að mæta en við fengum aðra í staðinn sem allir hafa stuðning.
Svona skýrslu hefðum við raunar þurft að fá á hverju ári.
Muna síðustu greiðslur fyrir Íran og Uzbekistan
Nokkrir hafa lokið greiðslum í Íran og Uzbekistan. Bið ykkur að gera skil strax um mánaðamót og borga þá einnig 80 dollara vegabréfsáritun til Írans Allir hafa greitt áritunargjaldið til Uzbekistan.
Eins og áður hefur verið sagt verður fundur með Íranförum fljótlega í janúar þegar vegabréfin eru komin heim, stimpluð og fín. Læt ykkur vita um það.
Endurtek nýárskveðjur mínar til ykkar allra.
Saturday, December 18, 2010
Bréf til sonar - myndakvöld Palestínufara milli jóla og nýárs?
Ætla að leyfa mér að vekja athygli á þessari bók Frá föður til sonar eftir Ahmed Hafez Awad. Í henni eru fimmtán bréf sem hann skrifaði Salah syni sínum á meðan hann var við nám í Bandaríkjunum á þriðja áratug 20.aldar.
Nú hefur sonarsonur höfundarins og alnafni Ahmed Hafez Awad sem hefur verið búsettur á Íslandi í 45 ár látið þýða bókina úr arabísku yfir á ensku og síðan fékk hann Gunnar Rafn Jónsson og Valbjörgu Fjölmundsdóttur til að koma henni á íslenskt mál og er bókin nú komin út.
Awad selur bókina sjálfur og ef þið hafið áhuga á henni bendi ég ykkur á að hafa samband við hann á netfanginu awad@centrum.is
Awad eldri og höfundur var útgefandi og ritstjóri virts tímarits í Kairó á sínum tíma sem hét Kawkab al Shark sem mætti útleggjast stjarna Austursins
Þar sem ég fékk þessa bók í hendur í dag hef ég ekki lesið hana en ugglaust fróðlegt að kynna sér þann hugarheim sem í henni birtist á þeim tíma sem bréfin eru skrifuð.
Myndakvöld Palestínufara?
Hef verið að íhuga hvenær heppilegt væri að efna til myndakvölds Palestínuhópsins góða. Mér hefur dottið í hug að það mætti hugsa sér það milli jóla og nýárs eða fljótlega eftir áramótin. Vona að flestir séu nú langt komnir að skipuleggja myndir. Verð í sambandi um það og veit að Helena og Baldvin verða á landinu milli jóla og nýárs og gaman væri ef þau gætu verið með á myndakvöldinu.
Að öðru leyti: Íranvegabréf hafa tafist vegna margra frídaga í Íran. Mun koma þeim til skila jafnskjótt og ég fæ þau í hendur, stimpluð og fín.
Thursday, December 2, 2010
Mynd af duglegu tombólustúlkunum. Og fundur um Írak?
Hér er myndin af duglegu stúlkunum í Fossvogsskóla sem efndu til tombólu til styrktar Fatimusjóði og ég hef sagt frá. F. v. Tara Jónsdóttir, Margrét Friðriksson, Elísabet Friðriksson, JK, Halldóra Þórsdóttir, Marta María Stephensen og Þórunn Guðmundsdóttir.
Það var mjög gaman að hitta stúlkurnar og heyra þær lýsa skoðunum sínum og áhuga á að hjálpa stúlkum í Jemen til að geta gengið í skóla og eins og sjá má af plakatinu höfðu þær undirbúið þetta af kostgæfni og afraksturinn var líka eftir því, ríflega 32 þúsund krónur. Þeim eru færðar þakkir enn og aftur og mættu fleiri taka þær sér til fyrirmyndar.
Menn borga nú sem óðast
inn á ferðir til Íran og Uzbekistan og takk fyrir það. Vona að allir ljúki greiðslu í síðasta lagi á morgun því ég verð að húrra mér í að senda næstu greiðslu á báða staði strax á mánudag.
Einnig hafa æði margir í seinni Uzbekistanferð greitt staðfestingargjald og þurfa að einnig að drífa í því í síðasta lagi á morgun.
Fundur um Írak?
Við í stjórn VIMA höfum mikinn áhuga á að efna til fundar um stöðu mála í Írak. Við leggjum drög að því að fá ræðumann sem hefur búið og starfað þar um alllanga hríð og þekkir til þeirra mála betur en flestir. Þar með gæti einnig verið að fundurinn yrði fyrr en venja hefur verið með janúarfundi en ég þykist þess fullviss að menn setji það ekki fyrir sig. Læt ykkur fylgjast með.
Monday, November 29, 2010
Vilja menn aðra Palestínuferð- Uzbekistan og Íranfarar muni að greiða
Við Walid, leiðsögumaður í Sýrlands/Líbanonsferðinni sl.okt. Stödd í Bagdadkaffi þeim galdrastað. Myndina tók og sendi mér á Facebook Kristín E. Daníelsdóttir.
Góðan daginn
Minni á, mér til óblandinnar skemmtunar, að menn greiði tilskildar greiðslur um mánaðamótin og á þar við Íranfara í febr.lok, Uzbekistanfara´um páska og Uzbekistanfarar í sept 2011 eru beðnir að greiða staðfestingargjaldið. Sú ferð er langt í full ef allir verða með sem hafa lýst áhuga sínum.
Það er verulega gleðilegt að á endanum náðist góð og eðlileg þátttaka í Íranferðina, við verðum 25 og mér sýnist hópurinn ljómandi góð blanda. Hef ekki getað sent vegabréfin út enn því mig vantar tvö. Einnig hefur staðið á leyfisnúmerinu frá Íran sem er nauðsynlegt til að senda þau út en leysist væntanlega allra næstu daga.
Mér finnst til sóma hvað Uzbekistan fær góðar undirtektir svo ferðirnar þangað verða tvær á næsta ári, ef guð lofar. Vona að allir ferðalangar í fyrri ferð hafi fengið sín vegabréf. Flyt starfsfólki sendiráðs okkar í London kærar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð.
Aðrar ferðir eru ekki fyrirhugaðar af minni hálfu nema ef vera kynni að þátttaka safnaðist í Palestínuferð sem lukkaðist afskaplega vel á dögunum. Hún yrði um miðjan maí og ég bið ykkur að láta mig heyra í ykkur hvað það snertir.
Dóminik og hennar fólk eru nú að vinna í næsta fréttabréfi sem kemur um miðjan janúar. Þar verður án efa fróðleikur af betra taginu að vanda.
Ég bið ykkur að senda mér breytingar ef einhverjar eru á heimilisföngum.
Tuesday, November 23, 2010
Sautján hafa skráð sig í seinni Uzbekistanferð- myndir sjá hér að neðan
Herbergi í litla hótelinu okkar, Sasha and son í Bukhara
Nú hafa 15 manns tilkynnt sig með vissu í seinni Uzbekistanferð og er það þakkarvert og vinsamlegast látið vita. Eins og ég hef nokkrum sinnum tekið fram verður sú ferð væntanlega 9.22. sept 2011 og staðfestingargjald skal greiða nú um mánaðamótin. Ef ekki nást 24 þátttakendur hækkar ferðin lítillega en býst ekki við það verði vandamál.
50 þús á reikn 342 13 551346 og kt 441004 2220 svo og aðrar afborganir, þe. Íran í febr/mars og Uzbekistan í apríl.
Von er á vegabréfunum stimpluðum kl 4 í dag, þriðjudag og verða væntanlega komin til mín um sexleytið. Reyni að keyra einhver út í kvöld og gætu einhverjir lagt mér lið er það vel þegið.
Þá skal bent á að Máni Hrafnsson myndasmiður hefur sett inn nokkrar Palestínumyndir fyrir mig, sjá hér að neðan.
Friday, November 19, 2010
Palestínufarar í sjöunda himni
Sæl öll
Komum heim núna áðan og vægt til orða tekið að segja að allir voru í sjöunda himni. Þetta var eftirminnileg ferð og lærdómsrík, spennandi og allir nutu hennar í botn.
Því miður gafst mér ekki tími til að setja annan pistil inn á síðuna og bæti hér með aðeins úr því.
Hópurinn hugdjarfi í Getsemanegarðinum. T.f.h Mousa, leiðsögumapur, Unnur Hólmfríður Brjánsdóttir, Helga Sverrisdóttir, María Kristleifsdóttir, Eyþór Björnsson, Máni Hrafnsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir
Önnur röð frá hægri Helena Gíslason, Sesselja Bjarnadóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Arngrímsdóttir, Eva Júlíusdóttir, Davíð Baldursson, Aðalheiður Birgisdóttir, Ólöf Magnúsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir
Aftasta röð f.h. Hafsteinn Hafsteinsson, Högni Eyjólfsson, Rikharð Brynjólfsson, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Eygló Yngvadóttir, Steingrímur Jónsson, Baldvin Gíslason, Mörður Árnason
Fundurinn í Ramallah með konu Marwans Bargouti, þingmanns, Födwu sem við hittum á mánudaginn verður líklega það sem stendur upp úr hjá mörgum. Marwan Bargouti var dæmdur í fjórum sinnum lífstíðarfangelsi hjá Ísraelum og 40 ár til viðbótar til vonar og vara. Hann var þá þingmaður og mjög ötull talsmaður fyrir réttindum Palestínumanna og hvort sem sakir sem á hann voru bornar voru réttar eða ekki er augljóst að Ísraelar líta á hann sem hættulegan mann - og þarf raunar ekki ýkja mikið til að menn séu taldir hættulegir öryggi Ísraels eins og það er jafnan orðað.
Kona hans, Fadwa tók þá við baráttunni og stýrir skrifstofunni í Ramallah af miklum skörungsskap. Hún tók okkur afskaplega vel, sagði frá af hjartans einlægni og rakti í leiðinni margflókin samskipti þessara tveggja þjóða í landi Palestínumanna. Það væri of langt mál að rekja það en við vorum mjög snortin að hlýða á hana og sjá þessa hugrökku konu sem gæti svo sem allt eins verið handtekin sjálf ef svo bæri undir. Þarna stoppuðum við góðan klukkutíma og einnig kom að hitta okkur palestínskt skáld sem Linda og Elísabet höfðu óskað eftir að hitta og spjallaði við þær
Rétt er að taka fram að þar sem ég var enn afleit af íslensku kvefi veitti Mörður drengilega aðstoð svo ég þurfti ekki að tala eins mikið og ella.
Í Ramallah vitjuðum við einnig grafhýsis Yassirs Arafat þar sem tveir verðir standa heiðursvörð allan sólarhringinn. Guðmundur Kr. arkitekt var afar hrifinn af því hve smekkleg umgjörðin er og við vorum mjög sammála því.
Að svo búnu og eftir rúnt um Ramallah var haldið til Nablus og brá svo við að engar hömlur voru settar á ferð okkar. Líf og fjör í Nablus og andrúmsloftið hið glaðlegasta og okkur var hvarvetna vel tekið og boðin hjartanlega velkomin sem við gengum um markaðinn og fleiri staði. Nablus er frægt fyrir góðar sápur og gerðum við m.a. nokkur kaup í þeim. Einnig skoðuðum við Jakobsbrunninn sem grískir annast og undir fallega kirkju sem þar hefur verið reist.
Daginn eftir var seinni dagurinn í Jerúsalem. Þá var farið að kirkju heilagrar Önnu, móður Maríu meyjar, í salarkynni hinnar heilögu kvöldmáltíðar, skoðuðum Rómverjabrautina og gengum síðan um gyðingahverfið og armenska hverfið í gömlu borginni. Síðan var frjáls tími og menn nutu tímans og notuðu hann vel.
Síðasta daginn lá leiðin til Jerikó sem er ein af elstu borgum heims sem enn er í byggð á sínum upprunalega stað. Þar var farið um menjar elstu leifa þessarar vinalegu borgar sem er undurfögur og mikill gróður í vininni, keyrðum aðeins upp á fjallið þar sem Satan reyndi að freista Jesú í þann tíð og að einum af nokkrum greftrunarstöðum Moses
og svo var farið í Kumranhellana þar sem hin frægu Dauðahafshandrit fundust fyrir einskæra tilviljun 1947.
Það skal tekið fram að Mörður Árnason las víða upp úr Biflíu þegar við átti og á leiðinni heim frá Jerikó flutti Rikharð afar fróðlegan fyrirlestur um krossfarana og skýrðist þá m.a. ástæða þess þegar múslimum ofbauð þegar Bush hóf sína "krossferð" gegn múslimum eftir 2001.
Þetta er náttúrlega hrá upptalning en óhætt að segja að allir þeir staðir sem við sóttum heim snertu menn á einn eða annan hátt. Það var til dæmis afar furðulegt að hvern dag þegar við keyrðum út úr Betlehem og um hliðið á múrnum þar konu riffilbúnir Ísraelar inn í rútuna til að skoða okkur. Það var einstakt og skrítið að sjá að Ísraelar ráða löndum Palestínumanna og geta haft þar alla sína hentisemi. Margir sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir því hve nærvera Ísraela er mikil og landtökubyggðir -sem nú mun hafa verið gert smáhlé á gegn vopnum og öðrum hergögnum til Ísraela- eru á hverju strái og misbjóða manni á allan hátt.
Það var sömuleiðis eftirtektarvert að aðra útlendinga rákumst við ekki á í Nablus, Ramallah og aðeins fáeina í Hebron því Ísraelar draga úr heimsóknum þangað eftir því sem þeir geta.
Við vorum afskaplega ánægð með hótelið, Jacir Intercontinental en þar gistum við allar næturnar í Palestínu. Herbergin falleg og umhverfið smekklegt og allur viðurgerningur fyrsta flokks. Veit ekki til að neinn hafi truflast í maga í ferðinni.
Síðasta daginn lögðum við svo snemma af stað að Hussein/Allenbybrú. Ekki voru Ísraelar neitt að ´flýta sér að koma okkur í gegn en enginn var þó handtekinn og allt gekk þetta bærilega. Jórdaníumegin biðu fullt´rúar ferðaskrifsstofunnar og var hópnum skipt, tæpur helmingur fór í dagsferð niður til Petra og hinir til Amman.
Petrafólk var feiknalega glatt yfir þeirri ferð og Ammanfarar fóru annað hvort niður í gamla bæ eða tóku því rólega á hótel Days Inn.
Stefanía Khalifeh ræðismaður okkur í Jórdaníu kom svo og snæddi kvöldverð með hópnum og þar mætti einnig Finnbogi Rútur Arnarson sem er nýlega tekinn til starfa hjá Flóttamannastofnun S. Þ fyrir Palestínu sem aðsetri í Amman. Við áttum notalegt kvöld. Ég þakkaði félögunum einstaklega góða og merkilega ferð og Elísabet sagði nokkur orð og fór með ljóð sem hún hafði ort eftir fundinn með konu Marwans Bargouti.
Ég yrði ekki hissa þó svo að fleiri vildu fara í ámóta ferð og þið látið vita ef áhugi er á því. Kvaddi líklega ekki alla félaga á Keflavík enda réðst kvefið á mig með endurnýjuðum þrótti í dag en við munum hittast á myndakvöldi þegar menn hafa safnað sér og sálum sínum saman. Mikið var tekið af myndum og ÞMáni var sérlega skjótur að setja myndir inn á Facebook og svo var einnig um Steingrím.
Þetta var sem sagt reynslu, gleði og fróðleiksferð og ég þakka fyrir einstaklega góðar samverustundir.
Varðandi Uzbekistan
Eftir því sem ég veit best eru vegabréfin okkar í þann veginn að leggja af stað frá London. Þrátt fyrir að ég vandaði mig sem mest ég mátti þurfti Gulla pé að koma til liðs til að allt gengi og ísl. sendiráðið þar hefur sýnt sérstaka hjálpfýsi. Vonast til að þau skili sér fljótlega eftir helgi og þá verður þeim komið til manna snarlega.
Mér sýnist þátttaka vera komin í Uzbekistan ferð í sept 2011 og bið ég nú menn að greiða staðfestingargjald í hana 1.des, reikningsnr sem fyrr 342 13 551346 og kt 441004-2220. Upphæðin er 50 þúsund krónur. Mun senda þeim sem hafa sýnt áhuga skeyti um þetta á morgun.
Minni líka páskafara á að greiða sín gjöld um mánaðamótin
Og ekki mega Íranfarar gleyma að borga. Það hefur verið smávægilegur misbrestur á því en flestir hafa greitt samviskusamlega og á réttum tíma.
Nú er ég sem sagt hrjáð af kvefi og ætla að lúra og taka öllu með ró á morgun og sunnudag.
Komum heim núna áðan og vægt til orða tekið að segja að allir voru í sjöunda himni. Þetta var eftirminnileg ferð og lærdómsrík, spennandi og allir nutu hennar í botn.
Því miður gafst mér ekki tími til að setja annan pistil inn á síðuna og bæti hér með aðeins úr því.
Hópurinn hugdjarfi í Getsemanegarðinum. T.f.h Mousa, leiðsögumapur, Unnur Hólmfríður Brjánsdóttir, Helga Sverrisdóttir, María Kristleifsdóttir, Eyþór Björnsson, Máni Hrafnsson, Linda Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Kristjónsdóttir
Önnur röð frá hægri Helena Gíslason, Sesselja Bjarnadóttir, Kristín Haraldsdóttir, Ólöf Arngrímsdóttir, Eva Júlíusdóttir, Davíð Baldursson, Aðalheiður Birgisdóttir, Ólöf Magnúsdóttir, Elísabet Jökulsdóttir
Aftasta röð f.h. Hafsteinn Hafsteinsson, Högni Eyjólfsson, Rikharð Brynjólfsson, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Eygló Yngvadóttir, Steingrímur Jónsson, Baldvin Gíslason, Mörður Árnason
Fundurinn í Ramallah með konu Marwans Bargouti, þingmanns, Födwu sem við hittum á mánudaginn verður líklega það sem stendur upp úr hjá mörgum. Marwan Bargouti var dæmdur í fjórum sinnum lífstíðarfangelsi hjá Ísraelum og 40 ár til viðbótar til vonar og vara. Hann var þá þingmaður og mjög ötull talsmaður fyrir réttindum Palestínumanna og hvort sem sakir sem á hann voru bornar voru réttar eða ekki er augljóst að Ísraelar líta á hann sem hættulegan mann - og þarf raunar ekki ýkja mikið til að menn séu taldir hættulegir öryggi Ísraels eins og það er jafnan orðað.
Kona hans, Fadwa tók þá við baráttunni og stýrir skrifstofunni í Ramallah af miklum skörungsskap. Hún tók okkur afskaplega vel, sagði frá af hjartans einlægni og rakti í leiðinni margflókin samskipti þessara tveggja þjóða í landi Palestínumanna. Það væri of langt mál að rekja það en við vorum mjög snortin að hlýða á hana og sjá þessa hugrökku konu sem gæti svo sem allt eins verið handtekin sjálf ef svo bæri undir. Þarna stoppuðum við góðan klukkutíma og einnig kom að hitta okkur palestínskt skáld sem Linda og Elísabet höfðu óskað eftir að hitta og spjallaði við þær
Rétt er að taka fram að þar sem ég var enn afleit af íslensku kvefi veitti Mörður drengilega aðstoð svo ég þurfti ekki að tala eins mikið og ella.
Í Ramallah vitjuðum við einnig grafhýsis Yassirs Arafat þar sem tveir verðir standa heiðursvörð allan sólarhringinn. Guðmundur Kr. arkitekt var afar hrifinn af því hve smekkleg umgjörðin er og við vorum mjög sammála því.
Að svo búnu og eftir rúnt um Ramallah var haldið til Nablus og brá svo við að engar hömlur voru settar á ferð okkar. Líf og fjör í Nablus og andrúmsloftið hið glaðlegasta og okkur var hvarvetna vel tekið og boðin hjartanlega velkomin sem við gengum um markaðinn og fleiri staði. Nablus er frægt fyrir góðar sápur og gerðum við m.a. nokkur kaup í þeim. Einnig skoðuðum við Jakobsbrunninn sem grískir annast og undir fallega kirkju sem þar hefur verið reist.
Daginn eftir var seinni dagurinn í Jerúsalem. Þá var farið að kirkju heilagrar Önnu, móður Maríu meyjar, í salarkynni hinnar heilögu kvöldmáltíðar, skoðuðum Rómverjabrautina og gengum síðan um gyðingahverfið og armenska hverfið í gömlu borginni. Síðan var frjáls tími og menn nutu tímans og notuðu hann vel.
Síðasta daginn lá leiðin til Jerikó sem er ein af elstu borgum heims sem enn er í byggð á sínum upprunalega stað. Þar var farið um menjar elstu leifa þessarar vinalegu borgar sem er undurfögur og mikill gróður í vininni, keyrðum aðeins upp á fjallið þar sem Satan reyndi að freista Jesú í þann tíð og að einum af nokkrum greftrunarstöðum Moses
og svo var farið í Kumranhellana þar sem hin frægu Dauðahafshandrit fundust fyrir einskæra tilviljun 1947.
Það skal tekið fram að Mörður Árnason las víða upp úr Biflíu þegar við átti og á leiðinni heim frá Jerikó flutti Rikharð afar fróðlegan fyrirlestur um krossfarana og skýrðist þá m.a. ástæða þess þegar múslimum ofbauð þegar Bush hóf sína "krossferð" gegn múslimum eftir 2001.
Þetta er náttúrlega hrá upptalning en óhætt að segja að allir þeir staðir sem við sóttum heim snertu menn á einn eða annan hátt. Það var til dæmis afar furðulegt að hvern dag þegar við keyrðum út úr Betlehem og um hliðið á múrnum þar konu riffilbúnir Ísraelar inn í rútuna til að skoða okkur. Það var einstakt og skrítið að sjá að Ísraelar ráða löndum Palestínumanna og geta haft þar alla sína hentisemi. Margir sögðust ekki hafa gert sér grein fyrir því hve nærvera Ísraela er mikil og landtökubyggðir -sem nú mun hafa verið gert smáhlé á gegn vopnum og öðrum hergögnum til Ísraela- eru á hverju strái og misbjóða manni á allan hátt.
Það var sömuleiðis eftirtektarvert að aðra útlendinga rákumst við ekki á í Nablus, Ramallah og aðeins fáeina í Hebron því Ísraelar draga úr heimsóknum þangað eftir því sem þeir geta.
Við vorum afskaplega ánægð með hótelið, Jacir Intercontinental en þar gistum við allar næturnar í Palestínu. Herbergin falleg og umhverfið smekklegt og allur viðurgerningur fyrsta flokks. Veit ekki til að neinn hafi truflast í maga í ferðinni.
Síðasta daginn lögðum við svo snemma af stað að Hussein/Allenbybrú. Ekki voru Ísraelar neitt að ´flýta sér að koma okkur í gegn en enginn var þó handtekinn og allt gekk þetta bærilega. Jórdaníumegin biðu fullt´rúar ferðaskrifsstofunnar og var hópnum skipt, tæpur helmingur fór í dagsferð niður til Petra og hinir til Amman.
Petrafólk var feiknalega glatt yfir þeirri ferð og Ammanfarar fóru annað hvort niður í gamla bæ eða tóku því rólega á hótel Days Inn.
Stefanía Khalifeh ræðismaður okkur í Jórdaníu kom svo og snæddi kvöldverð með hópnum og þar mætti einnig Finnbogi Rútur Arnarson sem er nýlega tekinn til starfa hjá Flóttamannastofnun S. Þ fyrir Palestínu sem aðsetri í Amman. Við áttum notalegt kvöld. Ég þakkaði félögunum einstaklega góða og merkilega ferð og Elísabet sagði nokkur orð og fór með ljóð sem hún hafði ort eftir fundinn með konu Marwans Bargouti.
Ég yrði ekki hissa þó svo að fleiri vildu fara í ámóta ferð og þið látið vita ef áhugi er á því. Kvaddi líklega ekki alla félaga á Keflavík enda réðst kvefið á mig með endurnýjuðum þrótti í dag en við munum hittast á myndakvöldi þegar menn hafa safnað sér og sálum sínum saman. Mikið var tekið af myndum og ÞMáni var sérlega skjótur að setja myndir inn á Facebook og svo var einnig um Steingrím.
Þetta var sem sagt reynslu, gleði og fróðleiksferð og ég þakka fyrir einstaklega góðar samverustundir.
Varðandi Uzbekistan
Eftir því sem ég veit best eru vegabréfin okkar í þann veginn að leggja af stað frá London. Þrátt fyrir að ég vandaði mig sem mest ég mátti þurfti Gulla pé að koma til liðs til að allt gengi og ísl. sendiráðið þar hefur sýnt sérstaka hjálpfýsi. Vonast til að þau skili sér fljótlega eftir helgi og þá verður þeim komið til manna snarlega.
Mér sýnist þátttaka vera komin í Uzbekistan ferð í sept 2011 og bið ég nú menn að greiða staðfestingargjald í hana 1.des, reikningsnr sem fyrr 342 13 551346 og kt 441004-2220. Upphæðin er 50 þúsund krónur. Mun senda þeim sem hafa sýnt áhuga skeyti um þetta á morgun.
Minni líka páskafara á að greiða sín gjöld um mánaðamótin
Og ekki mega Íranfarar gleyma að borga. Það hefur verið smávægilegur misbrestur á því en flestir hafa greitt samviskusamlega og á réttum tíma.
Nú er ég sem sagt hrjáð af kvefi og ætla að lúra og taka öllu með ró á morgun og sunnudag.
Sunday, November 14, 2010
Frá ferðahópi í Palestínu
Sæ´l oll
Vid vorum i Jerusalem i dag. Veðrid undurgott og byrjað á að fara upp á Ólífurfjallið og horfa yfir Jerúsalem. Þarna er hreint stórkostlegt útsýni yfir borgina. Síðan í Getsemanegarðinn og gægðumst aðeins inn í kirkjuna í leiðinni. Morður las úr nýja testamentinu um þá atburði sem gerðust þar kvoldið sem hann svikinn var.
Eftir það að Grátmúrnum og þar sem ansi víða annars staðar í gegnum öryggishlið Ísraela. Svo var gengin leiðin Via dolorosa upp á Golgata og á leiðinni mættum við hópi Rússa sem roguðust þar með stóran kross en slíkt er algeng sjón í Jerúsalem.
Við fórum síðan upp á Klettah´æðina en ekki er lengur leyfilegt að fara í moskurnar. Eftir Að Ariel Sharson þá forsætisráðherra arka'i þangað vid mikla reiði Palestínumanna í sept 2000 er aðeins múslimum leyft að ganga thar inn. En fegurð og tign moskanna tveggja fannst okkur ollum eftirminnilegurt
Var nú hópinn tekið að svengja og fengum okkur samlokur og að því búnu fóru nokkrir í greftrunarkirkjuna en aðrir tðltu um svæðið enda er gamla borgin í Jerúsalem ekki morgu lík.
Um hálffimm leytið var haldið heim á leið hingað til Betlehem.
I gær vorum við megnið af deginum í Hebron eftir að hafa þó eytt ansi miklum tíma til að komast inn í Fæðingarkirkjuna. Í Hebrons sem sumir kalla borg Abrahams,ættfðoúr gyðinga og Araba er afar sérstakt andrúmsloft og kannski ekki ofmælt að segja að það sé lævi blandið enda búa 200 gyðingar í hjarta borgarinnar, og um 2000 ísraelskir hermenn gæta þeirra. Oft kastast í kekki milli landtokumanna og ibua Hebrons og eiginlega ekki ad undra. Vid komum þar að sem allt hafði nokkru áður verið á suðupunkti og ísraelsku hermennirnir voru mjðg nervusir og krakkarnir4 hlupu um og striddu þeim ospart.Skoduðum okkur um rækilegar, tvær urdu viðskila við hópinn sen tókst þó að koma ollum heilum heim en því miður komumst við ekki inn í Abrahamsmoskuna því ísraelsku hermennirnir neituðu að hleypa okkur inn og sogðu okkur vera of seint a ferð. Það er alls staðar mjog kyndugt að vera á svæðum sem Palestínumenn ráða að nafninu til en finna samtimis að Ísraelar taka ser oll þau völd sem þeir vilja.
Vid buum á frábæru hóteli í Betlehem og eru menn himinlifandi yfir hversu fallegt hótleið er og viðurgjprningur allur til sóma.
Á leiðinni frá Jórdaníu eða réttara sagt thegar við komum á landamærastðð Ísraela gekk nokkuð vel þar til kom að vegabréfsskoðun að Máni Hrafnsson var tekinn úr hópnum og sagt að kanna yrði mál hans betur. Hann tók þessu með stakri ró og las í Perlum og steinum þar til einhver kom og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um hvað hann hefði verið að gera í Íran og hvort hann væri óvinur Ísraels
Við erum sem sagt í fínu standi og allir biðja að heilsa Á morgun forum við til Ramallah og verða þar fundir fram að hádegi, vitjum trúlega grafhýsis Arafats og síðan er Nablus á dagskránni.
Hópurinn er í hvívetna fínn og skemmtilegur og allir gera sér grein fyrir þeim merku upplifunum sem við eigum þess kost á að kynnast dag hvern
Vid vorum i Jerusalem i dag. Veðrid undurgott og byrjað á að fara upp á Ólífurfjallið og horfa yfir Jerúsalem. Þarna er hreint stórkostlegt útsýni yfir borgina. Síðan í Getsemanegarðinn og gægðumst aðeins inn í kirkjuna í leiðinni. Morður las úr nýja testamentinu um þá atburði sem gerðust þar kvoldið sem hann svikinn var.
Eftir það að Grátmúrnum og þar sem ansi víða annars staðar í gegnum öryggishlið Ísraela. Svo var gengin leiðin Via dolorosa upp á Golgata og á leiðinni mættum við hópi Rússa sem roguðust þar með stóran kross en slíkt er algeng sjón í Jerúsalem.
Við fórum síðan upp á Klettah´æðina en ekki er lengur leyfilegt að fara í moskurnar. Eftir Að Ariel Sharson þá forsætisráðherra arka'i þangað vid mikla reiði Palestínumanna í sept 2000 er aðeins múslimum leyft að ganga thar inn. En fegurð og tign moskanna tveggja fannst okkur ollum eftirminnilegurt
Var nú hópinn tekið að svengja og fengum okkur samlokur og að því búnu fóru nokkrir í greftrunarkirkjuna en aðrir tðltu um svæðið enda er gamla borgin í Jerúsalem ekki morgu lík.
Um hálffimm leytið var haldið heim á leið hingað til Betlehem.
I gær vorum við megnið af deginum í Hebron eftir að hafa þó eytt ansi miklum tíma til að komast inn í Fæðingarkirkjuna. Í Hebrons sem sumir kalla borg Abrahams,ættfðoúr gyðinga og Araba er afar sérstakt andrúmsloft og kannski ekki ofmælt að segja að það sé lævi blandið enda búa 200 gyðingar í hjarta borgarinnar, og um 2000 ísraelskir hermenn gæta þeirra. Oft kastast í kekki milli landtokumanna og ibua Hebrons og eiginlega ekki ad undra. Vid komum þar að sem allt hafði nokkru áður verið á suðupunkti og ísraelsku hermennirnir voru mjðg nervusir og krakkarnir4 hlupu um og striddu þeim ospart.Skoduðum okkur um rækilegar, tvær urdu viðskila við hópinn sen tókst þó að koma ollum heilum heim en því miður komumst við ekki inn í Abrahamsmoskuna því ísraelsku hermennirnir neituðu að hleypa okkur inn og sogðu okkur vera of seint a ferð. Það er alls staðar mjog kyndugt að vera á svæðum sem Palestínumenn ráða að nafninu til en finna samtimis að Ísraelar taka ser oll þau völd sem þeir vilja.
Vid buum á frábæru hóteli í Betlehem og eru menn himinlifandi yfir hversu fallegt hótleið er og viðurgjprningur allur til sóma.
Á leiðinni frá Jórdaníu eða réttara sagt thegar við komum á landamærastðð Ísraela gekk nokkuð vel þar til kom að vegabréfsskoðun að Máni Hrafnsson var tekinn úr hópnum og sagt að kanna yrði mál hans betur. Hann tók þessu með stakri ró og las í Perlum og steinum þar til einhver kom og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um hvað hann hefði verið að gera í Íran og hvort hann væri óvinur Ísraels
Við erum sem sagt í fínu standi og allir biðja að heilsa Á morgun forum við til Ramallah og verða þar fundir fram að hádegi, vitjum trúlega grafhýsis Arafats og síðan er Nablus á dagskránni.
Hópurinn er í hvívetna fínn og skemmtilegur og allir gera sér grein fyrir þeim merku upplifunum sem við eigum þess kost á að kynnast dag hvern
Wednesday, November 10, 2010
Til Palestínu í fyrramálið - vegabréf á ferðalagi
Sæl verið þið.
Tuttugu og fjögurra manna hópurinn fer sem sagt til Jórdaníu og Palestínu í fyrramálið árla og vonandi Ísraelar verði ekki of erfiðir þegar við förum yfir frá Jórdaníu. Í ferðinni er farið til Hebron, Nabluss(vonandi), Ramallah, Jerikó, Jerúsalem og við gistum þessar sex nætur á undur dægilegu hóteli í Betlehem Jabir Palace Intercontinental.
Í ferðalok mun líklega um helmingur hópsins nota síðasta daginn og fara til Petra.
Komum svo heim um London seint 19.nóv.
Bið félaga að fylgjast með og senda slóðina á ættingja og aðdáendur því ég mun væntanlega senda pistla eins og venjulega.
Vegabréfin v/Uzbekistan urðu fyrir smátöfum, vegna regluverks þeirra Uzbeka í Londonsendiráði þeirra en nú er allt komið í lag og íslenska sendiráðið í London afhendir þau og sækir og sendir. Það er elskulegt viðmót þar eins og raunar í Oslósendiráðinu sem hefur aðstoðað þegar Íranplögg hafa verið send.
Ég get ekki sagt um hvenær vegabréfin koma aftur. Vona það verði eftir tíu daga eða svo en þetta er sagt með fyrirvara.
Svo vona ég að menn vitji síðunnar og heyrumst fljótlega.
Tuttugu og fjögurra manna hópurinn fer sem sagt til Jórdaníu og Palestínu í fyrramálið árla og vonandi Ísraelar verði ekki of erfiðir þegar við förum yfir frá Jórdaníu. Í ferðinni er farið til Hebron, Nabluss(vonandi), Ramallah, Jerikó, Jerúsalem og við gistum þessar sex nætur á undur dægilegu hóteli í Betlehem Jabir Palace Intercontinental.
Í ferðalok mun líklega um helmingur hópsins nota síðasta daginn og fara til Petra.
Komum svo heim um London seint 19.nóv.
Bið félaga að fylgjast með og senda slóðina á ættingja og aðdáendur því ég mun væntanlega senda pistla eins og venjulega.
Vegabréfin v/Uzbekistan urðu fyrir smátöfum, vegna regluverks þeirra Uzbeka í Londonsendiráði þeirra en nú er allt komið í lag og íslenska sendiráðið í London afhendir þau og sækir og sendir. Það er elskulegt viðmót þar eins og raunar í Oslósendiráðinu sem hefur aðstoðað þegar Íranplögg hafa verið send.
Ég get ekki sagt um hvenær vegabréfin koma aftur. Vona það verði eftir tíu daga eða svo en þetta er sagt með fyrirvara.
Svo vona ég að menn vitji síðunnar og heyrumst fljótlega.
Monday, November 1, 2010
Hin mestu gleðitíðindi - undanþága fengin
Eins og ég hef einhvers staðar minnst á í þessum pistlum fékk FATIMUSJÓÐUR neitun á frekari yfirfærslum frá Seðlabanka vegna þess við vorum komin yfir kvóta. Ástæða þess var m.a. sú að ég sendi í sumar greiðslu fyrir tvo kennara og greiddi fullorðinsfræðslunámskeiðið af því okkur áskotnaðist fé.
Þar sem ég hafði ekki sent út fyrir nema 45 börn þegar neitunin kom var þetta hið versta mál. Ég skrifaði þá æðstu stjórn bankans og fékk svar í dag: Við fáum undanþágu og öll börnin fá sinn styrk. Þetta er hið mesta ánægjuefni.
Þá vil ég benda á að Uzbekistanferðin í sept 2011 virðist vera hátt í skipuð ef þeir fara allir sem hafa tilkynnt sig. Mun senda þeim sérstakt bréf um mánaðamótin nóv/des og óska eftir að þeir greiði staðfestingargjald. Eins og menn hafa séð þarf mjög góðan tíma til undirbúnings ferð þangað og því þurfa menn að láta vita.
Það verður svo ekki nógsamlega ítrekað að menn hafi tryggingar sínar í lagi. Þið vitið öll að ég hef mjög lítið svigrúm til að endurgreiða ferðir sem eru frágengnar upp í topp af minni hálfu. TRYGGINGAR ALLTAF Í LAGI. Ekki bara hafa það bak við eyrað heldur á hreinu.
Saturday, October 30, 2010
Nú er Íran loks almennilega skipuð
Bláa moskan í Isfahan
Með hinni mestu ánægju get ég nú loks verið sátt við að Íranferðin er fullskipuð og eftir daginn í dag skrifa ég að vísu á biðlista en get ekki lofað að bæta við.
Mér sýnist við verða 25 og það er mjög hæfilegur og elskulegur fjöldi.
Vonast til að þeir sem hafa ekki skilað mér áritunarblöðum útfylltum og öðrum plöggum geri það hið fyrsta. Þau þrjú sem þurftu að fá aukavegabréf þar sem þau fara bæði til Palestínu og Uzbekistan (síðar í vetur) hafa fengið vilyrði fyrir því og senda mér þau væntanlega í vikunni þar sem ég VERÐ að koma öllum Uzbekistanplöggum út til London áður en Palestínuferðin hefst.
Þá hef ég sent til allra ábendingu um að greiða skilvíslega um mánaðamót og þeir allra sneggstu hafa þegar gert það. Mikið þægilegt og takk fyrir.
Sunday, October 24, 2010
Allir í góðu formi á fundum í dag
Ásamt Davlad leiðsögumanni og Nasser bílstjóra í rannsóknarferðinni í Samarkand í Uzbekistan í sl. júlímánuði
Prýðileg mæting var á alla fundina í dag. Þó vantaði nokkra sem létu ekki vita af fjarveru sinni. Það finnst mér alltaf mjög erfitt að skilja.
Palestínufólk fékk sína miða og ráðleggingar, plögg um að ekki skuli stimpla í passa við landamæri ofl.
Uzbekistanhópur gekk frá myndum og áritunum en Gulla pé (og ég svona til aðstoðar) höfðum gengið frá öllum áritunarblöð svo menn þurftu ekki að gera annað en tjekka hvort allt væri rétt og líma svo myndir á. Mig vantar nokkur vegabréf og óska eftir að fá þau við allra fyrstu hentugleika. Fáeinir eiga eftir að skrifa undir vegna þess þeir eru út og suður en leysist væntanlega. Þrír þurfa að fá bráðabirgðavegabréf vegna þess þeir ætla að fara til Uzbekistan líka. Vona þeir sendi mér passa og ný númer.
Íranhópur komst ekki hjá að fylla út sínar umsóknir og allt fór það vel fram. Þar vantaði nokkra sem létu ekki vita og allt slíkt kemur sér mjög óheppilega. Mun senda blöðin til viðkomandi og verð að treysta á að rétt verði fyllt út. Þarf ekki vegabréf Íransfara fyrr en um 10.des. þar sem Shahpar ferðaskrifstofustýra hefur gefið okkur frest.
Edda, Gulla og Þóra voru til aðstoðar og hituðu kaffi í gríð og erg. Sýrlandskökur mæltust vel fyrir svo og önnur sætindi.
Palestínuhópur fer 11.nóv og veit ekki betur en þar sé allt klappað og klárt.
Thursday, October 14, 2010
Bændaferðahópurinn kominn heim
Frá sögustundinni í Damaskus
Við komum heim um miðnætti og var þá hátt í sólarhringur frá því við risum úr rekkju í Damaskus og héldum til flugvallar. Þar kvöddum við Walid leiðsögumann með miklum virktum en hann varð afar vinsæll sem fyrr meðal ferðafélaganna og Trausta bílstjóra(Amin)Ekki fékkst British Midland til að tjekka okkur inn nema til London og kom ekki á óvart, en við gerðum gott úr því öllu saman og skemmtum okkur bara ágætlega á Heathrow uns við komumst í transit.
Fjórir ferðafélagar urðu eftir í London.
Síðasta daginn var farið á Þjóðminjasafn, í kökubúðarleiðangur og svo var frjáls tími þar til við héldum á sögustund til að hlusta á Shadi segja frá og vakti lukku og síðan var kveðjukvöldverður í Omijadveitingahúsinu. Ég talaði þar nokkur vísdómsorð og þakkaði fyrir samveruna og við horfðum með aðdáun á dervisjdansa. Í rútunni út á flugvöll í morgun talaði Tryggvi Ásmundsson og voru það hlýleg og elskuleg orð en þau hjón Agla og hann hafa einnig farið með í Íranferð.
Abdelkarim ferðaskrifstofuforstjóri færði öllum í ferðinni fallegar gjafir og er óhætt að segja að allir hafi verið glaðir og kátir með ferðina.
Sjálf get ég ekki neitað því að mér fannst töluvert annar bragur yfir þessari ferð þótt fín væri í alla staði en þegar farið er með VIMA fólk þar sem langtum meiri undirbúningur og kynni hafa verið fyrir hverja ferð.
Minni á miða og fundi
Nú verður fundur 24.okt eins og ég hef áður sagt frá. Í gamla Stýró við Öldugötu eins og venjulega. Palestínufarar fá þá miða ofl, mæti kl. 14.
Íranfarar mæti kl 16 og verða þá fylltar út vegabréfsumsóknir og skulu ALLIR koma með nýjar passamyndir, 2 stk og greiðslu fyrir áritun. Ath að á þessum myndum skulu allar konur bera slæður. Síðan verða öll vegabréfin send út. Þetta má ekki klikka.
Kl 15 mæta svo Úzbekistanfarar í aprílferð með 2 passamyndir og verður gengið frá áritunareyðublöðum. Þeir mæti einnig með áritunargjald. Allar þessar upplýsingar hafa verið sendar til fólks svo allt er vonandi á hreinu. Einnig þau plögg þurfum við að senda utan við allra fyrsta tækifæri.
Eftir ábendingu Jónu Einarsd hef ég leiðrétt tímasetningar. Ástæðan fyrir því að vegabréfsáritunarupphæð vantar er sú að ég hef ekki upplýsingar um það. Læt ykkur vita jafnskjótt og ég er með það á hreinu. Ath þaðBið fólk að mæta stundvíslega.
Keypti slatta af gómsætum döðlum og kökum í Sýrlandi sem við gæðum okkur á.
Ásamt með te og kaffi vitaskuld.
Nú ætla ég að sofa í sólarhring og verðum í sambandi ef eitthvað er óljóst.
Sunday, October 10, 2010
Frj'als dagur 'i Damaskus til rannsoknarstarfa
Sael oll
Sidustu tvo daga hofum vid verid i Palmyra, theim tignarlega stad thar sem menjar og minjar Romverja a fyrstu thremur oldum eftir Krist eru hvad mest aberandi. Monnum thotti mikid til koma og Walid og eg gerdum okkar besta til ad skyra allt sem best ut.
Gengum hid magnada Sulnastraeti, settumst um hrid i leikhusid og forum a agora- markadinn forna. Um kvoldid upp i kastalann fyrir ofan Palmyru til ad horfa yfir vinina sem teygir ur ser langar leidir med sinum dodlupalmum og olifurtrjam. Te og smakokur i bodi bilstjorans Amin og Walids og svo solarlagsstemning beint i aed., Ekki baerdi har a hofdi og hvergi skyhnodra ad sja a himni og solinn eins og vigahnottur hvar hun renndi ser nidur fyrir sjondeildarhringinn.
Daginn eftir var farid ad grafturnum og grahysum i Grafhysadal og skodad hid risastora musteri gudsins Baal. Ollum thotti mikid til koma eins og geta ma naerri og hofdu a ordi ad thad vaeri undarlegt ad hafa litla vineskju haft um thennan stad adur.
Ekki ma gleyma stoppi okkar i Bagdad Cafe sem var a sinum stad, fognudur braedra mikill ad hitta okkur og vid gerum thar godan stans, margt keypt og skodad og svo var slegid upp pikknikkhadegisverdi thar og gerdu menn ser gott af hinum adskiljanlegu rettum sem voru a bord bornir.
I gaer var afmaeli Asgerdar og byrjad med afmaelissong i gaermorgun. Vid kvoldverdinn i gaerkvoldi helt veislan afram- ad visu hafdi ordid smamisskilningur i tertumalunum- svo Asgerdur endadi med tvi ad fa thrjar tertur samanlagt og hun skemmti ser yfir tvi og thad gerdum vid lika Abdelkarim forstjori kom og afhenti henni fallega gjof fra ferdaskrifstofunni og Asgerdur flutti mjog elskuleg thakkarord. Allt hid fjorugasta.
I dag er hlytt og mildur udi- varla haegt ad kalla thetta regn- og frjals dagur. Menn hafa yms aform a prjonunum, flestir munu lita vid a handverksmarkadi og trulega gaegjast inn i gomlu borg og fleira og fleira.
I fyrramalid verdur dagsferd til Crak de Chevaliers, fraegastaa kastala krossfaranna og svo fer ad lida ad lokum thessarar somaferdar sem eg held ad allir seu anaegdir med. Sidasta daginn er thodminjasafnid og svo frjals timi fram ad tvi ad vid forum a hakavati hja kallinum Sjadi og svo i kvedjukvoldverd.
Thad hefur verid mjog erfitt einhverra hluta vegna fyrir folk ad kommentera og thad sem er ivid verra, 'eg get skrifad inn 'a siduna en ad odru leyti ekki komist inn a hana.
Tha er her aridandi tilkynningP Tvo saeti i Palestinuferd i naesta manudi losnudu skyndilega vegna ofyrirsedra forfalla. Hafid samband hid snarasta a jemen@simnet.is
Vonast til ad geta fengid adra i thessi plass tvi ferdin er borgud og fragengin ad ollu leyti.
Vona ad v;ntanlegir ferdalangar i Iran og Uzbekistan hafi greitt skilvislega um sl manadarmot skv greidusluplani.
Einnig ad ALLIR Palestunufarar hafi greitt vidbotar tiuthusund kallinn.
Sidustu tvo daga hofum vid verid i Palmyra, theim tignarlega stad thar sem menjar og minjar Romverja a fyrstu thremur oldum eftir Krist eru hvad mest aberandi. Monnum thotti mikid til koma og Walid og eg gerdum okkar besta til ad skyra allt sem best ut.
Gengum hid magnada Sulnastraeti, settumst um hrid i leikhusid og forum a agora- markadinn forna. Um kvoldid upp i kastalann fyrir ofan Palmyru til ad horfa yfir vinina sem teygir ur ser langar leidir med sinum dodlupalmum og olifurtrjam. Te og smakokur i bodi bilstjorans Amin og Walids og svo solarlagsstemning beint i aed., Ekki baerdi har a hofdi og hvergi skyhnodra ad sja a himni og solinn eins og vigahnottur hvar hun renndi ser nidur fyrir sjondeildarhringinn.
Daginn eftir var farid ad grafturnum og grahysum i Grafhysadal og skodad hid risastora musteri gudsins Baal. Ollum thotti mikid til koma eins og geta ma naerri og hofdu a ordi ad thad vaeri undarlegt ad hafa litla vineskju haft um thennan stad adur.
Ekki ma gleyma stoppi okkar i Bagdad Cafe sem var a sinum stad, fognudur braedra mikill ad hitta okkur og vid gerum thar godan stans, margt keypt og skodad og svo var slegid upp pikknikkhadegisverdi thar og gerdu menn ser gott af hinum adskiljanlegu rettum sem voru a bord bornir.
I gaer var afmaeli Asgerdar og byrjad med afmaelissong i gaermorgun. Vid kvoldverdinn i gaerkvoldi helt veislan afram- ad visu hafdi ordid smamisskilningur i tertumalunum- svo Asgerdur endadi med tvi ad fa thrjar tertur samanlagt og hun skemmti ser yfir tvi og thad gerdum vid lika Abdelkarim forstjori kom og afhenti henni fallega gjof fra ferdaskrifstofunni og Asgerdur flutti mjog elskuleg thakkarord. Allt hid fjorugasta.
I dag er hlytt og mildur udi- varla haegt ad kalla thetta regn- og frjals dagur. Menn hafa yms aform a prjonunum, flestir munu lita vid a handverksmarkadi og trulega gaegjast inn i gomlu borg og fleira og fleira.
I fyrramalid verdur dagsferd til Crak de Chevaliers, fraegastaa kastala krossfaranna og svo fer ad lida ad lokum thessarar somaferdar sem eg held ad allir seu anaegdir med. Sidasta daginn er thodminjasafnid og svo frjals timi fram ad tvi ad vid forum a hakavati hja kallinum Sjadi og svo i kvedjukvoldverd.
Thad hefur verid mjog erfitt einhverra hluta vegna fyrir folk ad kommentera og thad sem er ivid verra, 'eg get skrifad inn 'a siduna en ad odru leyti ekki komist inn a hana.
Tha er her aridandi tilkynningP Tvo saeti i Palestinuferd i naesta manudi losnudu skyndilega vegna ofyrirsedra forfalla. Hafid samband hid snarasta a jemen@simnet.is
Vonast til ad geta fengid adra i thessi plass tvi ferdin er borgud og fragengin ad ollu leyti.
Vona ad v;ntanlegir ferdalangar i Iran og Uzbekistan hafi greitt skilvislega um sl manadarmot skv greidusluplani.
Einnig ad ALLIR Palestunufarar hafi greitt vidbotar tiuthusund kallinn.
Wednesday, October 6, 2010
Vid erum komin til Damaskus
Godan daginn.
Vid erum komin til Damaskus, renndum i hlad seinniupartinn i gaer eftir ad hafa farid i Baalbek i Libanon. Vid kvoddum Waad gaed a landamaerunum en hann hefur ordid vel thokkadur medal hopsins.
5.okt eda kvoldid adur en vid forum fra Beirut var haldid upp a afmaeli Tryggva Olafssonar bokavardar a hotel Dhautura i Bekadalnum. Libanska ferdaskrifstofan vildi endilega fa hlutdeild i afmaelum hopsins a ferdinni og tvi var borin fram dyrindis terta.
I gaer var svo afmaeli Tryggva og tha var enn afmaelishatid tvi i gaerkvoldi vid kvoldverd var borgin fram terta og kampavin og forstjorinn Abdelkarim kom og faerdi honum forkunnarfallegan innlagdan syrlenskan kassa. En eru n'u um gard gerdin afmaelishatidahold Tryggva ad tvi best er vitad
Nu a eftir aetlum vid i skodunarferd um nokkra stadi i Damaskus, a handverksmarakdinn, forum upp a Kassiounfjall til ad fa utsyni yfir Damaskus. Sidan ad Bab Sjarkihlidinu og ad husi Ananiasar og lokg i Omijadmoskuna. Kannski eitthvad fleira, fer eftir tvi hvernig thessu vindur fram.
A morgun er halfs dags ferd til Malulah.
Allir bidja d heilsa og allir eru hressir. Nokkrir magakvillar hafa gert vart vid sig en vid reynum ad kyla tha kalda jafnodum.
Mer finnst mjog skritid ad enginn skrifar inn a abendingadalkinn tvi alla langar hygg eg ad fa kvedju thratt fyrir kaeti i ferdinni
Vid erum komin til Damaskus, renndum i hlad seinniupartinn i gaer eftir ad hafa farid i Baalbek i Libanon. Vid kvoddum Waad gaed a landamaerunum en hann hefur ordid vel thokkadur medal hopsins.
5.okt eda kvoldid adur en vid forum fra Beirut var haldid upp a afmaeli Tryggva Olafssonar bokavardar a hotel Dhautura i Bekadalnum. Libanska ferdaskrifstofan vildi endilega fa hlutdeild i afmaelum hopsins a ferdinni og tvi var borin fram dyrindis terta.
I gaer var svo afmaeli Tryggva og tha var enn afmaelishatid tvi i gaerkvoldi vid kvoldverd var borgin fram terta og kampavin og forstjorinn Abdelkarim kom og faerdi honum forkunnarfallegan innlagdan syrlenskan kassa. En eru n'u um gard gerdin afmaelishatidahold Tryggva ad tvi best er vitad
Nu a eftir aetlum vid i skodunarferd um nokkra stadi i Damaskus, a handverksmarakdinn, forum upp a Kassiounfjall til ad fa utsyni yfir Damaskus. Sidan ad Bab Sjarkihlidinu og ad husi Ananiasar og lokg i Omijadmoskuna. Kannski eitthvad fleira, fer eftir tvi hvernig thessu vindur fram.
A morgun er halfs dags ferd til Malulah.
Allir bidja d heilsa og allir eru hressir. Nokkrir magakvillar hafa gert vart vid sig en vid reynum ad kyla tha kalda jafnodum.
Mer finnst mjog skritid ad enginn skrifar inn a abendingadalkinn tvi alla langar hygg eg ad fa kvedju thratt fyrir kaeti i ferdinni
Sunday, October 3, 2010
Gladlegar kvedjur til Libanon
Saelt veri folkid
Allt er i godu standi hja okkur Libanonforum. Vid vorum rett i thessu ad koma ur anaegjulegu bodi hja islenskum hjonum sem eru busett her, David Loga og Sigrunu og Oglu dottur theirra. David starfar her a vegum UNRWA flottamannastofnun Sameinudu thjodanna. Ollum fannst afar gaman ad koma heim til theirra og matum mikils thann myndarskap ad bjoda heim 31 islenskum ferdalangi.
Vid hofum farid vitt og breitt thessa fyrstu daga ferdar. Flugferd gekk ljomandi og allar toskur skiludu ser med soma.
Fyrsta morguninn var vitjad flottamannabudanna alraemdu Sabra thar sem fjoldamord voru framin a palestinskum konum, bornum og gamalmennum thann 15. sept 1982. Tha redust kristnir falangistar- hernadaramur maronita- inn i budirnar med blessun israerlskra hermanna sem satu tha um Beirut. Thessi aras var sogd gerd til ad leita uppi haettulega hrydjuverkamenn en their hofdu raunar allir fordad ser og eftir var varnarlaust folk sem var drepid af miklum ofsa og er ekki vitad hve margir letust og tolur a reiki allt fra 10 thusunbd upp i 25 thusund.
Tharna byr folk vid olysanlega omurlegar adstaedur og voru menn mjog snortnir. Vid hittum stulkuna Senu - raunar su sama og tok a moti hopnum sidasta vor- og var bodid upp a svaladrykk og samraedur um malefni folksins sem a ser i raun enga framtid og hver kynslodin af annarri vex upp an vonar um betri framtid.
Vid skodudum undraheim Jeita hellanna, og hofdu ymsir a ordi sem vida hafa farid ad varla hefdu their sed slika fegurd.
Naesta dag var stefnt til fjalla, komud vid a sumarsetri kardinala maronita thar sem er ohemju fallegt utsyni yfir Khadisja dalinn, sem breidir ur ser fyrir fotum manns.
I safnid um Khalil Gibran, malara og hofund hinnar fraegu bokar Spamannsins og loks upp i cedarskoginn, thar sem girt eru af thau 980 tre sem eftir eru i skoginum. Libanir leggja nu mikid kapp a verndun theirra og einnig er verid ad planta upp um oll fjoll.
I Tripoli gengum vid um gamla markadinn og sottum heim mosku sem allir fengu loks ad skoda. Konur thurfa ad sveipa sig kufli adur en inn er farid og madurinn med lykilinn ad kuflaskapnum var tyndur en tokst tho ad hafa upp a honum.
Vid bordudum svo agaetis kvoldverd adur en vid keyrdum til hotelsins Florida Beach sem er spottakorn fra Tripoli i fallegri vik. Thar stod yfir brudkaupsveisla og allmargir ur hopnum toku thatt i gledinni.
Margir fengu ser sundsprett i morgun adur en stefnan var stungin ut til Beirut. Skodudum tjodminjasafnid og horfdum a kvikmmynd sem lysir vel endurreisn thess eftir styrjoldina.
Svo var frjals timi og menn russudu um nyju midborgina adur en farid var til Sigrunar, Oglu og Davids L.
Nu eru menn ad fara ut og sudur i kvoldverd og i fyrramalid liggur leidin til Sidon.
Ohaett ad segja ad allir eru hressir og jakvaedir og eru mjog forvitnir um allt sem fyrir augu ber.
Vid hofum sama gaedinn Waad og 'i sidustu ferd. Hann minnist vorhopsins natturlega med trega og sendir ollum bestu kvedjur.
Nokkru adur en vid komum a svaedid gekk her yfir hitabylgja og hefur akvedid ad ilendast her um stund. Svo hiti hefur ekki farid nidur fyrir 30 stig og oft nalgast 40.
Menn eru anaegdir med hotel Lancaster sem v id tjekkudum inn a aftur vid komuna i dag og verdum her naestu 2 naetur uns leidin liggur inn i Bekadal.
Thad bidja allir fyrir bestu kvedjur til sins folks.
Allt er i godu standi hja okkur Libanonforum. Vid vorum rett i thessu ad koma ur anaegjulegu bodi hja islenskum hjonum sem eru busett her, David Loga og Sigrunu og Oglu dottur theirra. David starfar her a vegum UNRWA flottamannastofnun Sameinudu thjodanna. Ollum fannst afar gaman ad koma heim til theirra og matum mikils thann myndarskap ad bjoda heim 31 islenskum ferdalangi.
Vid hofum farid vitt og breitt thessa fyrstu daga ferdar. Flugferd gekk ljomandi og allar toskur skiludu ser med soma.
Fyrsta morguninn var vitjad flottamannabudanna alraemdu Sabra thar sem fjoldamord voru framin a palestinskum konum, bornum og gamalmennum thann 15. sept 1982. Tha redust kristnir falangistar- hernadaramur maronita- inn i budirnar med blessun israerlskra hermanna sem satu tha um Beirut. Thessi aras var sogd gerd til ad leita uppi haettulega hrydjuverkamenn en their hofdu raunar allir fordad ser og eftir var varnarlaust folk sem var drepid af miklum ofsa og er ekki vitad hve margir letust og tolur a reiki allt fra 10 thusunbd upp i 25 thusund.
Tharna byr folk vid olysanlega omurlegar adstaedur og voru menn mjog snortnir. Vid hittum stulkuna Senu - raunar su sama og tok a moti hopnum sidasta vor- og var bodid upp a svaladrykk og samraedur um malefni folksins sem a ser i raun enga framtid og hver kynslodin af annarri vex upp an vonar um betri framtid.
Vid skodudum undraheim Jeita hellanna, og hofdu ymsir a ordi sem vida hafa farid ad varla hefdu their sed slika fegurd.
Naesta dag var stefnt til fjalla, komud vid a sumarsetri kardinala maronita thar sem er ohemju fallegt utsyni yfir Khadisja dalinn, sem breidir ur ser fyrir fotum manns.
I safnid um Khalil Gibran, malara og hofund hinnar fraegu bokar Spamannsins og loks upp i cedarskoginn, thar sem girt eru af thau 980 tre sem eftir eru i skoginum. Libanir leggja nu mikid kapp a verndun theirra og einnig er verid ad planta upp um oll fjoll.
I Tripoli gengum vid um gamla markadinn og sottum heim mosku sem allir fengu loks ad skoda. Konur thurfa ad sveipa sig kufli adur en inn er farid og madurinn med lykilinn ad kuflaskapnum var tyndur en tokst tho ad hafa upp a honum.
Vid bordudum svo agaetis kvoldverd adur en vid keyrdum til hotelsins Florida Beach sem er spottakorn fra Tripoli i fallegri vik. Thar stod yfir brudkaupsveisla og allmargir ur hopnum toku thatt i gledinni.
Margir fengu ser sundsprett i morgun adur en stefnan var stungin ut til Beirut. Skodudum tjodminjasafnid og horfdum a kvikmmynd sem lysir vel endurreisn thess eftir styrjoldina.
Svo var frjals timi og menn russudu um nyju midborgina adur en farid var til Sigrunar, Oglu og Davids L.
Nu eru menn ad fara ut og sudur i kvoldverd og i fyrramalid liggur leidin til Sidon.
Ohaett ad segja ad allir eru hressir og jakvaedir og eru mjog forvitnir um allt sem fyrir augu ber.
Vid hofum sama gaedinn Waad og 'i sidustu ferd. Hann minnist vorhopsins natturlega med trega og sendir ollum bestu kvedjur.
Nokkru adur en vid komum a svaedid gekk her yfir hitabylgja og hefur akvedid ad ilendast her um stund. Svo hiti hefur ekki farid nidur fyrir 30 stig og oft nalgast 40.
Menn eru anaegdir med hotel Lancaster sem v id tjekkudum inn a aftur vid komuna i dag og verdum her naestu 2 naetur uns leidin liggur inn i Bekadal.
Thad bidja allir fyrir bestu kvedjur til sins folks.
Monday, September 27, 2010
Vegabréfsáritunardagur ákveðinn- ferðir á næstunni
Óskað er eftir að menn lesi þetta sem hér fer á eftir af kostgæfni.
Teppi frá Kashan í Íran. Í Kashan gistum við eina nótt og er það nýbreytni. Ferðin er nú loks fullskipuð og ég get ekki stillt mig um að segja að nú vilja allir allt í einu fara til Íran þegar allt er frágengið og byrjað að borga. Sumir sem höfðu skráð sig bara "gleymdu" allt í einu að þeir höfðu skrifað sig. Afleitt þegar svoleiðis er komið fram.
En það er gott og fínt fólk í ferðinni og verður nú ekki bætt við og það sem rétt er að taka fram líka er að ég fer EKKI með fleiri hópa til Írans en þennan.
FUNDURINN er 24 okt
Sendi Íran og Uzbekistanförum í dag bréf þar sem ég minnti á að greiðslur hinar næstu skulu inntar af hendi um mánaðamótin og bið menn lengstra orða að greiða á réttum tíma. Og inn á rétt reikningsnúmer 342 13 551346 og kt 441004-2220.
Nú hefur verið ákveðið að fundur verði sunnudaginn 24.október á okkar venjulega fundarstað: Gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu kl. 2.
Gjörið svo vel og lesið næstu línur vandlega.
kl 2 Palestínufarar- miðar og lagfærð áætlun afhent. Rætt um ferðina. Afhent ferðagögn.
kl.3 Uzbekistan farar í apríl- fylltar verða út vegabréfsumsóknir. Allir komi með 2 nýjar passamyndir og vegabréf. Þetta ásamt ljósritum verður svo sent út til Þýskalands. Því miður veit ég enn ekki verð á áritun. Læt ykkur vita sem fyrst.
kl 4. Íranfarar í febr/mars. fylltar út vegabréfsumsóknir. ALLIR komi með 2 nýjar passamyndir. Á þeim beri konur slæðu. Vegabréf verða ekki tekin þá. Það sama gildir um áritun og Usbekistanfara. Veit ekki hvað hún kostar en fæ upplýsingar um það fljótlega.
Tek það fram að á þessa fundi er óskað eftir því eindregið að ALLIR mæti þar sem við þurfum að ganga frá þessu saman. Þetta á við um báða hópana.
Einnig um Palestínuhópinn til að fá miða og ráðslaga um ferðina.
Allir þurfa einnig að gera upp félagsgjald VIMA eins og margsinnis hefur verið tekið fram. Það er 3000 kr. á mann. Ath það.
Bið áhugasama um Uzbekistan í sept 2011 að borga staðfestingargjaldið fyrir 1.des. Fáist ekki næg þátttaka og staðfestingargjald ekki greitt, mun ég hætta við þá ferð.
Bara svoleiðis.
Laugardagsfundur
Fundurinn okkar á laugardaginn var mjög áhrifamikill og Magnús Sveinn Helgason flutti þar magnaða tölu um umræður og hugsunarhátt Bandaríkjamanna varðandi islam og Miðausturlönd. Hann talaði afar skilmerkilega og áheyrilega og ég trúi að allir á fundinum hafi verið í senn sjokkeraðir og margs vísari enda mátti heyra það á spurningum sem til hans var beint að erindi loknu.
Menn misstu af miklum og góðum fróðleik að koma ekki en skal þó ekki kvartað undan fundarsókn frekar en venjulega hjá VIMA. Á fimmta tug félaga og gesta hlýddu á mál hans og fóru betur upplýstari heim en þeir komu, hygg ég.
Beirut að kvöldi
Eins og ég hef áður sagt frá fer ég á miðvikudag til Keflavíkur, gisti þar og síðan með hóp til Líbanons og Sýrlands fyrir Bændaferðir morguninn eftir. Við erum 31 í þeim hópi. Menn skulu vera mættir í flugstöðina
Fór á fund um ferðina nýverið og fann ekki annað en allir hlökkuðu til. Í hópnum verða fimm manns sem hafa farið áður í VIMA ferðir.
Hér að neðan má sjá mjög skýrt hvernig palestínska ríkið lítur nú út. Við verðum sem sé alltaf að fara inn og út úr Ísrael og inn í Palestínu í ferðinni okkar í nóvember.
Og áfran taka Ísraelar til við að byggja nýjar og gersamlega ólöglegar landnemabyggðir. Og komast upp með allt sem þeim dettur í hug. Nú síðast hörmulegt að heyra þær fregnir að Sveinn Rúnar Hauksson, sá mikli afreksmaður og velvildarmaður Palestínu og gjafmildir og vænir menn sem ætluðu að færa illa stöddum Gaza mönnum gervilimi, voru stöðvaðir með offorsi og loks látnir borga fyrir og vita þó ekki enn hvort þeir fá að koma varningi til skila.
Maður verður bæði orðlaus og skelfingu lostinn við slíkar fréttir.
Ég er eindregið á því að Palestínuferðin okkar í nóvember verði öllum mikill skóli.
Beirut að kvöldi
Teppi frá Kashan í Íran. Í Kashan gistum við eina nótt og er það nýbreytni. Ferðin er nú loks fullskipuð og ég get ekki stillt mig um að segja að nú vilja allir allt í einu fara til Íran þegar allt er frágengið og byrjað að borga. Sumir sem höfðu skráð sig bara "gleymdu" allt í einu að þeir höfðu skrifað sig. Afleitt þegar svoleiðis er komið fram.
En það er gott og fínt fólk í ferðinni og verður nú ekki bætt við og það sem rétt er að taka fram líka er að ég fer EKKI með fleiri hópa til Írans en þennan.
FUNDURINN er 24 okt
Sendi Íran og Uzbekistanförum í dag bréf þar sem ég minnti á að greiðslur hinar næstu skulu inntar af hendi um mánaðamótin og bið menn lengstra orða að greiða á réttum tíma. Og inn á rétt reikningsnúmer 342 13 551346 og kt 441004-2220.
Nú hefur verið ákveðið að fundur verði sunnudaginn 24.október á okkar venjulega fundarstað: Gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu kl. 2.
Gjörið svo vel og lesið næstu línur vandlega.
kl 2 Palestínufarar- miðar og lagfærð áætlun afhent. Rætt um ferðina. Afhent ferðagögn.
kl.3 Uzbekistan farar í apríl- fylltar verða út vegabréfsumsóknir. Allir komi með 2 nýjar passamyndir og vegabréf. Þetta ásamt ljósritum verður svo sent út til Þýskalands. Því miður veit ég enn ekki verð á áritun. Læt ykkur vita sem fyrst.
kl 4. Íranfarar í febr/mars. fylltar út vegabréfsumsóknir. ALLIR komi með 2 nýjar passamyndir. Á þeim beri konur slæðu. Vegabréf verða ekki tekin þá. Það sama gildir um áritun og Usbekistanfara. Veit ekki hvað hún kostar en fæ upplýsingar um það fljótlega.
Tek það fram að á þessa fundi er óskað eftir því eindregið að ALLIR mæti þar sem við þurfum að ganga frá þessu saman. Þetta á við um báða hópana.
Einnig um Palestínuhópinn til að fá miða og ráðslaga um ferðina.
Allir þurfa einnig að gera upp félagsgjald VIMA eins og margsinnis hefur verið tekið fram. Það er 3000 kr. á mann. Ath það.
Bið áhugasama um Uzbekistan í sept 2011 að borga staðfestingargjaldið fyrir 1.des. Fáist ekki næg þátttaka og staðfestingargjald ekki greitt, mun ég hætta við þá ferð.
Bara svoleiðis.
Laugardagsfundur
Fundurinn okkar á laugardaginn var mjög áhrifamikill og Magnús Sveinn Helgason flutti þar magnaða tölu um umræður og hugsunarhátt Bandaríkjamanna varðandi islam og Miðausturlönd. Hann talaði afar skilmerkilega og áheyrilega og ég trúi að allir á fundinum hafi verið í senn sjokkeraðir og margs vísari enda mátti heyra það á spurningum sem til hans var beint að erindi loknu.
Menn misstu af miklum og góðum fróðleik að koma ekki en skal þó ekki kvartað undan fundarsókn frekar en venjulega hjá VIMA. Á fimmta tug félaga og gesta hlýddu á mál hans og fóru betur upplýstari heim en þeir komu, hygg ég.
Beirut að kvöldi
Eins og ég hef áður sagt frá fer ég á miðvikudag til Keflavíkur, gisti þar og síðan með hóp til Líbanons og Sýrlands fyrir Bændaferðir morguninn eftir. Við erum 31 í þeim hópi. Menn skulu vera mættir í flugstöðina
Fór á fund um ferðina nýverið og fann ekki annað en allir hlökkuðu til. Í hópnum verða fimm manns sem hafa farið áður í VIMA ferðir.
Hér að neðan má sjá mjög skýrt hvernig palestínska ríkið lítur nú út. Við verðum sem sé alltaf að fara inn og út úr Ísrael og inn í Palestínu í ferðinni okkar í nóvember.
Og áfran taka Ísraelar til við að byggja nýjar og gersamlega ólöglegar landnemabyggðir. Og komast upp með allt sem þeim dettur í hug. Nú síðast hörmulegt að heyra þær fregnir að Sveinn Rúnar Hauksson, sá mikli afreksmaður og velvildarmaður Palestínu og gjafmildir og vænir menn sem ætluðu að færa illa stöddum Gaza mönnum gervilimi, voru stöðvaðir með offorsi og loks látnir borga fyrir og vita þó ekki enn hvort þeir fá að koma varningi til skila.
Maður verður bæði orðlaus og skelfingu lostinn við slíkar fréttir.
Ég er eindregið á því að Palestínuferðin okkar í nóvember verði öllum mikill skóli.
Beirut að kvöldi
Wednesday, September 22, 2010
Munið- munið laugardagsfundinn - og alls konar upplýsingar
Sæl öll á septemberdegi
Vil minna ykkur á fundinn n.k. laugardag í Kornhlöðunni við Bankastræti kl. 14.
Magnús Sveinn Helgason mun flytja þar forvitnilegt erindi um þær breytingar sem hafa orðið á umfjöllun og umræðum um Miðausturlönd og islam í bandarískum stjórnmálum síðan 11.september 2001 og hvaða hlutverk islam virðist leika í kosningabaráttunni þar ní í haust.
Hann beinir sjónum að pólitíkseringu islam og vaxandi islamandúð í bandarískri stjórnmálaumræðu.
Magnús er sagnfræðingur og stundakennari við Háskólann á Bifröst og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Síðan 2006 hefur hann haldið úti bloggsíðu á Eyjunni Freedomfries. Hann var búsettur í Bandaríkjunum frá 2000-2008 meðan hann var við doktorsnám í sagnfræði.
Þetta efni er sérlega forvitnilegt enda vita allir að fréttaflutningur í Bandaríkjunum af því sem gerist í heiminum og ekki aðeins Miðausturlöndum er afskaplega einlitur og takmarkaður.
Hvet menn til að mæta og ég er viss um að Magnús mun taka spurningum vel og leysa úr þeim.
Endilega takið með ykkur gesti og látið þetta berast.
Kaffi og tertur á boðstólum, félagsgjöld óskast greidd og nýir félagar boðnir velkomnir. Fréttabréfið er allt farið út, nokkur hafa komið til baka og suma fundu bréfberar okkar ekki vegna þess að fólk hefur flutt. Bið menn lengstra orða að senda okkur tilkynningu um slíkt.
Nokkur heimilisföng voru röng vegna mistaka okkar og beðist velvirðingar á því.
Uzbekistan
Þá er hér tvennt í sambandi við Uzbekistan: Allir ferðafélagar þangað í apríl n.k. hafa sent mér ljósrit og vinnustaðfestingu. Takk fyrir. Þetta fór ég með í skönnun í morgun og hef sent það út. Fundur um vegabréfsútfyllingarmál verður í lok nóv. í síðasta lagi. Kannski fyrr. Vinsamlegast fylgist með því.
Þá vil ég benda á að dagsetning fyrir ferðina í september er klöppuð og klár, 9.-22.sept og þeir sem hafa hug á þeirri ferð gefi sig fram fyrr en síðar. Óskað er eftir að þeir greiði síðan 50 þús. kr. í staðfestingjargjald fyrir 1.desember.
Íran
Þegar þetta er skrifað hef ég enn ekki fengið ljósrit af vegabréfum frá öllum Íranförum og bið menn lengstra orða að drífa í því að senda þau til mín.
Bendi á að ég hef uppfært Íranáætlunina og hún er komin aftur á hlekkinn sinn.
Fundur varðandi vegabréfsáritunarútfyllingu þar sem allir mæta með nýjar passamyndir og konur beri slæðu á myndum, verður í lok nóv. Eða fyrr ef hægt er að koma því í kring. Þá verða allir að mæta svo ég reyni að hafa á því góðan fyrirvara.
Annað flandur
Ég fer svo um miðja næstu viku til Líbanon og Sýrlands fyrir Bændaferðir. Í hópnum þeim er 31 og lukkast vonandi vel. Við höfum sömu gæda og í ferðinni síðasta vor.
Svo er ferðin til Palestínu 11.-19.nóvember og er fullskipuð og velskipuð eins og vera ber. Stend í stappi við ferðaskrifstofuna í Palestínu vegna verðbreytinga á ferðinni. Ekki séð fyrir endann á því. En hugsanlegt ég neyðist til að hækka ferðina um 20 þúsund krónur vegna þessa.
Læt þá þátttakendur vita síðar en við sjáum til.
Sjáumst svo á fundinum á laugardag. Þetta er fýsilegt efni og hvet ykkur til að taka með ykkur gesti. Og endilega sendið áfram á kunningja og vini.
Saturday, September 11, 2010
Fréttabréfið tilbúið
Sæl öll
Fréttabréfið er tilbúið og vandað og fýsilegt að venju. Þar kennir margra grasa, pistill um Palestínuferð, gistingu í jurt í Uzbekistanför, Hulda Waddell skrifar um gagnlega lesningu fyrir Íran og Úzbekistanfólk, Dóminik er með rétt mánaðarins og skrifar einnig um bókina Morgnar í Jenin, Vera Illugadóttir greinir frá hljóðfærinu úd sem þekkist víðast í þessum heimshluta, Sveinn Guðmarsson skrifar grein en hann vinnur hjá Unicef í Jemen um þessar mundir.
Þá er einnig greint frá haustfundinum okkar í Kornhlöðunni laugardag 25.sept. Vona að þið takið þann tíma frá því fundarefnið hið forvitnilegasta.
Nú er að koma þessu út til félagsmanna, einnig sent til styrktarmanna barnanna þótt þeir séu ekki félagar ofl. Mikill búnki út á land og slatti til útlanda fer í póst eftir helgi. Vona að þetta verði komið til ykkar um miðja næstu viku.Gjörið svo vel og látið vita ef það berst ekki.
Þá er vert að nefna að nú nálgast Líbanon/Sýrlandsferðin sem ég tók að mér fyrir Bændaferðir, 30.sept-14.okt og munu Bændaferðir standa fyrir fundi um þá ferð í næstu viku. Fullskipað þar fyrir löngu.
Uzbekistan og Íranfarar: SENDA MÉR LJÓSRIT AF VEGABRÉFI. Er komið frá flestum en vantar frá Íranfólkinu og nokkrum í Uzbekistanferð. Ekki láta þetta dragast, það er ágætt að klára ákveðna skriffinnsku fyrir þær ferðir áður en ég fer til Líb/Sýr.
Einnig vantar nokkrar vinnustaðfestingar. Annars hefur gengið ágætlega að safna þessu saman.
Hef fengið fyrirspurn frá Palestínufólkinu um hvenær miðar verði afhentir. Get ekki svarað því í augnablikinu en reikna með að það verði ekki fyrr en eftir ég kem frá Líb/Sýrl.
Einhverjir Líb/Sýrlandsfarar vildu senda kort eða smágjöf til Walids gæd. Það er alveg sjálfsagt. Koma því til mín með góðum fyrirvara.
Fréttabréfið er tilbúið og vandað og fýsilegt að venju. Þar kennir margra grasa, pistill um Palestínuferð, gistingu í jurt í Uzbekistanför, Hulda Waddell skrifar um gagnlega lesningu fyrir Íran og Úzbekistanfólk, Dóminik er með rétt mánaðarins og skrifar einnig um bókina Morgnar í Jenin, Vera Illugadóttir greinir frá hljóðfærinu úd sem þekkist víðast í þessum heimshluta, Sveinn Guðmarsson skrifar grein en hann vinnur hjá Unicef í Jemen um þessar mundir.
Þá er einnig greint frá haustfundinum okkar í Kornhlöðunni laugardag 25.sept. Vona að þið takið þann tíma frá því fundarefnið hið forvitnilegasta.
Nú er að koma þessu út til félagsmanna, einnig sent til styrktarmanna barnanna þótt þeir séu ekki félagar ofl. Mikill búnki út á land og slatti til útlanda fer í póst eftir helgi. Vona að þetta verði komið til ykkar um miðja næstu viku.Gjörið svo vel og látið vita ef það berst ekki.
Þá er vert að nefna að nú nálgast Líbanon/Sýrlandsferðin sem ég tók að mér fyrir Bændaferðir, 30.sept-14.okt og munu Bændaferðir standa fyrir fundi um þá ferð í næstu viku. Fullskipað þar fyrir löngu.
Uzbekistan og Íranfarar: SENDA MÉR LJÓSRIT AF VEGABRÉFI. Er komið frá flestum en vantar frá Íranfólkinu og nokkrum í Uzbekistanferð. Ekki láta þetta dragast, það er ágætt að klára ákveðna skriffinnsku fyrir þær ferðir áður en ég fer til Líb/Sýr.
Einnig vantar nokkrar vinnustaðfestingar. Annars hefur gengið ágætlega að safna þessu saman.
Hef fengið fyrirspurn frá Palestínufólkinu um hvenær miðar verði afhentir. Get ekki svarað því í augnablikinu en reikna með að það verði ekki fyrr en eftir ég kem frá Líb/Sýrl.
Einhverjir Líb/Sýrlandsfarar vildu senda kort eða smágjöf til Walids gæd. Það er alveg sjálfsagt. Koma því til mín með góðum fyrirvara.
Tuesday, September 7, 2010
Stuðningsmenn- orðsending til Uzbekistanfara
Hér eru þær systur Soha og Sameha með Shada Yehiya
Þetta er nokkuð langur póstur en ég bið ykkur að lesa hann samt og vandlega
MINNI EINNIG á að REIKNINGSNÚMER vegna ferða er hið sama 342 13 551346 og kt 441004-2220. Leggja inn á rétt reikningsnúmer þegar borgað er inn á ferðir. Það er mjög áríðandi. Reikningsnúmerin eru annars á síðunni undir Hentug reikningsnúmer.
Þarf að biðja þá Uzbekistanfara í aprílferð sem hafa ekki sent mér vegabréf (ljósritað eða skannað) að gera það fljótlega. Þarf bara síðuna með upplýsingunum. Þá þarf ég að fá starfsheiti.
Einnig staðfestingu vinnuveitanda um að viðkomandi sé starfsmaður tiltekins fyrirtækis, rétt eins og við töluðum um á fundinum.
T.d. Gísli Björnsson sem sendi bréf með haus fyrirtækis síns þar sem staðfest var að hann væri forstjóri Sjónar og sögu, undirritað af Lenu Rist. Annað bréf frá sama fyrirtæki um að Lena Rist væri aðstoðarforstjóri Sjónar og sögu. Þetta er meira og minna til málamynda en ÞARF samt að fá þetta. Svo vinsamlegast sendið mér þetta svo ég geti komið þessu áleiðis. Þetta var allt rætt á fundinum.
Þá hafa flestir Uzbekistanfarar lokið sept greiðslu og þakka fyrir það.
Innan tíðar mun ég svo óska eftir því að þeir sem ætla í seinni Uzbekistanferð greiði staðfestingargjald(tvær hafa þegar gert það) þar sem ég hef orðið fyrir verulegum skakkaföllum fyrir nú utan leiðindin sem því fylgja að hafa ekki óskað eftir staðfestingargjaldi við pöntun. Það er auðvitað bara mér að kenna að sýna alltof mikla linkind.
Sú ferð er hálffull og skyldu menn því gefa sig fram.
Varðandi Íran.
Greiðslur þeirra sem hafa greitt staðfestingargjald upp á 70 þús eru
1.okt 95 þús
1.nóv 95 þús
1.des 95 þús
1.jan 95 þús Samtals 380 þús (plús staðfestingargjald)= 450 þús
Bið ykkur allra vinsamlegast að borga á réttum degi
Varðandi Fréttabréfið vantar enn nokkra bréfbera og bið ykkur að gefa ykkur fram, m.a. í 101, 104, 105 og í Hafnarfjörð og Gaðabæ vantar einnig. Bestu þakkir til þeirra sem þegar hafa látið í sér heyra.
Í Fréttabréfi skrifar Vera Illugadóttir m.a. um tvær arabískar kvikmyndir og um hljóðfærið úd sem er þekkt í Arabaheiminum og raunar víðar.
Smáklausa um gistingu í urt í Uzbekistan. Hulda Waddell skrifar um gagnlegar bækur fyrir Úzbekistan og Íranferðalanga og Dóminik um Morgnar í Jenin.
Pistill um könnunarferð mína til Palestínu nýlega og ýmislegt fleira
Þá fer hér á eftir listi yfir alla þá sem styðja Jemenbörn árið 2010-2011. Einstaka hafa ekki staðfest og ef þeir gera það ekki fyrir 15.sept fá börnin annan stuðningsmann.
Hjallastefnan
Guðrún Sesselja Guðjónsdóttir
Guðbjörg Árnadóttir
Sigríður Þórðard.(ný)
Helga Harðardóttir/Sturla Jónsson
Guðríður Hermannsdóttir(ný)
Aðalbjörg Karlsdóttir/Jósefína Friðriksdóttir(ný)
Kolbrún Vigfúsdóttir
Sólveig Hannesdóttir
Eva Pétursdóttir/Axel Axelsson
Margret Fafin Thorsteinson
Guðný Ólafsdóttir
Kolbrá Höskuldsdóttir/Magdalena Sigurðardóttir
Eygló Halldórsd/Eiður Guðnason
Herdís Jónsdóttir
Sveinbjörg Sveinsdóttir
Ingunn Svavarsd/Sigurður Halldórsson(ný)
Margrét Guðmundsd/Brynjólfur Kjartansson
Ásta K. Pjetursdóttir
Valborg Sigurðardóttir
Edda Gísladóttir/Þröstur Laxdal
Ragnheiður Hrafnkelsd
Sara Björnsdóttir(ný)
Sigrún Halldórs(ný)
Margrét Jónasdóttir (ný)
Hjördís Geirdal (ný)
Elva Jónmundsd/Kari Berg(ný)
Anna Wilhelmsdóttir(ný)
Martha Árnadóttir(ný)
Ólafía Hafdísardóttir(ný)
Þorsteinn Gíslason(Nýr)
Sigríður Karlsdóttir
Rósa Þórarinsdóttir(ný)
Sjöfn Óskarsdóttir/Árni Gunnarsson
Margrét S. Pálsdóttir(ný)
Birna Sveinsdóttir
Herdís Kristjánsdóttir
Kristján Arnarsson
Guðríður Helga Ólafsdóttir
Lára Júlíusdóttir/Þorsteinn Haraldsson
Jóna Björnsdóttir
Hulda Hákonar(ný)
Ólöf Arngrímsdóttir
Vaka Haraldsdóttir
Dóminik Pledel Jónsson
Birta Björnsdóttir
Guðrún Ólafsdóttir
Katrín Ævarsdóttir (ný)
Þorgerður Sigurjónsdóttir
Guðrún Halla Guðmundsd
Ingveldur Jóhannesd
Sigríður G. Einarsd
Guðmundur Sverrisson
Borghildur Ingvarsd
Kristín Sigurðard/Geir Þráinsson
Kolbrún Eydís Ottósdóttir(ný)
Hulda Waddell/Örn Valsson
Þorgerður Þorvaldsdóttir/Kristján Edvardsson
Svanhildur Pálsdóttir
Jóhanna Kristjónsdóttir
Guðrún Sverrisdóttir
Jóna Einarsdóttir/Jón Helgi Hálfdanarson
Ásdís Ámundadóttir(ný)
Þóra Jónasdóttir
Ingibjörg H. Yngvadóttir
Eva Júlíusdóttir
Anna Karen Júlíusen
María Kristleifsdóttir
Margrét Friðbergsd/Bergþór Halldórsson
Sigrún Valsdóttir
Ásgerður Eyþórsdóttir (ný)
Bjarnheiður Guðmundsd/Sigfinnur Þorleifsson
Ragnheiður Jónsdóttir
Helga Sverrisdóttir
Hildur Guðmundsdóttir
Guðrún Davíðsdóttir
Margrét Blöndal (ný)
Stella Stefánsdóttir
Þorgerður Arnardóttir
Aðalsteinn Eiríksson
Svava Pétursdóttir/Gunnar H. Gunnarsson(ný)
Hanna Dóra Þórisdóttir/Gunnar Gunnarsson (ný)
Kristín Einarsdóttir
Ingvar Teitsson
Anna Margrét Björnsdóttir(ný)
Margrét Tryggvadóttir(ný)
Vilborg Sigurðardóttir/Vikar Pétursson
Björg Bjarnad/Víðir Benediktsson (ný)
Sigrún Einarsdóttir(ný)
Kristín Ásgeirsd. Johansen
Katrín Björgvinsdóttir(ný)
Jónína Dagný Hilmarsdóttir(ný)
Rannveig Guðmundsdóttir
Ragnhildur Árnadóttir
Sigþrúður Guðmundsd(ný)
Högni Eyjólfsson
Sif Arnarsdóttir
Eyþór Björnsson
Jón Tryggvi Héðinsson(nýr)
Guðmundur Pétursson
Helga Kristjánsdóttir
Óskar H. Jóhannsson (nýr)
Ásdís Stefánsdóttir
Edda Ragnarsdóttir
Anna Stefánsdóttir
Guðrún C. Emilsdóttir
Sigurpáll Jónsson
Kristín Danielsdóttir/Valur Kr Guðmundsson
Halldóra Ásgeirsdóttir (ný)
Ólafur B. Davíðsson og fjölskylda
Stanley Pálsson
Sigríður Halldórsdóttir
Þóra Kristjánsdóttir/Sveinn Einarsson
Sesselja Bjarnad/Rikharð Brynjólfsson
Sigríður Lister
Eva Yngvadóttir/Sigurjón Sigurjónsson
Bára Hjaltadóttir/Magnús Arngrímsson
Margrét H. Auðardóttir
Æsa G. Bjarnadóttir/Sverrir Jakobsson
Pétur Jósefsson
Guðrún S. Gísladóttir/ Illugi Jökulsson
Catherine Eyjólfsson
Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir
Vegna háskólanáms Hanaks:
Axel Guðnason, Albert Imsland(nýr), Kristín Einarsd, Þórdís Árnadóttir(ný)Elísabet Kristjánsdóttir(ný)
Vona að enginn hafi dottið út hjá mér. Þið látið mig þá vita. Tveir eða þrír vilja ekki að nöfn þeirra komi fram og er það auðvitað virt. Allmargir borga mánaðarlega eða skipta greiðslum. Það er allt í góðu svo fremi ég sé látin vita því þetta er heilmikið púsl.
Saturday, September 4, 2010
Öll börn með stuðningsforeldri - dagsetningar á seinni Uzbekistanferð
Frá Akakusvatni í líbísku eyðimörkinni svona til fagnaðar öllum póstkortunum frá 2008 sem berast nú til viðtakenda.
Öll Jemenbörn virðast hafa fengið stuðning. Nokkrir krakkar hætta, einkum strákar að þessu sinni, en Nouria hefur sent ný í staðinn. Flestir hafa greitt eða látið vita hvernig þeir greiða. Einhverja vantar þó. Margir nýir stuðningsmenn bættust við og má þakka kærlega fyrir það, þar með tókst að halda öllum sem styrkt hafa verið og allmörgum nýjum sem koma inn í stað þeirra sem luku stúdentsprófi í vor og þá lýkur stuðningi okkar. Nema við styrkjum áfram Hanak al Matari en hún lýkur hagfræðinámi og stjórnmálavísindum 2012 að sögn Nouriu.
Þar sem einhverjir hafa ekki látið vita hvernig og hvenær þeir greiða þarf ég að biðja um svör fyrir 15.sept. Ef þau koma ekki taka aðrir stuðningsmenn við.
Vil einnig segja ykkur að ég bíð nú eftir svari frá Uzbekistanferðaskrifstofunni okkar varðandi seinni ferð en þið sem hafið skráð ykkur í hana getið reiknað með henni sirka 8.sept. Dagskrá verður eins og í fyrri ferð og er inni á sínum hlekk.
Ef færri verða í þeirri ferð er trúlegt að hún hækki en ekki að ráði.
Er enn ansi mædd út af Íranferð í lok febrúar. Þeir sem áttu hugmyndina að henni og leiddi til að ég ákvað þessa ferð gufuðu síðan upp með aðskiljanlegar söforklaringer.
Alls eru um 17 í þeirri ferð. Ætla samt ekki að hækka verð. Það er 450 þús. og hið sama og í ferðunum 2009 til Íran. Það er ekki sanngjarnt gagnvart þeim sem hafa skráð sig og munu hefja reglulegar greiðslur 1.okt.
Sunday, August 29, 2010
Póstkort frá Líbíu
Fyrri hópurinn sem fór í Líbíuför í okt. 2008
Þessa dagana rogast íslenskir bréfberar með fulla poka af póstkortum frá íslenskum ferðamönnum í Líbíu - frá því haustið 2008. Þetta er óneitanlega sérstakt en sýnir að þó svo Líbíumenn hafi öðruvísi tímaskyn en við, koma þeir öllu til skila á endanum og altjent virðast póstburðargjöld þar í landi ekki hafa hækkað síðan við vorum þar. Einhver kort mun líbíski leiðsögumaðurinn hafa tekið til að flýta fyrir en árangur hans er jafn athyglisverður og t.d. minn því ég póstaði kássu af kortum í Tripoli eftir að fyrri hópur fór heim og ég beið í 3 daga uns sá seinni mætti á svæðið.
Hvet sannarlega viðtakendur korta til að geyma þessi sögulegu póstkort vel og vandlega.
Þakka kærlega þeim sem hafa boðið sig fram í fréttabréfsútburð eftir rösklega hálfan mánuð og ánægjulegt ef fleiri gæfu sig fram.
Palestínufarar ljúka nú greiðslu um mánaðamót, sé ekki betur en Úzbekistan(fyrri ferð) sé á réttu róli en Íranferð hangir enn í hálflausu lofti en ég spái því að það endi allt með prýði.
Eins og áður kom fram verða dagsetningar seinni Úzbekistanferðar birtar mjög fljótlega.
Vonast að til að stuðningsmenn Jemenbarna - sem ekki hafa greitt- láti verða af því nú um mánaðamótin. Nokkrir strákar hafa hætt í skólanum vegna erfiðra heimilisástæðna og látnir fara að vinna íhlaupaverk en margir eru á biðlista svo allir sem hafa gefið sig fram og ekki fengið börn munu vissulega fá þau og þó fleiri væru. En þetta er nú harla gott í bili og kærar þakkir til ykkar allra sem takið þátt í þessu.
Wednesday, August 25, 2010
Hanak stefnir að því að verða sendiherra...
Hanak al Matari
Góðan daginn
Fékk upplýsingar frá Nouriu um það í gær að Hanak al Matari sem við styrkjum í háskólanámi hennar stæði sig vel og lyki trúlega námi í sinni hagfræði og stjórnmálavísindum 2012. Hún stefnir að því að komast í starf hjá utanríkisþjónustunni og vill verða sendiherra. Eftir því sem ég best veit er aðeins ein jemensk kona sendiherra nú.
Minni menn á að borga fyrir sín börn nú um mánaðamótin. Margir hafa gert upp, aðrir hafa látið mig vita hvernig þeir skipta greiðslum og allt í fína með það. Við styrkjum sama fjölda og í fyrra 132 börn plús Hanak. Um ellefu börn ljúka stúdentsprófi næsta vor ef allt gengur að óskum og er þá stuðningi lokið.
Myndaður var stuðningshópur um Hanak því það er miklu dýrara að styðja í háskóla.
Þakka öllum sem taka þátt í þessu.
Vonast til að hafa á næstunni loks fréttir af húsamálum okkar í Jemen.
Palestínufarar greiða svo lokagreiðslu plús eins manns herbergi nú um mánaðamótin og vona allir geri upp á réttum degi.
Þá mælist ég til þess að áhugafólk um Uzbekistan í september 2011 láti í sér heyra.
Nú er ferðin hálffull, reikna með um 20 manns og staðfestingargjald verður innheimt fyrr en venjulega. Læt menn vita um það.
Eftir þá leiðindareynslu sem ég hef lent í hjá ýmsum Íranförum sem hafa hætt við þá stend ég ekki í svona leiðindaþrasi endalaust. Samt verður Íranferðin farin og hananú og hún er vel skipuð. Ef menn panta í einum grænum get ég auðvitað bætt í hana en fólk greiði þá staðfestingargjaldið samtímis pöntun.
Fréttabréfið er í vinnslu undir styrkri stjórn Dominik og ég bið menn lengstra orða að tilkynna ef breyting hefur orðið á heimilisföngum. Einnig er nú þegar auglýst eftir góðu fólki til að dreifa fréttabréfinu. Það sparar félaginu æði mikinn pening og ekki er félagssjóðurinn sérlega pattaralegur.
Fréttabréfið kemur trúlega út um miðjan september og þar verður haustfundur einnig auglýstur.
Sunday, August 22, 2010
Heim komin eftir undursamlega ferð um svæði Palestínu -og Ísraels
Úr gömlu borginni í Jerúsalem
Sælt veri fólkið
Klukkan er nú þrjú aðfararnótt mánudags (klukkan sex að morgni í Jórdaníu og Palestínu) og ég er mætt og afskaplega ánægð með þessa skoðunarferð vegna hópsins í nóvember. Alls konar mál skýrðust fyrir mér sem ég hafði ekki áttað mig á og margt sá ég sem kom mér á óvart- margt jákvætt, sumt ívið óbærilegra og er þar einkum átt við þá þætti sem snúa að framgöngu Ísraela gagnvart Palestínumönnum.
Dagurinn í Jerikó verður eftirminnilegur í alla staði. Menjar hafa fundist þar sem rekjast átta þúsund ár aftur í tímann enda Jerikó í baráttu um titilinn elsta borg heims. Þar fór hiti í 52 stig í skugga. Samt skoðaði ég Kúmran þar sem fjárhirðir fann hin frægu Dauðahafshandrit fyrir nokkrum áratugum, horfði upp á fjallið þar sem sagt er að freistarinn- Satan í eigin persónu - hafi reynt að lokka Jesús til fylgis við sig, rannsakaði múra Jerikó en tókst ekki að blása þá niður enda eru þeir að metu neðanjarðar og fleira og fleira. Þar keypti ég Jerikórósina og mun nú athuga hvort það er rétt og satt að þessi rytjulegu strá sem ég flutti heim, verði að unaðsrós ef hún kemst í vatn.
Einnig í svo sem eina soldánshöll en varð óneitanlega að gefast upp öðru hverju og fá mér te og vatn.
Þaðan lá leið til Nablus sem er að því leyti erfiður staður að Ísraelar ráða vitaskuld hverjir fara þar inn og út. Eftir mörg símtöl við einhverja yfirmenn hersins var okkur Mousa leiðsögumanni sínum leyft að fara inn í Nablus ef við skrifuðum undir plagg um að Ísraelsstjórn mundi ekki bæta það tjón sem við kynnum að verða fyrir. Auðvitað urðum við hvorki fyrir tjóni né skaða og Nablus er afar spennandi staður. Ríkmannlegri en ýmsir aðrir Palestínumannabæir og þar er stundum andóf í gangi, en allt var friðsælt þennan dag enda allir væntanlega magnþrota af hitanum. Við skoðuðum Jakobsbrunninn forna og síðan upp á fjallið fyrir ofan Nablus þar sem útsýnið er hreint konunglegt.
Með okkur í för slóst einn forsvarsmaður Samaríugyðinganna sem býr í Nablus. Ég viðurkenni fúslega fáfræði mína en vissi ekki af þeim. Þeir eru um 300 talsins og hafa búið þarna kynslóð fram af kynslóð í fullri sátt við Palestínumennina. Þessi hópur biðst fyrir á annan hátt en aðrir gyðingar og eru öllu nær múslimum en gyðingum og sumir þeirra vilja raunar ekki telja sig gyðinga. Annað þorp er í Ísrael/Palestínu þar sem Samaríugyðingar búa, ámóta fjöldi, líklega eru þeir alls um 600-700 og þeir eiga einn fulltrúa á ísraelska þinginu.
Yfirleitt eru þeir mjög andsnúnir aðgerðum Ísraela gegn Palestínumönnum og hafa tekið afstöðu með aröbunum þegar í odda hefur skorist.
Í Nablus átti Mousa leiðsögumaður, skyldmenni sem hann hafði ekki hitt í nokkur ár því Nablus búar eins og aðrir Palestínumenn utan Jerúsalem fá ekki að fara þangað nema á föstudögum til bæna og skilyrði fyrir því eru að konur séu orðnar fertugar og karlar fimmtugir. Við sóttum heim þessa sómafjöldskyldu, heimilisfaðirinn er deildarforseti raunvísindadeildar háskólans í Nablus, kona hans stærðfræðikennari og myndarleg fimm börn þeirra virðast öll ansi náttúreruð fyrir stærðfræði og raunvísindagreinar.
Vegna ramadans afþakkaði ég veitingar sem átti að bera mér en þegar ég skutlaði mér aðeins út í 49 stiga heitt sólskinið var komið með djús og ávexti - minna mátti það nú ekki vera sagði húsfreyjan og var miður sín yfir því að ég vildi ekki að hún bæri mér veitingar.
Dagurinn í Jerúsalem(hópurinn hefur tvo þar) var minnisstæður í alla staði: gamla borgin er engu lík og hefur sem betur fer ekki breyst að meinu marki. Þar skoðaði ég hús/kirkju foreldra Maríu meyjar, gekk Via dolorosa og fór að Grátmúrnum, sá vistarveru hinnar heilögu kvöldmáltíðar, upp á Olívurfjallið, Getsemane og ég man eiginlega ekki hvað ég sá ekki. Fyrir utan þessa fjölbreyttu og sjarmerandi krákustiga þar sem verslun er við hvert fótmál, ærsl og hamagangur.
Við Mousa vorum nú samt ansi lúin eftir allt labbið en hann var verr settur en ég, hann var fastandi en ég gat þó leyft mér að svolgra vatn.
Ég hef ekki almennilega þrek í augnablikinu til frekari frásagna af þessari vel lukkuðu og lærdómsríku ferð. Mun tjá Palestínuförum það nánar þegar við efnum í annan fund. En óhætt að fullyrða að ferðin var mér afar gagnleg og það skilar sér vonandi í því að hópurinn fái góða ferð fyrir snúðinn.
Hef hvern dag komist á Netið því ókeypis aðgangur er að tölvu á því hóteli sem við munum dvelja á í Betlehem. Menn segja mér að nóvember sé mjög hagstæður mánuður til heimsóknar og þá verði veður hið þægilegasta, um 18-25 stig eða svo. Mun senda Palestínuhópnum skýrslu sem ég talaði um á fundinum á dögunum.
Sé að Íranfarar hafa borgað skilvíslega sín staðfestingargjöld og gott mál það og takk fyrir. Er afskaplega óhress með suma sem höfðu tilkynnt sig í Íranferðina og hætta nú skyndilega við. Það kemur sér vægast sagt illa en engu að síður mun ég reyna að halda verði óbreyttu, 450 þúsund fyrir Íranferð. Held hins vegar að ég hafi ekki sent alls kostar rétta greiðsluáætlun til Íranfara en bið þá að örvænta ekki. Verðið breytist ekki. Við möndlum þetta. En kærkomið væri óneitanlega að þeir sem sögðust ætla að fara í þá ferð og hafa allt í einu horfið úr sögunni létu vita. Ég tel það afar óheppilegt þegar svona lagað gerist að allt í einu telja menn ekkert sjálfsagðara en hoppa bara frá þó þeir hafi áður tilkynnt sig. Þetta er framkoma sem mér gremst stórlega en þakka þeim því betur sem hafa greitt eins og til var stofnað.
Nú er ég sem sagt búin í bili en mun láta frá mér heyra um leið og lúningurinn hefur lagast.
Wednesday, August 18, 2010
Med kvedjum fra Palestinu
Sael oll
Thessir fyrstu dagar i rannsoknarferdinni minni i Palestinu, fyrir ferdina i november, hafa gengid afskaplega vel. Ad visu er skritid ad vera sifellt ad fara inn og ut ur Palestinu og vera stundum i Israel thegar eg held eg se i Palestinu. Samt fer madur harla fljotlega ad finna thad i loftinu.
Hef haft busetu i Betlehem og er thar nuna og kl er 9 ad morgni, en 6 heima vegna timamisdmunarins.
Thad var til daemis athyglisvert ad koma yfir landamaerin fra Jordaniu og fara i gegnum israelska landamaerastod sem er tho strant tiltekid a Vesturbakkanum sem er amk ad nafninu til a yfirradasvaedum Palestinu. Allt gekk thar rolega og israelsku landamaerastulkurnar eru nu ekki thaer vinalegustu sem madur hittir. En bjargadist vel og huggulega.
Thessa daga hef eg farid um Betlehem, skodad Faedingarkirkjuna, helli fjarhirdanna og skodad thad sem Betlehembuar(sem eru flestir Palestinumenn) eru hvad leiknastir vid allra ad skera ut i olivurvid. Somuleidis rannsakadi eg nokkur hotel og breytti um stad sem hopurinn verdur a. Thad er dalitid ovidkunnarlegt ad koma svo a landamaerastod Israela og reida fram vegabref thegar farid er ut ur baenum en Israelar toku ser sneid af borginni fyrir nokkud longu.
For einnig til Hebron en thar er ma. storkostlega tignarleg moska Abrahams og nanustu aettingja hans, Soru, Isaks og konu hans, Jakobs og Leu. Thar far lika ljuft ad labba um markadinn tho hann vaeri liklega i daufara lagi af tvi dagurinn var ungur en fyrst og fremst af tvi nu stendur ramadan- fostumanudurinn sem haest. Fekk mer that olivusapu sem faest adaeeins i Hebron og skodadi einnig glerverksmidju og fekk ad gryta einu glasi a steingolfid og ekki kom svo mikid sem sprunga i thad. Thetta er eldgomul taekni sem their Hebronbuar kunna manna best. I midri Hebron kemur madur allt i einu ad rammgerdum vegg og handan hans er hverfi um 2-300 gydinga sem fluttu hingad fyrir nokkrum arum. Eg veit ekki hvers vegna- thad er naertaket ad halda ad their seu ad ogra Palestinumonnum en thessa folks gaeta um 2000 israelskir hermenn og grair fyrir jarnum og ekki vingjarnlegir og best ad abbast ekki mikid upp a tha
Thad er einstaklega falleg leidin um Vesturbakkann, olivurtren og fikjutren i bloma og dreifa ser um haedirnar.
I dag er eg a leid inn til Jerusalem og skoda gomlu borgina, svo og stadi muslima, gydinga og kristinna en menn skyldu hafa bak vid eyrad ad thad voru Palestinumenn sem voru vorslumenn thessara stada oldum saman. Einnig er tilhlokkunarefni ad fara i gomlu borgina. Mer finnst Jerusalem hafa thanist gridarlega ut sidan eg kom her sidast fyrir fimm sex arum. Hun er mjog spes borg og serstok fyrir allra hluta sakir.
Seinna i dag til Ramallah. Allan daginn verd eg sem sagt ad fara inn og ut milli theirra svaeda sem Palestinumenn rada og Israelar.
Vedur er hlytt 38-40 stiga thessa daga. Thad er solskin og blida og eg se fram a ad thad verdur otrulega margt aevintyrid sem bidur hopsins.
Kvedjur i bainn og nu inn i gomlu Jerusalem.
Thessir fyrstu dagar i rannsoknarferdinni minni i Palestinu, fyrir ferdina i november, hafa gengid afskaplega vel. Ad visu er skritid ad vera sifellt ad fara inn og ut ur Palestinu og vera stundum i Israel thegar eg held eg se i Palestinu. Samt fer madur harla fljotlega ad finna thad i loftinu.
Hef haft busetu i Betlehem og er thar nuna og kl er 9 ad morgni, en 6 heima vegna timamisdmunarins.
Thad var til daemis athyglisvert ad koma yfir landamaerin fra Jordaniu og fara i gegnum israelska landamaerastod sem er tho strant tiltekid a Vesturbakkanum sem er amk ad nafninu til a yfirradasvaedum Palestinu. Allt gekk thar rolega og israelsku landamaerastulkurnar eru nu ekki thaer vinalegustu sem madur hittir. En bjargadist vel og huggulega.
Thessa daga hef eg farid um Betlehem, skodad Faedingarkirkjuna, helli fjarhirdanna og skodad thad sem Betlehembuar(sem eru flestir Palestinumenn) eru hvad leiknastir vid allra ad skera ut i olivurvid. Somuleidis rannsakadi eg nokkur hotel og breytti um stad sem hopurinn verdur a. Thad er dalitid ovidkunnarlegt ad koma svo a landamaerastod Israela og reida fram vegabref thegar farid er ut ur baenum en Israelar toku ser sneid af borginni fyrir nokkud longu.
For einnig til Hebron en thar er ma. storkostlega tignarleg moska Abrahams og nanustu aettingja hans, Soru, Isaks og konu hans, Jakobs og Leu. Thar far lika ljuft ad labba um markadinn tho hann vaeri liklega i daufara lagi af tvi dagurinn var ungur en fyrst og fremst af tvi nu stendur ramadan- fostumanudurinn sem haest. Fekk mer that olivusapu sem faest adaeeins i Hebron og skodadi einnig glerverksmidju og fekk ad gryta einu glasi a steingolfid og ekki kom svo mikid sem sprunga i thad. Thetta er eldgomul taekni sem their Hebronbuar kunna manna best. I midri Hebron kemur madur allt i einu ad rammgerdum vegg og handan hans er hverfi um 2-300 gydinga sem fluttu hingad fyrir nokkrum arum. Eg veit ekki hvers vegna- thad er naertaket ad halda ad their seu ad ogra Palestinumonnum en thessa folks gaeta um 2000 israelskir hermenn og grair fyrir jarnum og ekki vingjarnlegir og best ad abbast ekki mikid upp a tha
Thad er einstaklega falleg leidin um Vesturbakkann, olivurtren og fikjutren i bloma og dreifa ser um haedirnar.
I dag er eg a leid inn til Jerusalem og skoda gomlu borgina, svo og stadi muslima, gydinga og kristinna en menn skyldu hafa bak vid eyrad ad thad voru Palestinumenn sem voru vorslumenn thessara stada oldum saman. Einnig er tilhlokkunarefni ad fara i gomlu borgina. Mer finnst Jerusalem hafa thanist gridarlega ut sidan eg kom her sidast fyrir fimm sex arum. Hun er mjog spes borg og serstok fyrir allra hluta sakir.
Seinna i dag til Ramallah. Allan daginn verd eg sem sagt ad fara inn og ut milli theirra svaeda sem Palestinumenn rada og Israelar.
Vedur er hlytt 38-40 stiga thessa daga. Thad er solskin og blida og eg se fram a ad thad verdur otrulega margt aevintyrid sem bidur hopsins.
Kvedjur i bainn og nu inn i gomlu Jerusalem.
Friday, August 13, 2010
Vegna forfalla eru fjögur sæti laus í Íranferð- vinsamlegast bregðið við skjótt
Imamtorgið í Isfahan
Sæl veriði
Vegna skyndilegra, ófyrirséðra forfalla eru fjögur sæti laus í Íranferðina 27.febr-13.mars. Ég bið áhugasama að tilkynna sig á jemen@simnet.is
Tekist hafði að ná ferðinni niður í 450 þúsund með aðskiljanlegum tilfæringum. Það er sama verð og var á ferðunum í hitteðfyrra(engar Íranferðir í ár) og ég vona sannarlega að menn láti þetta tækifæri sér ekki úr greipum ganga.
Bið fyrri Íranfara að láta þetta berast til vina sem þeir vita að þurfa einmitt og akkúrat að fara til Írans sem er ógleymanlegt og margslungið ævintýri.
Ég fer til Jórdaníu og Palestínu í stuttan rannsóknarleiðangur á mánudagsmorgun og verð rétt um viku og skoða staði og lít á sem flest af þessu.
Mun áreiðanlega skrifa inn á síðuna og líta á póstinn. Svo menn ættu að fylgjast með síðu og senda mér póst um Íranþáttöku. Verð að ganga frá því máli endanlega í lok ágúst.
Minni loks Jemenstuðningsmenn á að borga. Margir hafa raunar gert það og takk fyrir það kærlega. Aðrir skipta greiðslum og hafa látið vita. Prýðilegt. Frá nokkrum hefur ekki heyrst. Um 12-15 börn ljúka stúdentsprófi næsta vor ef allt gengur skv. áætlun.
Stuðningi verður þá hætt. Þar sem við studdum Hanak al Matari þegar hún hóf háskólanám verður því haldið áfram amk í vetur enda gæti hún lokið námi næsta ár. Hef ekki fengið af því nánari spurnir alveg nýlega.
Sunday, August 8, 2010
Ánægja á fundunum í dag - Seinni Uzbekistan í sept
Uzbekisk dansstúlka í Bukhara
Fundirnir í dag voru að mínum dómi og vonandi ykkar sem mættuð mjög ánægjulegir. Kl 14 var Íranfundur og ég vona sannarlega að þar bætist þeir þrír við sem mig vantar til þess að ég geti lækkað verðið. Einstaklega góður hópur sýnist mér.
Mun senda áætlun og hollráð til þeirra sem ég veit að ætla að fara í þá ferð en höfðu boðað forföll. Ég ætla að svo mæltu EKKI að hafa fleiri hópferðir til Írans en þessa í mars nk Svoleiðis er það bara.
Hvað hollráð og áætlanir snertir á það einnig við varðandi hinar ferðirnar. Ath það
Uzbekistanfundur hófst svo kl. 15 og voru langflestir mættir. Við verðum 27 og ég tek ekki fleiri.
Hins vegar er nokkuð augljóst að eftirspurn er í aðra ferð og hef hugsað mér hana í sept 2011 og verður dagskráin þá hin sama. Þeir sem hafa hug á þeirri ferð og hafa EKKI látið vita skyldu gera það fyrr en síðar. Dagsetningar ákveðnar innan tíðar. Skemmtilegt fólk til Uzbekistan. Nokkrir nýir bætast þar í hópinn og er tekið fagnandi.
Bið Uzbekistan og Íranfara að senda mér á næstunni upplýsingarnar sem nefndar voru á fundinum. Hef raunar þegar fengið frá tveimur. Takk fyrir það.
Loks var Palestínufundurinn kl. 16 og þar eru einnig nokkrir nýir og allt hið fegursta fólk. Áður en ég fer þarf ég nauðsynlega að hafa fengið vegabréfsnúmerin frá ÖLLUM í Palestínuhópnum. Vantar nokkra sem eru að endurnýja.
Mun senda þeim hópi sérstaklega skýrslu eftir ferðina sem er hjá mér einni og sjálfri á þessar slóðir og hefst um næstu helgi.
Þetta lítur allt gæfulega út. Tek fram að septemberferðin til Uzbekistan verður hin síðasta - í alvöru- á vegum VIMA.
Við fórum yfir áætlanir, Gulla pé hafði sett á kubb nokkrar skemmtilegar jurt(gististaður í Uzbekistan) spjölluðum og spurt var margs. Drukkum te/kaffi og mauluðum sætabrauð.
Þetta var því allt hið besta mál og þakka samveruna í dag.
Wednesday, August 4, 2010
Víst gerast ævintýrin enn ---vinsamlegast tilkynnið ykkur á sunnudagsfundinn
Frá miðstöðinni í Sanaa, tekið á móti íslenskum gestum með bravör
Mig langar til að segja ykkur frá dálitlu ævintýri. Í mig hringdi í gær sextugur öryrki sem hefur verið lamaður sl. tíu ár vegna heilablóðfalls. Hann sagðist vilja styrkja barn hjá okkur og bað mig að koma og við skyldum ganga frá þessu. Mér skildist hann hefði hug á að styrkja eitt barn.
Ég fór til hans í morgun og veitti viðtöku hundrað þúsund krónum! Mér fannst þessi rausn og höfðingsskapur ævintýri líkast. Hann ætlar að greiða með tveimur börnum og fjörutíu þúsund fer í Fatimusjóðinn. Þessi maður kærir sig ekkert um að nafn hans komi fram en ég gat ekki látið hjá líða að segja ykkur frá þessu. Þarna er á ferðinni maður sem á örlæti hjartans óskert þótt líkamlega sé hann skertur. Fyrir er þakkað innilega.
Ég hef ekki heyrt frá allmörgum vegna fundanna á sunnudag og bið ykkur lengstra orða að drífa í að tilkynna ykkur. Ef einhverjir hafa áhuga á ferðinni til Íran(þar má bæta við) eru þeir velkomnir skuldbindingarlaust. Sá fundur hefst kl. 14 á sunnudag í gamla stýrimannaskólanum við Öldugötu(fyrir enda Stýrimannastígs) Ákveðnir þátttakendur mæti endilega. Palestínufarar og Úzbekistanfarar greiði sína upphæð fyrir fundinn allra vinsamlegast.
Þá hefur komið fram sú hugmynd sem mér líst hreint ekki illa á að seinni ferðin til Uzbekistan verði haustið 2011 í staðinn fyrir að hafa hana strax á eftir þeirri í apríl. Fróðlegt væri að heyra skoðanir á því.
Tuesday, August 3, 2010
Sunnudagur er fundadagurinn mikli
Hef sent öllum sem hafa staðfest sig í Palestínu, Íran og Uzbekistan tilkynningu um fund n.k sunnudag og mælist til þess í bréfunum að fólk tilkynni þátttöku.
Á fundunum verða lagðar fram nokkuð ítarlegar áætlanir um ferðirnar og greiðsluplan fyrir Uzbekistanfara og Íranfólk.
Ítreka að framundir næstu mánaðamót má trúlega bæta við í Íranferð ef menn eru snöggir. Sömuleiðis væri mjög ánægjulegt að Uzbekistanferð 2 yrði að veruleika. Hún hefst þá um 29. apríl og verður í laginu alveg eins og sú fyrri.
Nú fer ég sem sagt til Palestínu í könnunarferð þann 16.ág-22.ág og vonast til að vera að þeirri ferð lokinni með viðbótarupplýsingar.
Ég bið þátttakendur lengstra orða að koma á fundina svo ég þurfi ekki að endurtaka allt. Við reynum að fara yfir sem flest á fundinum og undirbúið ykkur með spurningar ef út í það er farið.
Allt lítur þetta undur vel út og ég vænti þess að allt gangi eins og smurt með þetta góða fólk sem ferðafélaga.
Monday, July 26, 2010
Fyrri Úzbekistan er full- drífum upp ferð nr. 2--fleiri börn
Vorhópurinn 2009 í Kashan í Íran
Þar má enn bæta við og ég bið ykkur lengstra orða að hafa samband við mig hið allra fyrsta. Sú ferð er áætluð 27.febr.-13.mars 2011.
Hér sést þróun "Palestínuríkisins"
Í fyrsta lagi ætla ég að fara í rannsóknarferð til Palestínu um 16.ágúst og athuga með áætlunina og hvernig skipulag er á henni. Mér finnst ekkert vit í öðru og hinn góði ræðismaður okkar í Jórdaníu og vinkona mín, Stefanía Khalifeh ítrekaði það við mig fyrir helgi.
Í öðru lagi: Úzbekistan ferð er full, alveg full. Héðan af skrifa ég í seinni ferð og hef trú á að við náum því. Nokkrir geta fært sig í þá seinni. Hún hefst um 1.maí og verður prógrammið eins og í þeirri fyrri.
Ítreka reikningsnúmerið 342 13 551346 og kt 441004-2220 og bið ykkur að greiða fyrstu greiðslu fyrir 5. ágúst. Nokkrir hafa þegar greitt og takk fyrir það.
Vil taka fram að svör hafa ekki borist frá nokkrum góðum félögum.
Eftirtaldir hafa staðfest sig(og sumir greitt staðfestingargjaldið)Ef menn kjósa seinni ferð gjöra svo vel og láta vita hið fyrsta því nokkrir vilja hana fremur og hentar betur hvað varðar tíma.
1.2 Garðar/Guðrún
3. Guðm. Pé
4.5 Linda/Kjartan
6.7. Marjatta/Arngrímur
8.Halla G
9. Jóhanna J
10.11 Rikharð/Sesselja
12. Guðrún Bj
13. Auður Kr
14. Eyþór Bj
15.16. Jóna/Jón H.
17.18. Sigr G/Hermann
19. Margrét Árný
20. Sara Sig
21. Ásrún B
22. Guðlaug Pé.
23.24. Lena/Gísli B
25.26.Ágústa/Stanley
27.JK
Seinni ferð í september
(lágmark er 20)
Einnig hafa Palestínufarar byrjað að greiða og er mjög ánægð með hvað allir eru pottþéttir.
Þátttakendur í Palestínuferð
1.2 Linda Vilhjálmsd/Mörður Árnason
3.4 Ólöf Magnúsd/Guðmundur Kr. Guðmundsson
5.6 Sesselja Bjarnad/Ríkharð Brynjólfsson
7.8.Þóra Kristjánsd/Sveinn Einarsson
9.10 Helena Gíslason/Baldvin Gíslason
11. Eyþór Björnsson
12. Högni Eyjólfsson
13. Eygló Yngvadóttir
14. María Kristleifsdóttir
15. Ólöf Arngrímsdóttir
16.17.Unnur H. Brjánsd/Hafsteinn Hafsteinsson
18. Máni Hrafnsson
19. Steingrímur Jónsson
20. Davíð Baldursson
21. Eva Júlíusd
22. Aðalheiður Birgisdóttir
23. Helga Sverrisdóttir
24.JK
Ferðin er fullskipuð en ég get skrifað 1-2 á biðlista.
Þá vil ég taka fram að ég fékk nú áðan send nöfn og upplýsingar um tíu lítil Jemenbörn vegna þess að 13 hætta vegna þess þau hafa lokið stúdentsprófi. Mér virðist við hafa stuðningsmenn handa þessum tíu og læt alla viðkomandi vita um það hið fyrsta.
Verið svo góð að hafa samband og fyrverandi Íranfarar mættu skrifa hvatningarhróp inn á ábendingadálkinn því mér finnst alveg ómögulegt ef þarf að hætta við þá ferð eða hækka hana. Enginn má missa af Íran, það vita þeir sem farið hafa þangað.
Sæl í bili.
Friday, July 23, 2010
VERÐ Á UZBEKISTAN komið inn á hlekkinn
Góðan daginn
Verð er komið inn á hlekkinn og er 420 þúsund kr.
Bið menn að borga staðfestingargjald um mánaðamótin næstu og eigi síðar en 5.ágúst
Reikningsnúmer er
342 13 551346 og kt 441004-2220
Er mjög ánægð með að tókst að fá allt heila galleríið á þessu verði.
Bið þá sem ekki hafa tilkynnt sig að láta mig vita hið snarasta því það gæti stefnt í tvær ferðir og hæfist hin síðari þá um 1.maí eða svo.
Verð er komið inn á hlekkinn og er 420 þúsund kr.
Bið menn að borga staðfestingargjald um mánaðamótin næstu og eigi síðar en 5.ágúst
Reikningsnúmer er
342 13 551346 og kt 441004-2220
Er mjög ánægð með að tókst að fá allt heila galleríið á þessu verði.
Bið þá sem ekki hafa tilkynnt sig að láta mig vita hið snarasta því það gæti stefnt í tvær ferðir og hæfist hin síðari þá um 1.maí eða svo.
Thursday, July 22, 2010
Líf í höttum og fullt af áætlunum
Í Uzbekistan má finna galdrahatta og þessi reyndist vel, bæði í að komast inn á bannaðar síður og ekki síst til að verja mig fyrir 47 stiga hita
Hljómsveitin í Bukhara sem spilaði fjöruga þjóðlagatónlist
Ferð til Palestinu 11.-19.nóv 2010Hér eru í meginatriðum drög/áætlun Palestínuferðarinnar okkar. Á ekki von á verulegum breytingum.
Ferðin kostar 260 þúsund, eins manns herbergi er 225 dollarar(greiðist í íslensku)
11.nóv. Flogið með Icelandair til Frankfurt og þaðan til Amman í Jórdaníu með Royal Jordanian. Fulltrúi Neboferðaskrifstofunnar tekur á móti hópnum, síðan er gengið frá vegabréfsáritunum og inn í Amman. Gist þar um nóttina
12.nóv. Morgunverður.
Farið frá Amman til landamæranna og farið yfir brúna sem skilur að löndin Ísrael og Jórdaníu. Farið yfir á landamærum sem heita Husseinsbrú, Jórdaníumegin og Allenby Ísraelsmegin.
Við höldum síðan áfram til Jerúsalem. Förum upp á Ólífurfjallið og skoðum austur Jerúsalem og síðan keyrt til Bethlehem en þar gistum við allar næturnar í Palestínu.
13. nóv.
Morgunverður
Við verðum allan daginn í Betlehem og skoðum okkur um í Beit Sahour og Beit Jala. Möguleiki er að við hittum einhverja ráðamenn borgarinnar. En það verður varla ljóst fyrr en síðar.
14.nóv.
Morgunverður
Þennan dag heimsækjum við Hebron og fyrir utan að skoða okkur þar um, er okkur boðið í glerverksmiðju og förum í Ibrahimsmoskuna.
15.nóv.
Morgunverður
Fyrri hluta dagsins verjum við í Austur Jerúsalem en eftir hádegi förum við til Ramallah. Þar hefur einnig verið rætt um að við getum hitt ráðamenn
16.nóv.
Morgunverður
Þennan dag vitjum við Nablus, skoðum m.a. flóttamannabúðir þar, við sjáum einnig Jakobsbrunninn og fleira.
17.nóv.
Morgunverður
Til Jerikó, skoðum einnig Hisham Palace, ath hvort við komumst í grennd við Kumran þar sem Dauðahafshandritin eru ofl.
18.nóv.
Morgunverður
Förum til Nabi Samuel og síðar til Allenbybrúar og yfir hana og til Jórdaníu.
Keyrt til Amman og á sama hótel og við vorum á í upphafi ferðar. Gist þar
19.nóv. Brottför frá Alia flugvelli og um London. Allöng bið í London og síðan heim til Íslands.
Innifalið er:
Gisting á 3ja stjörnu hóteli í Betlehem og 4ra stjörnu hóteli í Amman. Hálft fæði(kvöldverðir)
Öll keyrsla
Enskumælandi leiðsögumaður verður með okkur allan tímann
Aðgangseyrir á alla staði sem vitjað er í ferðinni
Tips á hótelum
Ekki innifalið
Vegabréfsáritun til Jórdaníu, um 16 dollarar en er afgreidd við komu
Brottfararskattur þegar farið er frá Ísrael 45 dollarar
Hádegisverðir
Drykkjarföng og annað sem er ekki nefnt í þessari upptalningu.
Tips til bílstjóra og staðarleiðsögumanns
Að venju skulu menn sjálfir annast um sín tryggingamál
Ég vil benda á að ferðaþjónusta er kannski ekki beint það sem Palestínumenn hafa lífsviðurværi sitt af. Mér sýnist þó í dagskránni að við sjáum helstu staði.
Hef haft samband við Stefaníu Khalifeh, ræðismann okkar í Jórdaníu. Hún hvetur til að við biðjum Ísraela – við komu og brottför- að stimpla á sérstakt eyðublað. Stundum gera þeir það og stundum ekki.
Aftur á móti virðast stimplar frá arabalöndum, Íran og víðar ekki skipta máli.
Reikna má með leit í farangri þegar komið er yfir til Allenby og rækilegum spurningum. Nauðsynlegt að halda stillingu sinni og láta Ísraelana ekki koma sér úr jafnvægi.
Stefanía segir einnig að yfirleitt sé auðvelt fyrir útlendinga að komast leiðar sinnar en bendir okkur öllum á að stundum sé þörf á þolinmæði. Reyna að láta palestínska leiðsögumanninn og mig sjá þá um málin.
Það er fengur að því að við getum farið þessa ferð og vonandi gefur ferðin mjög athyglisverða mynd af því lífi sem Palestínumenn búa við, auk þess sem við sjáum stórmerkilega staði.
Veður á þessum árstíma er yfirleitt gott en nauðsynlegt að hafa með sér yfirhöfn, jakka og regnhlíf.
Fundur verður um ferðina mjög fljótlega og læt ykkur vita.
Vinsamlegast hagið greiðslum á eftirfarandi hátt:
1.ág 130 þúsund kr.
1 sept. 130 þúsund kr.
Þá skulu þeir sem óska eftir eins manns herbergi einnig borga þá upphæð. Hún er nefnd hér að ofan.
Reikningsnúmer er 342-13 551346 og kt 441004-2220
Nauðsynlegt er að greiða á réttum tíma því ég þarf að senda ferðaskrifstofugreiðslur með mjög góðum fyrirvara og sömuleiðis til Royal Jordanian.
Bið Palestínufara að athuga að ég ruglaði pínulítið greiðsludögum. Afsakið það. Hér rétt
Sem ég nú sendi þetta til ykkar vil ég benda á að tvö sæti losnuðu og ef einhver veit um einhvern sem vill koma með í þessa sérstæðu og óvenjulegu ferð ætti hann að hafa samband í hvelli.
Ferðaáætlun til Uzbekistan(setti hana líka inn á hlekkinn UZBEKISTAN)
15.-28.apr. 2011
Vil taka fram að fundur verður fljótlega með þeim sem hafa staðfest þátttöku.
Þá verður ítarlegri áætlun dreift svo og nytsömum upplýsingum og fleiru. Mun þá láta fylgja með upplýsingar um hótelin
Ferðalýsing
15.apr. Flogið árla morguns til Frankfurt. Gist þar á flugvallarhóteli
16.apr. Snemma morguns er flogið með Uzbekistan Airlines (HY 232)til Tashkent í Uzbekistan. Gengið frá vegabréfsmálum og enskumælandi leiðsögumaður tekur á móti hópnum. Við gistum á Tashkent Palace. Það er ljómandi gott hótel og á fínum stað í miðborginni andspænis óperuhúsi borgarinnar. Við ættum að vera að komin í svefn á einkar kristilegum tíma, en ath að Uzbekistan er fimm klst á undan Íslandi.
17.apr.
Morgunverður
Síðan förum við í skoðununarferð í Tashkent, einkum hinn sögulega hluta borgarinnar, skoðum Hasti Imam moskuna sem er sú stærsta í Tashkent. Þar má sjá merkilegt ævafornt eintak af Kóraninum, eitt fárra sem talið er frumrit eða meðal elstu. Stuttur fyrirlestur þar um islam sem fræðimaður við moskuna flytur okkur.
Farið á Chorus bazarinn sem er ævaform markaður á krossgötum hins fræga Silkivegar en Uzbekistan gegndi merkilegu hlutverki þegar Silkivegurinn var og hét. Einnig heimsækjum við Abdul Kasim Madrassah en þar eru nú einkum vinnustofur handverksmanna en Úzbekar eru listatréútskurðarmenn.
Að þessu búnu væri ráð að fara upp í Sjónvarpsturninn sem er með hæstu byggingum í heimi og fá okkur tesopa eða einhverja hressingu. Þar er einstakt útsýni yfir borgina.
Gist á Tashkent Palace. Kvöldverður er innifalinn
18.apr.
Nú liggur leiðin til flugvallar. Vélin okkar Hy 1051 fer kl. 7 um morguninn til Urgench(lent kl. 8,45). Annað hvort fáum við morgunverð í býtið eða við fáum með okkur nesti til flugvallar.
Þegar komið er til Urgench er keyrt til Khiva og byrjað á því að tjekka inn á Hótel Malika
Það er skemmtilegt hótel rétt við gömlu borgina en þar ætlum við síðan að verja deginum enda margt að sjá, dýrðlegar moskur, gamlir skólar, tignarlegar mínerettur og ágætis búðir.
Við borðum kvöldverð á einkaheimili. Hann er innifalinn
19.apr
Morgunverður
Síðan er lagt af stað áleiðis til Bukhara en myndastopp alltaf öðru hverju, m.a. þegar komið er að stærsta fljóti Mið- Asíu Oxus og raunar víðar.
Við höfum með okkur nestishádegisverð af hótelinu ( hádegisverðurinn er innifalinn) og borðum hann í vin í Karakum eyðimörkinni.
Þegar komið er til Bukhara um fjögurleytið er tjekkað inn á Hótel Sasha og sonur, það er með skemmtilegri hótelum, smekklegt og herbergi mjög falleg.Við erum rétt við gamla miðbæinn og er frjáls tími fram að kvöldmat.
Kvöldverður og dans- og þjóðlagasýning. Innifalið
20.apr.
Morgunverður
Síðan er skoðunarferð um Bukhara sem er heillandi staður og margt að sjá, kastalavirki, gömul synagoga gyðinga, moskur, minerettur, bazarar( og þar má gera góð kaup eins og víðar), Nánar verða taldir upp skoðunarstaðir í seinni áætlunum.
Síðdegis er frjáls tími.
Kvöldverður. Ekki innifalinn
21.apr.
Morgunverður
Nú er lagt af stað til Yangi Kazgan. Á leiðinni er stoppað í Gijduvanþorpi, skoðaðar keramikvinnustofur, farið í Nur Ata(Faðir ljóssins) bygginguna en þar er dularfull fiskitjörn og segir sagan að óleyfilegt sé að veiða/eta fiskinn.
Við komum við á gamalli herstöð Alexanders mikla því vitanlega var hann á þessum slóðum eins og annars staðar
Einhvers staðar á leiðinni snæðum við hádegisverð. Hann er ekki innifalinn
Um þrjú leytið er komið til Yanqikazgan þorps sem er í Kyzil-Kum eyðimörkinni.
Frjáls tími og geta menn brugðið sér á úlfalda, skoðað gróður og dýralíf í grenndinni ofl
Um kvöldið er þjóðdansa og skemmtun og kvöldverður.(innifalinn)
Gist í jurtbúðum. Jurt eru einstaklega skemmtilegir bústaðir, eins konar bambustjöld. Aðbúnaður ágætur
22.apr
Morgunverður
Nú tygjum við okkur til Aydar Kul vatnsins og þar geta menn fengið sér sundspett. Og síðan hádegisverð við vatnið áður en við leggjum af stað til Samarkand.
Þegar við komum til Samarkand tjekkum við inn á Hótel Malika, hreint og þekkilegt hótel. Síðan er frjáls tími.
Borðum kvöldverð í heimahúsi og á boðstólum einn af þjóðarréttunum. Kvöldverður innifalinn.
23. apr.
Morgunverður
Við verðum allan daginn í Samarkand að skoða dýrgripi og gersemar þar, stórkostlegar minjar frá Timum hins fræga Timurs prins.Þarna er stærsta moska í Mið Asíu, stórkostlegir islamskir skólar, fögur grafhýsi, undursamlegir basarar, silkiteppaverksmiðjur Samarkand var áður frægast fyrir að vera einn mikilvægasti áningastaður silkileiðarinnar og skáld hafa ort um þennan stað frá örófi.
Einnig matar og sælgætismarkaður og hvarvetna fegurð og tign.
Kvöldverður. Ekki innifalinn
Gist á hótel Malika
24.apr.
Morgunverður
Höldum áleiðis til Tashkent en ástæða er til að stoppa á allmörgum stöðum á leiðinni, hvort sem er við Farahskarðið með sínu mikla útsýni yfir Tamarlaneríkið, stærsta fljótið, við lítil þorp þar sem sagt er að ræktaðar séu bestu vatnsmelónur.
Við komuna til Tashkent er tjekkað inn á Tashkent Palace og síðan farið í skoðunarferð um nýrri hluta borgarinnar, skoðum Sjálfstæðistorgið, ballett og óperuhúsið og margt fleira.
Kvöldverður er innifalinn
25.apr.
Morgunverður
Uzbekistan er hjarta Mið Asíu og Ferghanadalurinn er hjarta Uzbekistan með sitt sérstæða og skrautlega mannlíf og mikla gróðursæld
Nú leggum við af stað þangað og förum yfir Kamchikfjallaskaðið og erum komin í dalinn upp úr hádegi. Tjekkum inn á Asiahotel. Horfum á söngva og skemmtiatriði undir borðum.
Kvöldverður er innifalinn.
26.apr
Morgunverður
Við skoðum okkur um í Ferghana dalnum allan daginn, göngum um fallega garða skoðum lítil þorp og gróðursæld hvert sem litið er. Förum til Margilanbæjar sem er skammt frá þar sem við lítum inn í silkiverksmiðju, föstudagsmoskuna og á bazarinn.
Kvöldverðurinn verður á mjög úzbesku veitingahúsi þar sem dalbúar safnast saman og þar borðum við plov sem er mjög dæmigerður úzbeskur réttur. Innifalinn
Gist á Asiahotel eins og fyrri daginn í dalnum
27.apr.
Morgunverður
Áleiðis til Tashkent og þegar komið er þangað er frjáls tími það sem eftir er dagsins en fararstjóri og leiðsögumaður verða innan seilingar.
Kveðjukvöldverður og gist á Hótel Tashkent sem fyrr.
28.apr.
Morgunverður
Áleiðis til Frankfurt með HY 231, brottför kl.6,35 og eftir nokkra bið í Frankfurt með Icelandair heim til Íslands.
Innifalið er:
Flug til Frankfurts og frá Frankfurt
Flug til Frankfurt til Tashkent og aftur til Frankfurt
Gisting og morgunverður í Frankfurt
Innanlandsflug í Uzbekistan
Gisting í tveggja manna herb. Eins manns herbergi er 250 dollarar.
Þjórfé á veitingastöðum hótelum og flugvöllum
Gist í jurt eina nótt
Tveir hádegisverðir
Öll keyrsla
Aðgangseyrir á alla staði sem nefndir eru í áætlun(verður ítarlegra síðar)
Allir kvöldverðir nema tveir
Vatn á ökuferðum
Þjóðdansasýning í Bukara og Ferghanadal
Val um ballettsýningu í Tashkent, grasagaðaskoðun og eitthvað fleira.
Möguleikar að komast á ballett, óperusýningu, í grasagarð, dýrðagarð
Ekki innifalið:
Kostnaður frá flugvellj í Frankfurt og til flugvallar í Frankfurt frá hótelinu
Visa til Uzbekistan um 70-80 dollarar(Vegabréf verða send út til Berlínar síðar í vetur)
Drykkir og máltíðir sem ekki eru tilgreind sérstaklega í áætlun
Ferðatrygging skulu allir sjá um sjálfir eins og venja er
Smávægileg greiðsla á sögustöðum ef teknar eru myndir/vídeó
Þjórfé til staðarleiðsögumanns og bílstjóra samtals 130 dollarar. Ég innheimti það einhvern fyrstu dagna
Drykkir, .þvottur og önnur persónuleg útgjöld
Yfirvigt á farangri er á ábyrgð hvers oe eins
Áskil mér rétt til breytinga ef þurfa þykir.
Subscribe to:
Posts (Atom)